Vísir - 23.05.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 23.05.1973, Blaðsíða 17
Visir. Miðvikudagur 23. mai 1973 n □AG | D KVÖLD n □AG Myndin er frá Saltvikurhátfðinni 1971, sem sumir kölluðu „Votstokk ’71.” Útvarpið kl. 19.20: „Á döfinni" HVERT EIGA UNGLINGARNIR AÐ FARA Á HVÍTASUNNUNNI? í útvarpinu i kvöld verður rætt um hvað gerist hjá unglingunum á hvitasunnunni. Þessi ferðalög unglinganna um hvitasunnuhelgina hafa verið vandamál i mörg undanfarin ár og að vonum, þvf að hvoru tveggja er, að skólarnir eru ein- mitt búnir um þetta leyti og krakkarnir að leggja út i atvinnu- lifið. Margir eru þvi ekki byrjaðir aö vinna. Ekki bætir það úr skák að allir þessir venjulegu skemmtistaðir unglinganna eru lokaðir. A að halda skemmtun eins og Sjónvarpið kl. 21.25: ,Dreyfus-málið' ítölsk sjónvarpsmynd Fyrri hluti Það var út af Dreyfus-málinu, sem Emil Zola ritaði hið fræga bréf sitt ,,Ég ákæri”. Dreyfusvar af Gyðingaættum, fæddur i Frakklandi og svo var einnig um konu hans. Hann var i herforingjaráðinu og féll á hann grunur um, að hann hefði stundað njósnir fyrir Þjóðverja. Hann var dæmdur fyrir landráð og sendur i útlegð til Djöflaeyjar. Dreyfus átti marga öfundar- menn, og bætti það ekki úr fyrir honum, að hann var Gyðingur. Haföi það þvi ekkert að segja, þó að hann héldi alltaf fast fram sak- leysi sinu. Fjölskylda Dreyfusar unir illa málavöxtum og tekur málið upp aftur þegar Piquart herforingi finnur sönnunargögn fyrir þvi að Esterhazy sé sekur. Hann fær Clemenceau til að vera lögfræðing, en hann verður siðar forsætisráðherra Frakka, en málið er þaggað niður. Þá er það Emil Zola, sem skrifar opið bréf undir fyrirsögninni „Ég ákæri” og heldur þvi fram að Dreyfys sé saklaus en Esterhazy sekur. Þýðandi er Halldór Þorsteins- son. -EVJ. Ungmennafélagið gengst fyrir i Þjórsárdal eða ætti að opna ein- hverja af skemmtistöðum borgarinnar? Hverjir eru ábyrgir fyrir þessu ástandi eins og það hefur verið undanfarin ár, er það löggjafarvaldið, eöa hvað er helzt til úrlausnar? Þetta er nokkuð af þvi sem rætt verður i þættinum „A döfinni”. Umræðum stjórnar Þorbjörn Broddason. SJÓNVARP • 18.00 Töfraboltinn Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Þulur Guðrún Alfreðsdóttir 18.10 Einu sinni var... Gömul og fræg ævintýri i leik- búningi. Þulur Borgar Garðarsson. 18.25 Mannslikaminn Brezkur fræðsluflokkur. 5. þáttur. Lifsloftið. Þýðandi og þulur Jón 0. Edvald. 18.50 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Þotufólkið Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Að byggja — Maður og verksmiðja.Tvær stuttar kvikmyndir eftir Þorgeir Þorgeirsson, gerðar á árunum 1966-67. 21.15 Dreyfus-málið. Sjón- varpsmynd i tveimur þátt- um, gerð af italska sjón- varpinu og byggð á heim- ildum um franska liðs- foringjann Alfreð Dreyfus og málarekstur franska rikisins gegn honum á árunum frá 1894-1906. Fyrri hluti. Leikstjóri Leondro Castellani. Aðalhlutverk Vincenzo De Toma, Gianni Santiccio, Luigi Montini og Carlo Cataneo Þýðandi Halldór Þorsteinsson. 22.30 Dagskrárlok. ÚTVARP • MIÐVIKUDAGUR 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Siödegissagan: „Sól dauðans” eftir Pandelis Prévelakis Þýðandinn, Sigurður A. Magnússon les (15). 15.00 Miðdegistónleikar/ tslenzk tónlist a. „Landsýn”, hljómsveitar- forleikur eftir Jón Leifs Sin- fóniuhljómsveit tslands leikur: Jindrich Rohan stj. b. „Helga hin fagra”, laga- 17 ★ «- * «- * «- * «- * «■ jf «- ★ «- x- «- ★ «- ★ «- * «- ★ «- ★ «- * «- * «- * «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- * «- * * «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «■ ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- * «- ★ «■ ★ «- ★ «- ★ «- > «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- * «- * «- * «- ★ «- * «- ★ «- ★ «- jf «- ** 53 m Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 24. maí. Hrúturinn, 21. marz-20. apríl. Þú ættir að taka nokkurt tillit til leiðbeininga þinna nánustu þessa dagana, að minnsta kosti ef þú ert af yngri kynslóðinni. Nautið.21. april-21. mai. Ef veitzt verður að þér með einhverri frekju og tilætlunarsemi, skaltu fara þér rólega, en þybbast við og halda þannig öllu þinu. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það getur verið nógu gaman að gæla við ýmsar hugmyndir einkum ef maður veit að þær koma ekki til fram- kvæmda, og valda þvi ekki vonbrigðum. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Þetta getur orðið góður dagur, ef þú krefst ekki neinna stórvið- burða. Farðu þér hægt og rólega og njóttu næðis og hvildar, ef býðst. Ljóniö, 24. júli-23. águst. Agætur dagur i alla staði hvað það snertir að njóta þess sem gleður huga og hjarta, innan allra hóflegra takmarka að sjálfsögðu. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Það er ekki óliklegt að eitthvað komi þér ánægjulega á óvart i dag — gestur, bréf, fréttir — eða einhver sérstök heppni, hver veit. Vogin, 24. sept.-23. okt. Getur verið að eitthvað sem þú hefur álitið heldur ómerkilegt og látið dragast úr hömlu, fái nú allt i einu mikilvæga þýðingu. I)rekinn,24. okt.-22. nóv. Þaðlitur út fyrir að þér verði falið eitthvert verk, eða einhver erindisrekstur, sem annarleg leynd fylgir, en það ætti að vera i lagi. Bogmaöurinn, 23. nóv.-21. des. Það getur farið svo að það sem þú hélzt ókleift að koma i fram- kvæmd, gangi nú allt i einu greiðlega, ef þú beitir lagi. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Þetta er skemmti- legur dagur, að þvi er séö verður, ef til vill ekki sérlega gagnlegur hvaö afkomu og peningamál snertir, en létt yfir honum. Vatnsberinn,21. jan.-19. febr. Ef eitthvað verður til þess að þú reiðist eða komist i geðshræringu, skaltu reyna að hugsa þig um áður en þú veitir henni útrás. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Anægjulegur dagur, jafnvel þótt þú komir ekki i verk öllu þvi, sem þú ætlaðir þér. Þú færð góöar fréttir, sennilega langt að. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ flokkur eftir Jón Laxdal, við texta eftir Guömund Guð- mundsson. Þuriður Páls- dóttir syngur viö undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. c. Hljómsveitarsvita eftir Helga Pálsson Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur: Hans Antolitsch stj. d. „Gimbillinn mælti”, islenzkt þjóðlag Karla- kórinn Fóstbræður syngur: Ragnar Björnsson stj. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. 19.00 Fréttir Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.20 A döfinni Þorbjörn Broddason stjórnar um- ræðuþætti um þjóðlif á hvitasunnu. Þátttakendur: Guðmundur Einarsson, Pétur Einarsson og Reynir G. Karlsson. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Sigurveig Hjaltested symgur lög eftir Jóhann ó. Haralds- son, Þórarin Guðmunds- son Siguringa Hjörleifsson o.fl. Skúli Halldórsson leikur undir á pianó b. Þegar ég var drengur Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ flytur fjórða hluta minninga sinna. c. Visnamál. Adolf J. E. Petersen fer með lausavisur eftir marga höfunda. d. Þáttur af Einari Hinriks- syni.Eirikur Eiriksson frá Dagveröargerði flytur frá- sögu. e, Um islenzka þjóö- hætti.Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Sam- leikur.Ingvar Jónasson og Þorkell Sigurbjörnsson leika lög eftir Jónas Tómasson á lágfiðlu og pianó. 21.30 Útvarpssagan: Músin, sem læðist” 22.35 Nútimatónlist. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. RAFSTÖÐ ÓSKAST Óskum að taka á leigu eða kaupa rið- straums dieselrafstöð 8-15 KW 220/380 V 3ja fasa. Til greina gæti komið að leigja eða kaupa 220 V eins fasa rafstöð. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOEGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Gianni Santiccio, sem Emil Zola i Dreyfusmálinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.