Vísir - 28.04.1973, Blaðsíða 2
2
Vísir. Laugardagur 28. aprll 1973.
TÍSlRSm:
Hafið þér ákveðið
hvernig þér eyðið
sumarleyfi yðar?
Böövar Leós, nemi i Gagnfræöa-
skóla Austurbæjar: Ég ætla bara
aö fá mér einhverja vinnu.
Kannski verö ég i Landsbankan-
um eins og i fyrrasumar.
Albert Eiösson, póstmaöur: Ég er
nú ekki alveg búinn aö ákveöa
þaö, en liklega fer ég til New York
til aö heimsækja pennavinkonu
mina þar.
Einar Iljartarson, skipverji á
Lóösinum, Vestmannaeyjum: Ja,
það er nú alveg óráðiö, ég er nú
frá Vestmannaeyjum og veit litið
hvað verður. Svo sannarlega
hefði ég ekkert á móti þvi aö nota
sumarfriið i það aö flytjast aftur
með mitt til Eyja, ef aöstæöur
leyfa.
Björgvin Grimsson, stórkaup-
maöur: Nei, ekki er ég búinn aö
ákveöa það, en vinna min er nú
þannig, aö ég á erfitt með aö fara
neitt frá yfir sumartimann, en ég
býst við aö fara á kaupstefnu i
Frankfurt i ágúst og læt það lik-
lega nægja.
Helga Jóhannesdóttir, húsmóöir:
Nei, ég er ekkert farin aö hugsa
um það, ég er frá Vestmannaeyj-
um, og þetta er allt óráðið. Ég hef
oft farið eitthvað hér innanlands
og þá bara það, sem mér dettur i
hug i það og það skiptið.
Markús Alexandersson, veitinga-
maöur: Ég veit nú ekki, hvort ég
tek nokkurt sumarfri núna, ég er
með eigið fyrirtæki, en kannski
bregð ég mér eitthvaö út á land,
ef timi veröur til.
Nautakjötið flœðir
yfir okkur í haust
GÓÐAR HORFUR í BÚSKAP. RÆTT VIÐ BÚNAÐARMÁLASTJÓRA.
Við eigum von á miklu
meira af nautakjöti á
markaðinn i haust en
áður hefur verið. Mikil
aukning er á uppeldi
kálfa til slátrunar. Þetta
er hvort tveggja alis-
lenzkt kyn og einnig
blendingskyn. Gott kjöt,
telur búnaðarmála-
stjóri, sem segir okkur
frá þessari breytingu i
islenzkum landbúnaði.
Islenzkir bændur eru ekki sér-
fræðingar í nautakjöti, segir
búnaðarmálastjóri. Yfirleitt hef-
ur það, sem hér hefur verið étið,
verið eins konar „afgangur” frá
mjólkurframleiðslunni, sem
nautgriparæktun hér hefur mið-
azt við. Menn hafa slátrað kúm og
etið, ef ekki var unnt að fá mjólk
úr þeim að gagni.
Halldór Pálsson búnaöarmála-
stjóri segir bændur bjartsýna á
þessu vori. Arið í fyrra var gott ár
i landbúnaði. Nú er sauðburður að
byrja eftir yfirleitt góðan vetur og
þægilega tíð að undanförnu.
Fyrningar eru viða miklar á
heyjum.
Kartöflur verða væntanlega
snemma á feröinni.
Helzt óttast bændur, að áburður
hækki mikið i verði. En afkoma
þeirra er yfirleitt góð, segir
Halldór.
Verð á kjöti er hátt erlendis, og
verður reynt að flytja út það, sem
unnt er án þess að skortur verði
hér.
„Kjötskortur á ekki að verða,
en gæti orðið á einhverjum sér-
stökum sviðum, eins og varð i
fyrra á sumum sviðum, að sögn
Halldórs.
Bændur hafa fjölgað nautgrip-
um og sauðfé að undanförnu.
Halldór sagði, að sifelld fram-
þróun ætti sér stað i landbúnaðin-
um og tækjakostur ykist. Vinnan
væri dýr, það hefði bændum skil-
izt, eftir að viöurkennt var, að
þeim bæru sambærileg laun og
öðrum vinnandi mönnum, sagði
hann.
Ræktað land eykst. Mjólkur-
kúm er nú að heita má eingöngu
beitt á ræktað land.
tlr þvi nautakjötið eykst, hvað
þá um svinakjöt?
Það eykst hægt og bitandi,
sagði búnaðarmálastjóri. Menn
eru vanafastir, og þeir, sem vilja
helzt svínakjöt, hafa oft lært að
meta það erlendis.
—HH
Nautakjötið heiur yfirleitt veriö
„afgangur”.
Þrátt fyrir aukningu gæti oröiö kjötskortur aftur I ár á einhverjum sviðum. Vinnslukjöt hefur oft veriö af skornum skammti.
Ekkert meiri
hávaði í þotunni
Margir hafa verið að kvarta
undan þvi, að þotur Ft lendi á
Reykjavikurflugvelli. Hávaðinn
er svo mikill, mengunin gifurleg,
meiri hætta stafar af þotunum en
öðrum flugvélum o.s.frv.
Þetta með mengunina getur
verið rétt, um hættuna veit ég
ekki, en ég hef ekki tekið eftir
öðru en jafnmikill hávaði fylgi
Fokker vélum Flugfélagsins,
þegar þær taka sig á loft eða
lenda eins og þotunum. Heyrn
manna er að visu misjöfn, en ekki
finnst mér minni truflun vegna
hávaðans af völdum Fokker vél-
anna en þotanna. Ég starfa ekki
langt frá flugvellinum og bý ekki
langt þaðan heldur, svo ég verð
allvel var við hávaða frá flugum-
ferðinni á Reykjavikurflugvelli.
Menn ættu ekki siður að
skammast út af skrúfuvélunum
en þotunum, þvi ekki er hávaðinn
minni af þeim fyrrnefndu.
Kannski væri ráð að banna alla
umferð Ougvéla um völlinn, svo
að kerlingarnar i nágrenni hans
verði ekki truflaðar i miðdegis-
blundinum. — HK.
IKKI HÆGT AÐ KOMAST AÐ
TIL AÐ SYNDA í LAUGUNUM
Vilhelmina hringdi:
Mikið þætti mér vænt
um, ef þið gætuð komið því
á framfæri, hvort ekki sé
hægt að breyta eitthvað
fyrirkomulaginu með fata-
skápana á sundstöðum
borgarinnar.
Þegar mikið er að gera á sumr-
in og sólin skin, þá fyllist allt af
fólki, sem kannski liggur bara i
sólbaði allan daginn, og svo kom-
ast þeir, sem ætla að synda, alls
ekki að til að klæða sig úr.
Mér finnst nú, að það ætti að
skylda þetta fólk til að koma i
sundfötunum að heiman frá sér.
Fyrst það er svona ósköp hrifið af
sólinni, þá ætti það ekki að saka,
þó hún skini á beran kroppinn
meðan það fer á milli.
Og svo er annað, sem mér iigg-
ur á hjarta. Það er búið að vinna
að lagfæringum við Sundlaug
Vesturbæjar i allan vetur, og mér
finnst nú alveg kominn timi til
þess að fara að ganga frá þessu.
Eru blessaðir mennirnir að
vinna að verkinu i timavinnu eða
hvað!
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15