Vísir - 14.07.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 14.07.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 14. júli 1973. Kiwanis gefur gigtlækn- ingatæki Hinir ýmsu þjónustuklúbbar hafa verið iðnir við aö gefa dýrmæt lækningatæki, og hafa þannig stuölað að þvi með frjálsu starfi að auka mátt sjúkrahúsa og lækningamiðstöðva. Myndin sýnir þegar Kiwanismenn á Dalvik afhenti stuttbylgjutæki af gerðinni Ultratex 608, 240 þús. króna tæki, sem er notaö til gigt- lækninga og gegn bæklunarsjúk- dómum. Var tækiö afhent á fundi i Hrólfi, en svo nefnist klúbbur- inn. Frá vinstri á myndinni: Jóhannes Reykjalin, oddviti Ar- skógshrepps, Eggert Briem, hérðaslæknir, Baldvin Magnús- son, oddviti Dalvikurhrepps, Hjalti Haraldsson oddviti Svarfaðardalshrepps og Anton Angantýsson, forseti Hrólfs. Opna sjálfsþjónustu fyrir bíleigendur Bileigendur, sem koma til Akur- eyrar ættu aö gleöjast yfir nýju þjónustufyrirtæki, sem tveir bræður, Haraldur og Herbert Hansen, hafa opnað. Þaö er Sjálfsþjónustan, en þar geta bll- eigendur dyttað að þvi, sem af- laga kann aö hafa farið á misjöfn- um vegum okkar. Þaö er og hægt að þirfa bila sina, og leiðbeint er um viðgerðir. Varahluti þá, sem feraðmenn á langferð þurfa oft á að halda, þegar verst gegnir, verður og hægt að fá hjá þeim bræðrum. Opið er i þjónustunni frá 8.30 á morgnana til 23 á kvöldin allá daga vikunnar. Hitaleysi í Hveragerði Enda þótt þaö hljómi e.t.v. skriti- lega, þá mun það þó hafa gerzt að Hvergeröingar hafa verið aö basla i óupphituöum húsum sinum, enda þótt bærinn standi á einhverjum mestu birgðum aö sjóðandi vatni, sem til eru hér- lendis. Guðmundur Danielsson segir frá þessu i Suöurlandi. Segir hann aö maður einn hafi búib i húsi sinu hitalausu, misst konuna frá sér jafnvel,. svo litið var við hitaleysinu að gera úr þvi. Til aö kóróna allt saman barst svo mikill reikningur frá hitaveitunni fyrir veitta þjónustu. Þennan reikning neitaði borgarinn aö greiða. Hafði hitaveitan þá engar vöflur á, en lét loka vatnsleisöl- unni með lás! Þessa ágætu skopteikningu birti bandariskt dagblað skömmu áður en Nixon hélt til fundar við Pompidou i Reykjavik. Textinn undir mynd- inni var á þessa leið: — Hvaða brandarakarl scndir mér farmiða til islands — aðra leiðina? LISTAMANNAÓPIÐ 1973: „Gagnrýni og verð- launagripir nei takk —peninga- verðlaun, já takk" ,,Mér þykir það leitt Þorvarð- ur minn Helgason, en samvizku minnar vegna segi ég nei takk.” Þessi orð, sem hljómuðu frá sviði Þjóðleikhússins á siöustu sýningu leikársins, hafa svo sannarlega náð út fyrir veggi leikhússins og orðiö til þess að sameina alla litla listamenn I landinu til sameiginlegs ákalls um að frábiðja sér allar verð- launaveitingar í formi hesta, lampa og hvers kyns hluta úr jurta- steina- og dýrarfkinu, — NEMA PENINGA. Sföan þessi orö hljómuðu út fyrir veggi Þjóðleikhússins hef- ur mikið vatn runnið til sjávar beggja megin viglinunnar, þ.e. hjá þeim, er mikið er i mun, að flatneskja jafnaðarmennskunn- ar, meöalmennskunnar og hlut- leysisins nái yfir sem mestan hluta þjóðarinnar, og þeim, sem hafa haft þann starfa að halda uppi liflegum og lang-oftast sanngjörnum og viðlesnum skrifum um leiklist og bók- menntir í blöðum hérlendis. Og meðalmennskan og jafn- aðarmennskan fengu strax byr undir báða vængi frá viðstödd- um i Þjóöleikhúsinu, er lista- maðurinn afþakkaði á áhrifa- rikan hátt viðurkenningu þá, sem honum hafði hlotnazt, þvi lófatakið var langvinnt og „fullt samúöar,” enda auðvelt að fá áheyrendur i leikhúsi til að hrif- ast með, sérstaklega, ef lista- maður hefur, meðan á sýningu stendur unnið hug þeirra, eins og i þessu tilfelli var um að ræða, þ.e.a.s. með túlkun sinni á Schultz, kaupmanninum. Hins vegar var „túlkun” áhreyrenda mjög lik þvi, sem gerist hvarvetna og einkum I leikhúsa- og kvikmyndaheimin- um, að múgsefjunin nær tökum á áheyrendum, og eru fslend- ingar sizt undanskildir i þvi efni, þótt sumir vilji trúa þvi, að það sé langt frá þeirra eðli að láta „múgsefjast,” en múgsefj- unin er slik, að fólkið hrifst með og réttlætir hver þau viðbrögð og ummæli, sem „stjarnan” i það og það skriftið við hefur. Eðlileg viðbrögð og réttlátari gagnvart listamanninum hefðu verið að undrast og harma við- tökur hans gagnvart verðlauna- afhendingunni, einkum þar sem hún var verðskulduð. Þessi undrun og vonbrigði áhorfenda heföu getað verið látin i ljós með þögn eða undrunarklið, sem oft kemur ósjálfrátt við slik tæki- færi, en hér var þvi ekki til að dreifa, þvi hér var verið aö mót- mæla alveg á sérstakan hátt með áhrifarikri athöfn öllum leikdómum, sem birtir hafa verið og gagnrýni yfirleitt. Og á þessu áttuðu áheyrendur sig furðu fljótt. Salurinn varð strax mettaöur þessu: „við stöndum með þér” andrúmslofti, og lófa- takið tók af allan vafa um, að nú höfðu áheyrendur tekið að sér að gagnrýna alla fyrrverandi gagnrýnendur um leiklist og alla aðra list yfirleitt. Nú skyldi aldrei framar gagnrýnt, og a.m.k. aldrei nema vel skrifað um frammistöðu listamanna, ef eitthvað yrði. Eftir að þessi atburöur átti sér stað á sviði Þjóðleikhússins urðu þó margir, sem þar voru staddir og klöppuðu „nei-takk- inu” lof i lófa til þess siðar að snúast i hálfan hring um skoðun sina og láta i ljós undrun sina á viðbrögðum listamannsins við afhendinguna, þvi þau hefðu fyllilega getað verið fram- kvæmd, bæði áður og einnig sið- ar, þótt hann hefði þegið viður- kenninguna, og þá á öörum vett- vangi og hefðu ekki orðið siður sannfærandi en raunin varð á. Og raunar er það svo, aö al- menningur er þvi ekki fylgj- andi, að gangrýni um leikhús- verk og sýningar yfirleitt verði aflögð i blööum, siður en svo. Þetta hefur verið mjög viðlesið efni og lifgað upp á efni margra dagblaða, a.m.k. þeirra, sem. eru hvað fastast reyrð á flokks- klafana, og eru þau það flest að meira eða minna leyti. Og viðtöl við fólk á förnum vegi, sem eitt dagblaðið birti, sýnir ljóslega, að almenningur les þessa gagn- rýni, einatt áður en það fer að sjá viökomandi sýningu, rétt til viðmiðunar við eigin álit. Eng- inn heilvita maður myndi taka gagnrýni-dálka blaðanna sem neinn endanlegan „dóm” um viökomandi sýningu, heldur miklu fremur sem almenna um- sögn þeirra, sem um málið fjalla. Að tala um, að „ stóru orðin hafi ekki verið spöruð I lofinu og lastinu” eins og einn velunnari „nei-takksins” komst aö orði, sýnir einungis þá flatn- eskju- og meðalmennskuhugs- un, sem liggur þar að baki. Auö- vitað er hverjum og einum i Hefðu aurarnir verið afþakkaðir? Baidvin les. yfir Þorvaldi á sviði Þjóöleikhússins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.