Vísir - 26.04.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 26.04.1973, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 26. aprll. 1973. risBsm-- Hvaö finnst yöur um nafna- og myndabirtingar afbrotamanna? Þórarinn Indriöason, jukebox- maöur: Mér finnst alveg sjálfsagt aö birt séu nöfn afbrotamanna i fjölmiölum. Þaö sama segi ég um birtingu á myndum af viðkom- andi aðilum. Almenningur á að fá tækifæri til þess að verja sig fyrir slikum mönnum. Einar lngvarsson, starfsmaöur Landsbankans: Það fer allt eftir eðli afbrotsins, hvort það er stórt eða litið, hvort rétt er að birta nöfn afbrotamanna. Það sama gildir um myndir af þeim. Sæmundur Þóröarson, verzlunar- maöur: Það er nú dálitið erfitt að svara þessari spurningu. Þó held ég, að það sé sjálfsagt að birta nöfn afbrotamanna. Um myndir þori ég ekkert að segja. Hrefna Sigurðardóttir, húsmóöir: Mér finnst það fint. Ég tel það al- veg rétt að birta nöfn og myndir afbrotamanna, eins og þið gerðuð til dæmis i -Visi nú fyrir skemmstu. Ilaraldur Guömundsson, verka- maður:Mérfinnstalveg sjálfsagt að birta nöfn afbrotamanna i fjöl- miðlunum i öllum tilfellum. Einnig tel ég rétt að myndir birt- ist af þeim. Þorvaldur Jónsson, verzlunar- rnaður: Ég tel sjálfsagt að birta nöfn sibrotamanna. Læt ég það nú vera ef aðeins er um fyrsta afbrot að ræða. En myndir af frægum glæponum og mönnum, sem si og æ brjóta lögin, tel ég rétt að birta. Valdimar H.Jóhannesson: LÍFEYRISSJÓÐSLÁN MEÐ OKURVOXTUM Verðbólgan gleypir milljarða lífeyrissjóðanna Eru lifeyrissjóðirnir „aurar gamla fólksins” þeir aurar, sem hús- byggjendur og fleiri, sem „græða” á verð- bólgunni, endurgreiða i gegnum lánastofnanir með miklum afföllum? — Þetta er spurningin, sem félagar i hinum 60-70 lifeyrissjóðum landsins hljóta að spyrja á næstunni, þ. e. næstum allir launþegar landsins. Hvorki meira né minna en 10% af kaupi renna til lifeyris- sjóðanna. Ekkert útlit er fyrir það, að sjóðurinn, sem verið er að safna i, geti tryggt viðkomandi sjóðfélögum áhyggju- lausa elli. Þessir aurar verða nefnilega löngu brunnir upp á báli verð- bólgunnar áður en hægt verður að gripa til þeirra. Við skulum lita lauslega á eitt dæmi um það, hvernig fara mun um þá aura, sem launþegar greiða nú i lifeyrissjððina. Þetta dæmi er fullkomlega raunveru- legt, þó að dæmið sé ekki til i raun og veru, vegna þess, hve lifeyris- sjóðirnir eru enn ungir. 9.000 kr. lifeyrir Arið 1965 gat verzlunarmaður vænzt þess að lifa mjögsæmilegu lifi af 15 þúsund krónum, enda var það hæsta kaup, sem verzlunarmaður gat fengið þá samkv. samningum V.R. Gamli skrifstofustjórinn sem þaö ár fór á eftirlaun fékk þvi um 10 þús. krónur i eftirlaun, eða 70% af hæsta kauptexta. Hann fær enn i dag sömu eftirlaunin. En hann lifir ekki marga daga i mánuði á lifeyrinum sinum lengur. Hann væri lika með 44 þús. kr. á mánuði, ef hann hefði áfram gegnt stöðu sinni. Lifeyririnn, sem skrifstofustjórinn var búinn 2.000 milljónum „stolið” frá lifeyrissjóðum i ár. Þaö er hreint ekki af tómri mannvonzku hinna sjóðs- félaganna, sem lifeyrir gamla skrifstofustjórans hraöminnkar svona. Astæðan fyrir þessu er að sjálfsögðu sú, aö sjálfur sam- eiginlegi sjóöurinn er að dragast saman, — sjóöurinn, sem hefur tekið tiundu hverja krónur, sem sá gamli hefur unniö sér inn alla ævina. 1 árslok er reiknaö með þvi, að um 9 milljarðar króna verði samtals i öllum lifeyrissjóðum landsins. Verðbólgan á þessu ári mun raunverulega rýra þennan sjóð um 2 milljarða króna, 2.000.000.000 kr. eða þar um bil. Kannski svolftið meira kannski svolitið minna. Ef unnt væri að lita svo á, að allir lifeyrissjóðsfélagar i landinu eigi þennan sjóð sam- eiginlega, má lita svo á að fjórum krónum af hverjum fimm, sem við sjóðsfélagarnir erum að greiða i lifeyrissjóðina okkar á þessu ári sé á glæ kastað. Gert er ráð fyrir þvi eins og áður er sagt, að lifeyrissjóðirnir séu orðnir 9 milljarðar króna i árslok og hafi þá vaxið úr 6.4 milljörðum króna eða um 2.600 milljónir króna. Ef við drögum frá þeirri upphæð, þessar 2.000 milljónir króna, sem veröbólgan rýrir heildarsjóðinn um, verða aðeins eftir 600 milljónir króna eða ein króna af hverjum fimm, sem við greiddum i sjóðinn. Skemmtilegt? aðborga fyriralla sina starfsævi og átti að tryggja honum 70% af fullu kaupi allt hans lif er í raun kominn niður I 23% eða tæpan fjórðung. Og hann getur búizt við þvi að enn muni lifeyririnn rýrna. A þessu ári rýrnar hann um 20-30% ef svo fer sem horfir. Gamli skrifstofustjórinn getur vist reiknað meö þvi að lifa i 13.6 ár. Þaö er sá meðalárafjöldi, sem menn bæta við sig.fyrst þeir eru á annað borð búnir að ná 67 ára aldrinum. Hann má teljast heppinn ef hann nær 10% af mánaöarkaupi siðustu ævi- mánuöina. eyrissjóði meö þvi aö þeim gefst kostur á hagstæðum lánum, þ.e. lánum með aðeins 10% vöxtum, sem eru gjöf meðan verðbólgan er um 15% á ári. Litum nú samt dálitið nánar á málin. Eru þessi lán svona hag- stæð i raun og veru? Verður ekki Dýrustu lánin. En af hverju risa ekki allir upp og mótmæla? Jú, margir eru þeirrar skoðunar að þeir fái það margfaldlega borgaö að vera i lif- Hún er ekki björt ellin framundan hjá sjóösfélögum I Isienzkum lif- eyrissjóðum. MEIRI NAFNBIRTINGAR OG MYNDIR LÍKA 7INNBROT A SAMA STAÐNUM Aðalsteinn Jóhannsson hringdi: ,,Ég á verzlun i Brautarholti, og sjö sinnum hefur verið brotizt inn i hana á ekki löngum tima. 1 fimm af þessum sjö skiptum var sami pilturinn að verki i félagi með öðrum. Ég hef gripið til ýmissa ráða til þess að verja þessum innbrots- þjófum leiðina inn i verzlunina. M.a. hef ég neglt tréplötur og hlera fyrir á þeirri hliö hússins, þar sem þeir fóru jafnan inn. — En siðast þegar þessi piltur brauzt inn, gerði hann sér litið fyrir og fékk sér stóran stein til þess að brjótast þá bara i gegnum dyrnar. Þegar lögreglan handsamaði hann og ætlaði að aka honum á brott i lögreglubil, vildi hann (ekki óeðlilegt) vita, hvert þeir ætluðu með hann. Lögreglu- þjóninn sagði: Upptökuheimilið i Kópavogi. Þessi sveinn virtist ekki kunnugri þvi en það, að hann beit i sig, að átt væri við fávitahælið, og mun hann hafa kvartaö undan þvi við sálfræöinga heimilisins. Þeir ávituðu lögregluna þung- lega, fyrir að hafa ekki haft meiri aðgát i nærveru svo „við- kvæmrar” sálar. Þessir sveinar brjótast inn i hfbýli manna æ ofan i æ og eyöi- leggja verðmæti fyrir tugi og hundruð þúsunda, og svo er bara sagt við þá: „Góurinn minn”. Ég veit ekki, hver er til- gangurinn með svona „opnu” heimili, eins og þetta hefur verið kallað, en þaö er ábyggilega kol- röng aðferð við svona pilta. Þar ber hinu opinbera hrein skylda til þess að koma I veg fyrir að við- komandi piltur gangi laus til þess að spilla eigum borgaranna... og hver veit — til þess að berja þá i hausinn, ef einhver þeirra væri svo óheppinn að koma að honum við verkið.” S.E. hringdi: „Það var mikið, að þiö tókuð loks til hendinni — og mætti segja, að fyrir löngu hefði verið kominn timi til. Ég var að lesa Visi og frásögn hans af óþokkaverki innbrots- þjófanna tveggja vestur i frysti- húsi tsbjarnarins. Meö voru birt- ar myndir og nöfn mannanna tveggja. Mikið hefur verið róið i þvi, að þetta yrði gert svo að venjulegir borgarar geti þekkt þessa pilta til að varast þá og gera sinar öryggisráðstafanir, ef þá skyldi bera að dyrum. Þetta er brýn nauðsyn i þjóð- félagi. sem gerir hreint ekki nokkurn skapaðan hlut til þess að verja borgarana fyrir sibrota- mönnum. Nú er bara aðlátaekki deigan siga, heldur halda þessu áfram".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.