Vísir - 28.04.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 28.04.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Laugardagur 28. aprfl 1973. 5 150 sálir Mannsöfnuðurinn niðri á götunni, sem mænir upp á manninn, borðandi kvöldverð sinn uppi á þaki sóknarkirkj- unnar, er auðvitað undrandi á þessum kúnstum i manninum. Þetta var i bænum Kenova i Vestur-Virginiu núna i vikunni, og sá sem hreykir sér uppi á kirkjuþakinu, er sóknarprestur- inn sjálfur, hann séra Karl Hart- man. Hvað hann sé að gera með að borða uppi á kirkjuþakinu? — Jú, það er einfalt að svara þvi, hann er að efna loforð sitt, eins og sæmir manni af hans stétt. Einhvern tima við guðsþjón- ustu i desember siðastliðnum þoldi hann ekki mátið yfir lélegri kirkjusókn sóknarbarna sinna. Hann hét þvi, að hann skyldi borða kvöldverðinn sinn uppi á kirkjuþaki, ef kirkjusóknin kæm- ist upp I 150 sálir. ' inn sinn. Það mættu nefnilega 153 Hann var heppinn, aö hann sálir við guðsþjónustu hjá honum skyldi ekki heita þvi að éta hatt- um daginn. Dean Martin kvœnist í þriðja sinn „Þetta er bezta brúð- sér að eiginkonu 25 ára kaupið, sem ég hef verið gamla fyrirsætu, við,” sagði Dean Martin Catherine Hawn. eftir að hann hafði tekið Og hann lék á als oddi við gesti íí/ -* ■••> ■'-■ !■ *■' ■ ■ ,;■. ■ . ■ ■ ■ .........................................................................................................................................................................- Svaramaöur var Frank Sinatra, sem hér sést á golfvellinum meö Bar- böru Marx, fyrrum eiginkonu Zeppo Marx, en þau tvö uröu nr. 15 í golf- keppni i Palm Springs núna á dögunum. Þau hafa sézt töluvert saman, en blaöafuiltrúi Sinatra þrætir fyrir, aö þau séu f nokkrum giftingar- hugleiðingum. — Barbara sást oft leika tennis viö Spiro Agnew vara- forseta, en hann og Sinatra eru miklir vinir. Dean Martin og Jeanne, eiginkona hans I nær samfleytt 22 ár. og viðstadda fréttamenn. Þessi fyrri mótleikari Jerry Lewis grinkarls sagði þjónunum að leyfa aldrei vinglösum gestanna að tæmast meira en til hálfs. Svaramaður var auövitað vinurinn Frank Sinatra, en brúöarmær var hin 6 ára gamla dóttir brúðarinnar frá fyrra hjónabandi hennar. Þetta er hins vegar þriöja hjónaband Martins, sem er 55 ára gamall oröinn og tuttugu árum eldri en brúðurin, sem hann leiddi við hliö sér fyrir prestinn, en hjónavigslan fór fram i hóteli i Beverly Hills núna á fimmtudag. Boðsgestir voru 85 sérstakir vild- arvinir brúðgumans og brúðar- innar. Veizlusalurinn var skreyttur með 200 tylftum af liljum, öðrum 200 tylftum af rauðum rósum og nær hundrað tylftum af túlipön- um, en öll þessi blómamergð hafði verið fengin með flugvél frá Paris. Meðan á móttöku gesta stóð, voru opnaðir tuttugu og tveir kassar fullir af dúfum og þeim hleypt út. Meðan gestirnir virtu fyrir sér fuglana, dreyptu þeir á frönsku kampavini og gæddu sér á kaviar frá Iran. „Manni þykir þetta ekki dýrt, þegar maður er ástfanginn,” sagði Martin við fréttamenn. 011 sjö börn hans voru viðstödd brúðkaupið, fjögur frá fyrsta hjónabandi og þrjú frá 23ja ára hjónabandi hans og fyrirsætunn- ar Jeanne Diagger, sem lauk með skilnaði i nóvember síöast- liðnum og 6,5 milljón dollara lif- eyri, sem hann varð að greiöa henni. Uppboð Eftir beiöni Sakadóms Reykjavikur veröur opinbert upp- boöaö Borgartúni 7, laugardag 5. mal n.k. kl. 13.30. Veröa þar seldir ýmsir óskilamunir, svo sem reiöhjól, fatnaöur töskur, úr o.m.fl. Greiösla viö hamarshögg. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Skrifstofumaður óskast Stórt iðnfyrirtæki óskar eftir að ráða skrifstofumann. Æskilegt er að viðkom- andi sé vanur launaútreikningum og al- mennum skrifstofustörfum. Uppl. i sima 33942 mánud., þriðjud., og miðvikudags- kvöld kl. 7-9. Verzlun til sölu Þekkt vefnaðarvöruverzlun i mjög fjöl- mennu hverfi, nýstandsett, litill lager, um 1200-1300 þús. Verð kr. 900 þús. Útborgun 450 þús. Tilboð sendist augld. Visis merkt „4836”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.