Vísir - 26.04.1973, Síða 13
Fimmtudagur 26. aprll. 1973.
n □AG | 0 KVÖLD | □ □AG |
13
Útvarp klukkan 22.45 í kvöld Manstu eftir þessu?
TÓNUST HELGUÐ VORI
OG HÆKKANDI SÓL
Umsjón Guðmundur Jónsson, píanóleikari
— Þetta eru lög af ýmsu tagi,
sem minna okkur á vorið og
náttúruna og mörg þeirra eru
með stefjum úr gömlum evrópsk-
um þorps- og sveitadönsum eða I
svipuðum anda —, sagði Guð-
mundur Jónsson, þegar viö
spurðum hann hvað á boðstólum
yrði.
Þátturinn hefst á kafla úr 6.
simfóniunni eftir Beethoven —
Pastoral simfóniunni — en siðan
kemur forleikurinn úr óperett-
unni Rússland og Ludmilla, sem
er mjög kröftugt lag i rússnesk-
um þjóðlagastil.
Leikið verður lag úr ballettin-
um Rómeó og Júlia og þar á eftir
tvö sönglög eftir pólska tónskáld-
ið Chopin, sem segja má að séu
með mazúrka tempói og einnig
mazúrka eftir hann, sem leikinn
er á pianó.
1 lokin eru svo tvö norræn ætt-
jarðarlög, sem helguð eru vorinu
og vaknandi gróðri. Það er
óneitanlega vor i lofti og tón-
listardeildin hjá Útvarpinu vill
gera sitt til að minna okkur á þaö.
- ÓG
UTVARP
13.00 A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Siödegissagan: „Lifs-
orrustan” eftir óskar Aöal-
stein.Gunnar Stefánsson les
(17).
15.00 Miðdegistónleikar:
Tónlist eftir Purcell.
Flytjendur: Neville Marrin-
er, Peter Gibbs, Granville
Jones, George Malcolm,
April Cantelo, Alfred Deller
o.fl.
16.00 Fréttir
16.15. Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið.
17.10 Barnatimi: Eirikur
Stefánsson stjórnar.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mái. Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
talar.
19.25 A tali við tónskáld. Jónas
Jónasson ræðir við Eyþór
Stefánsson á Sauðárkróki.
20.00 Einsöngur i útvarpssal:
Friðbjörn G. Jónsson
syngurlög eftir Arna Thor-
steinson, Sigurð Þórðarson,
Loft Guðmundsson, Mariu
Brynjólfsdóttur og Magnús
Blöndal Jóhannsson. Ólafur
Vignir Albertsson leikur
undir á pianó.
20.20 Leikrit: „Glæpur” eftir
Sigfrid Siwertz. Þýöandi:
Asthildur Egilson. Leik-
stjóri: Ævar R.Kvaran. Per-
Guömundur Jónsson, pianó-
leikari
Útvarpið klukkan
20.20 í kvöld
Glœpur
Vor i lofti og hækkandi sól verða á dagskrá I þættinum „Manstu eftir
þessu” i útvarpinu i kvöld. Yngsta fólkið hefur ekki látið á sér standa
að notfæra sér góða veðriö, eins og þessi sem Ijósmyndarinn hitti niðri
við Tjörn I gærdag. Voru þar á ferö bæði ungir og gamlir, sem voru að
njóta sólarinnar sem brauzt I gegnum skýin, og ekki var annað að sjá
en fuglarnir á Tjörninni nytu góðs af og hefðu nóg af brauði til aö fylla
sig með.
m
Mt
^■*ifnmir##
Sakamálalekrit eftir
sœnska höfundinn
Sigfrid Siwerts
,,— Við teljum, að við bjóðum
þarna upp á sakamálaleikrit, sem
hefur það fram yfir svo mörg
önnur af þvi taginu, að jafnframt
þvi að vera skemmtilegt og
spennandi, er þetta gott leikverk,
þar sem við sjáum persónurnar
sem raunverulegar manneskjur
—“ Þetta sagði Þorsteinn ö. Step-
hensen, þegar við spurðum hann
um leikritið, sem flutt verður i
kvöld klukkan 20.20.
Það gerist að mestu innan fjöl-
skyldu roskins yfirdómara, er
ekki má vamm sitt vita i neinu og
hefur strangar og siðavandar lifs-
skoðanir.
Börn hans og tengdadóttir hafa
kannski ekki alveg sömu afstöðu
til málanna og gamli maðurinn og
eru lika misjöfn að upplagi.
Svo er framinn glæpur i fjöl-
skyldunni og það neyðir gamla
manninn til að taka lifsskoðun
sina til endurskoðunar, og vekur
einnig þá spurningu, hvort siða-
vendni ha'ns og strangt uppeldi
eigi ekki einhverja sök á þvi
hvernig málum er komið.
Höfundur leiksins er þekkt
sænskt skáld, sem samdi bæði
skáldsögur, leikrit og ljóð en
þetta mun vera eina sakamála-
verk hans. Hann er látinn fyrir
nokkrum árum en meöal þekktra
verka hans má nefna skáldsög-
urnar: Til baka til Babylon og
Jónas og drekinn.
Þýðandi er Ásthildur Egilsson
og leikstjóri Ævar Kvaran.—óG
sónur og leikendur:
Andreas von Degerfelt
hæstaréttar dómari, Valur
Gislason. Rugter von Deg-
erfelt forstjóri, Arnar Jóns-
son. Maud von Degerfelt
kona hans, Kristbjörg
Kjeld. Hans von Degerfelt
málari, Erlingur Gislason.
Maria von Degerfelt
hjúkrunarkona, Helga
Bachmann. Bernhard Gilj-
ams læknir, Baldvin Hall-
dórsson. Harry Lilja lög-
regluforingi, Jón Sigur-
björnsson. Dr. Forenius
réttarlæknir, Gunnar
V..C 'A
''■Jí
m
u
Spáin gildir fyrir föstudaginn 27. apríl.
Hrúturinn,21. marz—20. april. Dagurinn verður
sennilega mjög góður og þægilegur, ekki neinir
stórir atburðir að visu, en flest ákaflega jákvætt
og lofar góðu.
Nautið, 21. aprfl—21. maí. Þægilegur dagur á
margan hátt, yngri kynslóðin virðist eiga von a
einhverjum ævintýrum þegar á liður, og henni
vissara að fara gætilega.
Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Það litur út fyrir
að þú eigir góðum vinum að þakka að minnsta
kosti góðar hugsanir, og að sumar hverjar birt-
ist einnig i verki.
Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það er ekki aö vita
nema að eitthvað, sem þú hefur álitið að falið
væri i leynum, komist upp og að þú verðir að
taka róttækar ákvarðanir þess vegna.
Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Þú kemst sennilega
langleiðina að einhverju takmarki, sem þú hefur
sett þér að ná, og liklegt að þú njótir þar aðstoð-
ar á bak við tjöldin.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Farðu gætilega i
peningamálum i dag, annast litur út fyrir að þú
verir þar fyrir happi, ef ekki i dag þá einhvern
næstu daga.
Vogin,24. sept,—23. okt. Þú færð gott tækifæri til
að jafna málin við einhvern, sem gert hefur þér
einhvern grikk, ef til vill fyrir nokkuð löngu sið-
an.
Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Felldu ekki harða
dóma yfir þeim, sem þér finnst að breytt hafi
öðruvisi en þú mundir hafa gert. Þar getur
margt ráðið, sem þú veizt ekki.
Bogmaöurinn, 23. nóv.—21. des. Góður dagur
flestum, en ef til vill eitthvað varasamur i pen-
ingamálum, og vissara aðganga þar vel frá öllu,
einkum greiðslum.
Steingeitin, 22. des,—20. jan. Þaö er eins vist að
þú lendir i einhverri senu i dag, kannski i
peningamálum og vissara að ganga þar vel frá
öllu, einkum greiðslum.
Vatnsberinn,21. jan.—19. febr. Dagurinn verður
þér á margan hátt góður, en þó skaltu gæta þess
að vekja ekki afbrýðisemi hjá þeim, sem þú um-
gengst daglega.
Fiskarnir, 20. febr.—20. marz Gerðu þér grein
fyrir hlutunum eins og þeir eru, það getur verið
skemmtilegt að sjá þá i hillingum, en hitt verður
affarasælla.
LAUSSTAÐA
Staða fræðslustjóra i Kópavogi er laus
til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 5. mai, og skal
senda umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf til undirritaðs, sem
ásamt formanni fræðsluráðs Andrési
Kristjánssyni, ritstjóra, veitir allar nán-
ari upplýsingar.
Kópavogi 13. april, 1973
Bæjarstjórinn i Kópavogi.
Húsnœði óskast strax
undir þjónustufyrirtæki. Þarf að vera á 1.
hæð með aðkeyrslu og 100-150 ferm. Tilboð
óskast sent blaðinu merkt „þrifalegt —
4834”.
Eyjólfsson. Bros Risberg
blaðamaður, Flosi Ólafsson.
Rosenschiöld hæstarréttar-
dómari, Jón Aðils. Lisa
Waldemars ritari, Jóna
Rúna Kvaran. Berggren,
yfirlögregluþjónn, Guöjón
Ingi Sigurðsson. Frú Jóns-
son húsvörður, Nina Sveins-
dóttir. Fangavörður,
Heimir Ingimarsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Reykja-
vikurpistill. Páll Heiðar
Jónsson stjórnar þætti um
bilaviðskipti.
22.45 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★★^★^★^^^★☆★☆★☆★☆★☆★☆^★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆*