Vísir - 28.04.1973, Blaðsíða 10
Ensku deildakeppninni lýkur i
dag — það er flest liðin ljúka þá
leikjum sinum, en örfá eiga þó
fleiri en einn leik eftir. t>ar
hefur Evrópukeppni og bikar-
keppni spilað inn i. Leikmenn
Liverpoo) verða krýndir sem
enskir meistarar á Anfield eftir
leikinn við Leicester — áttundi
meistaratitill Liverpool i ensku
knattspyrnunni.en það er jafnt
meti Arsenal. Manch. Utd.
hefur unnið titilinn sjö sinnum
— þar af fimm sinnum eftir
heimsstyrjöldina siðari. Það
verður hart barizt i mörgum
leikjum i dag, þó svo meistara-
titillinn sé i höfn, og fallbarátt-
I VIKULOKIN
unni lokið i 1. deild. Efstu sætin
gefa rétt i hin ýmsu Evrópumót
— þrjú efstu liðin i 1. deild fyrir
utan deildameistarana,
Liverpool, sem fer i Evrópu-
keppni meistaraliöa, komast i
UEFA-keppnina ásamt
Tottenham, sem vann deilda-
bikarinn. Ef Leeds vinnur enska
bikarinn nk. laugardag fer liðið
i Evrópukeppni bikarmeistara
— annars i UEFA-keppnina.
Einn þýðingarmesti leikurinn
i sambandi við hana verður á
Upton Park. Þar leika
Lundúnaliðin West Ham og
Arsenai — West Ham þarf aö
sigra til að geta gert sér von um
Evrópukeppni. Myndin efst til
hægri er frá Upton Park, þegar
Wcst Ham og Leeds léku þar I
vetur. Kannski táknræn mynd
fyrir þá þróun sem á sér stað
ensku knattspyrnunni —
þeldökkir leikmenn setja æ
meiri svip á hana. Þarna eru
þeir Clyde Best — sá i dökku
peysunni — Bermudasverting-
inn hjá West Ham, og Paul
Reaney, múlattinn i
Leeds-liðinu, sem fæddur er t:
Lundúnum.
☆
Bjarnieifur ljósmyndari brá
sér inn i búningsherbergi Vals
eftir sigurinn i 1. deild á dögun-
um. Þar var auðvitað mikil
gleði — loksins eftir átján ár var
islandsmeistaratitillinn Vals —
og kampavinsflöskum var
brugðið á loft. Þarna eru Gunn-
steinn Skúlason, fyrirliði, Jón
Karlsson og Bergur Guðnason
(myndin til vinstri) —
leikmenn, sem keppt hafa að
þessum áfanga um langt árabil,
og vissulega var ástæða til
fagnaðar. Margra ára æfingar,
óteljandi svitadropar, höfðu
loks gefið æðstu verðlaunin I is-
lenzkum handknattleik af sér.
A myndinni fyrir neöan er
einnig kappi, sem lengi hefur
veriö i fþróttum — Jón Guð-
laugsson úr Skarphéðni. Hann
er lengst til hægri á myndinni og
er að leggja af stað ásamt
öðrum keppendum í 58. víða-
vagnshlaup 1R — í átjánda sinn,
sem hann tekur þátt I hlaupinu.
Það hafa fáir hlaupiö oftar —
sennilega enginn nema Oddgeir
Sveinsson, KR. Til vinstri á
myndinni er Ágúst Asgeirsson,
ÍR, sem sigraöi f hlaupinu.
Hann varð einnig sigurvegari f
fyrra. Næstur honum með húf-
una er félagi hans, Sigfús Jóns-
son, sem varð þriðji i hlaupinu.
I DAG
KNATTSPYRNA:
Tveir leikir verða háðir I Litlu
bikarkeppninni i meistaraflokki i
dag og hefjast kl. :i. Þá leika
Hafnarfjörður og Keflavik, og
Akranes — Kópavogur. Einn
leikur verður i Reykjavikurmót-
inu á Melavelli. Ármann og Valur
leika.
HANDBOLTI:
Úrslitaleikir I yngri flokkunum
halda áfram i dag. í Hafnarfirði
leika kl. 15:
2. flokkur kvenna
Þróttur — KR
Valur — Völsungur
4. flokkur karla
Frain — KR
:t. flokkur karla
Stjarnan — Haukar
Fram —KR
i Laugardalshöll kl. ts.'.io:
:!. flokkur kvenna
Fylkir — Víkingur
ÍBK — Völsungur
2. flokkur karla
FH — Vikingur
Frarn — KA
SKÍDI
Lokamót i bikarkeppni Skiöa-
félags Reykjavikur verður i dag
kl. :i við Armannsskálann í Blá-
fjöllum. Nafnakall kl. tvö. t móts-
lok verða bikarar, sem Sportval
gaf til keppninnar, afhentir.
¥
GLtMA
Fyrsta bikarglima unglinga og
drengja verður háð i íþrótta-
skemmunni á Akureyri og hefst
kl. 1.30. Keppendur eru frá sex
félögum og samböndum viös veg-
ar að af landinu. Auk venjulegra
verðlauna verða veitt verölaun
fyrir hæfnisglfmu samkvæmt
stigagjöf þriggja dómara. Að lok-
inni keppninni efnir glfmuflokkur
Glfmusambands islands til
glimusýningar.
BADMINTON
islandsmótið f badminton hefst
i Laugardalshöll með setningu kl.
17.30. Siöan hefst keppni i undan-
rásum. Úrslitaleikir verða á
mánudag og hefst keppnin kl.
20.00.1 dag verða alls leiknir 107
leikir á átta völlum.
HANDBOLTI
Lokakeppni islandsmótsins f
yngri flokkum veröur i Laugar-
dalshöllinni og hefst kl. 12.30. Þá
leika
3. flokkur kvenna
Fylkir — Völsungur
ÍBK — Vikingur
2. flokkur kvenna
Þróttur — Völsungur
Valur — KR
4. flokkur karla
Þróttur — KR
3. flokkur karla
Stjarnan — KA
Fram — Haukar
2. flokkur karla
FH — KA
Fram — Vikingur
Á MORGUN