Vísir - 31.07.1973, Qupperneq 2
Visir. Þriðjudagur 31. júli 1973.
■ tl
vimm
Hvert haldið þér að verði næsta
skref i byggingamálum Seðla-
bankans?
Már Egilsson, viðskiptafræöing-
ur: — Ég held, að húsið verði
byggt. Það tel ég benda til þess,
að bankavaldið sé sterkt. En þótt
húsiö verði byggt, og ég spái þvi,
þá er ekki þar með sagt aö ég sé
)byggingunni meðmæltur.
Kristin Jónsdóttir, húsmóöir: —
Ég hef ekkert hugsað út i þetta,
en býst frekar við að húsið verði
byggt. Mér finnst algjör óþarfi að
vera að byggja Seðlabankann.
Frekar mætti byggja nýtt hús
undir Stjórnarráð.
Jóhannes Eliasson, bankastjóri:
— Ég tel öruggt að byggingu
hússins verði haldið áfram.
Bankastjórn og bankaráð hafa
ákveðið að það skuli gert, og hafa
gert samning við verktaka um
framkvæmdina. Bankaráð og
bankamálaráðherra fara með
yfirstjórn bankans.
Iluida Hafsteinsdóttir, skrifstofu-
stúlka: — Ég held að bankinn
veröi að láta undan kröfum al-
mennings, og hætta viö aö byggja
Seðlabankann á Arnarhóli. Aftur
á móti mætti reisa bankahúsið
einhvérs staðar annars staöar.
Ég held að ríkisvaldið veröi að
gripa fram i fyrir bankastjórninni
til að stjórna þessu.
EÍin Arnadóttir, gjaldkeri: — Ég
er hlutlaus i þessu máli. Það er
svo óskaplega misjafnt hvaða
skoðanir fólk hefur á þessu, og ég
treysti mér ekki til að segja neitt
um þetta, enda ekki nógu kunnug
málinu.
Ragnar Leifsson, sjómaður: —
Eins og hefur sýnt sig, verður
byggingin reist. Það er nefnilega
oftast með mótmæli sem hafa ris-
ið út af svona málum, að þau eru
áberandi fyrst, en hjaðna svo
niður. En ég er á móti þvi, að
byggingin verði reist, það er
komið nóg af þessu, og verja á
fénu i eitthvað annað.
Hœtta á raf-
magnsskorti
nœsta vetur
— ef ekki tekst að Ijúka nýju
aðflutningslínunni í tœka tíð
,,Ef ekki tekst að ljúka
þessum framkvæmdum
timanlega, þá má ekkert
út af bera til að ekki
verði rafmagnsskortur á
dreifikerfi Rafmagns-
veitu Reykjavikur”,
sagði Aðalsteinn Guð-
johnsen, rafmagnsstjóri
i samtali við Visi i gær.
Hér er átt við lagningu jarð-
strengs og sæstrengs frá spenni-
stöö við Korpúlfsstaði til aðveitu-
stöðvar 3, sem er við Lækjarteig.
Einnig þarf að stækka þá stöð
verulega.
Þetta nýja kerfi á að bæta úr
brýnni þörf fyrir aukna flutnings-
getu á rafmagnsorku til borgar-
innar og einnig að vera til aukins
öryggis i raforkumálum, þvi þá
verða aðflutningslinurnar orðnar
tvær i stað einnar áður.
Heildarkostnaður við þessar
framkvæmdir er áætlaður 147
milljónir króna.
Ætlunin var, að þessum fram-
kvæmdum yrði lokið fyrir áramót
en nú þegar hafa orðið seinkanir á
framkvæmdum bæði vegna fjár-
skorts og afgreiðslutafa á efni frá
verksmiðju i Danmörku.
Að sögn Aðalsteins, fékk Raf-
magnsveitan nýlega heimild til
lántöku i Bretlandi að upphæð 50
milljónir króna, en ekki hefur
ennþá verið afgreidd umsókn
þeirra um heimild til að hækka
gjaldskrár um 17%. En það sagði
rafmagnsstjóri nauðsynlegt til að
geta lokið þessum framkvæmd-
um.
Bygging stöðvarhússins við
Sýnishorn af jarðstrengnum, sem notaður er f nýju raflinuna. Til
samanburðar er eldspýtnastokkur.
Endahólkur rafiinustrengsins við Korpúlfsstaði. Þaðan á jarð-
strengur að liggja til Reykjavíkur.
Lækjarteig, væri nú orðin 3 mán-
uðum á eftir áætlun og yrði fyrir-
sjáanlega ekki tilbúin fyrr en i
marz 1974. Lagningu jarðstrengs-
ins yrði væntanlega lokið i janúar
næst komandi.
„Þó við höfum haldið áfram
þessum framkvæmdum og byrjað
á byggingu stöðvarhússins eftir
aö 50 milljóna lántökuheimildin
fékkst, þá er þetta allt i tvisýnu,
meðan við fáum ekki þessa 17,1%
hækkun,” sagði Aðalsteinn Guð-
johnsen ennfremur.
„Hækkunarheimildin var af-
greidd i borgarráði fyrir löngu,
fór sfðan til iðnaðarráðuneytisins
og þaðan til Framkvæmdastofn-
unar rikisins og þar hefur hún
legið til umsagnar um nokkra
hrið. Slika hækkun á gjaldskrá
mun verða að leggja fyrir rikis-
stjórnina til ákvörðunar”.
„Ég get nefnt til dæmis um
nauðsynina á hækkun gjaldskrár
Rafmagnsveitu Reykjavikur, að
á árunum 1970-1973, hefur Lands-
virkjun, sem selur Rafmagns-
veitunni rafmagn i heildsölu
hækkað taxta sina um 56%. Okkar
taxtar hafa hækkað um 26% á
sama tima.
Sú hækkun, sem Rafmagnsveit-
unni hefur verið heimiluð á þessu
timabili nægir til að standa undir
hækkuðu rafmagnsverði frá
Landsvirkjun. Ekkert er afgangs
til að standa undir öðrum rekst-
urskostnaði, svo sem launum og
öðru, sem hefur hækkað gifurlega
á þessum árum.”
„Það er nú svo komið”, sagði
Aðalsteinn Guðjohnsen, raf-
magnsstjóri að lokum, „að alvar-
legar bilanir á jarðstrengskerfi'nu
geta haft mjög alvarlegar afleið-
ingar á mesta álagstimanum,
þegarrafmagnsnotkunin er mest,
frá desember-febrúar getur orðið
slæmt ástand, jafnvel rafmagns-
skömmtun.”
—ÓG
DÝRASPITALINN í MELTUNNI
Guðrún A. Simonar, Mávahlið 37,
hringdi:
„Það sem þið skrifuðuð um
keisaraskurðinn. á siamskettin-
um uppi i Mosfellssveit vakti at-
hygli mina. (Nema ég dreg i efa,
að það hafi verið siamsköttur, þvi
að af myndinni að sjá, finnst mér
hann ekkert siamslegur, þótt
hann geti sjálfsagt verið blandað-
ur. Hreinræktaðir siamskettir
verða ekki alhvitir, og þótt annað
auga hans sé blátt, þá sannar það
ekkert um siamsskyldleikann,
þvi að hvitir kettir eru oft blá-
eygðir. Mér sýnist hann frekar
likur Vestmannaeyja-Gosa.) —
En hvað um það.
Ég átti mjög fallega siamslæðu,
sem var kettlingafúll, en húri gat
ekki gotiö, er stundin var kom-
in. Þetta var 1966, og enginn
treysti sér til þess að bjarga
henni, og hún dó. Að minu viti
mátti alveg koma i veg fyrir það,
þvi að það er min skoðun, að
spítala geti maður sett upp við
hvaða aðstæður sem er, ef bara
viljinn er fyrir hendi.
En það hefur mér alltaf fundizt
um Islendinga, að' þeim hafi þótt
stappa næst vitleysu að hafa eitt-
hvað fyrir dýrum, sem ekki voru
hafðar af einhverjar beinar nytj-
ar. — Nema ef væri þá hesturinn,
sem nýtur ennþá umönnunar,
þótt hann sé ekki lengur þarfasti
þjónninn.
Ég varð full af áhuga, þegar
Mark Watson ætlaði að gefa
Dýraverndarsambandi Islands
dýraspitala, eins og þið sögðuð
frá i Visi. Hann skipti siðan um
LESENDUR
HAFA
ORÐIÐ
skoðun og bauð heldur rikinu
dýraspitalann, en rikisstjórnin
tók sér frest til að hugsa málið og
er vist enn að hugsa.
Nú er ég spennt að vita, hvort
hérna verður blandað saman
landhelgismálinu og þessu dýra-
spítalamáli, og spitalinn ekki
þeginn, vegna þess að Breti á hlut
að. — Eða hvers vegna þarf þetta
svona langrar umhugsunar við?”
Grjótgarðurinn hindrar ökumönnum útsýnið, og laðar til sfn smábörn,
sem eru í stórhættu vegna umferðarinnar.
Hœttulegur grjótgarður
Einn úr Þingholtunum skrifar:
„Hérna öðrum megin við
Verzlunarskóla Islands er sund,
sem heitir Hellusund, en hinum
megin er hruninn grjótgarður,
sem ég vildi ögn drepa á.
Grjótgarðurinn hefur einhvern
tima verið hlaðinn utan um húsa-
garð, en það hús er fyrir löngu
horfið. Eftir stendur aðeins grjót-
hrúgan. (Hverjum skyldi annars
bera að fjarlægja þetta grjót?)
Margir árekstrar hafa orðið
þarna á gatnamótunum vegna
þess að ökumenn sjá ekki nóg til
fyrir grjótgaröinum, sem hindrar
útsýnið. Þó er hitt verra, að börn-
in hafa svo gaman af að leika sér
þarna og þar á meðal eru smá-
börn, sem hjóla á þrfhjólum sin-
um aftur og fram á þessum
hættulega stað.”