Vísir - 26.04.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1973, Blaðsíða 8
Visir. Fimmtudagur 26. aprfl. 1973. Visir. Fimmtudagur 26. aprfl. 1973 msjón: Hallur Símonarson Enn er Leeds í úrslitum! — Leikur við AC Milanó í Evrópukeppni Leikmenn Leeds eru orðnir miklir meistarar i bikarkeppni. í gær tryggðu þeir sér rétt i úrsiit Evrópukeppni meistaraliða með þvi að gera jafntefli við Hadjuk Split, Júgóslaviu, 0-0, en það nægði þvi Leeds vann fyrri leik liðanna með 1-0. Úrslitaleikurinn veröur i Saloniki I Grikklandi 16. mai og leikur Leeds þar við Italska liöiö fræga, AC Milanó. Þaö verður áreiðanlega mikill leikur liða, sem mikla reynslu hafa i Evrópu- keppni. AC Milanó sigraði Sparta, Prag, aftur i gær 1-0, en leikið var I Prag. Milanó vann einnig 1-0 i heimaleik sinum. Júgóslavneska liðið sótti mjög gegn Leeds i gær, sem lék mikinn varnarleik — en allt kom fyrir ekki, Split tókst ekki að rjufa varnarvegginn — utan einu sinni, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Alan Clarke lék ekki með Leeds I gær og má heldur ekki leika úrslitaleikinn, þar sem hann var rekinn af velli I fyrri leik liðanna. Mark á útivelli kom Liverpool í úrslit Tottenham, sem sigraði í UEFA-keppninni i fyrra, var slegio út í undanúrsiit- um i gær, þrátt fyrir sigur gegn Liverpool 2-1 á White Hart Lane. Liðin voru jöfn 2-2 eftir báða leikina, en markið á útivelli kom Liverpool í úrslit gegn Borussia Mönchenglad- bach. Leikurinn var afar spennandi, en Tottenham tókst ekki að ná nema eins marks sigri. Ekkert mark var skorað i fyrri hálfleik, en á 4.rnin. siðari hálfleik skoraði Martin Peters fyrsta mark leiksins fyrir Tottenham. Gleði áhorfenda á White Hart Lane, sem voru um 50 þúsund, var skammvinn, þvi Steve Highway jafnaði fljótt fyrir Liverpool. En aftur skoraði Peters á 71. min. og leikurinn var á suðupunkti til loka. Liverpool sigraði i fyrri leik liðanna 1-0 á heimavelli 1 hinum leiknum i undan- úrslitum milli Twente, Hollandi, og Borussia — þar sem Albert Guðmundsson var eftirlitsmaður UEFA — sigraði þýzka liðið 2-1. Það vann fyrri leikinn einnig, 3-0 heima. öll von Hollendinga að komast i úrslit fór strax á 13.min. þegar bakvörðurinn Drost skoraði sjálfsmark. Rupp kom Borussia i 2-0 á 27. min., en Pahlplatz skoraði eina mark Twente á lO.min. i siðari hálfleik. Þarna eru tveir kunnir kappar, sem stjórnuðu liðum síiuini á tslands- inótinu i innanhiissknattspyrnunni um páskana. Ellert Schram, til vinstri, var auðvitað með KR-ingana, sem hlutu silfurverðlaun, en Rikhaður Jónsson með Skagamenn, en þeir urðu i fjórða sæti á mótinu. Þessir gömlu mótherjar — og samherjar I landsliðinu — þurftu þó ekki að eigast við innbyrðis, KR og Akranes léku ekki saman á mótinu. Islandsmeistarar Vals 11. deild kvenna ásamt þjálfara slnum Stefáni Sandholt. — Ljósmynd Bjarnleifur. íslandsmeistaratitlarnir hlaðast upp í Hlíðarenda — Yalsstúlkurnar urðu íslandsmeistarar í handknattleik — Sigruðu Fram með 12-10 Árið 1973 ætlar greinilega að verða mikið Valsár— islands- meistaratitlarnir og bikararnir beinlínis hlaðast upp i Hlíðar- enda. I gærkvöldi urðu Vals- stúlkurnar islandsmeistarar í 1. deild kvenna — tíundi sigur þeirra í islandsmótinu í hand- knattleiká ellefu árum eða síð- an 1962 — þegar þær sigruðu Fram í aukaúrslitaleik um meistaratitilinn 12-10 i Laugar- dalshöllinni í gær. Orslitin komu talsvert á óvart, þó svo liðin séu nokkuð svipuð að stvrk- leika, virðist Fram-liðið liklegt til meiri stórræða. Og nú bættist á, að Valur lék án sinnar beztu handknatt- leikskonu, Bjargar Guðmundsdóttur, sem er erlendis. Fyrirfram virtist þvi flest mæla með sigri Fram sem leikið hafði betur i siðasta leik mótsins gegn Val. En það varð ekki og mikið geta Fra'm-stúlkurnar nagað sig i handar- bökin eftir á — þær misnotuðu þrjú vitaköst af fjórum, sem þær fengu i leiknum, meðan Svala Sigtryggsdóttir skoraði úr öllum fjórum vitunum, sem Val voru dæmd i leiknum. Já, Svala kom mjög við sögu I þess- um leik og var stöðugur ógnvaldur fyrir vörn Fram. Hún skoraði sjö af Sigur hjá ÍR og auðvitað Val! niu fyrstu mörkum Vals i leiknum. Þá átti önnur stúlka i Valsliðinu einnig stjörnuleik — Sigurbjörg Pétursdóttir, sem varði mark Vals með miklum ágætum. En samt sem áður geta Fram-stúlkurnar nagað sig i handar- bökin — þetta var leikur hinna glötuðu tækifæra fyrir þær. Það var mikil taugaspenna i byrjun leiks og illa gekk að koma knettinum i mark. Fram fékk fyrsta tækifærið — vitakast — en boltanum var kastað langt framhjá markinu! Og svo skor- aði Hildur Sigurðardóttir fyrsta mark Vals á 6.min. Arnþrúður Karlsdóttir jafnaði strax fyrir Fram eftir send- ingu Kristinar Orradóttur, sem einnig hafði „fiskað" vitið. Þá fengu Vals- stúlkurnar tvö viti — Svala skoraði örugglega úr báðum 3-1. Fram tóksfao jafna á 17.min. með mörkum Oddnýjar Sigsteinsdóttur og Arnþrúðar 3-3. En það var skammgóður vermir fyrir áhangendur Fram — Svala og Jóna Dóra Karlsdóttir skoruðu tvö siðustu mörkin fyrir Val i hálfleiknum 5-3. Framan af siðari hálfleiknum léku Valsstúlkurnar vel — Svala skoraði enn tvivegis, annað úr viti, og Valur komst i 7-3. Sigurinn virtist I höfn, fjögurra til fimm marka munur hélzt langt fram i hálfleikinn. En þá fóru Fram-stúlkurnar loksins að vakna til lifsins. Þær skoruðu fjögur mörk i röð — Guðrún Sverrisdóttir tvö og Arnþrúður tvö. Munurinn varð aðeins tvö mörk, 11-9, fyrir Val og sex min. til leiksloka. En þá var eins og Fram hefði eytt öllu sinu púðri — liðinu tókst ekki að minnka muninn meir — og enn var þá vitakast misnotað. Það varekki mikill handknattleikur, er liðin sýndu. Valsliðið tók af og til góða spretti, en einkum var það þó varnarleikurinn, sem var góður hjá liðinu allan timann. Stórskyttur Fram komust sjaldan i færi og liðið i heild lék talsvert undir getu — spenna augna- bliksins varð liðinu að falli, en þar hafa Valsstúlkurnar mun meiri reynslu til að bera gegnum sigurgöngu siðasta áratugsins. Dómarar voru Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson og dæmdu skin- andi vel — eins og alltaf, þegar þeir dæma saman. IR-ingar urðu sigur- vegarar i 1. flokki karla i íslandsmótinu i hand- knattleik — Valur i 1. flokki kvenna. Leikið var til úrslita i þessum flokkum i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. 1R lék til úrslita við Víking og náði fljótt yfirburða- stöðu. 9-4 stóð i hálfleik og tveir leikmenn ÍR voru bakvið hinn góða leik liðsins — landsliðsmaðurinn kunni i knattspyrnunni, Asgeir Eliassoh, og markvörðurinn Guðmundur Gunnarsson sem varði hreipt snilldarlega. 1 siðari hálfleiknum settu Vfkingar mann til höf uðs Asgeiri og fóru að saxa á forskotið — munurinn minnkaði i 10-9. En 1R- ingar sigu svo framur aftur, þó svolitill spenna væri i lokin. Crslit 16-14 fyrir 1R, og á lokaminútinni misnotaði Vikingur, sem varð Reykjavikurmeistari i þessum flokki i vetur, vitakast. t úrslitum l. flokks kvenna hafði Valur yfirburði gegn Fram — Sigraði með 8-4. Stórsigur Fram Þá kom að þvi, að tslandsmeistarar Fram komust á skotskóna á ný — þeir unnu Ármann i sjötta leik Reykja- vfkurmótsins með 8-1 i gærkvöldi á Melavellinum. Staðan i hálfleik var 4-1. Það var ungur piltur I Fram-liðinu, Siinon Kristjánsson, sem kom Fram á bragðið með þvi aö skora næstum strax eftir að leikurinn hófst. Hann varð einnig markhæstur leikmanna Fram í leiknum — skoraði þrjú mörk — ekta þrennu. Marteinn Geirsson skoraði tvö af mörkum Fram, Sigur- bergur Sigsteinsson, Erlendur Magnússon og Eggert Steingrimsson eitt hver. Fram og Valur eru nú efst i mótinu með þrjú stig hvort félag eftir tvo leiki. KR og Þróttur hafa tvö stig einnig eftir tvo leiki, Vikingur og ÍBV eitt stig eftir einn leik, og Ármann ekkert eftir tvo ieiki. Ajax í úrslit Evrópu- bikars 3ja árið í röð! Vann Real Madrid aftur — og leikur til úrslita við Juventus, sem sló Derby út Hollenzku Evrópumeist- ararnir i knattspyrnu síð- ustu tvö árin, Ajax frá Amsterdam, sem jafn- framt er heimsmeistari félagsliða, eru óstöðvandi í knattspyrnunni. I gærgerði liðið sér iítið fyrir og vann Real Madrid í siðari leik liðanna í undanúrslitum meistarakeppninnar — Þeir yngri leika til úrslita tjrslitaleikirnir i yngri flokk- unum á tslandsmótinu I hand- knattleik halda áfram i Laugar- dalshöllinni i kvöld. Keppnin hefst kl. 19.30. Þessi lið eigast þá við. 4. flokkur karla Þróttur-Völsungur Völsungur-KR 3. flokkur kvenna Fylkir-ÍBK 2. flokkur karla FH-Fram Vlkingur-KA Annað kvöld verður leikið i Hafnarfirði og verða þá sex leikir. A laugardag verða fimm leikir i Hafnarfirði og fjórir leikir i LaugardalshöIIinni. Mótinu lýkur á sunnudag og verða þá háðir 9 leikir i Laugardals- höllinni. t gær léku Fram og Völsungur i 3. flokki karla i Laugardalshöllinni. Fram sigraði með 13-5. Jafntefli í Kópavogi Einn leikur var háður i Kópa- vogi I Litlu bikarkeppninni I gær. Þá léku Kópavogur og Keflavfk. Jafntefli varð 2-2. Steinar Jóhannsson skoraði bæði mörk Keflvikinga á fyrstu 10 min. leiksins, en rétt undir lokin tókst þeim Þór Hreiðarssyni og Ólafi Friðrikssyni að jafna fyrir Kópa- vog, sem þar með hefur tekið þrjú stig af Keflvikingum f keppninni. vann verðskuldaðan sigur í Madrid 1-0/ og sió því hina sexföldu Evrópumeistara Real úr keppninni. Real Madrid lék þó vel, en það bara dugði ekki til — það virðist nær útilokað að sigra Ajax ef eitt- hvað liggur við. Þó voru Keizer, fyrirliði liðsins, og Muhren ekki með, og Johan Cruyff mjög reifaður á öðrum fætinum. Muller skoraði eina mark leiksins og sóknarleikurinn gekk milli-marka lengi framan af. Skemmtilegur leikur og i siðari hálfleiknum komu yfirburðir Ajax vel i ljós — Spánverjarnir höfðu aldrei mögu- leika að vinna upp muninn, hvað þá að skora þrjú mörk til að komast i úrslit. Fyrri leikinn vann Ajax 2-1 i Amsterdam. t hinum leiknum i undan- úrslitum Evrópukeppni meist- araliða gerðu Derby og Juventus, ttaliu, jafntefli og komst italska liðið þvi i úrslit — vann fyrri leikinn i Torinó 3-1. Það var flest á móti Derby i leikjunum við Juventus. Tveir af beztu mönnum liðsins, Roy McFarland, miðvörður Englands, og Archie Gemmell, skozki landsliðsmaðurinn, máttu ekki leika i gær vegna þess, að þeir voru bókaðir i fyrri leik liðanna — og til að kóróna allt i gærkvöldi i Derby misnotaði Alan Hinton vitaspyrnu, og Roger Davies var rekinn af leikvelli af dómaranum 66. minútu. Með tiu mönnum hafði Derby enga mögu- leika i sinni fyrstu Evrópukeppni. Vitaspyrnan var dæmd á 12 min. i siðari hálfleik. Kevin Hector var þá felldur innan vita- teigs, þegar hann var kominn i gott færi. Hinton, sem yfirleitt er mjög öruggur á vitaspyrnum, spyrnti knettinum framhjá marki. Það var erfitt augnablik fyrir 38.845 áhorfendur, sem troð- fylltu völlinn. Þarna fór gott tæki- færi til að setja spennu i leikinn, þvi Derby þurfti að vinna 2-0 til að komast i úrslit. Juventus lék mjög sterkan varnarleik allan timann — leikmenn liðsins voru greinilega á þvi að halda tveggja marka forskotinu, sem þeir náðu á heimavelli. Liðið er mjög sterkt með Anastasia og Altafini sem beztu menn. Juventus ieikur i fyrsta skipti til úrslita i Evrópu- keppni meistaraliða, en Ajax þriðja árið i röð vann Inter, Milanó, i i lírslitum i fyrra — Celtic, Skotlandi, áriö áður. WBA féll eftir 24 ár í 1. deildinni! West Bromwich Albion féll I gærkvöldi riiður i 2. deild i ensku deildakeppninni — tapaði heimaleik sinum gegn Manch. City 1-2 — og getur þvi ekki náð Norwich að stigum i 1. deild. West Bromwich hefur átt sam- fellda veru i 1. deild i 24 ár og oft náö góðum árangri undanfarin ár — einkum I bikarkeppninni. WBA, sem er lið frá smáborg i útjarðri Birmingham, annarrar stærstu borgar Englands, sótti miklu meira I leiknum I gær- kvöldi — en allt lán híur yfir- gefið liðið. A 11. min. skoraði Francis Lee fyrsta mark leiks- ins fyrir Manc. City með skalla. Jeff Astle tókst að jafna snemma i siðari hálfleik eftir að hafa áður misnotað illa gott tækifæri. WBA sótti mjög eftir markið — Wile, miðvörður, og Wilson fengu tækifæri til að skora, en ekkert gekk og tveimur min, fyrir leikslok skoraði Tony Towers svo sigur- mark City. WBA varð að vinna þennan leik til að hafa einhverja möguleika. Úrslit i öðrum leikjum i gær urðu þau, að Newcastle, Everton gerðu jafntefli I 1. deild, en I 3. deild vann Plymouth Walsall 3-1. Leikið var I Walsall, sem einnig er smáborg rétt hjá Birmingham. Björg Jónsdóttir, fyrirliði Vals, með hinn fagra verðlaunabikar. Ljósmynd Bjarnleifur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.