Vísir - 14.07.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 14.07.1973, Blaðsíða 3
V'isir. Láugardagur 14. júli 1973. 3 „Ósköp rólegt að losna við símann um síund" 40-50 símar í Skerjafirði Sambandslausir #,Rólegt og þægilegt" — Ásta Valdimarsdóttir „Eftir hádegi i gærdag var ekki lengur hægt að hringja út. Þá heyrðist ekkert nema stanzlaus sónn i simanum. Ég Simalausog þurftiá lækni að halda — Elfa Þórðardóttir. hef haft sima i tvö ár, en ég hef ekki fundið til óþæginda vegna simaleysisins ennþá, enda er þetta stuttur timi. Þaö er bara ósköp rólegt og þægiiegt að iosan við simann um stund.” Þetta sagöi einn ibúanna i Einarsnesi i Skerjafirðinum, Asta Valdimarsdóttir, Einars- nesi 10, þegar við röbbuðum við hana i gær, en margir ibúanna þar hafa nú verið simalausir i tvo daga. Eftir þeim upplýsingum sem við öfluðum okkur hjá Pósti og sima voru 40-50 simanúmer sambandslaus. Þessu olli bilun á jaröstreng, sem liggur um Suðurgötuna nálægt flugvellinum. Fannst bilunin i gærdag, en viögerðir áttu sér stað á götunni, og fór sima- strengurinn þá.Búizt var við að viðgerð á strengnum yröi lokið i gærkvöldi eða i dag. En þeim likaöi ekki allskostar að vera simalausir i tvo daga öllum Skerjafjaröarbúum. Hallberg Halldórsson kaup maður i Skerjaveri sagði aö siminn hefði fariö úr sambandi i verzluninni i gærmorgun. Hann kvað þaö mjög óþægilegt, sérstaklega á föstudegi, þegar margir við- skiptavinir hringdu og pöntuðu ýmsar vörur, og einnig var erfitt að panta inn vörur i verzlunina. ,,Við uröum bara að aka heim og hringja þaðan”. í tvo daga „Við urðum bara aö aka heim og hringja þaöan.” I fyrradag báðu þó nokkrir um að fá aö hringja i verzlun- inni, þar sem siminn var þá enn I sambandi, en farinn i húsum þar I kring. „Siminn hefur veriö sambandalaus i tvo daga”, tjáöi okkur Elfa Þórðardóttir, Einarsnesi 78. „Þetta hata veriö ógurleg viðbrigði, en ég hef haft sima i 2 ár. Þetta kom sér lika sérlega illa nú, þar sem ég er með gestkomandi fólk, sem býr hjá okkur. Það er með börn og þau hafa þurft á lækni að halda. Siminn fór ekki úr sambandi i öllu húsinu, þannig að ég gat fengiö lánaöan sima.” —EA Hallberg Halldórsson kaupmaður— litlar pantanir í helgarmatinn. Vinsœlt að stela staurum Hœgt að kaupa þá Staurar virðast vera vinsælir þessa dagana. Við sögðum frá stórum og miklum staurum,sem hefði verið stolið af Suðurnesjun- um, og siðan notaðir sem girðingarstaurar, eftir að þeir voru sagaðir niður. Starfsmenn Landssimans til- kynntu svo um þjófnað á 5 heljar- miklum staurum, sem átti að nota til að bera uppi simalinur. Staurarnir höfðu legið nokkra daga uppi i Breiðholti, en þegar til þeirra átti að taka, voru þeir horfnir, og eru þjófarnir enn ekki fundnir. Sumarbústaðaeigendur munu vera hrifnir af þessum staurum, þar sem þeir henta sérstaklega vel sem sökklar undir sumar- bústaði. Stauararnir eru nefni- lega oliusoðnir, og geta þvi varla fúnað. Almenningur hefur samt mögu- leika á þvi að fá þessa staura keypta, annaðhvort hjá Landsim- anum, i birgðageymslunni i Jörfa á Artúnshöfða, eða hjá Rafmagnsveitunni. Þessar stofnanir selja mönnum staura, sem eru gallaðir aö einhhverju leyti, eða ekki lengur notaðir. I birgöageymslunni á Jörfa sögðu starfsmenn að engir slikir staurar væru til I agunablikinu, en þeir kæmu alltaf við og við, og þvi vildu þeir hvetja fólk til að biða, frekar en að fara að stela staurum. rtH Eldfell skal fjallið heita Margt hefur veriö lagt til, og við höfum birt ýmislegt af tiilögunum um nafn á nýja eldfjaiiiö á lieimaey. Eldfell skal þaö heita, scgja stjórnvöldin. örnefnanefnd leggur þetta til. Hún vitnar til þess, að rökrétt sé að kenna það fjall viö eld, sem verður til við eldgos. Þá samræmist „fell” nafninu Helgafell og fari vel við hlið þess. „Kann betur við mig í sœnskum skóla en hér" — Anna María Guðmundsdóttir opnar aðra sýningu sína hér „Þaö var eins og nýtt land heföi orðið til eöa þá að tsland væri ný- lega uppgötvað i Svfþjóö, þegar sem mest gekk á hér. Þegar eld- gosið var I algleymingi, land- heigin og Nixon og Pompidou. Allir höföu um eitthvaö aö spyrja og út af öllum atburöunum uppi á tslandi varö ég aö flytja fyrir- lestur um lundiö i skólanum”. Anna Maria Guðmundsdóttir heitir hún og opnaði i gær sýningu á 30 myndum sinum. Þar er um að ræða túss, — guache- vatnslitamyndum og akvarellum, og eru myndirnar til sýnis að Hamragörðum við Hofsvallagötu. Anna Marfa hefur ásamt fjöl- skyldu sinni Sigurlaugu og Guö- laugi Rósinkranz og börnum þeirra dvalið I Sviþjóð, og var I menntaskóla og stundaði nám i myndlist við Konstfackskolan I Stokkhólmi i vetur. ,,Ég held ég kunni betur við mig I sænskum skóla en islenzkum”, segir Anna Maria. „Þar eru miklu meiri möguleikar en hér, þ.e. hvað snertir námsgreinaval. Það er litið um pólitiskar um- ræður og pólisttska flokka iskólanum. Það er ööru visi en hér. Ef nemendur skólans hafa áhuga á pólitiskum flokkum og hópum, þá eru þeir starfræktir utanskóla”. Anna Maria hefur aöeins dvalið eitt ár i Sviþjóð og stundaö nám þar, en hún er ekki nema 17 ára en ætlar að ljúka stútentsprófi úti. En hún hefur samt haldiö sýningu á verkum sinum áður. Það var þegar hún var 15 ára gömul og sýndi á Mokka. „En ég byrjaöi fjögurra ára gömul aö mála”, segir hún. Henni var boðið aö halda sýningu á verkum sinum i Stokk- hólmi, en hafa meir áhuga á þvi að koma heirn og sýna hér. „Ég ætlaði mér þaö þegar ég hafði máláð 30 myndir i vetur”. Þó kemur vel til greina að hún opni sýningu i Stokkhólmi siöar. „Ég myndi álita að meira væri gert fyrir listamenn i Sviþjóð”, segir hún. „Þeir eru betur styrktir fjárhagslega en hér á landi. Þar er einnig hærra verð á verkum listamanna. Sjálfsagt vegna þess að þar eru frekar vissir klassar sem kaupa verkin. Hér eru sýningar miðaöar við almenning”. Anna Maria bendir okkur á tvær uppáhaldsmyndir sinar eins og hún segir. önnur nefnist Nútimafólk, hin Maski. „Þetta er einskonar trúður hérna”, segir hún og bendir okkur á Maska, „og hann grætur. Fólk grætur oft I mfnum myndum. Það er svo margt sem nútimafólkið hefur áhyggjur af”. —EA FLUGDAGURINN Á HELLU í DAG „Já, þuö veröur heljurinikill flugdugur hjú okkur”, sugöi Kudolf Stolzenwuld, formuöur flugbjörgunursveiturinnur á llellu i viötuli viö bluöiö, en sveitin mun stundu fyrir flugdcgi á llellu á morgun. „Við gerum ráö fyrir þvi að fólk hafi gaman af þvi að bregða sér út úr bænum, og fylgjast meö öllu þvi, sem l'ram fer. Við byrjuðum áþviaðum 12 til 14 smáflugvélar flúgja frá Reykjavik til Hellu og verður keppni á milli þeirra um það, hver haldi fyrirfram geröri ilugáætlun bezt. Þeir hafa svo lendingakeppni hérna á Hellu, og þegar henni er lokið, þá munu þeir fljúga útsýnisl'lug með þá sem vilja. 4 þotur af Keflavikuriiugvelii ætla að sýna listflug, og þyrla kemur lika frá þeim til að sýna björgun”. Rudolf sagðist ekki vera viss hvort segja mætti frá þvi, en fyrirhugað væri að Landhelgis- gæzlan kæmi með tvær þyrlur til að sýna, og myndu félagar úr flugbjörgunarsveitinni i Reykja- vik sýna failhlifarstökk úr annarri þeirra. 1 lok sýningar- innar, sem hefst reyndar klukan 2 á Helluflugvelli, veröur listflug svifflugu. „Nú, og ef einhver er óhress eftir, ætti hann að geta lyft sér upp á ballinu,sem verður i Hellu- biói um kvöldið”, sagöi Rufólf að lokum. — öii STAURINN Á RÁS Á FULLUM LJÓSUM ,,Hvað, ekki erég fullur. Hvað getur verið að mér," Honum varð bylt við, bílstjóranum, sem kom að götuljósunum, setti sig í stellinar til að fara eftir þeim....en staurinn tók á rás með fullum Ijósum. Vinnumenn voru komnir til að flytja staurinntil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.