Vísir - 23.05.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 23.05.1973, Blaðsíða 20
MiQvikudagur 23. mai 1973 GOTT VEÐUR í DAG! En þykknar upp með sa-ótt á morgun Veöur helzt gott I dag. Flestir hafa sjálfsagt oröiö varir viö ský- in, sem safnast saman á himnin- um og hafa gert i morgun. Skýjaö hefur veriö yfir Austur- og Suö- austuriandi, en svo viröist sem þaö skýjaþykkni færist I vestur. En sólskin veröur meö köflum i dag og hið mesta bliðviðri. Aftur á móti virðist sem sólin verði ekki mjög lengi á lofti úr þessu, þar sem veðurfræöingar segja helzt útlit vera fyrir, að það þykkni upp og verði suöaustan átt, er liða fer á daginn á morgun. Hægviðri og sólskin hefur verið nú frá 17. þessa mánaðar, svo að við höfum haft sólskinsveður i viku. Sumir hafa e.t.v. ekkert á móti vætu, en það mætti nú hald- ast sólskin örlitiö lengur! — EA. Þrjú varð- skip í höfn Þrjú af varðskipum Landhelgis- gæzlunnar eru nú í höfn i Reykjavík, þar á meðal flagg-' skipið Þór. Árvakur og Albert eru á förum út, og Þór fer jafnvel strax á morgun. Er verið að gera við skemmdir- nar á Þór, sem urðu, er brezkur togari sigldi á hann I vor, en reynt er að gera við skipið i áföngum, þegar það kemur i höfn. Er búizt við, að haldið verði áfram við það i allt sumar. Var i morgun verið að dytta aðýmsu á þilfari, skafa og mála, en skipið kom inn i gær. —ÞS OLLUM GERT KLEIFT AÐ BRUGGA BJOR — Hráefnið til sölu í verzlunum. — Tœkjakosturinn á leiðinni á markaðinn VIÐVÖRUN. Sam- kvæmt íslenzkum lög- um er óheimilt að búa til drykki, sem i er meira en 2 1/4% af vin- anda að rúmmáli. Af þessum sökum skal að- eins nota — 0% eða — 0 gr. af sykrinum i ensku uppskriftinni. Þannig hljóðar viðvörun til þeirra, sem kaupa svonefnt „Home Brew Kit” — pakka með hráefnum til öl- og bjórfram- leiðslu I heimahúsum. Samkvæmt upplýsingum innflytjandans hefur þessi varn- ingur verið á markaðnum frá siðustu áramótum og er nú kominn i flestar matvöru- verzlanir. Verðið er 670 krónur, en það mun fara lækkandi. Nákvæmar leiðbeiningar á is- lenzku fylgja hráefninu, en samkvæmt þeim á að vera hægt að ná 18 til 20 litrum út úr hverj- um pakka. Fimm tegundir eru komnar á markaðinn og eru þær misjafn- lega dökkar og bragðsterkar. „Home Brew Kit” er komið frá Bretlandi, en á siðustu árum hefur þaö færzt mjög i vöxt er- lendis, að öl- og bjórfram- leiðendur selji viðskiptavinum sinum hráefni til heimabruggs. Það á að vera tiltölulega ein- falt fyrir einstaklinga að búa til úrvals öl og bjór, sem er með einkennum hvers framleiðanda, án teljandi hættu á að honum mistakist. En á hitt er að lita, að við bú- um við strangari áfengislöggjöf en flestar aðrar þjóðir og þar sem fyrrnefnt hráefni og upp- skriftin, sem úr þvi er búin til miðast við nokkuö meiri styrk- leika en okkur er heimilt að framleiða eru innflytjendurnir neyddir til að benda kaupendum á ,,að skera niður það sykur- magn, sem mælt er með i ensku uppskriftinni, til að forðast lög- brot”. A leiðarvísinum er listi yfir þann tækjakost og efni, sem inn- flytjandinn hefur jafnframt til sölu. Er þar m.a. um að ræða þvotta- og átöppunarsett fyrir flöskur, sykurmælitæki, þrýsti- tunnur, gernæringu, bjór- hreinsiefni og merkimiða. Allt mun betta fást i verzlunum hér innan tiðar, að sögn innflytjend anna sem fengið hafa heildsölu- umboð fyrir þennan varning. Eru þeir nú komnir með 17 umboð bjórframleiðenda i Bret- landi, Bandarikjunum, Þýzka- landi og Danmörku. Gefa inn- flytjendurnir upp simanúmer sin i lok leiðbeininganna og bjóða uppá sérfræðilega þjón- ustu, ef óskað er. Vitað er að minnsta kosti tvö innflutningsfyrirtæki til viðbót- ar eru að hefja innflutning á hráefnum og tækjakosti til bruggunar. Er eilitið broslegt til þess að vita, að þeim, sem finnst leyfi- lega blandan vera of veik, geta einfaldlega keypt sér i áfengis- útsölum 45 prósent vodka og styrkt drykk sinn á þann hátt. — Það er öllum heimilt....— ÞJM. SIT EKKI FUND NEFNDAR UNDIR FORSÆTI BRETA sagði Bjarni Guðbjömsson, þegar hann gekk af fundi hjá NATO ,,Ég vil leggja áherzlu á þessi mótmæli min vegna framkomu Breta meö þvi aö lýsa yfir, aö meöan brezki fiotinn stundar þá iöju aö brjóta islenzk lög og vernda ólögíegar veiöar viö lsland, mun ég ekki sitja fundi þessarar nefndar, sem er undir forsæti brezks þingmanns.” Þessi voru lokaorð Bjarna Guöbjörnssonar, en hann kvaddi sér hljóðs áður en dagskrá hófst á Hvað kostaði að Torfuna? Það eru margir sem velta þvi fyrir sér, þegar þeir ganga um Lækjargötuna, hverjir hafi kost- að málinguna og viðgcrðirnar á Bernhöftstorfunni, og hvað það kosti i raun og veru að láta húsin vera tii þeirrar prýði, sem þau nú eru. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, formaður Torfusamtakanna sagði blaðinu i morgun, að fyrir utan vinnuna, sem trúlega hefði kostað um 20.000- krónur hefði fólkið verið á kaupi, hafi krani, bílar, málning, penslar, plöntur, möl, gler ogplötur kostað nálægt 60-70.000,- Hluti af þessu var gefið af fyrirtækjum, m.a. gaf Málning h f nær alla málninguna á húsin, þá voru plöntur gefnar, plötur og ýmislegt fleira. Það sem greiða þurfti i peningum var greitt með ýmsum fjárframlögum, og gáfu margir peninga, sem áttu fegra leið um Lækjargötuna og Banka- strætið á meðan vinnan fór fram. Stærstu peningagjöfina gaf Haraldur í Fálkanum, er hann átti leið framhjá Torfunni á laugardagsmorguninn. Guðrún sagði.að óákveðið væri hverjar yrðu næstu aðgerðir þeirra, sem að þessu verki stóðu, en þeir væru ekki hættir. ,,En það er ekkert launungarmál, að sótt hefur verið um formlega til rikisstjórnarinn- ar að fá afnot af einu húsanna”, sagði Guðrún að.lokum. — ÞS. ..Þristurinn” stendur nú glansandi, fínn og tilbúinn I skýli Flugfélagsins á Reykjavlkurflugveili. fundi fastanefndar þingmanna- sambands Atlantshafsbandalags- ins siðastliðinn sunnudag. Er Bjarni hafði lokið máli sinu, gekk hann af fundi. Hann er for- maður islenzku sendinefndar- innar hjá þingmannasambandinu og mætti þar einn fyrir Islands hönd. — Það má auðvitað alltaf deila um, hvað gera skal i slikum til- fellum — sagöi ‘ Bjarni, er við ræddum við hann — en ég frétti það, eftir að fundir hjá þing- mannasambandinu voru hafnir, að Bretar hefðu farið með her- skip inn i landhelgina og taldi ég réttast að vekja athygli fulltrúa á málinu á þennan hátt. 1 fyrra þorskastriðinu kom það einnig fyrir, að islenzkir þing- menn tóku ekki þátt i störfum þingmannasambands Atlants- hafsbandalagsins i mótmæla- skyni. Árið 1959 neituðu Benedikt Gröndal og Jóhann Hafstein að mæta á hátiðarfundi sambands- ins I London þrátt fyrir itrekuð tilmæli forustumanna þess, og vildu þeir með þvi mótmæla framkomu Breta i landhelgis- málinu þá.! —ÓG Tekur 4000 kíló af áburði i einu DC-3 afhent Landgrœðslunni á föstudag A föstudag næstkomandi af- hendir Flugféiag isiands Land- græðslunni Douglas DC3 flugvél i Gunnarsholti, en á siöasta aöal- fundi félagsins bar stjórn og for- stjóri félagsins fram tiilögu þess efnis, aö vélin yröi gefin til land- græöslu. Mun þetta hafa mikið aö segja, þar sem vélin hefur nú veriö gerö upp og þolir öllu meira en sú litla, sem fyrir hefur veriö. Að þvi er Sveinbjörn Dagfinns- son hjá landbúnaðarráöuneytinu tjáði okkur, verður vélin notuð viö áburðardreifingu viðs vegar um landið. Einna mest verður vélin starfrækt frá Gunnarsholti, en þar hefur veriö útbúin flug- braut. Hún verður þó einnig starfrækt frá Reykjavik svo og Aðaldal. Vélin mun aðallega fljúga á þá staði, sem sú litla hef- ur ekki náð til. DC3 hefur verið breytt allmikið,, og var sendur flugvirki til Nýja Sjálands til þess að kynna sér sams konar vél, sem notuð er við sama starf þar úti með góðum árangri. Flugvélin á að geta tgkið allt að 4000 kiló af áburði, en sú, sem fyrir er, ekki nema 700 kiló. DC3 hefur einnig öllu meira flugþol, Vélin hét áður Gljáfaxi og hefur verið bæði i innan- og utanlands- flugi frá 1946 hjá Ft. Það, sem til þurfti til breytingarinnar, var smiðað á.Nýja-Sjálandi, en sent hingað til lands ásamt teikning- um, og var vélin gerð upp hér hjá FL — EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.