Vísir - 07.05.1973, Síða 12

Vísir - 07.05.1973, Síða 12
Visir. Mánudagur 7. mal 1973 Stefnir í úrslitaleik milli Framara og Vals Reykjavíkurmeistarar Fram og Valur halda áfram sigurgöngu sinni gegn Reykjavíkurfélögun- um í Reykjavíkurmótinu. Það stefnir nú greinilega i hreinan úrslitaleik milli liðanna. Bæði hafa sjö stig úr leikjum sinum við Reykjavíkurfélögin og þau leika innbyrðis 12. mai — næstkomandi laugardag. Valur sigraði Þrótt 1-0 á laugardaginn á Melavellinum og var þaö heldur slakur leikur, sem liöiö sýndi, þó það næöi báöum stigunum - slakasti leikur liösins i mótinu. Eina mark leiksins skor- aði Þórir Jónsson á fyrstu minút- um hans. A föstudagskvöld léku Fram og KR og þar var einnig eins marks sigur. Fram skoraði eina markið i leiknum og var Erlendur Magnússon þar aö verki og tryggði Fram þar meö dýrmæt tvö stig i keppninni. Mótiö heldur áfram I kvöld og leika þá Vikingur og Armann. Annaö kvöld leika KR og Vest- mannaeyingar. Staöan i mótinu er nú þannig og telja stig IBV þar ekki i keppninni um meistaratitilinn Fram Valur KR IBV Vlkingur Þróttur Ármann 0 14-3 0 0 6-2 8-2 2-1 4-5 0-7 1-15 0 QQQ rStebbi er eins og hálfs, - og matvandur. Stundum vill hann ekkert boröa á morgnana. Þó neitar hann aldrei TROPICANA appelsínusafa. þaö er eins og hann Stebbi viti, aö hver dl. af TROPICANA appelsinusafa inni- heldur nærri 40 mg. af C- vítamíni. TROPICANA er líka alltaf ferskur og góóur. Stebbi fer sjálfur í búöina meö mömmu sinni til aö vera viss um aö TROPICANA fernan sé keypt úr kæli. Mamma athugar um leiö síöasta leyfilega söludag TROPICANA fernunnar, sem er greinilega stimplaöur á umbúóirnar. Hann Stebbi veit hvaö hann syngur. Þaö vita þeir hjá TROPICANA líka: Eitt glas af TROPICANA jafn- gildir nefnilega um þaö bil fimm nýjum appelsínum aö gæöum. O sólargeislinn frá Florida Markahæstu leikmenn mótsins eru: Simon Kristjánsson, Fram, Björn Pétursson, KR Eggert Steingrimss. Fram, Erlendur Magnússon, Fram, Hermann Gunnarsson, Val, Sigurþór Sigurjónsson, KR, Þórir Jónsson, Val, Keflavík og Breiðablik sigruðu Tveir leikir voru háöir á iaugardag I meistaraflokki I Litlu bikarkeppninni. Kefl- vlkingar unnu góöan sigur á Akurnesingum I Keflavik 3-0 og hafa þar meö unnið báöa leiki sina gegn Akurnesing- um I keppninni. I Hafnarfiröi lék Breiöa- blik við Hauka og sigraöi með 3-1. Keflavik og Breiöa- blik eru einu liðin, sem sigurmöguleika hafa nú I keppninni. Bobby Charlton er greinilega djarfur maöur. Eins og sagt var frá hér í biaðinu nýlcga bauö Preston honum framkvæmdastjórastööu hjá félaginu — og Bobby hefur þekkzt boöið — tekur við félaginu innan skamms. Myndin hér að ofan er frá leik Mnch.Utd. og Verona I ensk- Itöslku keppninni. United sigraöi 4-1 og Bobby skoraði tvö af mörkunum. Hér hirðir hann knöttinn I netinu eftir að hafa skorað siðara markið — slðasta mark hans fyrir Manch.Utd. Tuttugasti bikar- sigur Rangers! Það var allt á suðu- punkti á Hampden-leik- vanginum i Glasgow, þegar Glasgowliðin stóru, Rangers og Celtic, léku til úrslita i skozku bikarkeppninni — 88. úrslitaleikur keppninnar og i niunda sinn, sem þessi félög leika innbyrðis til úr- slita. Rangers sigraði 3-2 i æsispennandi leik og er það fyrsti sigur liðsins i keppninni siðan 1966, en fimmti sigurinn gegn Celtic í úrslita- leikjum. Leikvangurinn, sem er hinn stærsti i Evrópu, var þétt- skipaður áhorfendum — 134 þúsund — og lögreglan hafði nóg að gera. Margir fengu aðsvif i troðningnum — eöa eitthvað þaðan af verra — og sjúkrabilar voru stöðugt á ferðinni milli leik- vangsins og sjúkrahúsa. Eftir leikinn logaði allt i slagsmálum — en slíkt þykir varla tiöindi, þegar Rangers og Celtic leika. Yfir 50 handteknir. Leikurinn var ótrúlega spenn- andi og vel leikinn — knötturinn gekk markanna á milli, hraði og mikill og markatækifæri afar mörg. Celtic-liöiö, sem fyrir nokkrum dögum vann skozka meistara- titilinn áttunda áriö i röð einu stigi á undan Rangers, varð fyrri til aö skora — enda hölluöust flestir aö sigri liösins. Þaö var miðherjinn Dalglish, sem skoraði á 25 min., en það stóö ekki lengi — tiu minútum siðar tókst Parlane, sem varð tvitugur á laugardag, að jafna. 1-1 í leikhléi. Rangers hóf siðari hálfleikinn með miklum krafti og strax i fyrsta upphlaupinu skoraði Alfie Conn — fékk knöttinn rétt utan vitateigs, lék á varnarleikmann, siðan markvörðinn Hunter og renndi knettinum i mark 2,-1 fyrir Rangers og Hampden sprakk, næstum. En gleði aðdáenda Rangers var ekki langvinn. Fimm minútum siðar var vörn Rangers tætt i sundur — Dixie Deans fékk knöttinn i „dauðafæri” og renndi honum i autt markið, en á siðustu stundu tókst framverðinum Greig að kasta sér og slá knöttinn út fyrir stöng. Vitaspyrna og John Conolly skoraði örugglega 2-2. Aftur náði Rangers forustunni — það liðu aðeins sjö minútur, þar til Billy Forsyth hafði sent knött- inn i mark Celtic eftir góðan undirbúning fyrirliðans Derek Johnstone, unga piltsins, sem lék hér fyrir nokkrum árum með skozka unglingalandsliðinu. Það, sem eftir var leiks, hafði Rangers nokkra yfirburði og liöið var nær þvi að skora fleiri mörk, en Cheltíc að jafna. Parlane var fyrir opnu marki, en mistókst, og varnarmönnum Celtic tókst að spyrna frá á marklínu. Heldur óvæntur sigur Rangers var i höfn, þó liðið hafi staðið sig vel siðari hluta vetrar. Celtic vann bikarinn bæði 1972 (vann þá Hibernian i úrslitum 6-1) og 1971, en þá sigraði liöið Rangers 2-1 i aukaleik — eftir 1-1 i fyrri leiknum. Glasgow Rangers sigraði nú i skozku bikarkeppn- inni i tuttugasta sinn og var vel að sigri komið, þvi leikmenn liösins höfðu betra úthald en mót- herjarnir. Glasgow Celtic hefur unnið bikarinn 22. sinnum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.