Vísir - 26.04.1973, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 26. april. 1973.
5
AP/IVITB UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Eldflaugarnar
hittu íbúðarhús
— ekki völlinn
Hersveitir kommúnista
geröu í gærkvöldi árás á
flugvöllinn í útjaðri
höfuðborgar Kambodiu,
Phnom Penh. Að minnsta
kosti tuttugu óbreyttir
borgarar létu lífið í árás-
inni og fjörutíu aðrir
særðust.
Beittu kommúnistar
eldflaugum. Á þeim 15
mínútum sem árásin stóð
yfir, er talið, að þeir hafi
skotið um tuttúgu 122 mm
eldflaugum að Pochen-
tongflugvellinum.
En samkvæmt fréttum frá
Phnom Penh hittu aðeins fjórar
eldflaugar flugvöllinn, en hinar
hæfðu flestar fjölbýlishús hand-
an við flugvöllinn. 1 húsum
þessum bjó aðallega flóttafólk.
Enda voru flestir hinna föllnu
utanborgarfólk, sem leitað hafði
hælis i þéttbýlinu.
Eldflaugar þessar eru af
sovézkri gerð og draga aðeins
um 12 kilómetra, sem sýnir, hve
þétt umsátursliðið hefur um-
kringt borgina. Héfur eldflaug-
unum verið skotið frá einhverj-
um stað norðan við flugvöllinn,
og er þetta i fyrsta skipti siðan
4. janúar, að skæruliðar skjóta
eldflaugum að. höfuðborginni.
Árásin var gerð samtimis þvi,
að stjórnarher Kambódiu hóf
sókn og reyndi að vinna á sitt
vald aftur svæði hjá sveitaþorpi
einu , sem er 17 km sunnan við
höfuðborgina. En þeir mættu
harðri andspyrnu og urðu að
Snúa frá.
Flóttamenn hafa streymt til Phnom Penh, höfuðborgar Kambódiu, —ýmist gangandi, hjólandi eða á
einhverjum farartækjum, eins og hér á myndinni. En árásin I nótt sýndi, að fólkiö cr ekki frekar óhult
þar. Kldflaugar hæfðu fjölbýlishús, þar sem flóttafólkið bjó.
pillusalar
í K-höfn
Sleppa
pólitískum
föngum í
Víetnam
Fulltrúar Saigonstjórnarinnar
og Þjóðfrelsishreyfingarinnar
upplýstu i gær, að aðilarnir munu
skipta á 1387 pólitiskum föngum
núna á morgun. En i vopnahlés-
samningunum fyrir Vietnam var
ákveðið að öllum föngum ætti að
vera búið að sleppa lausum fyrir
aprillok.
Saigonstjórnin mun sleppa 750
föngum en Viet Cong lætur lausa
637. Hvor aðilinn um sig hefur
sakað hinn um að hafa fleiri
fanga i haldi en þeir hafa opin-
berlega kannast við.
Fra vipræðum Saigonstjórnar-
innar og Vietcong i Paris hafa
borizt þær fréttir, að þær séu
komnar i strand.
Thieu forseti ætlar aö sleppa 750
pólitiskum föngum.
Þýzkir
teknir
Tveir þýzkir rikis-
borgarar og dönsk eigin-
kona annars þeirra voru i
gær úrskurðaðir í 14 daga
gæzluvarðha Id i Kaup-
mannahöfn, sakaðir um
sölu á fíknilyfjum. Norsk
stúlka, sem var trúlofuð
öðrum Þjóðverjanum, var
einnig sett í gæzluvarðhald.
Þegar mál þeirra var tekið til
úrskurðar i gær, kom i ljós, að
ákæran gegn þessum fjórum
byggist á framburði eins manns,
sem greinilega hefur þekkt vel til
þessara fjögurra. Sagði hann, að
annar Þjóðverjinn ög danska
eiginkonan hans hefðu fengið
reglulega heimsóknir bróður
Þjóðverjans sem hefði i hvert
skipti haft með sér 10.000
preludintöflur. — A svarta
markaðnum i Danmörku selst
preludintaflan á 2 krónur danskar
eða um 30 krónur islenzkar.
Danska fikniefnalögreglan
handtók þessi fjögur heima hjá
norsku stúlkunni á þriðjudag.
Heima hjá henni, þar sem hún
rekur jafnhliða klámverzlun og
nuddstofu, fundust nær 2500
preludintöflur i körfu með
óhreinum þvotti.
Hjónin hafa neitað sekt sinni,
en norska stúlkan viðurkennir, að
henni hafi verið kunnugt um, að
unnusti hennar verzlaði með
fiknilyf. Unnustinn játaði að hafa
komið með i allt 15.000 töflur og
hafa selt þær flestar til manna,
sem hann komst i kynni við, eftir
að hann byrjaði fyrir hálfu öðru
ári að vinna fyrir sér með
kynvillingsvændi.
Fjðlda-
morð í
Santa
Cruz
24 ára gamall maður,
sem myrti stjúpforeldra
sína fyrir tíu árum, var
handtekinn í Santa Cruz í
Kaliforniu, sakaður um að
hafa myrt móður sína og
sjö konur aðrar.
Hann vartekinn í Pueblo,
eftir að hann hafði sjálfur
hringt til lögreglunnar og
sagt henni, að hann væri
vopnaður og mundi verða
einhverjum að bana, ef
hann yrði ekki tekinn strax.
Maður þessi, Edmund Kemper
að nafni, var vopnaður hagla-
byssu og nokkrum skamm-
byssum, þegar lögreglan handtók
hann.
Lögreglan fann lik móður manns-
ins og vinkonu hennar i ibúð
móðurinnar. Kemper hefur játað
að hafa myrt sex konur aðrar,
sem höfðu ætlað að snikja far á
þjóðveginum.
Ibúar i Santa Cruz hafá i vetur
lifað i skugga óttans af sautján
morðum, sem framin hafa verið á
þjóövegum og eyðílegum
stöðum utan við borgina siðan i
janúar. Fyrir skömmu var hand-
tekinn 25 ára gamall maður,
fullur trúarofstækis og eiturlyfja-
neytandi, og hefur hann verið
ákærður fyrir tiu þessara morða.
Mál hans verður senn tekið fyrir.
Stíflugarðar rofnuðu
Að minnsta kosti sex
manns eru talin hafa
farizt, drukknað, þegar
flóðið rauf stiflugarða á
mörgum stöðum við
neðri hluta Missisippi i
Bandarikjunum i nótt.
Þúsundir ferkilómetra lands
lögðust undir vatn, og ibúar á
bökkum móðunnar urðu að flýja
heimili sin I þúsunda tali. —
Rikisstjóri Illinois hefur farið
fram á það við Richard Nixon
forseta, að hann lýsi yfir
neyðarástandi i rikinu.
Þessi flóð, sem staðið hafa i
nokkrar vikur og farið jafnt og
þétt vaxandi, eru þau mestu,
sem orðið hafa i fljótinu siðustu
200 árin. — Þrátt fyrir miklar
varúðarráðstafanir, sem gerðar
hafa verið um þessar vikur, sem
flóðin hafa staðið, gerð varnar-
og stiflugarða, hrökk það ekki
til, þegar garðarnir létu undan
vatnsþunganum seint i gær-
kvöldi.
Flóðin hafa lagt undir sig
þúsundir ferkilómetra lands
og eyöilagt verðmæti fyrir
milljónir dollara. Þessi
mynd er tekin um 20 km
norðan við St. Louis.
Það er talið, að tjón á verö-
mætum af völdum flóösins nemi
fleiri milljónum dollara.
Sérfræðingar telja, að flóðið
verði i hámarki við St. Louis á
laugardagskvöld og þykir þeim
hreint ekki ótrúlegt, að slegið
verði metið frá þvi árið 1764,
þegar yfirborðið var 13 metrum
hærra en venjulega.