Vísir


Vísir - 07.05.1973, Qupperneq 17

Vísir - 07.05.1973, Qupperneq 17
Vísir. Mánudagur 7. mai 1973 I > 1 KVÖ L □ pag 1 ^•☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★■☆★☆★■^★☆★☆■★☆1 «- ** □ “ _ 17 ^ll LÖ :f; f: *£* * spa Sjónvarp kl. 20.55: Til bœjarins að kaupa ramma Sjónvarpið sýnir i kvöld leikrit sem heitir Ramminn. Það er finnskt og er eftir finnska ieik- skáldið Lauri Leskinen. I leikritinu segir frá miðaldra bændahjónum sem búa i fremur afskekktri byggð þar sem litið á sér stað umfram hið vanalega og hversdagslega. Ekki er hægt að'segja að þau hjónin séu ung en samt sem áður nýgengin i hjónaband. Dag nokk- urn ákveða þau að lifga dálitið upp á tilveruna. Þau segja skilið við búið sitt i bili og bregða sér til bæjarins. Þar ætla þau að kaupa ramma utan um brúðkaupsmynd sina. Með aðalhlutverk fara ToivoV. Pettenen og Bertta Korpi. Leik- stjóri er Eila Arjomaa. Leikritið verður sýnt kl. 20.55. -EA. Útvarp kl. 15.25: Popphornið: „Æðra þessum hlutum" t popphorninu i dag fáum við að heyra i nokkuð merkilegri hljóm- sveit. Flestir kannast við hana og sjáifsagt ekki nema af góðu einu. Magnús Þrándur Þórðarson hef- ur i hyggju að kynna hljómsveit- ina Procul Harum fyrir hlustend- um. „Þetta er latneskt heiti á hljómsveitinni,” sagði Magnús okkur. ,,Að visu er ég ekki sterkur i latinunni, en þetta skilst mér að þýði eitthvað á þessa leið: Æðra þessum hlutum. Og þetta nafn gefur eiginlega beztu lýsinguna á tónlist hljómsveitarinnar.” Stutt er síðan hljómsveitin gaf út sina sjöundu plötu, en plötuút- gáfa hefur verið árlegur við- burður. Magnús ætlar að kynna nýjustu plötu hljómsveitarinnar, sem heitir Grand hotel. Procul Harum er ættuð frá Englandi. Músik hljómsveitar- innar er mikið byggð á klassiskum stefjum, og textarnir eru oft mjög merkilegir. Stund- um kannski of háfleygur en ekki einfaldir eins og svo margir aðrir. Fyrsta lag þeirra sem sló i gegn heitir Whiter shade of pale, og hver minnist þess ekki. Lag það er samið utan um Bach-kantötu, og lagið komst strax i fyrsta sæti vinsældarlistans. En þegar það gerðist fannst hljómsveitin ekki, engin vissi svo mikið sem hver hún var. En hún fannst samt sem áður. Þó hafa tveir meðlimanna sem þá skipuðu hljómsveitina aldrei kpmið fram i sviðsljósið, en þrir skipa hljómsveitina ennþá. Hljómsveitin var stofnuð árið 1966 og fyrst i stað lék hún I Wales. En Magnús mun segja okkur nánar frá hljómsveitinni og leika nokkur lög klukkan 16.25 i dag. -EA. ★ «■ ★ «• ★ «- ★ «- + «- ★ ★ ★ «- ★ «- ★ «- * «- ★ «■ ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «• ★ «■ ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- «- ★ «■ ★ «- ★ «- * «- ★ «- + «- Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 8. mai. Hrúturinn,21. marz-20. april. Þú þarft sennilega að taka duglega til hendinni i dag. Þú kemur sennilega mun meiru I verk, en þú hefur þorað að gera ráð fyrir. Nautið,21. april-21. mai. Gerðu ekki neitt sem máli skiptir i dag, án þess að hugsa þig vel um áður. Helzt ættirðu ekki að taka mikilvægar ákvarðanir, ef þú kemst hjá þvi. Tvlburarnir,22. mai-21. júni. Þér gengur margt vel I dag, sumt sérlega vel. Þú færð sennilega eitthvert tilboð, sem betur varðað þig allmiklu, en flanaðu ekki að neinu. Krabbinn,22. júni-23. júli. Þú átt annrikt i dag, og talsverðar áhyggjur i þvi sambandi, einkum hvað einhvern annan aðila snertir, en mun þó óþarfi. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Það litur út fyrir að dagurinn verði þér að mörgu leyti góður, en þó verða á döfinni einhverjir samningar, sem þér falla ekki. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þú færð að öllum likindum bréf, sem veldur þér nokkurri undrun. Þú færð þó ef til vill skýringu á þvi að einhverju leyti, áður en langt um liður. Vogin, 24. sept.-23. okt. Taktu ekki neinar mikil- vægar ákvarðanir i dag ef þúkemsthjá þvi. Að mörguleyti verður dagurinn þér annars hinn ánægjulegasti. Drekinn,24. okt.-22. nóv. Það getur farið svo að þér verði eitthvað til mikilla hagsbóta i dag, og þá sennilega á þann hátt, sem þú áttir alls ekki von á. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Það gengur ekki allt samkvæmt áætlun i dag, en margt mun ganga að minnsta kosti sæmilega. Láttu ekki aðra ráöa fyrir þér i peningamálum. Steingeitin,22. des.-20. jan. Heldur erfiður dagur fram eftir. Eitthvað sem þú hefur dregið of lengi að koma i verk, en kemur þér nú i koll — ekki samt alvarlega. Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Farðu gætilega i ákvörðunum, og flanaðu ekki að neinu i peninga- málum. Það litur út fyrir að þú eigir i samkeppni við einhvern. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Flýttu þér hægt i dag. Þú átt ferðalag fyrir höndum, sem þú skalt undirbúa vel. Allt virðist ganga i haginn fremur en hið gagnstæða. Eru aftur fáanlegir í öllum stœrðum Póstséndum samdægurs. SJONVARP DOMUS MEDICA, 'Egilsgötu 3 pósthótf 5060. Simi 18619. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Gaidur. Fyrri hluti. Upptaka frá keppni þriggja sjónhverfingamanna i Osló. (Nordvision — Norska sjón- varpið) Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 20.55 Ramminn. Sjónvarps- leikrit eftir finnska leik- skáldið Lauri Leskinen. Leikstjóri Eila Arjomaa. Aöalhlutverk Toivo V. Pent- tinen og Bertta Korpi. Þýð- andi Guðrún Hettinen. Aðal- persónurnar eru miðaldra bændahjón i fremur af- skekktri og viðburðasnauðri byggð. Þótt þau séu ekki beinlinis ung, eru þau ný- gengin i hjónabandið, og dag nokkurn ákveða þau að létta sér upp frá hversdags- amstri við búið og bregða sér til bæjarins til að kaupa ramma utan um brúðkaups- myndina. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 21.55 Hirósima. Hollenzk kvikmynd úr myndaflokki um þróun nokkurra borga frá striðslokum. Þessi mynd er tekin i Hirósima i Japan árið 1970, þegar aldarfjórð- ungur var liðinn frá þvi kjarnorkusprengju var varpaö á borgina. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.35 Dagskrárlok. UTVARP 14.30 Siðdegissagan: „Sól dauðans” eftir Pandelis Prevelakis Þýðandinn Sig- urður A. Magnússon les (3) 15.00 Miðdegistónleikar: Fou Ts’ong leikur á pianó Svitu nr. 14 i G-dúr eftir Handel og Capriccio i B dúr eftir Bach. Ida Haendel leikur á fiðlu Sónötu i G%dúr eftir Tartani, Prelúdia og Alle- gro eftir Pugnani / Kreisler, Scherzo-Tarantellu op. 16 eftir Wieniawski og Til- brigði á g-streng eftir Paganini. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 18.00 Eyjapistill. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.25 Strjálbýli — þéttbýli Þáttur i umsjá Vilhelms G. Kristinssonar fréttamanns. 19.40 Um daginn og veginn Vésteinn ólason lektor talar. 20.00 tslenzk tónlist 20.30 David Livingstone, — 100. ártið Ólafur Ólafsson kristniboði talar. 20.55 ,,Myndir úr þorpi” (Dorfszenen) eftir Béla Bartók Irmgard Seefried syngur. Eric Werba leikur á pianó. 21.10 tslenzkt mál Endur- tekinn siðasti þáttur dr. Jakobs Benediktssonar. 21.30 (Jtvarpssagan: „Músin, sem læöist” eftir Guöberg Bergsson Nina Björk Árna- dóttir byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Búnaöar- þáttur Guðmundur Jósa- fatsson frá Brandsstöðum talar um fóðrun og afurðir. 22.35 Hljómplötusafnið i umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 20.30: Nú fúum við að sjó galdra Það verður liklega nokkuð liflegt I einum þætti sjón- varpsins í kvöld, en þaö er þáttur sem ber nafnið: Galdrar. Og jú, það er rétt. Þarna eiga sér stað hinir furðulegustu galdrar. Reyndar ekki eins og þeir gerðust bezt I forneskju, eins og við höfum margheyrt talað um. Heldur er hér um að ræða töframenn eða réttara sagt sjónhverfingamenn, sem ætla að sýna listir sinar. Allir eru þeir skandinaviskir og sýna listir sinar I Osló að þessu sinni. Þar átti sér staö keppni á milli og verður sú keppni sýnd I tveimur hlutum i sjónvarpinu. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hvenær seinni hlutinn verður sýndur. Hvort þeir fá kanfnur eða dúfur upp úr höttum eða vasaklúta og slæður fram úr ermum, vitum við ekki, en sjónhverfingamennirnir eru á dagskrá klukan 20.30. -EA.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.