Vísir - 31.07.1973, Síða 6
Visir. Þriöjudagur 31. júli 1973.
VISIR
■ B;
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri
Fréttastjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Auglýsingastjóri
Auglýsingar
Afgreiösla
Ritstjórn
-Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Slmi 86611
Slöumúla 14. Simi 86611 (7.1Ihur)
Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr> 18.00 einíakiö.
Blaöaprent hf.
50 tapaðar — 200 unnar
Um það bil 85 riki i heiminum eru nú samþykk
200 milna efnahagslögsögu, sem felur m.a. i sér
fiskveiðilögsögu. Okkar menn, sem eru á undir-
búningsfundi i Genf fyrir hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, hafa talið saman þessi riki.
Og þeir segja, að 200 milna rikjunum fari ört
fjölgandi.
í heiminum eru um það bil 150 riki. Er reiknað
með, að flest þeirra muni taka þátt i hafréttar-
ráðstefnunni i Santiago á næsta ári. Það gæti þvi
þurft allt að 100 atkvæði fyrir 200 milunum til að
ná 2/3 meirihluta, sem þarf til að ályktun ráð-
stefnunnar hafi alþjóðalagagildi.
Enn eru um 60 riki, sem hafa ekki tekið þátt i
undirbúningi hafréttarráðstefnunnar, og hafa
fæst haft tækifæri til að láta i ljós skoðun á mál-
inu. Ekki þarf að ná stuðningi nema um það bil 15
þessara rikja til þess að koma 200 milna efna-
hagslögsögunni i heila höfn.
Enn sem komið er virðast aðeins um 20 riki eða
færri vera andsnúin 200 milna efnahagslögsögu
og sum þeirra eru ekki mjög örugg i trúnni. Þetta
eru lönd eins og Bretland, Vestur-Þýzkaland og
Sovétrikin, sem vilja halda i tólf milurnar. Þessi
tólf milna fylking er i algerum minnihluta, um
það bil 20 riki gegn um það bil 85 rikjum.
Enginn minnist á 50 milna éfnahagslögsögu,
ekki einu sinni sem samkomulagsgrundvöH. ís-
land er þvi fremur undarlegur fugl i styrjöldinni
um 12 og 200 milur. Rikisstjórn okkar og alþingi
hafa enn ekki lýst þvi yfir, að nú skyldum við
skipa okkur á bekk með 200 milna rikjunum, né
yfir þvi, að við ætlum okkur 200 milna fiskveiði-
lögsögu að lokinni hafréttarráðstefnu.
Við stöndum þvi i furðulegri styrjöld við Breta
og Þjóðverja um 50 milna landhelgi. Bretar,
Þjóðverjar og við erum að eyða timanum i til-
gangslaust strið um úrelta 50 milna landhelgi.
Þorskastriðið kann að kitla hégómagirnd þjóð-
ernissinnaðra Breta og íslendinga, en er eigi að
siður marklaust strið.
Landhelgisdeilan hefur nú staðið næstum ár.
Deilan hefur ekki verið leyst á miðunum. Þar
veiða Bretar og Þjóðverjar eins og ekkert hafi i
skorizt. Úti á miðunum er 50 milna fiskveiðilög-
sagan ekki komin til framkvæmda.
Deilan hefur ekki heldur verið leyst á samn-
ingafundum. Viðsemjendur okkar virðast lifa i
sérstökum heimi gamla timans og ekki átta sig á
þvi, að 200 milna reiðarslagið er að koma yfir þá.
Frekari fundir virðast þvi hafa takmarkað gildi.
Eftir ellefu mánaða strið og kif er 50 milna
landhelgin ekki enn komin til framkvæmda. Ekk-
ert bendir til þess, að við getum komið henni i
framkvæmd fyrir hafréttarráðstefnuna, sem
hefst að rúmlega hálfu ári liðnu. Við getum þvi
alveg eins einbeitt okkur að 200 milna landhelgi
eins og að halda uppi málastappi við Breta og
Þjóðverja.
Við skulum þvi sýna ærlegan lit og skipa okkur
heils hugar i sveit200 milna rikjanna. Við skulum
lýsa yfir 200 milna fiskveiðilögsögu með fyrir-
vara um samþykki hafréttarráðstefnunnar. Við
skulum framkvæma þetta nú þegar og einbeita
okkur siðan að þvi að fjölga stuðningsrikjum 200
milna efnahagslögsögunnar úr 85 i 100 á næstu
mánuðum. Við vinnum nefnilega ekki landhelgis-
deiluna i byssuleik né karpi, heldur á hafréttar-
ráðstefnunni i Santiago á næsta ári.
Uolda Meir og flokksforystan eru algerlega andvlg Dayan og Golda hefur látiö undan beiöni vina og
stuöningsmanna um aöbjóöa sig fram einu sinni enn.
Dayan hefur
í hótunum
i
Moshe Dayan, varnarmálaráö-
herra tsraels, elur meö sér
drauma um aö stækka Landiö
heiga. Hann hefur lagt upp I
krossferö til aö fá rikisstjórnina
til aö taka upp þessa stefnu. Svo
er ákafinn mikill, aö hann hefur
jafnvel gefiö I skyn, aö hann segöi
af sér, ef hann fengi þessu ekki
ráöiö.
A meöan sumir Israelsmenn
krefjast formlegrar innlimunar
þeirra Arabalandsvæöa, sem
ísrael náöi á sitt vald I sex daga
striöinu 1967, þá vill Dayan herða
tök ísraels á hinum hernumdu
svæðum meö öðrum hætti. Með
þvl aö láta Gyöinga byggja land-
iö, kaupa það, yrkja þaö og stofna
fyrirtæki þar.
Til þess að hnýta sem traust-
astan hnút milli Israels og þeirra
landsvæða, sem Dayan vill láta
halda eftir, þá hvetur hann til
þess, að gengiö verði enn lengra I
notkun Arabavinnuafls I atvinnu-
llfi Israels.
Og Dayan hefur varaö við þvi,
að ,,hann treysti sér ekki til þess
aö bjóða sig fram með Verkalýðs-
flokknum (sem nú er við stjórn)”
nema þetta verði tekið inn á
stefnuskrá flokksins. — Hann fór
ekki í neina launkofa með þessar
kröfur, þegar hann varpaði þeim
fram í ræðu, sem hann flutti
stuðningsmönnum sinum i
flokknum núna nýlega.
En innan flokks hans er megn
andstaða gegn þessum hugmynd-
um.
Þarna virðast þvl vera blikur á
lofti, og menn velta þvi fyrir sér,
hvort af leiði klofning innan
flokksins og að hinn vinsæli Day-
an kunni hugsanlega aö bjóða sig
fram utan flokka I kosningunum
eftir þrjá mánuöi. Það hefur verið
óopinbert leyndarmál, að honum
hefur leikið hugur á forsætisráð-
herraembættinu, og meöan taliö
var að Golda Meir mundi ekki
bjóða fram aftur, mátti búast viö
baráttu innan flokksins um for-
ystuhlutverkiö. — Það var allra
hald, aö Moshe Dayan, þrátt fyrir
vinsældir sinar út á við, mundi
ekki njóta nægilegs stuðnings inn
á viö I flokknum og þvi ekki veröa
útnefndur. Hann hefur þvi varla
harmað það, þegar Golda Meir
gaf kost á sér aftur og mun bjóða
fram.
En I sex daga striöinu 1967 lagði
Israel undir sig 390.000 ferkíló-
metra svæði, og það er gizkað á,
að 60.000 Arabar af þessum svæö-
um starfi innan Israels á isra-
elskum launalistum. Stór hluti
þessara svæða eru einungis auðn
og eyöimörk, sem Israelsmenn
mundu fúsir á að láta af hendi I
friðarsamningum.
En Golan-hæðir, syðri mörk
Sinaieyöimerkurninnar, hlutar af
hinni hernumdu Vestur-Jórdaniu
og Gazalengjunni gætu oröið
gagnleg Gyðingarikinu.
Dayan hefur rekið áróður fyrir
þvl aö fleiri Gyðingar settust að
á hernumdu svæðunum. Hann vill
leyfa Gyðingum að kaupa land af
Aröbum, byggja upp iðnað Gyð-
inga á þessum svæöum og veita
fleiri Aröbum atvinnu I Israel.
lsrael hefur þegar leyft landnám
á 42 stööum á hinum hernumdu
svæðum.
Dayan heldur þvi fram, að slik
útþensla væri heppileg fyrir ísra-
el og gæfi aukna möguleika á
sambýli lsraelsmanna og Araba
og „skapa einstakt tækifæri til að
hrinda síonismanum I fram-
kvæmd.”
Þessi tilvitnun úr ræðu Dayan
bergmálar þá skoðun margra
Israelsmanna, að hin hernumdu
svæði séu hluti af „fyrirheitna
landinu,” sem fjallað er um I
bibliunni, og sé því hluti $Ionis-
mans, boöskaparins um heim-
hvarf Gyðinga til feðralandsins.
En ráðamenn flokksins, sem
Dayan hefur orðiö að beygja sig
fyrir, — þar á meðal Golda Meir
— eru algerlega andvígir þessum
skoðunum hans. Og þeir hafa
flokksvélina á valdi sínu, en án
hennar er útilokað að Dayan hafi
minnsta möguleika til aö ná kjöri
sem forsætisráöherra.
Þessir andstæöingar hans — og
þeirra á meðal eru Abba Eban,
utanrikisráðherra, og Pinhas
Sapir, fjármálaráðherra — halda
þvi fram, að tillögur Dayan
mundu:
— draga úr vilja Araba til þess
að undirrita friðarsamninga við
tsrael.
— veikja Gyðingasvipmótið á
tsrael meö of mikilli blöndun við
Araba.
— verða of mikill baggi á efna-
hagslifi tsraels, þegar styrkja
þyrfti landnámið og uppbyggingu
iðnaðarins á hernumdu svæðun-
um, sem Dayan vill.
Moshe Dayan (t.h.) varnarmálaráðherra, rennir hýru auga
vill tengja þau sem traustustum böndum við tsrael.
hernumdu svæðanna I Vestur-Jórdaniu og