Vísir - 27.06.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 27.06.1973, Blaðsíða 7
Visir. Miðvikudagur 27. júni 1973. 7 „Lundabyggð" í Hveragerði heimsótt og rabbað við Eyjamenn MINIIMl 1 SIÐAINI l Umsjón: Eddo Andrésdóttir FINNST VIÐ NÆSTUM KOMIN í HÖLL" þegar við litum inn hjá honum og fjölskyldu hans. Og það er vist engin furða þó að hann segi svo. Fjölskyldan bjó i 7 fm her- bergi fram að þessu, það er að segja 5 meðlimir 8 manna fjöl- skyldu. Þau sváfu meira að segja fyrst i fyrrinótt i rúmi eftir að gosið hófst. „Viðáttum 107 fermetra ibúð i Eyjum, en hún er nú komin 35-40 metra undir hraun og ösku”, heldur Agúst áfram. ,,En við höfum hug á þvi að fara þangað aftur þegar öllu lýkur. Það verður bara að skapa þeim sem ekki eiga þar húsnæði lengur aðstöðu. Það er ekkert freist- andi að þurfa að setjast upp á kunningja einu sinni enn. En þaö eru 400 hús farin og horfin.” „Okkur likar ágætlega hér og ég efast ekki um að það á eftir að fara prýðilega um okkur. En flatneskjulegra er hér en i Eyjum. Manni finnst maður „Okkur finnst við næstum komin i höll”, sagði Agúst Ólafsson, enda talsverður munur á 7 fm herbergi og 50 fm húsi. Hér er hann ásamt konu sinni, Nönnu Guðjónsdóttur, og börnum i flutningunum. næstum vera i þvottabala hér á móts við það!” Agúst segir okkur að hann sé að hugsa um að bregða sér út til Eyja um mánaðamótin. Hann á trillu, sem hann hefur i geymslu i Hafnarfirði, en er að hugsa um að halda áfram við sina fyrri atvinnu i Eyjum i sumar. Það er að ferja túrista út i úteyjar og kringum eyjarnar, og sigla með lundakarlana úti úteyjarnar, og slðast en ekki sizt að sigla á lúðumiðin. Húsmóðirin, Nanna Guðjóns- dóttir, segist hins vegar ekki hafa hug á að fara út i Eyjar alveg strax. „Bezt að muna þær eins og þær voru”. Húsmunirnir komast ekki nærri allir fyrir i húsunum. Þeir sem ekki komast fyrir eru i geymslu hjá kunningjum eða ættingjum. „Við áttum 100 fm hús i Eyjum. Við vorum rétt búin að standsetja það þegar gaus og allt fór undir hraun og ösku,” sögðu þau hjónin Björg Hildur Sigurðardóttir og Stefán Jónas- son, en þau búa i byggðinni ásamt 8 ára dóttur sinni Guð- rúnu Hrönn. Þau fluttu á föstu- dagskvöldið i hús sitt. Þeim likar prýðilega i Hvera- gerði og dótturinni einnig þó að hún kjósi frekar Vestmanna- eyjar. Hana vantar lika leik- félaga ennþá. Þau hjón segjast ekki ætla aftur til Eyja. „Það er alveg eins gott að byggja hér uppi á landi, eins og að byrja upp á nýtt I Eyjum.” Húsaleiga fyrir fjölskyldurn- ariLundabyggðer 2000 krónur á mánuði. „Það er ekki mikið”, segir Þorbjörg Sigurfinnsdóttir, ung húsmóðir, sem þarna býr ásamt eiginmanni sinum.Viðari Sigurbjörnssyni, og syni, Gisla Arna Kristjánssyni. Þeirra hús er frábrugðið fyrr- nefndum húsum að þvi leyti að með þvi fylgdi teppi á gólfin. „Við fórum beint hingað til Hveragerðis eftir að gosið hófst,” segir hún okkur. „Þá fengum við tvö herbergi og aðgang að eldhúsi hjá kunningjafólki. 1 Eyjum höfðum viö ibúð svipaða að stærð og húsið sem við erum i nú. En sannast að segja get ég ekki hugsað mér að vera annars Lundabyggð kalla sumir Vestmannaeyjabyggðina sem nú hefur risið upp i Hveragerði. Nafnið er ágætt, enda hafa Eyjaskeggjar ætið verið þekktir fyrir bjargsig og lundaveiðar. Um 20-30 hús, frá Sviþjóð, voru risin þegar við Visismenn brugðum okkur austur I gær- eldavélina, ein platan virkar ekki o.s.frv., en það er sjálfsagt ekki óeðlilegt eftir langa flutninga og það fæst að öllum likindum viðgert. „Okkur hérna finnst við vera komin i höll”, sagði Ágúst Ólafsson, eða Gústi i Gislholti, eins og hann er betur þekktur, „Okkur tókst að klára húsið okkar I Eyjum áður en það fór undir hraun”, sögðu þau hjónin Björg Hildur Sigurðardóttir og Stefán Jónasson. Hér eru þau I nýja húsinu ásamt dóttur sinni Guðrúnu Hrönn 8 ára. dag. Alls verða þó reist þar um 60 hús, 50 fermetrar að stærð. A föstudag fluttu fyrstu fjöl- skyidurnar i húsin. Þá loks var gefið grænt ljós um að fólkið gæti orðið út af fyrir sig. Það var lika vel þegið, sérstaklega hjá þeim sem höfðu orðið að vera inni á kunningjum eða vandamönnum. Húsin eru hin ágætustu var okkar dómur eftir að hafa heim- sótt og litið inn hjá þremur fjöl- skyldum i „Lundabyggðinni”. Aö visu eru þau litil, og ekki nokkur reynsla er komin á það ennþá hvernig þau muni koma til með að standa sig i islenzku veðráttunni I vetur, einkum þar sem húsin eru ætluð sem sumarbústaðir. Tvær gerðir eru af húsunum. Báðar gerðirnar eru 50 fermetr- ar, en I annarri gerðinni eru svefnherbergin stærri. Það er siðan mikið álitamál hvort fólki fellur betur. Það er ekki beinlinis auðvelt að lýsa húsun- . um með orðunumeinum. Fyrst komum við inni-litinngang, þar sem eitt þil skildi á milli hans og borðstofunnar. Beint inn af ganginum er baðherbergi, þar sem hægt er að koma fyrir þvottavél. Úr ganginum er svo gengið inn I borðstofuna en hún og stof- an sjálf eru nokkurn veginn eitt og hið sama. Borðstofan er þvi einskonar borðkrókur i stofunni, en hér er um að ræða skemmti- legt fyrirkomulag og stofan er sæmilega rúmgóð. 1 eldhúsinu, sem er frekar litið, en með ágætum og rúmgóðum skápum, er svo stór Isskápur og eldavél, en það fylgdi með. Siðan er um að ræða eitt barnaherbergi og svefnher- bergi hjóna. Það síðarnefnda er að visu nokkuð stærra, en barnaherbergin eru þó ágæt. Allir virðast hinir ánægðustu. Ihúsunum er ýmislegt sem þarf að lagfæra t.d. vantar höldur á „Ég vildi hvergi vera annars staðar hér uppi á landi en I Hvera- gerði”, sagði Þorbjörg Sigurfinnsdóttir. „En frekar kýs ég þó Eyjar. Ætli maður bregði sér ekki á þjóðhátiðina, það hefur verið vaninn hingað til”. Hér er hún ásamt syni sínum Gisla Arna Kristjánssyni. staðar hér uppi á landinu en hér i Hveragerði, ef ekki er hægt að vera i Eyjum. Ég býst við að við förum þangað aftur.” Þorbjörg tjáir okkur að skáp- ar i húsinu séu góðir. Þvotta- aðstaða er á baðinu, en ekki er hægt að hengja upp þvott nema á grind i baðherberginu og svo á ofnum i stofunni og herbergjun- um. Snúrur eru engar ennþá úti, „og svo rignir hér anzi oft” sagði Þorbjörg enda orð að sönnu! — EA Kenndu barninu að synda ef«r juiie Hoyie smitb Handahreyfingin... takið eftir hve ___________________________ langt hún nær aftur með likamanum. þegar fótblöðkur eru not. aðar, er betra að sam- hæfa bringusundshreyf- ingar handanna og skrið- sundshreyfingar fótanna. Hendurnar fremst, lóf- arnir snúast hvor að öðr- um nær likamanum, þeg- - ar synt er kafsund, heldur en i venjulegu bringu- sundi. iFEATURES INTERNATIONAL 13. Kafsund Sundtæknin, sem notuð er, þegar synt er i kafi, er töluvert frábrugðin venju- legu bringusundi. Handahreyfingarn- ar eru svipaðar, en töluvert lengri, það er að setja, hendurnar þrýsta lengur á vatnið, alveg þar til þær eru komnar að mjöðmunum. Agætt er að hafa fót- blöðkur og sundgleraugu, þegar synt er i kafi, en ef fótblöðkur eru notaðar, er bezt að beita skriðsundsfóta- hreyfingum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.