Vísir - 14.07.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 14.07.1973, Blaðsíða 7
Hvernig má hafa ofan af fyrir barni á ferðalagi? Reynið að hafa eins litið af farangri inni i bifreiðinni og hægt er segir i einu ferðaráði. Það er þó ekki þar með sagt að svona eigi að leggja i ferðalagið! Visir. I.augardagur 14. júli 1973. MIMIMl | SÍÐAN | Upplýsingar um það, hvernig öryggi barnsins i bilnum væri bezt borgið veitt- um við hér á Innsiðu i gær. En það er ekki allt búið enn. Það getur verið erfiðleik- um bundið að ferðast með börn. Reyndar er ekki erfitt að ferðast með smábörn. Barnið má geyma á öruggan hátt i burðarrúmi sinu i aftursæti bifreiðar- innar. En þegar barniö eldist og er oröiö þaö gamalt,að þaö vill standa upp og hreyfa sig, og lætur sér ekki lengur nægja aö liggja hreyfingarlaust, koma upp vandamál. En allir geta fmyndaö sér, hvaöa afleiöingar þaö getur haft i för meö sér aö láta barn leika lausum hala i aftursæti bils- ins. ■■■ Hvaöa foreldri vill hafa þaö á samvizkunni aö hafa notaö barniö sitt fyrir varnarvegg fyrir sjálft sig? Sjálfsagt ekkert. En þaö kemur fyrir að foreldriö, sem situr i framsæt- inu tekur þaö til bragös aö færa barnið fram i bflinn og sitja undir þvi þar. Ef eitthvaö sföan kemur fyrir er þaö barnið, sem tekur á sig höggiö. Viö ræddum um öryggisbelti og barnabilstóla á Innsiöunni i gær, og þá kom meöal annars fram, aö hér á landi eru til tveir stólar á markaðnum,sem uppfylla þau skilyrði, sem öruggisstóll þarf að uppfylla. Annan þessara stóla má einnig hafa i framsætinu. En þá snýr bak stólsins i aksturs- stefnu. Það er þvi aðeins mælt meö þvi aö stóllinn sé i framsæti, aö hann snúi bakinu I aksturstefnu. Til er sorglegt dæmi þess, aö barn hafi hengzt i barnabilstól. Var það stóll talinn af lélegri gerðinni. Barniö sat i stólnum en rann niöur úr honum og festi höfuðið í grindinni, sem er á slikum stólum fyrir framan maga barnsins. En festing sú, sem átti að vera á milli fóta barnsins og sem átti að varna þvi að barnið rynni niður i stólinn, haföi brostiö viö áreksturinn. Einnig eru dæmi þess að fyrrnefnd grind hafi bognað viö slys eða árekstur og þrýstst aö maga barnsins og stórskaöaö það. Grind þessi er þvi ákaflega hættuleg. En ekki má gleyma öðrum þörfum barnsins i bílnum en likamlega örygginu. Þaö þarf aö taka tillit til þessa smáa ferðalangs. Barn þarf mikla hreyfingu og það er ekki hægt að ætlast til þess aö það sitji fest i belti eða stól langtímum saman. Þá er eitt til bragös að taka, og það er að leyfa öllum aö rétta úr sér öðru hverju, stanza bilinn, og taka það rólega. Hvernig má hafa ofan af fyrir barninu? Og hvað er svo hægt að gera á meðan setiö er i bifreiðinni og ekiö eftir þjóöveginum. Margrét Sæmundsdóttir, fóstra, mæiir með ýmsum leikjum. Þaö þarf ekki mikiö svigrúm til þess aö fara 1 ýmsa spurningaleiki eöa aöra slika, og svo er jú hægt aö skoöa bækur eöa blöö. Barn sem situr i stól eöa beltum getur auöveldlega skoðað bækur og blöö og tekiö þátt i leikjum sem ekki krefj- ast þes aö barnið hreyfi sig út úr stólnum. Aður en haldiö er i ferðalagiö, má þvi lita inn i einhverja bókaverzlunina og skoða leikja- eða ferðabækur til þess að hafa ofan af fyrir sér og börnunum á meðan á ökuferðinni stendur. Margrét mælir meö islenzkum ferðahandbókum, sem nokkuö er til af. Þar má meöal annars nefna bókina Landiö þitt, bækur Ferða- félagsins og fleiri handbækur. Minna úrval er af islenzkum leikjabókum. Þó eru til að minnsta kosti þrjár bækur. Þær eru: Margt er sér til gamans gert, eftir Jónas Arnason og Ólaf Daviösson. Kostar hún 193 krónur. önnur bók er Samkvæmisleikir og skemmt- anir. Bókin er tekin saman af Ragnari Jóhannessyni og kostar 75 krónur. Að siöustu er svo bókin Leikir og létt gaman eftir Svein Viking. Bókin sú kostar 339 krónur. En einnig má fá erlendar bækur, og af þeim er miklu meira úrval i verzlununum. Við nefnum hér nokkrar enskar og danskar bækur. Enskar: Games, stór bók og kostar 1160 krónur. Games for children. 1 vasabroti og kostar 234 kr. What there is to do when there is nothing to do. Krónur 36. Danskar: Politikens inden- dörs lege. kr. 178. Store-lege- boken kr. 500 Börnenes trille- pindc kr. 170. Bangsa, bila og dúkkur er svo sjálfsagt aö hafa með i feröalagið fyrir yngstu börnin, sem ekki eru orðin nógu gömul og þroskuð til þess aö taka þátt i hinum ýmsu leikjum. eftir öryggisbeltunum og barnabílstólunum. Slikt sem þetta á myndinni ætti ekki að þurfa. Ileynið einnig að skapa gott andrúmsloft i bilnum. Barn verður fljótt leitt ó því að sitja kyrrt og að- gerðarlaust í öryggis beltinu eða bílstólnum, og þarf að gera sér eitthvað til dundurs Agætt er aö hafa meöferðis leikföng úr mjúku plasti eöa ööru efni sem börnin geta ekki meitt sig á. Þaö er svo sannarlega margs aö gæta þegar farið er meö barnið i feröalagið. Sumir hverjir foreldrar kjósa heldur aö eyöa þvi án barnsins og koma þvi I fóstur á meðan, ásamt hundinum, kettinum eöa húsdýrinu. (Reyndar er þaö svo meö hunda, að þeir eiga miklu erfiðara að sætta sig viö aö húsbændurnir fari frá þeim i fri heldur en ungabarn þeirra. Sagt er meira aö segja aö hundur geti hreinlega dáiö á einni viku úr sorg, ef svo ber undir.) Auðvitað er þaö hvild frá hinu daglega striti aö skilja barniö eftir, en þvi getur þó auövitaö fylgt mikil ánægja aö hafa þaö meö. Og skyldi þaö ekki þarfnast sveitarinnar og upplyftingarinnar talsvert eins og aðrir. Börn þurfa ævinlega mikið aö drekka Þess vegna er ágætt aö hafa meðferðis ávaxtasafa i plastflöskum. Piastflösk- urnar eru heppilegri, þar sem hættulegt er aö drekka úr glerflöskum inni i bifreiö, sem er á fullri ferö. Munið einnig, að gefa barninu ekki þungan mat kvöldið áöur en lagt er af staö i feröalagið og ekki heldur um morguninn. Og hafiö þaö svo i huga aö börnin geta oröiö þess vald- andi að þiö kynnist fleira fólki en annars yröi. Börn eru ekki feimin og þau eru mjög forvit- in. 1 gegnum þau og meö þeim má kynnazt ýmsu, sem annars kæmi ef til vill ekki til. Að lokum nokkur ágæt ferðaráð: 1. Látiö barniö alltaf sitja i aftursætinu. 2. Hafið meðferðis púða fyrir börnin tii þess að þau geti lagt sig. 3. Hafið með pappfrsrúllu i hanskahólfinu. 4. Hafið gjarnan með rakan klút og sápu i plastpoka fyrir kámugar hendur. 5. Hafiö eins lítið af farangri inni I bifreiðinni og hægt er. 6. Reynið að skapa gott andrúmsloft i bilnum. Blótsyrði og skammir út i aðra ökumenn ættu aldrei að eiga sér staö i skemmti- ferð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.