Vísir - 26.04.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 26.04.1973, Blaðsíða 7
Visir. Fimmtudagur 26. april. 1973. 7 í «.1 Nýiustu hárgreiðslurnar ^íoANjog klippingarnar frá Umsjón Edda Andresdóttir PARIS: Okkur langar til þess að breyta örlítið til þegar sól- in fer að hækka á lofti. Fatnaður, skótau, hár- greiðsla og allt. Við erum farin að verða leið á vetrarflíkunum og öllu því sem tilheyrir vetrin- um og engin furða, við eigum svo langan vetur hér uppi á islandi. Hárið er höfuðprýði manns- ins, og það er eins og það skipti öllu máli hvernig það er og hvernig það fer. Ef hárið er óhreint liður okkur illa, og mað- ur hefur það á tilfinningunni að likaminn sé allur óhreinn. Það er þvi eins gott að halda hárinu hreinu og snyrtilegu þvi að við það virðist velliðanin aukast. Sumir segja, að hár- þvottur oftar en einu sinni til tvisvar i viku hafi slæm áhrif á hárið. Sliti þvi og verði til þess að hárið fitni meira. Aðrir segja hins vegar, að það saki litið þó að hárið sé þvegið oftar i viku, jafnvel á hverjum einasta degi. Hárið er þá að minnsta kosti alltaf hreint og á meðan liður manni vel. Og ef hárið er klippt reglulega eða aðeins sært af þvi, ætti hár- þvotturinn ekki að saka. Siða hárið virðist yfirleitt rikjandi yfir vetrartimann. En um leið og fer að vora i lofti kemur löngunin til þess að klippa hárið. Enda er stutt hár öllu þægilegra i sól og hita, og auðveldara er yfirleitt að ráða við það. Við birtum nú myndir af nýj- ustu hártizkunni, sem fyrir stuttu leit dagsins ljós i Paris. Við birtum einnig leiðbeiningar um það, hvernig á að beita skærunum og fara að þegar hver greiðsla er klippt. Yfirleitt virðast hár- greiðslurnar fremur einfaldar og nokkuð er um það að hárið sé blásið. Það gefur andlitinu hressilegan og skemmtilegan svip. að bæði er hægt að greiða hann beint fram og út á hlið. Eftir klippinguna er hárið sið- an þvegið og það loks þurrkað með hárþurrku og bursta. Hár- greiðslumennirnir ráða vist vel við að þurrka hárið þannig með þurrkunni, að það liggi eins og bezt verður á kosiö, en sjái mað- Virðist eðlilegt en krefst síns tímo Með þessum þremur myndum sýnir Jean-Louis David, hár- greiðslumaður i Paris, hvernig á að fara að þegar þessi hár- greiðsia er klippt. Hárið er sitt fyrir. Hárgreiðslan er mjög frjálsleg og eðlileg, en hún krefst samt sins tima. i byrjun er hárið allt greitt niður frá hnakkanum. Síðan er byrjað að klippa og er byrjað I hliðunum, eins og fyrsta myndin sýnir. A annarri myndinni er hárið tekið aftur i tagl, það er að segja allt nema undirhárin svoköll- uöu. Þau eru siðan klippt eins og linan sýnir. Toppurinn er klipptur hæfilega mikið, þannig betra verði við það að eiga og auðveldara að fá það til þess að rúllast upp á við. Nú, svo má nota hárlagn- ingarvökvann ef ekki dugar að setja rúllurnar i svolitiö vott hárið. Skemmtileg greiðsla fyrir þter með langa hálsinn Carita er frönsk hárgreiðslu- kona i Paris. Hugmyndina að þessari greiðslu segist hún hafa frá van Dongen, frönskum list- málara, sem eitt sinn málaði fræga mynd af Brigitte Bardot. Hárgreiðslan er nokkuð barna- leg en skemmtileg. Og það er litið sem þarf fyrir henni að hafa. Engar rúllur, enginn hárlagningarvökvi eða hvað sem þetta nú allt saman heitir, ja, nema þá hárið sé þeim mun verra viöureignar. Sama sidd er á hárinu allt um kring, frá hnakka og fram á kinnar. Stuttur toppur er klippt- ur, og siðan er hægt að breyta hárgreiðslunni jöfnum höndum. Annaðhvort er toppurinn hafður beint fram á enniö, eða þá að hárinu er skipt langt út á annarri hliðinni og það siðan greitt á ská fram yfir ennið. i annarri hliðinni veröur hárið þá all miklu styttra. Enda eru undirhárin höfð styttri. Hárgreiðslunni má svo gefa skrautlegri svip með þvi að spenna hárið aftur. Nú kemur hárliðunarjárnið í góðar þarfir Einn af 15 beztu hárgreiðslu- mönnum i Paris, er sagður vera David Harlow. Hann kemur fram með þessa greiðslu, sem þegar er reyndar farið að bera nokkuð á. Liðaður toppur en slétt hár i hliöunum. Klippingin sjálf er mjög lfk klippingu Jean-Louis David, sem sýnd er hér á siöunni. En nú er toppurinn liðaður. Hárið er lagt eins og myndirn- ar sýna, og nú er gott að notast við hárliðunarjárn, þó að alveg eins gott sé að nota litlar rúllur. Illiðarhárið er aðeins burstað hressilega, en skemmtilegt er þó að setja i það liði, þannig að það rúllist aöeins inn á við. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.