Vísir - 31.07.1973, Side 5
Vísir. þriðjudagur 31. júli 1973.
5
AP/IMTB ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Greiða 5000
thalidomiska
Sættir hafa tekizt
með brezka fyrirtæk-
inu Distillers Co., sem
setti lyfið thalidomide
á markað i Bretlandi,
og svo samtökum
þeirra foreldra, sem
eignuðust örkumla
börn, vegna þess að
mæður þeirra tóku inn
lyfið á meðgöngutim-
anum.
Tólf ára deilum um,
hve mikið fyrirtækið
ætti að greiða i skaða-
bætur, lauk með þvi að
sætzt var 5000 milljón
króna greiðslu.
1500 milljónum verður útbýtt
meðal 433 fórnardýra thali-
domidelyfsins og fjölskyldna
þeirra. Hinar 3500 milljónirnar
verða lagðar i sjóð til að tryggja
framtið fórnarlambanna, sem
mörg hver verða aldrei vinnu-
fær.
Lyfið, sem var framleitt af
þýzku fyrirtæki, var tekið inn af
mæðrum á árunum 1958 til 1961
sem róandi. En sum barna þess-
ara mæðra fæddust handa- og
fótalaus, eða þá með ýmsum
öðrum likamsgöllum.
DistillersCo., sem hefur borið
af sér að hafa sýnt gáleysi i
meðferð lyfsins, bauðst i
upphafi til að leggja fram 1250
milljón króna bætur, en hefur á
þessum tólf árum hækkað boð
sitt tvis'var, eftir þunga sókn
foreldrasamtaka og brezkra
dagblaða.
Forystumenn foreldrasam-
■takanna höfðu hvatt til þess að
hætt yrði að kaupa vörur fyrir-
tækisins i Bretlandi og i Banda-
rikjunum. Allmörg brezk stór-
magasin og krár höfðu neitað að
verzla við fyrirtækið, sem selur
ýmsar tegundir af viski og svo
lyfjategundir margar. Verðbréf
Distillers Co. hröpuðu niður úr
öllu valdi á verðbréfamarkaðn-
um, þegar voldugir aðilar á
kaupsýslumarkaðnum þrengdu
að fyrirt.ækinu til þess að fá það
til að sýna meira örlæti við fórn-
arlömb meðalsins.
Nú er einungis eftir að skipta
þessum 5000 milljónum króna
meðal einstaklinganna, en óvist
er að allir verði á eitt sáttir um,
hvernig það skuli metið i hverju
einstöku tilviki. Má mikið vera,
ef það kostar ekki önnur réttar-
höld. Þó skal nefnd lögfræðinga
Þúsundir barna um heim allan búa við slik örkuml frá fæðingu vegna thalidomides.
og lækna fjalla um hvert ein-
stakt mat.
Foreldrasamtökin tóku 5000
milljón króna sáttaboðinu eftir
að lögfræðingur þeirra benti
þeim á, að upphæðin væri svo
svipuð þvi, sem fengist, i
heildina ef hverjir einstakir
foreldrar færu i mál við
fyrirtækið — að nær yrði ekki
komizt.
Það voru meira en 5000
fórnarlömb thalidomide i V-
Þýzkalandi, 1000 voru i Japan,
en engar slikar áætlaðar tölur
liggja fyrir um önnur Evrópu-
lönd eða Norðurlöndin.
3,8 milljónir
sögðu JÁ
— 1 milljón
sagði NEI
Fimm sænskir þingmenn, sem
voru við þjóðaratkvæða-
greiðsluna i Grikklandi um
helgina, hafa allir sem einn
fordæmt, hvernig að þvi var
staðið.
„Væri ég Grikki, liti ég á þessa
atkvæðagreiðslu sem móðgun.
Það voru engir valkostir nema Já
stjórnarinnar”, sagði Anders
Wijkman, cinn i íhaldsamari
þingmannanna.
Þingmennírnir, sem eru
fulltrúar jafnmargra flokka i Svi-
þjóð, fengu að skoða kjörklefana i
Aþenu og úti á landi, og eins
kjörseðlana og luku allir 'upp
einum munni um: „Þetta er
dæmigert fyrir það gervilýðræði,
sem er við liði i Grikklandi”.
Kjörsókn var 84%, og greiddu
rúmlega 78% með Jái stjórnar-
innar, sem þýddi samþykki á
breytingu á stjórnarskránni og aö
Fapadopoulos yrði forseti áfram.
Voru það rúmlega 3,8 milljónir
atkvæða. — En riflega 1 milljón
atkvæða voru á móti.
Kristján í harðri
Geimflugveikin
þjakar þá enn
„Svo kann að fara, að
hætta verði við frekari dvöl
geimfaranna þriggja uppi í
Skylab-geimstöðinni, ef
þeir ekki jafna sig af
krankleikanum, sem fylgir
þyngdarleysinu og geim-
ferðinni',, sagði einn yfir-
Ó
Alan Bean, Owen Gairiott og
Jack I.ousma við cldflaugina,
sem flutti þá siðan á laugar-
dag upp i Skylabgeimstöðina.
Fleiri g.eimfarar hafa þjáðst
af geimflugveikinni.
manna heilbrigðisdeildar
Geimferðarstofnunar-
innar, Willard Royce
Hawkins, í nótt.
Geimfararnir Alan Bean, Owen
Garriott og Jack Lousma glima
enn við velgju og vanliðan vegna
geimflugveikinnar. Gönguferð
þeirra út i geiminn til að setja upp
enn eina sólhlif fyrir geimstöðina
hefur verið frestað aftur, og er nú
ekki ráðgerð fyrr en á fimmtu-
dag.
Þeir hafa tekið inn lyfjatöflur
við þessum ára, og stjórnendur
niðri á jörðunni gera sér vonir
um, að þeim batni sóttin, eftir að
hafa hvilzt út. Þeir eru nú orðnir
tveim dögum á eftir starfsáætlun
sinni vegna lasleikans og tækni-
erfiðleika, sem þeir rákustá, eftir
að upp var komið Einkum
gengur þeim erfiðlega að losna
við raka úr ibúðarklefa geim-
stöðvarinnar.
baráttu og jafnri
í unglingaskákinni
Hœttir eftirlitinu
eftir hálft árið
Friðargæzlusveitir Kanada
fóru frá Vietnam i dag, eftir hálfs
árs störf með alþjóðaeftirlits-
ráðinu með vopnahléinu þar i
landi.
Alls fóru 275 liðsforingjar og
óbreyttir hermenn með flug-
vélum frá Saigon i morgun, en
starfandi formaður kanadisku
nefndarinnar, Vernon Turner,
verður um kyrrt í Saigon i nokkra
daga, til þess að leggja siðustu
hönd á verk Kanadamanna i
friðargæzlunni
Fulltrúar hinnar þriggja
aðilanna i alþjóðaseftirlitsráðinu,
Ungverjalands, Indónesiu og Pól-
lands voru staddir á flugvell-
inumi Saigon, þegar kanadiska
sveitin var kvödd. Tveir fulltrúar
voru frá Saigonstjórninni, en
enginn frá Vietcong.
Einn Kanadamaður lét lifið,
þegar Vietcong skaut niður þyrlu
friðargæzlunnar, og tveir liðsfor-
ingjar voru i haldi Vietcong i tvær
vikur þetta hálfa árið, sem
Kanada vann að friðargæzlunni.
Tók Kandada mjög virkan þátt
i starfi eftirlitsráðsins og hlaut
bæði lof og gagnrýni fyrir, Lauk
þó svo, að Kanadamenn sögðu, að
tveir aðilanna i ráðinu væri svo
hlutdrægir, að það hallaði á
annan aðila vopnahlésins, þvi að
hinir tveir i ráðinu væru hlut-
lausir. Sögðu Kanadamenn, að
það þyrfti tvo aðila jafn hlut-
dræga með Saigonstjórninni i
ráðið, ef ekki ætti að hallast á.
Heldur en glata orðstir sinum
sem hlutlaus aöili i alþjóða-
málum, vildi Kanada draga sig i
hlé úr störfum ráðsins. -
Slavojub Marjanovic
frá Júgóslaviu hélt for-
ystu sinni i heimsiueist-
aramóti unglinga i gær
með þvi að vinna i sjö-
undu umferðinni einn
aðalkeppinaut sinn,
Tony Miles frá Eng-
landi.
Annar Englendingur, Michael
Stean, þokaði sér þó upp i annað
sætið með þvi að vinna i 7. umferð
Leslie Leow frá Singapore, en
áður hafði Stean unnið biðskák
sina frá 6. umferð á móti Rússan-
um, Alexander Belyavsky.
Marjanovic er með 7 vinninga,
Stean með 6 vinninga, Belyavsky
með 5 1/2 vinning og Carry
Christiansen frá Bandarikjunum
með 5 vinninga.
1 b-riðlinum, þar sem Kristján
Guðmundsson teflir, hefur bar-
áttan verið hörð og jöfn. í 6. um-
ferðinni vann Kristján Herbert
Scheichel frá Austurriki, en i 7.
umferð tapaði hann fyrir Karl
Podzielny frá V-Þýzkalandi.
Podzielny hefur þá 4 1/2 vinn-
ing, Göran Rörvall (Sviþjóð) 3 1/2
og biðskák, Kristján 3 1/2 og Luis
Muniz frá Puerto Rico er með 3
vinninga og biðskák.