Vísir - 21.07.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 21.07.1973, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 21. júll 1973, 5 ERLEND MYNDSJA Umsjón: Guðmundur Pétursson #Borga eða fingurnir Gail Harris sést hér á stærri myndinni með lögfræðingi slnum Giovanni Jacovoni gera blaða- manni grein fyrir þvi, að henni hafi borizt skilaboð frá sonarræn- ingjum hennar. — Annað hvort verði þeim greitt lausnargjaldið fyrir Paul Getty III (16 ára), eða hún fær fingur hans senda I pósti. Afi Paul Getty III, margmillj- ónamæringurinn Paul Getty, sem nefndur hefur verið auðugasti maður heims, hefur sagt við fréttamenn, að hann muni ekki leggja lausnargjaldið af mörkum. — ,,Ef strákurinn þyrfti peninga með til einhverra skynsamlegri hluta, þá mundi ég hjálpa honum. En þetta er lögreglumál, og það hefur aldrei gagnað að láta undan fjárþvingurum,” sagði gamli maðurinn. A minni myndinni sjást þýzkar tviburasystur, vinkonur Paul Getty III, en þær gáfu sig fram með handskrifað bréf hans, þar sem hann bað móður sina að leysa sig út. Hann var gestur stúlknanna, þegar honum var rænt, en þær geta ekki lýst ræn- ingjunum. Skýrsla föður Hastings um hryllileg fjöldamorð I Mozambique, nýlendu Portugala I Afrlku, hef- ur hvarvetna vakið feikna athygli. Það rifjar upp gamlar ásakanir FRELIMO — þjóöfrelsis- hreyfingarinnar — um að portúgalskir hermenn myrtu negra meö köldu blóði þar syðra. Þeir lögðu eitt sinn fram þessa mynd, sem þeir sögðust hafa fundið á portúgölskum hermanni, sem þeir höfðu tekið til fanga. Myndin á að sýna Portúgala taka af llfi svertingja, sem ef vel er aö gáö, sézt I neðra horninu vinstra megin, liggja með höfuðið á stcini. i MUNU ÞVI DREPAST . . . Hungraðir nautgripir hirðingja frá Mali i Afriku raða sér á vatnsþróna i Efri-Volta, en miklir þurrkar valda hungursneyð á þessum slóðum. Þótt hirðingjarnir hafi getað rekið hjörðina að þessu drykkjarbóli, þá er hvergi stingandi strá að hafa fyrir skepnurnar, þvi að fyrri flokkar hafa nagað upp hverja örðu. Þessir gripir á myndinni munu þvi flestir drepast eftir að hafa belgt sig út af vatni á fastandi maga. ,Rödd örfárra öfgamanna... 1 för með Marcello Caetano, forsætisráðherra Portúgals I opinberri heimsókn hans á Bretlandseyjum var dóttir hans, Ana-Marla, sem sést hér við hlið hans I móttöku hjá borgarstjóra Lundúnarborgar, Mais lávarði. Caetano lýsti mótmælaaðgerðunum, sem hann varð fyrir I Bretlandi, sem aðeins „röddum örfárra öfgamanna,” eins og hann komst að orði,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.