Vísir - 23.05.1973, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. mai 1973
9
„Allt of gott
veður til þess að
spekulera í prófum"
Rölt um í sólskininu í gœr
★ Kynnist möguleikum þess og þœgindum
★ Við sendum mann til yðar með tœkið til kynningar
★ Ttekið kostar aðeins mónaðarkaup skrifstofustúlku
Klapparstig 26. Simi 19800
Við Nóatún. Simi 23800
Akureyri. Simi 21630
„Við erum búnar að vera að mála grindverkið i tvo daga. Um að
gera að nota sólina. Við getum svo sem kallað okkur málara-
meistara!” — Salóme Magnúsdóttir og Vigdis Gunnarsdóttir.
Það setur alltaf skemmtilegan
svip á bæinn, að sjá ferðalang-
ana i þykkum fjallaskóm með
bakpokann á bakinu, þramm-
andi i leit að minjagripum,
lopapeysu, ullarsokkum og þar
fram eftir götunum. Og ein-
hverju bæta þeir vist við i rikis-
kassann.
Og vel á minnzt. Það bætist i
fleiri kassa i sólinni og sumrinu.
Er það ekki einmitt á þeim dög-
um, sem allir verða þyrstir og
heitir, og verða ólmir i iskalt
kóka kóla, is eða eitthvað annað
álika...?
—EA
„Það er ailt of gott veður til þess
að vera að spekúlera i prófum”,
sögðu þeir Páil Karlsson og
Guðmundur Böðvarsson, 15 ára,
á meðan þeir busluöu með
fótunum i vel heitu vatni inni i
Nauthólsvik.
Sólin hefur ekki horf-
ið nú um nokkurn tima,
og liklegast hefur
sumarið og bliðan náð
til okkar Islendinga,
loksins. Hvert sem
auga er litið, er orðið
sumarlegt um að litast.
Fólk hefur sagt skilið
við vetrarfatnaðinn,
hann á ekki við lengur.
Það er lika orðið all-
erfitt að sitja i vinnunni
viðritvélina eða annað.
Menn langar eitthvað
út, og löngunin i
Það er aideilis munur að geta
svamlað i heitu vatni i litilli
sundlaug inni i Nauthólsvík.
Enda létu þeir fara vel um sig
þeir Bjarni, Snorri og Pétur.
sumarfri verður sterk-
ari og sterkari með
hverjum deginum sem
liður.
Við létum það eftir okkur i
gær að segja skilið við glamr-
andi ritvélar og annað tilheyr-
andi, og brugðum okkur út til
þess að lita örlitið á sumarlifið.
Það er komið i fullan gang eftir
öllu að dæma.
Inni i Nauthólsvik létu nokkrir
fara vel um sig. Ungar konur
lágu og sóluðu sig á brjósta-
höldurum og stuttbuxum einum
fata, á meðan smárollingar
hlupu og veltust um i grasi og
sandi.
Við frárennslisrör i Nauthóls-
vikinni, þar sem út rennur vel
heitt vatn, hefur myndazt hinn
bezti lækur. Þar sátu tveir
stálpaðir strákar i fótabaði og
mændu ofan i lækinn. Nokkru
neðar voru strákar á barna-
skólaaldri, og þar hafði mynd-
azt hinn bezti sundpollur, heitur
og rúmgóður.
Þeir Bjarni, Pétur og Snorri,
allir 10 ára, stripluðust um á
sundskýlum i pollinum, og tjáðu
okkur að þarna kæmu þeir eins
oft og þeir gætu. Að minnsta
kosti þegar gott væri veður.
Þeir Páll og Guðmundur, 15
ár, sem voru i fótabaði fyrir of-
an, kváðust vera i próflestri
þessa stundina. Ekki höfðu þeir
þó bækurnar með sér, og þegar
við spurðum þá hvort þeir væru
ekkertað lesa, sögðu þeir: „Það
er allt of gott veður til þess að
vera að spekúlera i þvi. Svo er
Hka siðasta prófið á morgun.”
Það er ekki erfitt að skilja það
að erfitt sé að sitja yfir þétt-
skrifuðum skruddum lokaður
inni, á meðan allt lifnar við úti
fyrir. Þessi déskotans próf ættu
eiginlega að falla niður.
Af eldri kynslóðinni eru'þó
fæstir i prófum, og við hittum
fyrir einn leigubilstjóra sem
sólaði sig ásamt konu sinni og
börnum sagðist vera nýbúinn að
fá sér sumarfri og væri nú að
hefja það.
Túristarnir fara bráðlega að
streyma til landsins, á það
minna flugvélarnar sem hring-
sóla yfir bæinn og nágrennið.
Nýir diktafónar
frá Crown