Vísir - 27.06.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 27.06.1973, Blaðsíða 3
Visir. Miftvikudagur 27. júni 1973. 3 Fyrirlestur um hlutverk banka íþróun iðnaðar í stað afmœlis- veizlunnar 1 stað þess aft halda mikla og dýra veizlu i tilefni af 20 ára af- mæli Iftnaöarbankans, ákváftu forráöamenn hans aft bjófta hingaft óla Skjak Bræk iftnaftar- ráftherra Noregs. Ráftherrann kemur til landsins siftari hluta ágúst og flytur meftal annars fyrirlestur um hlutverk banka i þróuii iönaöar. Þau mál eru honum mjög kunnug, þvi Bræk var bankastjóri Sunnmöre Kreditbank frá 1950 og er sú stefna, sem hann rak i lána- málum.talin hafa átt stóran þátt i hinni miklu og öru þróun, sem þar hefur orftiö i iönaöarmálum. Bræk var eini bankastjórinn, sem lagöist opinberlega gegn aöild Noregs aö Efnahags- bandalaginu, en andstaöa hans byggist þó ekki á efnahagslegum ástæðum, heldur óttaöist hann áhrif aðildarinnar á sjálfstæði Noregs. Innlán i Iönaðarbankanum nema nú rúmlega 1400 milljón- um og útlánin tæplega 1200 milljónum. Hlutafé er 30 milljónir og er i eigu rúmlega 1200 hluthafa, þar af á rikis- sjóður 8 milljónir. -ÓG. Óla Skjak Bræk, iftnaftarráöherra Noregs. MÉÉf-y, a fiT & l' 4- A méí til m Ný borgarhverfi eiga ekki lengur aft vera meft gullgrafarsniftinu árum sainau. heldur aft fullgerast eins fljótt og framast er unnt. Þessi mynd er úr Fellahverfinu i Breiftholti. ,SAMVINNA VIÐ IBÚANA NAUÐSYNLEG' — Þaft er stefna borgaryfir- valda, aft allar götur séu mal- bikaðar um leift og hin nýju hverfi eru byggingarhæf. Þetta er ekki aðeins þægilegra og þrifalegra, heldur er hér um verulegan sparnaö aö ræfta, þvi undirlag gatnanna fer mjög illa, þegar ek- iö er á þvi af þungum bifreiftum og vinnuvélum, og hlifir malbikiö þar nokkuft, þó þaö láti á sjá líka. — Þetta voru orft Birgis Isleifs Gunnarssonar borgarstjóra er vift ræddum viö hann um þær breytingar sem orftift hafa á skipulagi vift uppbyggingu borgarhverfa. Birgir Isleifur sagöi ennfrem- ur, að nefna mætti sem dæmi, aö i Hólahverfi væri lögð mikil áherzla á að gangstigakerfi væri tilbúið og frágengið, þegar ibúar flyttu i hverfiö. Þarna gegndi gangstigakerfiö miklu hlutverki við samgöngur innan hverfisins og væri þar mikil breyting frá eldri hverfum, þar sem einkum heföu verið gang- stigar við umferðargötur. Þegar gengið væri frá götum og gangstigum svo fljótt, þá legði það þær skyldur á heröar borgar- yfirvalda að ganga frá svæðun- um á milli gatna og göngubrauta og væri nú lögö sérstök áherzla á, að það væri fljótlega gert. I vor og sumar hefur til dæmis verið unnið mikið að ræktunar- verkefnum i Arbæjarhverfi og á að ljúka viö frágang allra svæöa, sem eru i umsjá borgarinnar i sumar. Borgarstjóri lagði sérstaka áherzlu á það, aö við ræktunar- störf i hverfum borgarinnar skipti miklu máli, að góð sam- vinna tækist viö ibúana og sagðist hann vilja vekja athygli á lofs- verðu framtaki margra ibúa Arbæjarhverfis við frágang lóða sinna, og heföi samvinnan viö þá verið mjög góð. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri sagði að lokum: — það er stefna borgaryfirvalda, að ný hverfi byggist þannig upp, að sem fyrst verði fullnægt þörf ibú- anna hvað varðar umhverfi og félagslega þjónustu ýmiss konar.t nýju hverfunum i Breiöholti sér þessa greinileg merki og i sumar og næsta sumar verður lögö mikil áherzla á að ljúka þessum störf- um þar. —ÓG VISSARA AÐ HAFA REGNHLÍFINA VIÐ HENDINA Þá var loksins gott veftur um allt land í morgun og full ástæöa til aö vera bjartsýnn á, aft þaft haldist eitthvað. Reykvfkingar, sem eru nú orftnir langþreyttir á sólarleysi, geta vonandi brugftiö sér i sólbað i dag, þótt vissara sé aö hafa regnhlifina vift hendina, þvi ekki sverja veftur- fræöingar fyrir smávætu i eftir- miftdaginn. Niu stiga hiti var i Reykjavik i morgun, en bezta veftrift var þó á Norft-Austur- landi. Grunna lægöin, sem nú er yfir landinu, ætti aft sjá allflest- um landsmönnum fyrir sólskini i dag, þótt hér syftra kunni aft fylgja henni smávæta á milli. þs. Vildi ekki móla upp í tann- lœknisskuldina - rabbað við Þorstein Þorsteinsson, listmólara ,,Ég byrjafti ungur aft mála, en þegar ég var 15 ára var ég svo feiminn vift aft láta sjást eftir mig mynd, aft þegar tannlæknirinn bauft mér aft taka mynd upp i skuld hjá sér fyrir heilar 650 kr., þaft var peningur i þá daga, þá neitafti ég.” sagfti Þorsteinn Þorsteinsson i vifttali vift Vísi i gær. Þorsteinn sýnir 23 pastelmynd- ir og olíumálverk á Mokka á Skólavörðustignum. Sýningin hefur staðið siðustu 3 vikur, en hefur verið framlengd til næsta laugardags, aö honum meðtöld- um. Þorsteinn stundaði fyrst nám i Handiðaskólanum og siðan fram- haldsnám i Osló og Paris. Hann hélt fyrstu einkasýningu sina i Paris 1953. 1954 sýndi hann lág- myndir úr tré i Bogasal Þjóð- minjasafnsins og hélt sýningu á svartlist i Asmundarsal i ágúst i fyrra. I des. s.l. seldi hann allar myndir sinar á fyrsta degi á sýn- ingu á Mokka. Myndirnar á Mokka ' nú eru bæði mannamyndir og fantasiur i „figúratifum” stfl. Þorsteinn er nú vistmaður á Elliheimilinu i Hverageröi þótt hann sé aðeins 41 árs gamall. Hann er heilsuveill, en gerir samt mikið af þvi að máía. Hann hefur alltaf langaö til að gera eitthvað, sém hefur gildi fyrir fleiri en hann sjálfan, en sagði, að enginn yrði milljónamæringur á að mála. Hann er enn feiminn og segir að með þvi að sýna mynd, sýni maður inn i sál sjálfs sin. Myndirnar kosta 5-7 þús. kr. -EVI-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.