Vísir - 26.04.1973, Qupperneq 16
Varðskip fara þó
hraðar en Lloydsman
Könnun á auknum skipakosti — byssur taldar nógu góðar
Nýja eftirlitsskipið,
sem Bretar senda á
vettvang i landhelginni
innan skamms,
Lloydsman, er meira
skip og hraðskreiðara
en eftirlitsskipin hafa
verið. Þó eru beztu
varðskipin okkar hrað-
skreiðari en Lloyds-
man.
Landhelgisgæzlan mun eftir
föngum fylgjast með þeim
brezku vigvélum, sem varð vart
rétt utan markanna i gær. Þar
sást brezkt herskip, þyrla og
kjölfar, sem helzt virtist vera
eftir kafbát. Gaumgæfileg
athugun stendur nú yfir á að
auka skipakost gæzlunnar, enda
við ramman reip að draga,
einkum þegar enn eitt eftirlits-
skipiö kemur i lið Breta.
Hafsteinn Hafsteinsson blaða-
fulltrúi gæzlunnar sagði i
morgun, að varðskipin væru
talin hæfilega búin fallbyssum
til sinna þarfa. Hann taldi
tilhæfulausa gagnrýni, sem
hefur beinzt að gæzlunni, þess
efnis, að fallbyssurnar væru
úreltar.
Ekki vel
búnir myndum.
Hafsteinn sagði, að nú yrði at-
hugað i samráði við islenzka
sjönvarpið, hvað við ættum af
kvikmyndum, sem sýndu
ásiglingartilraunir Bretanna.
Hann sagði, að eitthvað væri til
af slikum myndum hjá Land-
helgisgæzlunni, en þær hefðu oft
ekki heppnazt sem skyldi. Varð-
skipsmenn hefðu um nög að
hugsa við slikar aðstæður, og
hefðu þeir ekki getað tekið
mikið af kvikmyndum. Ljós-
myndir væru hins vegar til.
í átökunum miklu i fyrradag
var kvikmyndun til dæmis
ógerleg sakir myrkurs.
Á það hefur verið bent, hve
nauðsynlegt Landhelgisgæzl-
unni og málstað Islands það
væri, að góðar kvikmyndir væru
teknar, er sýndu athæfi Breta.
Varðskipiö Týr skar I gærkvöldi
á báða togvira brezka togarans
Lord Jellice á Selvogsbanka.
—HH
STYÐUR EFNAHAGSRAÐIÐ
VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENDINGUM?
Yrði mikilvœgt innlegg við myndun þjóðarréttar í landhelgismálum
tslendingar vænta þess að fá
stuðning við málstað sinn i iand-
helgismálinu i einni mikilvægustu
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
efnahags- og félagsmálaráðinu.
Þar flytur ísland ásamt tólf
rikjum öðrum tillögu um yfirráð
rikja yfir náttúruauðlindum
sinum, meðal annars fiskstofnum
i hafinu yfir landgrunni þeirra.
Á fundi auðlindanefndar S.þ.,
sem var haldinn i Nýju Delhi i
febrúar, var samþykkt að skora á
efnahags- og félagsmálaráðið að
lýsa yfir rétti allra rikja til auð-
linda sinna, hvort sem þær væri
að finna á landi eða i landgrunns-
hafinu.
Gunnar G. Schram, fulltrúi
íslands i ráðinu, sagði i ræðu i
fyrradag, að spurningin væri sú,
hvort heimila skyldi erlendum
öflum að fara með pólitiskt vald
yfir auðlindum, sem væru að
réttu eign þróunarlandanna og
þeirra rikja annarra, sem tiltölu-
lega nýlega hefðu hlotið sjálf-
stæði. íslendingar teldu, aö ráðið
ætti að taka skýra og einarða af-
stöðu i þessu máli, þar sem væri
um að ræöa eitt meginvanda-
málið á efnahagssviðinu. Með þvi
gæti ráðið veitt fulltingi þróunar-
löndunum og öllum öðrum
þjóðum, sem nú berjist fyrir
viðurkenningu réttar sins. Efna-
hags- og félagsmálaráðið hefði að
visu ekki vald til að breyta þjóð-
arrétti eða skrá formlega á bók
nýjar þjóðarréttarreglur. En
ráðiðhefur mikið pólitiskt vald og
aðgerðir þess I þessu efni hljóta
óhjákvæmilega að hafa áhrif á þá
mótun þjóðarréttar, sem nú á sér
stað innan annarra stofnana
Sameinuðu þjóðanna.
Gunnar rifjaði upp yfirlýsingu
allsherjarþings S.þ. i fyrra um
yfirráð rikja yfir fiskimiðum i
hafinu yfir hafsbotninum. Þar
lýstu S.þ. þvi yfir i fyrsta sinn, að
strandriki hefðu óskoraðan rétt til
fiskistofnanna á viðtækum
svæðum undan ströndum þeirra.
— HH
Ólöghlýðin
hross ó vakki
í Breiðholti
og Árbœ
Þó hestar séu liklega með
vinsælli dýrum hjá mannskepn-
unni, eru þeir ekki tiltakanlega
eftirsóttir I skrúðgaröa. 1 það
minnsta finnst ibúum Árbæjar og
Breiðholtshverfis það. t morgun
var lögreglan köliuð út fjórum
sinnum á stuttum tima vegna
hesta, sem voru lausir I ibúðar-
hverfunum.
Að sögn lögreglunnar er þetta
töluvert vandamál og er það
skiljanlegt, að fólki sé sárt um
garðana, þegar frost er farið úr
jörðu og allur gróöur er að lifna.
Ekki er ljóst hvort þessir hestar
koma sérstaklega frá einum
vissum stað en helzt telur
lögreglan að ástæðan sé sú að of
margir hestaeigendur gæti gripa
sinna ekki nógu vel. —ÓG
Að störfum í
beljandi umferðar-
stórf Ijótinu
Þetta er örugglega ekki
rólegasti vinnustaður i heimi — .
úti I miðri umferðinni i Austur-
stræti. En það verður að hafa
það!
Jafn hörðum höndum og
veturinn hefur farið um
göturnar veitir ekki af við-
gerðum, og ekki væri þjált aö
loka fyrir alian akstur um
Austurstrætið, eins og umferðin
er orðin i dag.
Þessir tveir létu sig þvi hafa það
að pæla I malbikinu i gær, án
þess aðhafa annað sér til hiifðar
en þetta litla skilti á götunni til
viðvörunar ökumönnum. — En
reynslan sýnir lika, að gatna-
viðgerðarmönnum virðist ekki
svo hætt I umferðinni.
l'i < ;n
Fimmtudagur 26. april. 1973.
FJORIR INN
FYRIR ÖLVUN
VIÐ AKSTUR
Lögreglan handtók fjóra menn I
bifreið I nótt vegna gruns um ölv-
un við akstur. Tveir leigubifreið-
arstjórar höfðu veitt bifreiðinni
athygli og þótti þeim ýmisiegt at-
hugavert við akstur hennar og
gerðu þeir iögreglunni viðvart.
Hún fann bifreiðina fljótlega með
aðstoð leigubifreiðarstjóranna en
þá var búið að stöðva bifreiðina
og vél hennar var ekki iengur I
gangi.
Fjórir menn voru i bifreiðinni
og þar af einn, sem sat undir
stýri. Við yfirheyrslu kannaðist
hann ekki viö aö hafa ekið bifreið-
inni en eitthvað var framburður
hans á við og dreif, er hann var
spurður um hver hefði ekið. Ekki
þótti fært að yfirheyra fleiri um
nóttina og voru allir mennirnir I
vörzlu lögreglunnar I nótt.
— ÓG
„Nœstu
2-3
árin
verða
örlaga-
9 • ##
arin
— sagði Gunnar J.
Friðriksson á ársþingi
iðnrekenda í morgun
„Næstu 2-3 árin munu að
minum dómi verða örlagaárin I
islenzkum iðnaði. Þá verður úr
þvi skorið, hvort tekst að gera
ísland að þróuðu iðnaðarlandi,
þar sem haldast I hendur
hagnýting auðlinda og tækni og
umhyggja fyrir manninum og
umhverfi hans”, sagöi Gunnar J.
Friðriksson form. Félags Isl. iðn-
rekenda á ársþingi félagsins laust
fyrir hádegið.
Ekki hefur verið staðið við
fyrirheit, sem stjórnvöld gáfu
iðnrekendum við inngöngu i
EFTA, taldi Gunnar. A fjórum
árum, mikilvægasta timanum
fyrir aðlögun iðnaðarins að
aukinni samkeppni, sem liðinn er
frá inngöngu i EFTA, hefur
iðnaðurinn aðeins notið frelsis til
verðlagningar i 8 mánuði. A
meðan hafa verið almennar
hækkanir á innfluttum hráefnum
og öðrum rekstarvörum auk
vinnutimastyttingar og kaup-
gjaldshækkana. Iðnaðurinn býr
við harðari skattlagningu en
keppinautar hans erlendis.
Skattalögin.sem sett voru 1971 og
iðnrekendur töldu að mundu
stuðla að traustari uppbyggingu
fyrirtækja, voru upphafin með
nýjum lögum, sem verkuðu aftur
fyrir sig, svo að iðnaðurinn naut
aldrei hagstæðari laga.
Þá greiða iönrekendur sölu-
skatt af vélum, en það tiðkast
ekki hjá erlendum keppinautum.
Iðnaðurinn greiðir einnig 2 1/2%
launaskatt, sem landbúnaður og
sjávarútvegur greiða ekki lengur.
Gunnar minnti á, að siðustu eitt
til tvö ár hefði orðið gifurleg
breyting á orkumálum og komið i
ljós, að raforkuvinnsla með
kjarnorku hefði ekki reynzt eins
hagkvæm og búizt var við. Þetta
hefði i för með sér, að sam-
keppnisaðstaða tslendinga um
orkuverð hefði mjög batnað og
álitið væri, að hún mundi enn
batna til muna.
—HH