Vísir - 28.04.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 28.04.1973, Blaðsíða 8
8 Vísir. Laugardagur 28. aprll 1973. Bíllinn tók við af hestvagninum:. ÞVI TVIMÆLALAUST ÞARFASTI ÞJÓNNINN í DAG — sagði Gunnar Ásgeirsson, formaður bílgreinasambandsins við opnun Bílasýningarinnar 1973. Það gekk mikið á siðustu mínúturnar í húsakynnum Heildar hf. við Kletta- garða, áður en Bílasýning- in 1973 skyldi formlega opnuð. Hvarvetna voru menn að fága og tína burt síðustu merki um þann fjölda iðnaðarmanna, sem unnið höfðu við að 'setja upp hina miklu sýningu. 1 einni sýningardeildinni upp- götvaðist á siðustu stundu, að luktarhring vantaði á einn sýn- ingarbilinn. Þá var einn starfs- mannanna sendur út vopnaður skrúfjárni til að skrúfa hringinn af bil forstjóra fyrirtækisins, sem var af sömu gerð. Þegar boðsgestirnir byrjuðu að tinast inn i salinn, þar sem opii- unarathöfnin fór fram, voru nokkrir smiðir i óða önn að festa upp ljóskastara i einum af innri sölunum. Hér sést forseti tslands, Kristján Eldjárn, ræða um gula pardusinn frá Skoda við dóttur sina. Hvarvetna mátti sjá starfs- menn fyrirtækjanna, sem sýna, yfirfara sýningarsvæði sin, svona til að ganga nú enn einu sinni úr skugga um, að allt væri eins og það ætti nú að vera. Sumir þeirra voru varla farnir að átta sig á þvi, að allt væri raunverulega tilbúið, svo glöggt hafði það staðið fyrr um daginn að allt myndi klárast i tæka tið. Svo kom að þvi, að allt var komið i lag og sýningin skyldi sett. Fyrst flutti formaður bil- greinasambandsins, Gunnar As- geirsson, ávarp og fór nokkrum orðum um hlutverk bilsins i nútíma þjóðfélagi, billinn hefði tekið við af hestvagninum og væri þvi tvimælalaust þarfasti þjónn- inn i dag. Þó væri billinn álitinn af þvi opinbera lúxus og skattlagður samkvæmt þvi. Hvort rétt væri að lita á hann sem munað, bilinn sem er nauðsynlegur i þjóðfélag- inu til að þróun þess sé með nauð- synlegum hætti. Það væru alltof margir bilar i eigu landsmanna orðnir alltof gamlir, dýrir i við- haldi og hættulegir i umferðinni. Það væru þúsundir bila, sem ættu að vera komnir á öskuhaugana fyrir löngu. Við yrðum að gera okkur grein fyrir, að samgöngumálum á Is- landi væri þannig háttað, að bill- Hannibal Valdimarsson sam- gönguráöherra: „Billinn er tvi- mælalaust tæki þeirrar kynslóö- ar, sem nú er uppi.” SÆNSKT GÆÐAMERKI Fáir eða engir bilar hafa áunniö sér eins mikið traust á markaði hér og Volvo, söluhæsti Volvo- inn er P-144 de luxe, en hann kostar um 705 þúsund krónur, einnig er til ódýrari gerð, Evrópa, en hún kostar um 040 þúsund krónur. SUNDURSKORIN VÉl t sýningardeild Mazda er þessi sundurskorna vél, sem vakti mikla athygli gesta, en þar sést glöggt hvernig hún vinnur. 3 FRA JAPAN Þessar tvær japönsku yngis- meyjar hafa dvalizt hér á landi undanfarið og numið Islenzku viö Háskóla tslands, en þessa dagana kynna þær japanska blla á bllasýningunni. Hér standa þær við Toyota Celia GT bllinn, sem kom sérstaklega Ilugleiðis frá Evrópu til sýn- ingarinnar. Þetta mun vera aunar af tveimur bllum sinnar gerðar, sem enn eru komnir til Evrópu. inn er ómissandi, hvort sem er á heimilinu, vegna ferða fólks og við atvinnuvegina. Að loknu ávarpi Gunnars Asgeirssonar tók samgönguráð- herra til máls. Ráðherra rakti nokkuð ferða- máta i fortið og nútíð. Hann benti á, að i upphafi hefði maðurinn orðið að láta sér nægja þann hraða, sem hann gat náð á tveim jafnfljótum, þvi næst hefði komið að hinu langa og glæsilega tima- bili hestsins sem fararskjóta. Ekki hefði mönnum nægt sá hraði, sem hann gat veitt, og þá hefði tæknin komið til. Á Alþingi Islendinga hafi fyrst verið fjallað um notkun vélknúinna vagna árið 1903, og var það i fyrsta sinn sem fjallað hafi verið um slik tæki á Islandi. Þvi næst rakti ráð- herrann sögu bilanna á tslandi og þar á meðal komu fyrsta bilsins til landsjns, þann 20. júni 1904, er Ditlev Thomsen kaupmaður kom með bil til landsins. Þessar fyrstu tilraunir með bila hafi mistekizt, enda ekkert vegakerfi til, en frá árinu 1913 hafi saga bilanna verið óslitin hér á landi. Mikill fjöldi gesta var við opnun Bilasýningarinnar 1973, og voru forsetahjónin meðal gesta. Gunnar Asgeirsson, formaður bllgreinasambandsins: „Blllinn er nauðsynlegur jafnt viö sjávar- siðuna sem til sveita, og án hans er ekki hægt að vera.” Þessi Volkswagenbifreið er sú tiuþúsundasta, sem framleidd hefur verið fyrir tslandsmarkað. Nokkuð er liðiö slðan Hekla h.f. veitti blln- um viðtöku I Þýzkalandi, svo að nokkrir hafa trúlega verið framleiddir þar siðan fyrir okkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.