Vísir - 27.06.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 27.06.1973, Blaðsíða 1
<>:!. árg. — Miðvikudagur 27. júui 1973 — 144. tbl. KOMIN HEIM AF SJUKRAHÚSINU Jvtta Hjaltested Önnur flug- freyjan, sem slasaðist. þegar Loftleiðaþotunni hlekktist á í að- flugi i New York. er koinin heim. Jytta meiddi sig i mjööm og baki þegar stóllinn, sem hún sat á brotnaði, en henni liður ágætlega nú. Hin flugfreyjan, Sólveig Stefánsdóttir, er enn á spitalan- um i New York, og verður senni- legast þar i eina 10 daga, en hún meiddist i baki, þegar hengið ( hat-rack) féll á hana. Karþegarnir voru alveg ótrú- lega rólegir og engin hræðsla greip um sig, meira að segja leitaöi einn mikið að gleraugunum sinum, sem hann vildi alls ekki tapa. -EVI- U j.i — sjá nánar á baksíðu um óhappið á Kennedy-flugvelli Eftir hálft ár, — Eyjamenn koma sér loks fyrir Allt of margir virðast farnir að gleyma þeim ótrúlegu erfiðleikum, sem Vest- mannaeyingar eiga enn við að striða hér á meginland- inu. Það er ekkert grin að vera með stóra fjölskyldu i hálft ár á hálfgeröum ver- gangi. Þó er það stór sólar- geisli fyrir fólkið að fá 35-40 fermctra sumarbústað til aö búa i, enda þótt einbýlishúsið heirna i Eyjum hafi verið 107 fermetrar. — Við heimsótt- um Lundabyggð við Hvera- gerði þar sem Eyjamenn eru óðum að koma sér fyrir. Sjábls. 7, —INN-siðu. • • Brezkt klúður og v-þýzk friðarstefna Það er ekki eingöngu það að V-Þjóðverjar ástundi bctri mannasiði en Bretar, sem er þess valdandi að þeir láta herskip sin ekki æða um a 11- an sjó eftir varðskipum okk- ar. Vestur-Þjóðverjar hafa einfaldlega verið lagnari i utanrikispólitik sinni siðustu árin. Og á meðan Bretar hafa klúðrað hverju málinu af öðru á erlendum vettvangi, hafa Þjóðverjar unniö að þvi að lægja öldurnar og stuölað að friðsamlegri heimi. — sjá leiðara á bls. 6 Vonir slegnar í rot Auðunn Auðunsson, sá merki togaraskipstjóri er ekki ýkja hrifinn af þeim væntanlegu samningum við Þjóðverja, sem menn cru byrjaöir að ýja að. „Vonir manna úti um land um bjart- ari framtiö yrðu slegnar i rot," segir skipstjórinn i grein, sem hann sendi VIsi. — Sjá nánar um þetta á bls. 4. Hvað býr undir í Víetnam? Kommúnistar munu leggja undir sig Suður-VIetnam, seg- ir fréttamaöur AP eftir ferð um landið. Þeir hafa skapað „þriðja Vietnamríkið,” sem nær yfir fjórða hluta landsins. Þeir safna bændasonunum i lið sitt og búa sig undir nýja sókn. An bandariskra sprengjuflugvéla hefur her Saigonstjórnar reynzt van- máttugur. Sjá bls. 6. Pósthœkkun allt að 400% — og nó hœkkar sopinn fyrir þá sem ekki hafa áfengisútsöluna Eintomir Da vinciar um ooro i skemmtiferðaskipinu ítalska Þetta er hann Guido Han- set frá Genova á ítaliu en hann er einn af rúmlega 90 myndlistarmönnum, sem eru meðal farþega á ítalska skemmtiferða- skipinu, sem hér er núna. Þetta mun vera nokkurs konar verðlaunaferð, sem listamennirnir eru í, en þeir hafa margir hverjir brugðið sér með penslana og trönurnar i land eins og kunningi okkar Guido Hanset, sem þarna er að mála Dómkirkjuna og umhverfi hennar í morg- un. Nú er eins gott fyrir alla pennaglaða menn að flýta sér að koma bréfum sinum i póst, þvi næsta sunnudag hækkar gjaldskrá fyrir póst- þjónustu um 40-400%. Mest er hækkunin á póstkröfum, sem hækk- a úr 5 krónum i 25 krón- ur (innanlands og til Norðurlanda nna). Leggst þvi drjúgur skildingur ofan á áfeng- isflöskuna, sem margir utanbæjarmenn panta sér i póstkröfu, þar sem engin er áfengisútsalan. Lágmarksgjald undir póstkort og prentað mál i almennum pósti verður nú 10 krónur i stað 7 innan- lands og til Norðurlandanna, en undir bréf hækkar gjaldið úr 9 krónum i 13 krónur. Er þvi ljóst að hiö nýja samnorræna frimerki, sem kom út i gær, að verögildi 9 krónur nýtist ekki nema með fleiri merkjum, en einnig kom út lOkróna merki i gær. Landhelgis- frimerkið, sem kom út i fyrra i 3ja milljóna upplagi er einnig 9 króna virði og nýtist þvi ekki eitt sér á bréf, fremur en merkið sem kom út i gær. Til annarra landa kostar nú 15 krónur undir bréfiö, I stað 10 áð- ur. Undir smápakka til útlanda kostar frá 15 krónum i 90, en áður frá 10 I 60 krónur. Póstávisanir hækka úr 10-15 krónum i 30, innan Norðurlanda, en utan þeirra úr 23 krónum i 37 krónur. Lágmarks- gjald undir bréf i flugpósti til Norðurlanda hækkar úr 12 krón- um i 17 krónur. Abyrgðargjald hækkar frá 16 i 25 krónur og hrað- boðagjald úr 25 i 40 krónur. þs Fengu betra tilboð frá Noregi og kaupa því olíumölina þaðan — Að okkar mati og sér- fræðinga okkar i málinu, var norska tilboðiö hagstæöara og þcss vegna tókum við því —, sagði Jóhann Klausen sveitarstjóri á Eskifirði, cr rætt var við hann um ástæðurnar fyrir þvi, aö nokkur sveitarfélög á Austurlandi ákváðu að kaupa oliumöl i Noregi en ekki frá Oliumöl hf. — Þvi er ekki að leyna — sagöi Jóhann, — að nokkur meiningar- munur er á milli sérfræðinga okk- ar og forráðamanna Oliumalar hf., hvort tilboðið — hið norska eða islenzka — sé hagstæöara, en ég get nefnt sem dæmi, að vegna mismunandi eiginleika oliu- malarinnar, þá þarf aðeins aö leggja 4 cm lag af hinni norsku möl á móti 5 cm lagi af hinni is- lenzku. Einnig buðust okkur hagstæð lánakjör hjá hinu norska fyrir- tæki eða lán til allt að þriggja ára. Það má einnig geta þess. að áhugi forráðamanna Oliumalar hf. fyrir þvi að hafa við okkur við skipti virtist vægast sagt litill.og reyndist okkur Austfirðingum erfitt að ná sambandi við þá, þeg- ar við vorum á ferðum fyrir sunn- an. —ÓG BRYGGJA A ISAFIRÐI FRAMLEIDD Á BLÖNDUÓSI — siá baksíðuna „Samvinna við íbúana nauðsynleg /# — segir borgarstjóri — sjá bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.