Vísir - 07.05.1973, Side 3

Vísir - 07.05.1973, Side 3
Visir. Mánudagur 7. mai 1973 3 íbúar vinabœjarins gófu 80 kr. á mann Almenn söfnun hefur fariö fram i vinabæ Vestmannaeyja I Danmörku, Friörikshöfn á N-Jót- landi. A laugardaginn afhenti for- maöur söfnunarnefndarinnar, Finnur Erlendsson, læknir, söfnunarféö viö stutta og látlausa athöfn á bæjarskrifstofunum I Eyjum. Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar veitti fénu viötöku, um 2.5 miiljónum króna. Þessi upphæö samsvarar þvi, aö hver bæjarbúi I Friörikshöfn hafi gefiö um 80 krónur,. en bæjarbúar eru rúmlega þrjátiu þúsund tals- ins. Auk fjárins afhenti Finnur Erlendsson Sigurgeiri eftir- likingu af múrsteini úr ryöfriu stáii meö áletruninni: „Byggingarsteinn i nýtt heimili Heimaeyinga— Friörikshöfn 1973”. —VJ NU MEGUM VIÐ BUAST VIÐ RIGNINGU! En betri vonir um morgundaginn Ekki fáum við aö njóta sólar- innar lengi hér á landinu. Nú spáir hann rigningu, og sólin var ekki á lofti nema i stuttan tima. Að þvi er veðurfræðingar sögðu okkur i morgun, þegar við höfðum samband við þá, er þegar farið að rigna á Vest- fjörðum, og mun þetta regn- svæði færast austur yfir landið i dag og i nótt. Sunnan kaldi eða stinnings- kaldi fylgir rigningunni, og i dag má búast við að aöeins fari aö vökna i höfuðborginni. En þó að hann blási aðeins, þá vilja veðurfræðingarnir ekki kalla þetta „rok”, og þeir gefa aðeins betri vonir viðvikjandi morgun- deginum. Þá spá þeir, að hann létti til með norðvestanátt, en um leið mun eitthvað kólna 7-9 stiga hiti mun verða hér i dag, en er liða fer á lækkar hann niður i 4-6 stig. Sólskin er enn á fáum stöðum á landinu, og hiti á láglendi er 3- 8 stig. —EA IANDSFUNDURINN HAFINN Myndin er tekin I anddyri Há- skólabiós, þegar fulltrúar Sjálfs- stæöisflokksins voru aö koma til setningar landsfuiular I gær- kvöldi. Frá vinstri Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri og Sonja Bachmann, eiginkona hans, Ragnheiöur Hafstein ásamt Jóhanni Hafstein, formanni Sjálf- stæðisflokksins. í gær flutti Jóhann Hafstein ræöu viö setninguna og er hennar getiö nánar i leiðara blaösins i dag. t morgun hófust svo almennar stjórnmálaumræöur I Súlnasal Hótel Sögu. Munu umræöur halda áfram i dag og langt fram á kvöld. Jón Sólnes bankastjóri var einn þeirra, sem töluöu I morgun. Hann kom fram meö nýyröi i ræðu sinni, „sjálfstæöissósialist- ar”. Kvaö hann þá ekki betri en aöra sósíalista. FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Fyrsta skóflustungan að grunni hins nýja húss Sjálfstæðis- flokksins var tekinn af Jóhanni Hafstein, formanni flokksins, við hátiðlega athöfn klukkan 15.00 i gær. A myndinni eru talið frá vinstri: Albert Guð- mundsson, stdrkaupmaður, Jóhann Hafsteinn, formaður flokksins Páll Stefánsson, starfsmaður Sjálfstæðisflokks- ins, Hjörtur Hjartarson, stór- kaupmaður , Garðar Halldórs- son, arkitekt, Geir Hallgrims- son, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, Geirþrúður Bernhöft, ellimálafulltrúi, Halldór Jóns- son, arkitekt, Viglundur bor- steinsson, framkvæmdastjóri, Ásgeir Einarsson, fram- kvæmdastjóri, Sigurður Haf- stein, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins og Bjarni Kristinsson, verkfræöingur. Hún ætti aö lyftast eitthvaö brúnin á starfsmönnum Viölagasjóös f Heimaey, ef þeir eiga von á því aö fá jafn indælar sendingar til sin á næstunni og þessa hérna frá tsafiröi. SKEMMTiFERÐAMENN VID GOSSTÖDVARNAR Margir skemmtiferöamenn lögöu leiö sina til Heimaeyjar um helgina til aö skoöa gosstöðvarn- ar og ástandiö á Heimaey meö eigin augum. Þaö er af sem áöur var, aö enginn mátti stiga þarna á land, nema hann heföi brýnum erindum aö gegna. Menn eru einnig farnir aö venjast nábýlinu viö jaröeldana og jafnvel hætt viö, að lslendingar hætti að bera tilhlýöilega viröingu fyrir eld- fjöllum almennt. Ferðafólkið keypti sér far meö Flugfélagi tslands til Heima- eyjar. Verður sennilega áfram- hald á þeirri starfsemi í sumar. Má þvi búast við, að margt veröi ferðamanna á Heimaey í sumar, ef ástandið breytist þar ekki verulega. Um helgina mun Flugfélagið hafa, flutt um 500 manns út iEyjar,þar á meöal hópa frá tsa- firöi, SIS, og Sjálfsbjörg. —VJ Stöðugt málað og hreinsað í Eyjum Menn keppast stöðugt viö aö hreinsa i Eyjum, og um helgina var málaö þak slökkvistöövar- innar. Eitt hús hefur einnig veriö málaö, og þó aö alltaf geti veriö hætta á öskufalli yfir kaup- staöinn, finnst mönnum þaö alveg timabært. Um 10 götur hafa nú verið hreinsaðar, og stöðugt fleiri halda með skóflur út í garða sina til þess að hreinsa. Einn hefur meira að segja sáð i garð sinn, en einnig hefur verið sáð i svæði fyrir ofan Gagnfræðaskólann. Einn bátur, Kristbjörg VE, hefur nú tekið upp netin og eru þau þurrkuð i Eyjum. Gos var litið um helgina og hraunrennsli allt til suðausturs. örlitið hraun- rennsli var þó i átt að bænum, rann læna i suðvestur, -en fæstir tóku þó eftir þvi, fyrr en hún stöðvaðist eftir að hafa runnið tæpa 200 metra. —EA Bílvelta á Skúlagötu Ungum bifreiðarstjóra fataöist stjórn jeppabifreiðarinnar, sem hann ók cftir Skúlagötunni, um miönætti I nótt, með þeim afleiöingum uö hún valt. Tildrögin voru þau, að pilturinn ók austur Skúlagötuna á vinstri akrein, en hugöist siðan fara yfir á þá hægri. I sama mund fór önnur bifreið framúr og við það mun hafa komið fát á ökumann jeppabifreiðarinnar, sem nýlega hefur lokið ökuprófi, og missti hann vald á ökutækinu, með fyrr- greindum afleiðingum. Farið var með hann á Slysa- deild Borgarspítalans til rann- sóknar, en hann reyndist ekki mikið meiddur og fékk aö fara heim til sin. Bifreiðin er mikið skemmd. —ÓG búð fyrir allar stúlkur Hafnarstrœti 15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.