Vísir - 21.07.1973, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 21. júli 1973.
7
iNN.Þar ráða nemendurnir því
" Döm hvort þeir lœra eitthvað
„Börn eru aö eðlisfari hávær og foreldrar verða að viðurkenna þá staðreynd og læra að sætta sig viö
hana. Ef barn á að alast upp á heilbrigðan hátt, verða foreldrarnir að sýna töluvert umburðarlyndi
gagnvart hávaðasömum leikjum.” — S.S. Neil.
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
í Summerhill-skólanum
í Englandi er allt lagt
upp úr
einstaklingsfrelsi og
lífshamingju.
Stofnandi skólans er
hinn frœgi
skólastjóri A. S. Neill,
sem meðal annars
hefur sagt:
„Mér er meir í mun,
að barn, sem til mín
kemur, verði
hamingjusamur
götusópari fremur
en taugaveiklaður
hóskólaborgari."
i Suffolk i Englandi starfar
sérstakur skóli, Summerhill-
skólinn. Stofnandi þessa skóla
er hinn frægi A.S. Neill, sem
jafnframt er skólastjóri, og hef-
ur helgað sig kennslu eða skóla-
stjórn mest allt sitt lff.
1 skólanum er mest áherzla
lögð á einstaklingsfrelsið. Börni
skólanum eru á aldrinum 5-16
ára, en skólinn er einkaskóli.
Hvaðan æva að úr heiminum
koma börn til þess að vera við
nám i skóla þessum, en fjöl-
mennust eru ensk börn.
bað kemur sjálfsagt flatt upp
á marga, en i Summerhill-
skólanum ráða nemendur þvi
sjálfir hvort þeir læra eitthvað.
Hafi nemendur þó ákveðið að
læra eitthvað, er ætlast til að
þeir sækji vissan fjölda kennslu-
stunda. Þó að börnunum hafi
verið rétt svo mikið sjálfræði
upp i hendurnar, hefur aðeins
einn nemandi, útskrifast ólæs úr
skólanum öll þau ár, sem skóli
þessi hefur starfað, en það var
um 1921 sem fyrsti visir að þess-
um skóla varð til.
„Mér er meir i mun, að barn,
sem til min kemur, verði ham-
ingjusamur götusópari fremur
en taugaveiklaður háskólaborg-
ari”. bessa skemmtilegu setn-
ingu sagði A.S. Neil eitt sinn, og
þarna sést bezt hversu litils
hann metur kreddur þjóðfélags-
ins um tign og stöðu, og hið ei-
lifa kapphlaup i lifsgæðin.
Það er lifshamingjan, sem
hann segir skipta öllu máli. En
Neil segir einnig: „Við fáum
tannpinu, þjáumst af ástarsorg
og þurfum að vinna ýmis verk,
sem okkur leiðast. Ef orðið
hamingja merkir eitlhvað, er
það innri tilfinning fyrir heil-
brigði, andlegt jafnvægi og
meðvituð tengsl við lifið. En
þannig liður aðeins þeim, sem
eru frjálsir.”
A hverju laugardagskvöldi
eru haldnir skólafundir i skólan-
um, sem hafa löggjafar og
dómsvald i honum. Þar hafa all-
ir atkvæðarétt, jafnvel ráðskon-
an. Þar eru samdar reglur og
dómar kveðnir upp yfir þeim
sem brotið hafa gegn skólaregl-
um.
Vandræðabörn brezka skóla-
kerfisins voru um langan tima
send i skólann. Nær undantekn-
ingarlaust komu þau þó út úr
þessum fyrirmyndarskóla sem
nýtir þjóðfélagsþegnar og
hamingjusamir einstaklingar.
Við birtum nú með leyfi
nokkra kafla úr „Summerhill”
eftir A.S. Neil, en það skal tekiö
fram, að kaflar þessir ásamt
grein eru þýddir af Kjartani
Gunnari Kjartanssyni, ritstjóra
Stefnis, en þessi ágæta grein
birtist þar i siðasta tölublaði
Stefnis.
Um ást og hatur:
„Barniö fær sjálfsmeðvitund
sina frá föður sinum, móður
sinni, kennurum sinum eða al-
mennt frá öllu umhverfinu.
óhamingja barnsins ber að
rekja til togstreitu á milli sjálfs-
vitundar þess og mannlegs
eölis. Eða, eins og Freud heföi
sagt, milli hins æðra sjálfs og
eðlisgerðarinnar....
Ast og hatur eru ekki and-
stæöur. Andstæðan við ást er af-
skiptaleysi.”
Um refsingu og
viðurkenningu:
„Margir trúa þvi innst inni, að
börn, sem ekkert hafi að hræð-
ast, geti ekki verið góð! Góð-
vild, sem byggð er á ótta við
helviti eða ótta við lögregluna
eða ótta við refsingu, er alls
ekki góðvild, heldur hugleysi.
Góðvild, sem byggð er á von um
verðlaun eða von um hrós eða
von um himnariki, er ekki held-
ur góð vild, heldur mútuþægni.
Siðfræði okkar tima gerir börn
að hugleysingjum, vegna þess
að hún fær þau til að óttast lif-
ið....
I hamingjusömustu fjölskyld-
um sem ég þekki til, eru foreldr-
ar hreinskilnir og blátt áfram
án þess að troöa á börn sin sið-
ferðisprédikunum. Inn á slik
heimili kemur óttinn ekki. Faðir
og sonur eru félagar og kærleik-
ur rikir á heimilinu.”
Um lygar:
„Ef barn þittt venur sig á að
ljúga, er þaö annað hvort hrætt
við þig eða það er bara að
herma eftir þér. Ef þú vilt, að
barn þitt segi satt, ættir þú ekki
að ljúga að þvi...
Meginvandinn við að segja
börnum alltaf sannleikann er
sá, að enginn okkar er hreinskil-
inn gagnvart sjálfum sér. Við
ljúgum að sjálfum okkur, við
ljúgum að- nágrönnum okkar.
Hver einasta sjálfsævisaga, em
rituð hefur verið, er lýgi. Við
ljúgum vegna þess, að okkur
hefur verið kennt að lifa sam-
kvæmt óraunhæfum siðferðis-
kröfum.”
Um aga:
„Kærleiksrikt umhverfi án
föðurlegs aga mun sjá fyrir all-
flestum vandamálum bernsk-
unnar. Ég vil, að foreldrar geri
sér grein fyrir þessu. Ef börnum
er séð fyrir kærleika og viður-
kenningu á heimilum sinum,
mun hatur og eyðilegging aldrei
sjá þar dagsins ljós.”
Leikföng:
„Hefði ég eitthvert viðskipta-
vit, þá myndi ég opna leikfanga-
búð, öll barnaherbergi eru full
af brotnum og vanræktum leik-
föngum. Hvert einasta barn
miðstéttarforeldra fær alltof
mörg leikföng. I rauninni eru öll
þau leikföng, sem kosta meira
en tvö til þrjúhundruð krónur,
einskis nýt.”
Hávaöi:
„Börn eru að eðlisfari hávær
og foreldrar verða að viður-
kenna þá staðreynd og læra að
sætta sig við hana. Ef barn á að
alast upp á heilbrigðan hátt,
verða foreldrarnir að sýna tölu-
vert umburðarlyndi gagnvart
hávaðasömum leikjum.”
Um góða framkomu:
„Góð framkoma felst i þvi að
hugsa um náungann, nei ann-
ars, — að hafa tilfinningar til
náungans. Menn verða að vera
félagssinnaðir, geta hæglega
sett sig i spor annarra. Góð
framkoma sér fyrir þvi, að eng-
inn verði særður eða móðgaöur.
Góð framkoma felst i öruggri og
heiðarlegri afstöðu til annarra.
Góða framkomu er ekki hægt að
kenna, þvi að hún er ómeðvit-
uð.”
Um kynlíf:
„Þegar dóttir min var sex
ára, kom hún eitt sinn til min og
sagði: „Willis hefur stærsta
tittlinginn af litlu strákunum en
frú X (gestur við skólann) segir,
að það sé dónalegt að segja
tittlingur.” Eg sagði henni
strax, að það væri ekkert dóna
legt. Með sjálfum mér formælti
ég þessari konu fyrir fávizku
hennar og skilningsleysi gagn-
vart börnum. Ég gæti þolað
áróður fyrir stjórnmálaskoðun
eða góðri hegðan, en þegar ein-
hver ræðst á barn og reynir að
vekja hjá þvi sektarkennd
gagnvart kynferðismálum, þá
er mér að mæta.”
Um siðaboðorð:
„Ég er þess fullviss að það
eru siðaboðorð, sem gera börn
vond. Ég tek eftir þvi, að þegar
ég er búinn að brjóta á bak aftur
þann siðaboðskap, sem vondum
dreng hefur verið innprentaður,
þá verður drengurinn strax
góður.”
„Margra ára reynsla min i
umgengni við börnin á
Summerhill hefur fullvissað
mig um, að það sé ekki nokkur
þörf á þvi að reyna aö kenna
börnum, hvernig þau eigi að
hegða sér. Barn lærir á sinum
tima hvað er rétt og hvað er
rangt. Lærdómur er árangur af
gildisöflun einstaklingsins frá
umhverfi hans. Ef foreldrarnir
eru sjálfir heiðarlegir munu
börn þeirra á sinum tima fylgja
þeirra fordæmi.”
Áhrif á börn:
„Foreldrar og kennargr gera
oft mikið af þvi að reyna að hafa
áhrif á börnin vegna þess, aö
þeir fyrrnefndu halda, að þeir
geti sagt börnunum til um, hvað
þeim sé fyrir bezt, hvað þau eigi
að læra, hvað þau eigi að verða.
Ég er þess ósammála. Ég reyni
aldrei að fá börnin til að aðhyll-
ast skoðanir minar og hleypi-
dóma.
Ég treysti þvi að máttur
frelsisins brynji þau gegn smán
og ofstæki og gegn hvers konar
altækum kennisetningum. öll
skoðanaitroðsla i börn er vita-
verður glæpur gagnvart þeim.”
—EA