Vísir - 31.07.1973, Síða 7
7
Visir. Þriðjudagur 31. júli 1973.
niMiMi
I SÍÐAN J
ZZZL ~
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Hvers
ber að
gœta
pegar
smíðað
eða
keypt
er
hlað-
rúm?
Kaupið aldrei hlaðrúm sem
samanstendur af tveimur
samsettum rúmum, án þess
að athuga fyrst hversu
vandlega þau eru sett sam-
an.
Hristið rúmið vel. Gefur það
sig?
Hvernig eru rúmin sett sam-
an?
Klifrið upp I efra rúmið. Er
það traust?
Athugið hvort nógu mikið
pláss er á milli efra og neðra
rúms þegar dýnan er i neðra
rúminu.
Fylgir stigi með hlaðrúm-
inu? Hvernig er annars hægt
að komast upp i það efra?
Hvernig eru brikurnar á
rúminu?
Efra rúmið of hátt til þess að
þægilegt sé að búa um það?
Hlaðrúm, eða „kojur”
svokallaðar, njóta mikilla vin-
sælda i barnaherbergjum svo og i
sumarbústöðum. Er það þá helzt
vegna þess hve litið gólfrými
rúmin taka. Þar fyrir utan finnst
börnunum ákaflega gaman að
leika sér og klifra i slikum rúm-
um.
Margir foreldrar eru þó hrædd-
ir um að börnin detti og meiði sig
þegar þau leika sér i hlaðrúmun-
um, en þá er eins gott að athuga
rúmiö gaumgæfilega áður en það
er keypt og aðgæta hvort það
stenzt flestar kröfur.
Litil börn ættu ekki að sofa i
efra rúminu. Barnið getur auð-
veldlega fallið niður, ef það t.d.
vaknar upp um miðja nótt og þarf
á klósettið eða annað. Jafnvel þó
að rúmið hafi sæmilega háar
brfkur á hliðunum.
á hliðunum.
Mörg börn kæra sig heldur ekki
um að sofa i efra rúminu. Þá get-
ur móðirin eða faðirinn ekki setið
á rúmbrikinni og lesið upp sögur.
Hún eða hann verður að ná sér i
stól til þess að stiga upp á þegar
barnið er kysst góða nótt og svo er
erfitt að vera veikur i efra rúm-
inu. Það er erfiðara að búa um
efra rúmið, en hins vegar eiga
mörg börn sér enga ósk heitari en
að fá að sofa i efra rúminu.
í Sviþjóð tóku sig til tveir
húsgagnaarkitektar Renée Lönn
og Ehrling Degermark og
rannsökuðu hlaðrúm, hvernig
þau eru samansett og hvort þau
eru hættulaus.
Húsgagnaarkitektarnir klifr-
uðu upp I rúmin eins og þeir
lifandi gátu. Þeir hristu rúmin til
og ýttu þeim fram og aftur til þess
að athuga stöðugleikann. Þeir at-
huguðu botninn og einnig hvernig
rúmin voru slipuð og frá þeim
gengið. Það er mjög mikilvægt,
að rúmin séu vel slipuð svo að
ekki séhætta á að börnin fái flisar
i hendurnar vegna slæms frá-
gangs og kannski litils verðs.
Loks athuguðu þeir hvort hægt
væri að sitja þægilega uppréttur i
neðra rúminu.
Arangur rannsóknarinnar
sýndi svo, að sum hlaðrúm upp-
fylla ekki nærri allar þær kröfur,
sem til þeirra þarf að gera. önnur
stóðu sig hins vegar ágætlega, en
ekkert var gallalaust af þeim 11
tegundum sem athugaðar voru.
Rúm fyrir fullvaxinn þarf að
vera um það bil 90 sm breitt og
200 sm langt. Fyrir minni börn
þarf rúmið ekki að vera svo stórt,
en það verður að vera hæfilega
mikið rúmpláss fyrir barnið.
Botninn verður að vera traustur,
annaðhvort fjalabotn eða úr
krossviði. Það verður lika að
hugsa um að botn efra rúmsins
liti vel út neðan frá.
Brikin i kringum rúmið þarf að
vera svo há að hún haldí dýnunni
vel á sinum stað, um það bil 4 sm,
en hún má ekki ná upp fyrir dýn-
una. Ef brikin er hærri er erfitt að
sitja á henni og klifra út úr rúm-
inu.
Efra rúmið á að vera eins
neðarlega og unnt er til þess að
minnka fallhættuna fyrir barnið,
en bilið á milli neðra rúmsins og
þess efra á að vera það mikið, að
fullorðinn maður geti auðveld-
lega setið uppréttur i þvi neðra.
Við rannsókn og könnun hús-
gangaarkitektanna sænsku, kom-
ust þeir að þeirri niðurstöðu að
bilið á milli neðra og efra rúmsins
þyrfti að vera að minnsta kosti 75
sm.
Hlaðrúm sem eru smiðuð föst
Þetta hlaðrúm reyndist vera bezt
úr garði gert i könnun sænsku
húsgagnaarkitektanna tveggja. 1
alla staði reyndist vel frá þvi
gengið, botnar voru sterkir og
traustir og litu vel út. Brikur voru
hæfilega háar og mjög þægilegt
var að draga skúffurnar út.
Eini gallinn var að enginn stigi
fylgdi rúminu, en nokkuð erfitt er
að komast upp i það á rimlunum.
Rúmið var dýrt, en vel þess virði.
Þetta rúm, sem leit sérlega vel
út, reyndist næsta óhæft. Verðið
var einnig hátt. Rúmið var mjög
óstöðugt, og það gat jafnvel verið
hætta á þvi að maður fengi efra
rúmið yfir sig, þegar hafið var
klifur upp i það. Bríkin var allt of
há, og ekki var þorandi að gripa I
hana, þegar klifrað var upp i
rúmið. Það hefði mátt eiga von á
að allur gaflinn fylgdi með. Það
eina sem gott var við rúmið, var
stöðugur og góður stigi.
saman eru stöðugri en þáu rúm
sem hægt er að taka i sundur.Þó
er hentugt að geta tekið rúmin I
sundur, og gert eitt að tveimur.
Við könnun Svianna, kom það þó i
ljós, að samansett hlaðrúm eru
ekki nærri nógu traust. í sumum
tilfellum þarf ekki mikið til þess
að þau geti hreinlega dottið niður
eða gefið sig.
Það er alltaf hætta á þvi, að
barn sem sefur í efra rúminu geti
fallið niður. Þess vegna ætti að
fyrirfinnast einhvers slags brik,
sem hægt er að koma fyrir og
fjarlægja að vild. Hægt er að
koma henni fyrir á kvöldin þegar
barnið fer að sofa, og siðan má
fjarlægja hana strax um morgun-
inn.
Slík brík þarf að vera minnst
8 sm hærri en dýnan, og ætti að
byrja i axlarhæð, eða um það bil
35 sm frá höfðagaflinum, ef hún
nær þá ekki yfir alla hliðina.
Loks verður svo að fyrirfinnast
stigi, svo að auðvelt sé fyrir barn-
ið að komast upp i efra rúmið.
— EA.