Vísir - 28.04.1973, Blaðsíða 15
Vísir. Laugardagur 28. aprll 1973.
15
í DAG | | í KVÖLD | í DAG J | í KVÖLD | í DAG |
Sjónvarp kl. 22.10, laugardag:
Nú fóum við
oftur að sjó
Sophiu Loren
Það er liðinn tals-
verður timi siðan við
sáum Sophiu Loren á
hvita tjaldinu hér i
Reykjavik, og ennþá
lengra er sennilega
siðan við sáum hana á
sjónvarpsskerminum.
En það verður bætt úr þvi i
sjónvarpinu i kvöld. i kvik-
myndinni The Millionairess,
eða Milljónamærin, fer Sophia
Loren með aðalhlutverkið.
Asamt henni leika þar
Peter Sellers, Vittorio de Sica
og Alistair Sim.
Milljónamærin er brezk
kvikmynd, gamanmynd frá
árinu 1960, byggð á leikriti
eftir Bernard Shaw.
Aðalpersóna myndarinnar
er ung og fögur stúlka, sem
erft hefur ógrynni fjár og ótal
milljónafyrirtæki. Hún er þó
ekki fyllilega ánægð með lifið
og finnst það helzt skorta á
hamingju sin, að henni megi
takast að finna sér hæfilegan
lifsförunaut.
Milljónamærin er á dagskrá
kl. 22.10 og þýðandi er Dóra
Hafsteinsdóttir. -EA.
Stefán Baldursson ræðirviO stúlkurnar, sem leika Ileikritinu 7 stelpur,
sem reyndar eru ekki nema 6,1 þættinum Vaka I kvöld.
Sjónvarp kl. 20.50:
Nú er gluggað í listina
Vaka, þáttur um bók-
menntir og listir, er
meðal efnis á dagskrá
sjónvarpsins i kvöld. Að
þessu sinni eru það þeir
Þorkell Sigurbjörnsson,
Björn Th. Björnsson,
Stefán Baldursson og
Vésteinn Ólason, sem
sjá um þáttinn.
Við forvitnuðumst örlitið um
efni þáttarins aö þessu sinni, og
hér kemur svo árangurinn:
Þorkell Sigurbjörnsson mun
ræöa við Jón Asgeirsson tónskáld
um tónverk eftir Jón, og við mun-
um heyra brot úr þvi. Það er
blásarakvintett sem flytur.
Björn Th. Björnsson fjallar um
tvær myndlistarsýningar, sem nú
er nýlokið. önnur er sýning Bene-
dikts Gunnarssonar, en hin er
sýning Jóhannesar Jóhannesson-
ar. Björn hefur einnig brugðið sér
á kinversku sýninguna í Mynd-
listarhúsinu á Miklatúni, sem er
allforvitnileg, og loks verður svo
greint frá færeysku sýningunni,
það er að segja myndlistarsýn-
ingunni, sem nú er haldin i Nor-
ræna húsinu i tilefni færeysku
vikunnar.
Stefán Baldursson ætlar sér að
kynna fyrir sjónvarpsáhorfend-
um leikritiö Sjö stelpur, sem nú er
verið að sýna i Þjóðleikhúsinu, og
sýndur veröur kafli úr leikritinu.
Ennfremur mun Stefán ræða við
stelpurnar, sem reyndar eru ekki
nema sex.
Vésteinn Ólason f jallar svo loks
um þá hlið færeysku sýningarinn-
ar i Norræna húsinu, sem snýr að
bókmenntunum. Hann ræðir við
Óskar Hermannsson, sem kom-
inn er til landsins til þess að setja
sýninguna upp.
Einnig ræðir Vésteinn við fær-
eyska námskonu við Háskólann,
Turid Joansen. Hún mun meöal
annars lesa upp ljóö á færeysku.
Við vekjum svo athygli á þvi, að
þátturinn Vaka stendur yfir i eina
ídukkustund. Hann hefst kl. 20.50.
—EA
f
Utvarp kl. 10.25, laugardag:
MORGUNKAFFIÐ
DREKKUM VIÐ MEÐ:
Guðrúnu Á. Símonar, Skúla Halldórssyni,
Þorsteini Hannessyni og Púli
Heiðari Jónssyni.
Sjónvarp kl. 21.20, sunnudag:
LEONARDO DA VINCI:
Tveir snill-
ingar mœtast
Vísir styður
skóklistina
Starfslið Blaðaprents á
tómstundir. Skákin lagði
undirsig stóra hópa í vetur,
og Vísir gaf fagran bikar 1
verðlaun. Starfsmanna-
félagið lagði til peninga,
gull, silfur- og bronsverð-
laun.
Ólafur Björnsson sigraöi i
skákkeppni Blaöaprents með 10
vinninga af 11 mögulegum. 1 öðru
sæti varð Jóhannes Eiriksson og
þriöji Asbjörn Pétursson, allir
prentarar i Blaðaprenti.
1 hraðskákkeppninni sigraði
Ólafur Björnsson einnig og hlaut
nú 100% 11 af 11 mögulegum. 2.
var Haukur Helgason, Visi, og 3.
Jóhannes Eiriksson, Blaðaprenti.
Þeir fengu báðir 9 vinninga og
tefldu tii úrslita um sætið.
Visir -gefur einnig hinn kunna
„Visisbikar” i firmakeppni Tafl-
félags Reykjavikur.
Ólafur Björnsson með bikarinn.
Kiukkan 10.25 er einkar heppi-
legur tlmi fyrir morgunkaffiö á
laugardagsmorgni. Reyndar
eigum viö flest fri þann morgun,
og sumir kjósa aö sofa alveg fram
aö hádegi. Flest viljum viö þó
vakna aðeins fyrr, svona rétt til
þess aö fá aö njóta sólarinnar
sem lengst, þvl aö viö búumst viö
henni I dag. Og svo blöa alltaf ein-
hver störf.
Morgunkaffið getum við
drukkið með Páli Heiðari Jóns-
syni og gestum hans. Þeir byrja
einmitt á þessum tima að ræða
um dagskrána og hitt og þetta.
Að þessu sinni verða gestir
hans Guðrún A. Simonar söng-
kona og Skúli Halldórsson.
„Húsamaöur” eins og þeir segja i
útvarpinu, eða einn af starfs-
mönnum þeirra, verður svo Þor-
steinn Hannesson, sem tekur þátt
I rabbinu.
Loks veröur svo greint frá veðri
og vegum, og það eru veður-
fræðingur og einn frá Vegaeftir-
litinu, sem þar koma fram.
Áthygli skal vakin á þvi, aö
þátturinn er sendur beint út.
Hlustendur mega þvi ekki láta sér
bregða nein ósköp, þó að eitthvað
kynniaðfara úrskeiðis, við sliku
má alltaf búast, þegar um beina
útsendingu er að ræða. Og svo er
bara að muna, að 1 beinni út-
sendingu veröa töluð orð ekki
aftur tekin.
-EA.
Fjórði þáttur úr mynda-
flokknum um Leonardo
da Vinci verður sýndur i
sjónvarpinu á morgun
sunnudagskvöld.
Þar verður meðal annars greint
frá fyrstu kynnum Leonardos af
snillingnum Michelangelo. Hann
er um skeið i þjónustu Cesare
Borgia, en snýr siöan til Flórens
og vinnur nokkuð með
Michelangelo.
Hann vinnur einnig ákaft að
tilraunum með „flugtæki”, en
þeim lýkur með öðrum hætti en
hann hafði vonað.
Þetta er næstsiðasti þátturinn
um Leonardo, en fimmti og sið-
asti þáttur verður svo sýndur á
miðvikudag.
Mona Lisa er sennilega það,
sem gerir þaö að verkum, að
nærri hvert mannsbarn kannast
við Leonardo. En hver var þessi
Mona Lisa? Var hún raunveru-
lega til, eða er það Leonardo, sem
reynir aö túlka sjálfan sig meö
þessari mynd?
Um þetta er meðal annars fjall-
að I þáttunum, en þessi 4. þáttur
er á dagskrá á sunnudagskvöld
klukkan 21.20. EA.
Cecilia var geysimikill aödáandi
Leonardos, og hún hefur komiö
nokkuö fram I þessum ágætu
þáttum.