Vísir - 21.07.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 21.07.1973, Blaðsíða 17
Yisir. Laugardagur 21. júli 1973. D í DAG | | í KVÖLD | □ □AG | Útvarpið í dag kl. 16.15: „Tíu á toppnum" í útvarpinu i dag fáum við að lilusta á ,,Tiu á toppnum" i umsjá Arnar Petersen. „Þetta gengur mjög vel, við- tökurnar, sem þátturinn hefur fengið eru miklu hetri en ég bjöst við og um 130-170 hréf berast til okkar á viku", sagði örn þegar við höföum samband við hann i gær. „Hlustendur hérlendis virðast þó ekki nógu móttækilegir fyrir nýjum lögum, sérstaklega, ef það eru óþekktir flytjendur, sem koma fram með þau. Oft vill fara svo, að nýtt lag fær ekki nógu mörg atkvæði fyrst þegar það er flutt og fellur þess vegna út af listanum, en svo vilja margir heyra lagið hálfum mán- uði seinna”, sagði örn. 1 þættinum kynnir hann 15 lög , þar af eru S^sem ekki hafa verið leikin áður. Siðan greiða hlustendur atkvæði um hvaða 3 lög þeim finnist bezt. Þau 5 sem fæst atkvæði fá falla af listanum næstu viku á eftir. Hlutverk þáttarins er fvrst og fremst að koma á viðurkenndum vinsældalista hér á landi. „Ég vii hvetja fólk á öllum aldri til að skrifa þættinum og nefna 3 af þeim lögum, sem þeim finnst bezt. Þeir sem hingað til hafa skrifað eru flestir á aldrinum 12-16 ára og sýnir þvi vinsældar- listinn aðallega smekk þessara ungu hlustenda. Þeir sem skrifa fá einnig tækifæri á að svara spurningunni i getraun þáttarins og þar með að fá tækifæri að hreppa verðlaunin, sem er hljóm- plata. Aðallega hafa verið flutt lög úr bandariska vinsældalistanum þvi að illa hefur gengið að fá plötur frá Englandi, Mun örn fara til Englands i ágústmánuði m.a. til þess að verða þættinum úti um betri sambönd við að ná i plötur. Verður Sigurður Garðarsson með þáttinn á meðan. EVl. Örn Petersen við að taka upp þáttinn „Tiu á toppnum". ÚTVARP • LAUGARDAGUR 21. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (úr forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunieikfinii kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.41: Heiðdis Norðfjörð heldur áfram lestri sög- unnar „Hanna Maria og villingarnir" eftir Magneu frá Kleifum (3) Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Tónleikar kl. 10.25. Morgunkaffið kl. 10.50: Þor- steinn Hannesson og gestir hans ræða um útvarpsdag- skrána. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Krist- - in Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Á iþróttavellinum Jón Ásgeirsson segir frá. 15.00 Vikan sem var Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 17.20 i umferðinni Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá kauphallarhruni i New York til þingrofs i Iteykjavik Sitthvað rifjað upp úr islenzkum dagðblöðum frá hausti 1929 til vors 1931. Umsjónar- maður: Vilmundur Gylfa- son. 20.00 Lög eftir Sigfús Ilalld- órsson Höfundurinn syngur og leikur. 20.30 Þegar ég skaut filinn Smásaga eftir George Orwell i þýðingu Halldórs Stefanssonar. Erlingur Halldórsson leikari les. 21.05 Hljómplölurabb Guðmundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Eyjapistill 22.35 Danslög Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok- Sunnudagur 22. júli 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vígslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Austur-þýzkir listamenn leika og syngja létt lög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dag- blaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10. Veðurfregnir). a. Öbókonsert i C-dúr (K.314) eftir W. A. Moxart. Heinz Holliger leikur með Nýju Filharminiusveitinni: Edo 11.00 Prestvígslumessa i Dóinkirkjunni (Hljóðrituð 1. júli s.l.) Biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson vigir Pál Þórðarson cand. theol. til Norðfjarðarpresta- kalls og Sveinbjörn Bjarna- son til aðstoðarþjónustu i Hjarðarholtsprestakalli. Viglsuvottar: Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur, séra Trausti Pétursson prófastur og séra Harald Sigmar. Séra Sveinbjörn Bjarnason predikar. Organleikari: Ragnar Björnsson 12.15. Dagskráin. Tónleikar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. 13.35. islenzk einsöngslög Guðrún A Simonar syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur undir á pianó. 13.55 Betri borg Barnið og borgin Umsjónarmenn: Jóhanna Þórðardóttir, Jón Reykdal, Kristin Gisladóttir og Þórunn Sigurðardóttir. 14.25 Kynni min af Arna Páls- syni prófcssor Vilmundur Gylfason ræðir við Sverri Kristjánsson sagfræðing. 17.00 islandsmótið, fyrsta deild. ÍA:ÍBK Jón Asgeirs- son lýsir siðari háflleik frá Akranesi 18.00 Stundarkorn með ameriska fiðluleikaranum Michael Rabin. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 17 * ** 71 m S-É Spáin gildir fyrir sunnudaginn 22. jiili. llrúturinu, 21. marz—20. april. Vel getur farið svo, að sunnudagurinn verði þér óvenjulega ánægjulegur, og þá sennilega annað hvort i sam- bandi við ferðalög eða heimsóknir. Nautið, 21. april—21. mai. Anægjulegur dagur, bæði heima og heiman, að þvi er virðist, svo fremi sem þú gerir ekki óeðlilegar kröfur til þeirra, sem þú hefur samflot við. Tviburarnir.22. mai—21. júni. Það er eins vist, að þú verðir að fara þinu fram, þó að kunni að kosta nokkur átök, þvi að annars gæti öllu verið stel'nt i nokkurt óefni. Krabbinn,22. júni—23. júli. Það litur ekki úl fyr- ir, að neinn hliðargangur verði á þér um helgina, heldur að þú sækir beint fram, og það af hraða og einbeitni. Ljóniö.24. júli—23. ágúst. Glæsilegur dagur yfir- leitt, en þó er eins og einhver óhöpp geti hent suma, og þá helzt af yngri kynslóðinni, ef varúð og gætni gleymist. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þetta getur orðið mjög ánægjulegur dagur, svo framarlega sem einhver nákominn varpar ekki nokkrum skugga á hann með þvermóðsku sinni. Vogin, 24. sept.—23. okt. Þér mun verða einkar vel tekið, hvar sem þú ert á ferðalagi, og dagur- inn verða þér að þvi leyti til lengi minnisstæður, og fleira ánægjulegt getur gerst. Drekiim,24. okt— 22. nóv. Það er ekki vist,að þú fellir þig við einhverja þá stjórn eða lorustu, sem þér er ætlað að hlita, en ekki mun samt borga sig að vera með neinn uppsteit. Bogniaöurinn,23. nóv,—21. des. Góður dagur, en ætlaðu þér nægan tima, ef þú ert á ferðalagi, og hafðu áfanga skaplega langa, ef þú mátt ráða eða aðrir virða tillögur þinar. Steingeitin,22.des.—20. jan. Anæg julegur dagur, en þó er eins og einhver þvermóðska leynist með þér gegn einhverjum eða einhverju og það dragi nokkuð úr. Vatnsberinn, 21. jan,—19. lebr. Góður dagur og rölegur heima, og ætti að geta orðið skemmti- legur á ferðalagi, jafnvel þó að einhver sundur- þykkja sýnist ekki viðs fjarri. Eiskarnir, 20. febr,—20. marz. Sekmmtilegur dagur, sem mun hvað marga snertir, einkennast af skemmtilegum ferðafélögum, og ánægjulegu umhverfi allt til kvölds. * •h -k -h ' * g- * q. 4 tf. 41,14 V 4V-4 V 4!J-4 V * Y- 4 V-4 -V- * V 4 V 4 V * -V- * V * V * V- * J.r 4 V 4 V -K 19.35. Kort frá Spáni Send- andi: Jónas Jónasson. 19.55 Frá tónleikum i Ilá- skólabiói 16. april s.l. Vladimir Askenazi leikur: a. Sónötu i c-moll (K. 457) eftir W.A. Mozart b. Sónötu nr. 30 i E-dúr op. 109 eftir Beethoven 20.30 Framhaldsleikrit: „Gæfumaður” eftir Einar II. Kvaran 21.25 Kórsöngur í útvarpssal Karlakór Keflavikur syngur islenzk og erlend lög. Ein- 21.45 Smásaga: „Portin” eftir Björg Vik Silja Aðalsteins- dóttir þýðir og les 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Eyjapistill. Bænarorð. 22.35. Danslóg 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Útvarpið ó sunnudags kvöld kl. 20.30: Tekst Signýju að sigrast ó freistingunum? II. kafli skýrði frá þvi, hvernig Signý byrjar að taka þátt i boðum heldri kvenna borgarinnar og hvernig þau kynni hafa spillandi áhrif á sveitastúlkuna nýgiftu. Þar kynntust hlustendur þvi, hvernig Sigfús kom sér aftur i mjúkinn hjá Grimúlfi, gerist tiður gestur á heimili hans og á sinn drjúga þátt i þvi, að Signý fer ekki með manni sinum til ársdvalar erlendis, sem hann er knúinn til að fara i kaupsýsluerindum. Hvernig Sigfús notar svo tæki- færið meðan maður Signýjar er erlendis til þess að koma hinni veiklyndu eiginkonu til við sig. Kaflinn endaði svo með þvi að „vinkonur” Signýjar tæla hana til þess að neyta áfengis I fyrsta skipti með þeim afleiðingum að hún verður sér til skammar. III. kaflinn fjallar svo um niðurlægingu Signýjar vegna hins herfilega ósigurs fyrir Bakkusi, áframhaldandi heimsóknir og freistingar af hálfu Sigfúsar. Og baráttu hans og Gerðu, vinkonu hjónanna, um þessa veiklyndu eiginkonu. Og viðbrögð „vin- kvennanna” i samkvæmislifinu við tiðum heimsóknum Sigfúsar til Signýjar. Leikstjóri er Ævar Kvaran, sem færði söguna i leikbúning. — EVI. Bryndís Pétursdóttir, Sigriður Þorvaldsdóttir, Baldvin Hall- dórsson, Rúrik Haraldsson, Jóna Rúna Kvaran, Ævar Kvaran, Herdis Þorvaldsdótt- ir, Árni Tryggvason, og Briet Héðinsdóttir. Þau virðast öll skemmta sér ágætlega við upptökuna á „Gæfuinanni”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.