Vísir - 31.07.1973, Page 4
4
Visir. Þriðjudagur 31. júli 1973.
I
Umsjón: Þórunn
Sigurðardóttir
Vetrartízkan
1973-4 í
Meðal helztu viðburða ársins í
Paris eru hinar úrlegu haustsýn-
ingar, þar sem vetrartizkan er
kynnt fyrir fréttamönnum og
ýmsum heimsfrægum persónum.
Það er ekki laust við, að glansinn
sé svolitið farinn að fara af þess-
um „heimsviðburði" og líklega
París
má aö einhverju leyti kenna
sjálfri tízkunni um: Það er ekki i
tizku að vera i tizku, eins og ein-
hver sagði. Tizkan er oröin svo
frjálsleg og full af imyndunarafli
og skemmtilegheitum, og tfzku-
kóngarnir, sem á hverju ári
kynna ýmsa nýjungar eru ekki
Það var margt mætra manna og kvenna til staðar þegar Saint Laurent
sýndi vetrartizkuna. Hérna sjáum við Catherine Deneuve, tizkukóng-
inn sjálfan, skáldkonuna Sagan og dansmeyjuna ZiZi Jeanmaire.
lengur þeir einu sem valdið hafa i
þessum efnum.
Þvi er þó ekki að neita, að
fyrstu haustsýninganna i Paris er
alltaf beðið með dálitilli eftir-
væntingu og svo var einnig i ár.
Enda var það enginn annar en
Yves Saint Laurent, sem reið á
vaðið eftir nokkurt hlé, og vakti
mikla athygli með flikum sinum.
Hann sýnir kvenleg föt og leggur
aðallega áherzlu á tvennt: Leður
á daginn og svart flauel á kvöldin.
Það sem þó vakti hvað mesta at-
hygli, voru litlir, svartir flauels-
hattar, sem klæða áreiðanlega
ekki alla, en eru mjög nýstárleg-
ir, og ólikir þeim höttum, sem til
þessa hafa verið vinsælastir. Og
þá á að nota allan daginn og fram
á kvöld, við öll tækifæri. Jakkar
og kápur, með eða án bundins
beltis, vöktu einnig athygli, en
með þeim ganga svo viðu buxurn-
ar úr flanneli eða jersey. Og
skórnir eru bundnir sandalar eða
háhælaðir klossar. Siddin er
svona hér og þar, en aðallega rétt
neðan við hnéð. Blússurnar eru
gjarnan úr „crepe de chine” með
slaufum i hálsinn og keðjum.
Leðúrfatnaðurinn er gjarnan
með refaskinnsbryddingum og
járnhneslum. Ný sidd var kynnt !
siðdegiskjólunum og kvöldkjólun-
um, en það er siddin á milli ökkla
og kálfa, sem ekki hefur sézt i
mörg herrans ár. Og svarta flau-
elið er greinilega i mestu uppá-
haldi. Gagnsæir kjólar eru alltaf
meðhjá Laurent, sem var fyrstur
til að kynna þá um árið, og vekja
miklar deilur.
Emmanuel Ungaro þótti ekki
takast eins vel upp i þetta sinn og
oft áður. Hann hefur snúið bakinu
við fölum litum og kvenlegum
flikum og sýnir nú sterka græna,
gula og rauða liti og gjarnan
áprentuð efni. Kamelullar-
frakkarnir hans vöktu mesta at-
hygli, en þeir voru aðallega rauð-
ir og hvitir. Væntanlega fréttist
meira innan skamms um nýjustu
tizkuna i Paris, eins og tizku-
kóngarnir túlka hana.
— ÞS
Pierre Cardin kynnir þennan ull-.
arkjól á sýningum sinum i Paris
þessa dagana, en hann er i Ijósum
lit með „japönsku pilsi.”