Vísir - 27.06.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 27.06.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Miövikudagur 27. júni 1973. Elísabet að þreytast ó Burton Miklar sögur ganga af fram- feröí Elisabetar Taylor þessa dagana og manni hennar Richard Burton. Elisabet er lík- lega eitthvaö farin aö þreytast á karli, aö minnsta kosti segir sagan, aö hann hafi fundiö hana i rúminu hjá 29 ára gömlum mótleikara hennar á dögunum, Helmut nokkrum Berger. Var Burton smeykur um, að ástarsenur myndarinnar tækju ekki enda um leið og ljóskastar- arnir slokkna, og hefur hann vist reynsluna, þvi þannig hófst ævintýri hans og Elisabetar hér um árið, er þau voru að taka upp Kleópötru. Er Burton hinn versti yfir þessu framferði konu hans suður á ttaliu, þar sem kvikmyndin með þeim Elisa- betu og Helmut er tekin. Hafa hótelgestir á hótelinu i Cortina, þar sem atburðurinn á aö hafa gerzt, fylgzt óttaslegnir með tiðindunum, en Burton er ekki þekktur fyrir að eiga auðvelt með skap sitt. Þau Elisabet og llelmut héldu leiknum áfram, eftir að Ijós- kastararnir voru slokknaðir. Myndin er af einni ástarsenunni i kvikmyndinni. ítölsk varð ungfrú Evrópa Atján ára gömul stúlka frá ítallu, Diana Scapola, var um slðustu helgi kosin ungfrú Evrópa 1973 I Barcelona. Hér á myndinni sjáum við, er fyrrverandi feguröardrottning álfunnar, Ingborg Sorcnse frá Danmörku, krýnir hina nýkjörnu drottningu. TROPICANA er hreinn safi úr u.þ.b. 21Akg. af Flórida appelsínum. ( hverjum dl. eru minnst 40 mg. af C-vitamini og ekki meira en 50 hita- einingar. sólargeislinn frá Florida kr 85,- 2%kg appelsinur kr 169 - ÞJÓÐVERJAR HALDA 95% AF VEIÐISVÆÐ- UM SÍNUM - ef þeim verður leyft að veiða að 30 mílum - fá Bretar sams konar boð? Það virðist vera rikjandi skoðun i öllum stjórnmálaflokk- unum, að fagna skuli væntan- legum samningum við Þjóðverja um undanþágur þeim til handa fram yfir væntanlega hafréttar- ráöstefnu. Þetta kemur til dæmis fram i siðasta Reykjavikurbréfi Morgunblaðsins. En ef þetta vetur gert, fá Þjóðverjar um 95% af þeim veiðisvæðum, sem þeir hafa notað I seinni tið við island. Þetta yrði sem sagt alger uppgjöf. Það má reikna með, eftir ummælum forystumanna, að eitthvað svipað eigi að bjóða Bretum. Fyrir islenzka togaraútgerð yrði þetta reiðarslag, svo mikið, aö ég beini þvi til samninga- manna að afhenda islenzka togaraflotann þessum þjóðum jafnframt. Vonir manna úti um land um bjartari framtið yrðu slegnar i rot. Islendingar geta ekki keppt i útgerð við stórlega styrktan út- veg þessara þjóða, sem fær auk þess tvöfalt hærra verð fyrir fiskinn heldur en islenzkir fiski- menn. Það, sem hér hefur verið sagt, kemur vist mörgum á óvart, og menn hljóta að spyrja: Eru stjórnmálamennirnir svona ill- gjarnir eða skammsýnir, eða hvað? Ég held, að það sé ekki, heldur viti þeir hreinlega ekki, hvað þeir eru að semja um. Það hefur sem sagt aldrei verið talað við fiskimennina islenzku i sambandi við þessi mál. Þess vegna koma svona vitleysur til. Minnkandi afli hefur orsakað það, að togurunum hefur verið ýtt lengra og lengra til hafs. Miðin, sem eru á svæðinu milli 30 og 50 milna, eru viða þau fengsælustu við landið. Það kemur ekki á óvart, þótt Þjóðverjar ásælist þessi svæði, enda sýnilegt, að kunnugir standa að baki i þeirra herbúðum. 50 milna landhelgin við ísland er ekkert annað en tilbúin stærð, sem varð til i orrahrið siðustu kosninga. Landgrunnið allt niður á 1000 metra eða skipting mitt á milli landa allt að 200 milum er þaö, sem krefjast verður á hafréttarráðstefnunni. Tal Þjóðverja nýverið um rétt ryksuguflota til rányrkju um öll heimsins höf, sem á skömmum tlma gæti kippt grunninum undan tilveru margra þjóða, er til skammar, og vona ég, að sjávar- útvegsráðherra kveði slikar grillur sem snarast niður. Með samningum Rússa og Bandarikjamanna um tak- mörkun afla þeirra fyrrnefndu við strönd Bandarikjanna viður- kenna bæði rikin rétt strandrikis miklu lengra út en áður og það er fordæmi, sem fleiri hafa en þeir, sem stærst hafa drápstækin. —Auðunn Auðunsson. FÍKNIEFNA- FJARSTÆÐAN OG FJÁRSEKTIR „Þeir hafa haldið áfram iðju sinni, eftir að upp hafði komizt uin þá áður.” Þannig lýkur sluttri frétt um fikniefnasölu i Morgunblaðinu nýlega. Þar er sagt frá sölu hass og heróins sem verið hafi talsverí á fimmta kiló. Ekkert smáræði það. Hve miklum áhyggjum, ill- indum, sorgum, þjáningum, vandræðum, slysum, sem þetta magn gæti valdið, mundi hins vegar aldrei verða mælt i kiló- grömmum. Og einu sinni var talið, að ekkert yrði svo dýrmætt i heiminum, að það nægði til að bæta upp glötun einnar manns- sálar. Hvernig getur það átt sér stað, sem sagt er frá i lokasetn- ingu fréttarinnar? Nú er nýlega skipaður fikni- efnadómari i fyrsta sinn á ís- landi. Svo lágt erum við komin að þurfa þess. Væri ekki ástæða til, að hann dæmdi fikniefnasala til svo hárra fjársekta, að þá langaði litið til að halda áfram iðju sinni? Enginn ætti að dæma til fang- elsisvistar og innilokunar fyrri en öll önnur ráð hafa verið reynd og einstaklingurinn, afbrotamaður- inn og i þessu tilfelli fikniefnasal- inn er þrautreyndur að því að geta ekki gengið frjáls innan um aðra samþegna sina. En slíkt fólk, sem er svo kæru- laust að geta selt öðrum eitur, sem getur orðið til ævilangrar ó- gæfu, það á aðeins eitt, sem það metur — peninga. „Þar sem fjársjóður þinn er, mun og hjarta þitt vera”. Tvennt hæfir þvi bezt i dómum yfir þvi: Háar — svimháar fjár- sektir — og strangt eftirlit. Sá, sem einu sinni er orðinn uppvls að svo furðulegri heimsku, má ekki vera eftirlitslaus fremur en óviti, fyrr en sýnt þykir að hann hafi vitkazt. Og vel gæti hann átt að borga sektir árum saman, svo að hann eða hún óttaðist ekkert meira en falla aftur i sömu gröf. Arelius Nielsson. VISIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.