Vísir - 07.05.1973, Page 2

Vísir - 07.05.1973, Page 2
2 Vlsir. Mánudagur 7. mai 1973 vismsm: TELJIÐ ÞÉR, AÐ VIÐ EIGUM AÐ AUKA EÐA MINNKA RIKIS- REKSTUR? Arni M. Jónsson, lögfræðingur: Almennt tel ég, að hann eigi aö minnka og er frekar á móti hon- um. Gisli örn Lárusson, fulltriii: Ég álit, að það eigi að minnka hann, það vill alltof mikið fara til spillis. Tryggvi Eiriksson, verzlunar- maður: Ég tel að við eigum að minnka rikisrekstur, hann er allt- af óheilbrigðara fyrirkomulag heldur en einkarekstur. Stefán Magnússon, úrsmiöur: Ég held, að þaö eigi að draga frekar úr rikisrekstri fremur en hitt. Ég er nú hlynntari einkaframtakinu og tel, aö árangurinn sé tvimæla- laust betri meö þvi. Hreiðar Albertsson, bifreiöar- stjóri: Mér finnst, að það megi minnka hann, þetta er ekki nógu vel rekiö og ekki veitt nógu góð þjónusta. Bjarni R. Jónsson, starfslaus þessa stundina: Ég tel, að auka eigi hann á sumum sviðum, eins og til dæmis i lyfjaverzluninni og oliunni. Annars held ég, að þetta sé i nokkuð góðu lagi eins og það er. 98. skoðanakönnun Vísis: Hvort viljið þér lóta auka eða minnka ríkisrekstur fró því, sem nú er? „Ríkið er oð gleypa okkur" Niðurstöður úr skoðanakönnuninni urðu þessar: Auka..........32 eða 16% Minnka.........67 eða 33% Óákveðnir.......101 eða 51% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, lítur taflan þannig út: Auka............32% Minnka..........68% „Minnkum rikisbáknið, sem ekki skilar nema litl- um hluta þess, sem í það er lagt. Því minna sem rikið gerir þeim mun betra." „Ég er hundóánægður með ríkisreksturinn eins og hann er. Ef ég svara neit- andi samkvæmt því, væri ég þar með að gefa í skyn að ég væri á móti ríkis- rekstri almennt, sem er ekki rétt. Svari ég hins veg- ar játandi.að ég vildi auka hann, væri ég að leggja blessun mína yfir rikis- reksturinn eíns og hann er. Það vil ég heldur ekki." „Aukum hann. Það þarf að taka ofsagróðann af þessum körlum." — „Minnka eins og hægt er. Ríkið er að gleypa okkur." „Auka, t.d. þarf að yfir- taka apótekin." — „ Einstaklingurinn á að fá aðspjara sig sjálfur eins og fyrrum". — „Kröfur fólks til rikisins eru orðnar óhæfilegar. Þær þarf að minnka." „Við skulum þjóðnýta þau félög, sem enga sam- keppni hafa eins og trygg- ingafélögin, olíufélögin, jafnvel togarana." „Opin- ber fyrirtæki eru fín fyrir þá, sem þar lenda í þægi- legum stöðum með þægi- legt og áreynslulaust lif." „Erekki gott að fá aukinn rikisrekstur á sumum svið- um til að auka á sam- keppnina?" Hvað er rikið? Ég, þú og allir hinir. Eða eitthvað enn stærra og skiljanlegra, — afl, sem einstak- lingarnir geta hvorki skilið til fulls né ráðið við, þó að allir legð- ust á eitt. Hér er ekki ætlunin að svara neinum svona spurningum né kanna, hvers vegna sumir sjá rikiö sem skrimsli, líklegt til að gleypa þá með húð og hári, meö- an aðrir þrifast hvergi betur en við brjóst þeirra stofnana og valdasviða, sem rikið getur af sér. Hins vegar var fróðlegt að kanna, hver hugur þjóðarinnar er til þeirrar tilhneigingar, aö rikið láti ávallt meira og meira til sin taka, ekki aðeins i atvinnulifinu, heldur einnig i einkalifi manna. Þvi var lögð hin almenn spurning fyrir: Hvort viljiö þér láta auka eöa minnka rikisrekstur frá þvi, sem nú er? Niðurstöðurnar eru sannarlega lærdómsrikar fyrir þá rikisstjórn, sem nú situr i landinu. Hún, eins og flestar rikisstjórnir hefur ef- laust mikinn áhuga á þvi að halda almennum vinsældum eða öölast þær, hafi hún ekki haft þær áður. Niðurstaða könnunarinnar er sem sagt i algjörri andstöðu við þá tilhneigingu og stefnu rikis- stjórnarinnar að auka hlutdeild rikisins i þjóðarbúinu. Niður- stöðurnar eru svo ótviræðar, að þær er engan veginn hægt að draga i efa. Aðeins 16% þjóðar- innar reyndust vera þvi fylgjandi að rikisreksturinn yrði aukinn frá þvi sem nú er. í nokkrum tilfell- um nefndi þessi hópur hin klassisku dæmi, sem hafa verið notuð i umræðum um þessi mál i ár eða áratugi. Engin samkeppni hvorki hjá tryggingarfélögum né oliufélögum. Þriðjungur þjóðarinnar vildi minnka rikisreksturinn frá þvi sem nú er, en rúmlega helmingur þjóðarinnar fyllti þann hóp, sem var óákveðinn, taldi ástandið vera gott eins og það er og einnig jafnvel þeir, sem voru óánægðir með rikisreksturinn eins og hann er nú i framkvæmd, þó að þeir hinir sömu hafi verið fylgjandi rikisrekstri. Ekki reyndust tök á þvi að draga skil á milli þessarra hópa innbyrðis, þannig að lita verður svo á, að tæpur helmingur hafi verið ánægður með ástandið eins og það er eða hafði ekki skoð- un á málinu. Ef þessum siðastnefnda hópi er sleppt i útreikningum kemur fram, að aðeins 32% af þeim, sem hafa skoðun eða vilja breytingu á núverandi ástandi vilja láta auka rikisreksturinn, meðan 68% vill láta minnka hann. Ekki er hægt að segja, að nein sérstaklega óvænt úrslit hafi orð- ið i könnuninni. Helzt væri kannski það atriði, að karlmenn utan höfuðborgarsvæðisins reyndust vera ákveðnastir i þvi að vilja minnkun rikisrekstrar. Litill munur reyndist almennt vera á afstöðu manna eftir búsetu á landinu að öðru leyti. Það kom hins vegar hreint ekki á óvart, að konur skyldu vera mun fleiri en karlar i hópi óákveðinna. Þetta er svo ósköp „ókvenleg” spurning. —VJ Neftóbak er skoriö i rlkisfyrirtæki, einokunarfyrirtækinu Tóbakseinka sölunni. Þeir eru efiaust margir.sem ekki gætu látiö sér detta Ihug, aö hægt væri aö hafa annan hátt á sölu eitursins. ENGAR „Grein sem öryrki skrifar I dagblaöiö Visi 7. april siöastliöinn Snœri og hnífar gera ekki menn vitlausa, eins og vín H. Kr. skrifar: „1 Visi 12. april stendur þetta: „Kristin hringdi: Þaö er nú meira veðrið, sem gert hefur verið út af þeirri hugmynd að vin- veitingar yrðu hafðar á boðstóln- um á Kjarvalsstööum. Mér þykir hreint orðiö nóg um vantraust kvenna á meðferö tslendinga á vini. Það má ekki halda þjóðhátið af ótta við að þjóðin neyti vins i skammarlegu óhófi. Það má ekki veita þá sjálfsögðu þjónustu aö fólk geti pantað sér rauðvin með málsveröi á matsölustað.... Manni kemur i hug, hvort ekki kæmi til greina að banna sölu á vasahnifum og snæri. Menn hafa farið sér að voða meö hnifum og stytt sér aldur með snæri”. Vantraust kvenna á meðferð tslendinga á vini, eins og það er oröað þarna i Visi, er ekki til- efnislaust, en vitanlega er það vantraust á mönnum en ekki meöferð. Um snæri og hnifa er það aö segja — þó aö þaö megi nota til voðaverka rétt eins og hægt væri með hendur og fætur, hafa þau það ekki i eöli sinu að gera neinn vitlausan. Afengiö hefur þá sér- stöðu að breyta persónuleikan- um. Menn breytast viö neyzlu þess. Þvi eru samkvæmi ölvaöra manna öðruvisi en algáðra. Þvi eiga vímuvaldar ekki við á vinnu- stöðum, né i musteri fegurðar og snilldar. Kristin talar i lok bréfs sins um konur „brennimerktar af vin- hatri.” — Ætlast hún til þess að gott fólk elski það, sem mestu böli og ógæfu veldur með þjóðinni? Og finnst henni það brennimerki á manni að hata það eitur, sem er mestur slysavaldur i landinu og sviptir stöðugt sak- laus börn þvi, sem er grundvöllur gæfu og sóma? — Hvers konar manneskja er þessi Kristin?” FÚLGUR kom mér svo sannarlega á óvart. Ég, sem þetta skrifa á heima i Hátúni 10, kom hingað án nokkurra efna eftir langa sjúkra- húsvist og var hér tekið á móti mér með þeim ágætum, að lengi má rekja minni til. Ég var ókunnugur öllu hér, þurfti þvi margs viö en alltaf var hjálpin góð og greið hjá þeim ágætis- menneskjum sem hér ráöa húsum og kann ég þeim minar beztu þakkir fyrir allt, sem þær hafa fyrir mig gert, og eiga eftir að gera. Greinarhöfundur getur þess, að fólk sem hér fær húsnæði þurfi að leggja fram fúlgur fjár, og er þaö gagnstætt minni reynslu — á slikt „Aðlaðandi" Kjartan i Hveragerði hringdi: „Hvernig er það með alla þjónustu og greiðvikni á bila- sýningunni? Ég var á sýningunni i fyrradag og bað um bila- bæklinga hjá einu umboðinu. Ca. tvitug stúlka afgreiddi bæklingana. Fullorðinn maður bað um bæklingana á undan mér og fékk hann einn bækling að hverju tagi. Ég er sextán ára, og bað um sömu bæklingana. — Nei, það gat ég ekki fengið, vegna þess að ég kaupi enga bila og hengi FJÁR var ekki minnzt við mig og lit ég svo til, að litið sé um efnað fólk hér i Hátúni 10, annars tel ég ef öryrki á peninga, aö honum sé i sjálfsvald sett að öllu leyti vilji hann styrkja öryrkjabandalagið eða önnur liknarfélög og þá með húsnæöi fyrir augum. Oryrkjabandalagið er ekki gamalt að árum, en hefur sýnt mikinn dugnað i sinu starfi. Tvö hús eru nú fullskipuð öryrkjum og hafin bygging á þvi þriðja og er mér tjáð að umsóknir um þaö hús séuorðnarfleiri en rúm er fyrir og af þvi skapast þvi miður það, að alltof margir þurfa að biöa en takmarkiðer eflaust það, að geta greitt úr þeim vanda á sem skemmstum tima.” , „ afgreiðsla myndirnar aðeins upp á vegg — eins og hún sagði. Þetta sagðist hún hafa fyrirmæli um. Ég var búinn að fá bæklinga, eins og ég vildi hjá hinum umboð- unum. Og einn skrifaði mig meira að segja niður, og ætlaði að senda mér heim. Þessari stúlku hefði kannski dottið i hug, að maðurinn ætlaði að kaupa eins marga bila og hann hafði myndir af?! — Væntanlega hlýtur hún að laða aö fyrirtækinu viðskiptavinina þessi.” Þaö sem leyfist séra Jóni leyfist ekki Jóni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.