Vísir - 28.09.1973, Blaðsíða 4
4
SIÐASTA
INNRITUNARVIKA
Vísir. Föstudagur 28. september 1973
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN L
Halastjarna á leiðinni
KENNT ER í SAFNAÐARHEIMILI
LANGHOLTSSÓKNAR
OG INGÓLFSKAFFI
INNRITUN í SÍMA 83260
Halastjarnan Kohoutek, sem
menn búast við að sjá berum aug-
um héðan frá jörðinni i janúar-
mánuði næstkomandi, nálgast
„óðfluga”. Stjarnfræðingar Smith
sonian — athugunarstöðvarinnar
i Cambridge i Massachusettsriki
skýrðu frá þvi i gær, aö hala-
stjarnan hefði sézt koma fram-
undan sólinni, sem haföi skyggt á
hana að undanförnu.
Japanskur stjarnfræðingur,
Tsutomu Seki hjá Kochi i Japan,
segist hafa tekið mynd af hala-
stjörnunni, þar sem hana ber rétt
ofan við sjóndeildarhringinn.
Segir hana ekki varpa enn nægi-
lega skærri birtu af sér til þess að
verasjáanleg berum augum. Hún
á að sjást i desember og verða
skærari en nokkur önnur stjarna
á himnum um miðjan janúar.
BARNADANSAR
TÁNINGADANSAR
STEPP
JAZZDANS
SAMKVÆMISDANSAR
FYRIR HJÓN OG
EINSTAKLINGA
UNGLINGAR! ALLIR NÝJUSTU TÁNINGADANSAR KENNDIR
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 0^0
EftiryÖarvali!
Opiö daglega frá kl. 8 til 19/ en auk þess
möguleiki á afgreiðslu á kvöldin og um
helgar.
Gangstéttarhellur Sexkantaöar hellur
Garðhellur ílitaúrvali
Brotsteinar oq hellur í litum eftir vali.
Helluval sf.
Hafnarbraut 15, Kópavogi.
Dýr sjónvorpssendir
Þetta verður dýrasti sjónvarpssendir Norðmanna, en hann er nú ver-
ið að reisa uppi á „Gulvaagsfjellet” á Vega i Helgeland. Það er áætlað,
að hann muni kosta uppkominn 210 milljónir króna (ísl.).
Byrjað var á þvi að reisa hann 1970, en hann skal tilbúinn til notkunar
á árinu 1975, og mun þá sjónvarp ná til um 50.000 manns á Heleelnnds-
strönd. — Sendirninn er í 733 m hæð og er númer 42 i sendikerfi Norð-
manna, sem byrjað var að setja upp fyrir 15árum.
Reykingamönnum
fjölgar nú enn ó ný
Barátta krabbameinssamtaka má sín
lítils gegn tóbaksnautninni
Krabbameinssérfræð-
ingar sögðu i gær, að þeir
lytu í lægra haldi í baráttu
sinni tii þess að fá fólk alls
staðar í heiminum til að
hætta að reykja vindlinga.
Þeir sögðu, að í Banda-
ríkjunum hefðu reykingar
minnkað mjög á árunum
frá 1967 til 1971 (miðað við
höfðatölu), en síðan hefur
reykingamönnum fjölgað
aftur. Sömu sögur eru
sagðar i öðrum löndum.
Krabbameinssamtök Ameríku
efndu til ráðstefnu nokkurra
fremstu krabbameinssérfræð-
inga, þar sem þessi vandamál bar
á góma. En þar var unnið að
undirbúningi alheimsráðstefnu
um reykingar og heilsuna, sem
halda skal i New York 1975.
„Þingið var kallað saman að
þessu sinni til að brýna enn
ákafar þetta mikilvæga atriði”,
sagði forseti ráðstefnunnar.
Um þessar mundir er unnið að
söfnun upplýsinga um, hve mikiö
yfirvöld landa um heim allan
gera til þess að draga úr
reykingum, eins og t.d. skatta og
toila á tóbaki, viðvaranir og
áróður og bann við reykingum i
opinberum salarkynnum.
I annan stað er unnið að
tilraunum um framleiöslu skað-
lausra vindlinga eða hættuminni,
aðferðum til að venja fólk af
reykingum, sálfræðiaðstoð
o.s.frv.
A lh ei m srá ðs t ef n a n um
reykingar og heilsuna verður
haldin á vegum WHO (Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar)
og krabbameinssamtökum
ýmissa rikja. Slik ráðstefna var
haldin i New York i fyrsta sinn
1967, en önnur var haldin i
Lundúnum 1970.