Vísir - 28.09.1973, Blaðsíða 8
Ólofur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Úlfur oo F
lóki
um mikla rækt viö súrrealiska
myndsmiö, aö sinu leyti sam-
kynja myndheimi Alfreös Flóka:
þaö eru lika hinar skýru myndir
ljóðanna, kynjaheimur sem þær
lýsa sem mesta eftirtekt vekja
viö fljótleg kynni af ljóöum hans.
En sjálfur rithátturinn er sem
fyrr segir ofur-ljós og einfaldur.
Kannski er þaö þessvegna sem
manni finnst þau ljóðin bezt þar
sem gleggstur er efniviöur veru-
leika i hugarheimi eöa frásögn
þeirra, en einatt hafa þau beinu
frásagnarefni aö miöla.
Svo er til dæmis um kvæði Úlfs
sem bókin dregur nafn af, um
fuglamanninn Gen Gora: þar er
lýst heimsókn litils drengs i ein-
hvers konar ferða-tlvoli á
markaöstorgi þar sem alls konar
undur eru til sýnis, stærsti kven-
maður i Skandinaviu, tvö undra-
börn aö spila á harmoniku og
sjálfur Gora, einhvers konar van-
skapnaöur, hálfur maður og hálf-
ur fugl:
En oplevelse
for livet skreg
rekommandören derude
Og det fik han
sðdan set ret i
myndkerfi annarra kvæða, og svo
er sem betur fer um fleiri einföld
og „opin” ljóö i bók Ulf Gud-
mundsens.
Myndir Alfreös Flóka koma
sjálfsagt kunnuglega fyrir þeim
lesendum sem fylgzt hafa meö
sýningum og öðrum verkum hans
á undanförnum árum: mynd-
skreyting bókmennta hefur jafn-
an virzt kjöriö verksvið fyrir
Flóka. En Flóki breytist ekki meö
árum og aldri: hér er enn sem
fyrr hinn sami myndheimur, sem
maður man frá hans fyrstu sýn-
ingu. Af hverju tekur maöurinn
sér ekki fyrir hendur eitthvert
stórt verkefni I myndskreytingu,
myndsköpun úr efni skáldskapar
sem llklegt væri til aö veita hæfi-
leikum hans nýja útrás?
En beztfinnst mér Flóka takast
til i þessari bók þar sem ekki er
lengur um hreina myndskreyt-
ingu aö ræöa heldur hans eigin
nýsköpun úr efniviö ljóöanna. Svo
kann aö vera um þá mynd sem
hér er prentuð og fylgir kvæöi
sem nefnist Forar, svona ofur-
einfalt:
Kroppen rádner
under lærkekád
himmel
Enken köber
sort undertöj
meö blonder.
Gunnar Gunnarsson skrifar um ófvarp
Getnaðarvörn í lagi!
Ulf Gudmundsen:
FUGLEMANDEN GORA
Med tegninger af Ali'red Floki
Strubes Forlag, Köbenhavn 1973,
61 bls.
Gaman var á dögun-
um að hlusta á danskt
skáld, Ulf Gudmundsen,
lesa úr ljóðum sinum i
Norræna húsinu, en Úlf-
ur hefur dvalizt hér i
boði hússins undanfarn-
ar vikur.
Þetta var skemmtilegt, ekki
bara vegna ljóðanna sem lesin
voru, heldur einnig frjálsmann-
legrar og óþvingaörar framkomu
upplesarans og aösóknar áheyr-
enda að upplestri hans. Þaö er aö
sjá af þessu og öörum dæmum að
hér sé til taks umtalsverður hóp-
ur áhugamanna um danskar bók-
menntir. Og glöggt er aö hin vist-
legu salarkynni Norræna hússins
laöa til sin gesti á margbreytileg-
ar samkomur sem þar eru haldn-
ar. Kannski Islenzk skáld ættu
einnig góöri aösókn og áheyrn aö
fanga ef þau freistuöu þess aö
flytja verk sín I heyranda hljóöi,
t.a.m. i Norræna húsinu. Margt af
ljóöum yngstu skálda sýnist vel
til framsagnar falliö, ort I ein-
földum mælskustil, einræöum
merkingarljósum stilshætti.
Ulf Gudmundsen er maöur á
fertugsaldri, og hefur birt nokkr-
ar ljóðabækur, siöast Fugle-
manden Gora sem út kom I haust,
litlu áöur en hann hélt i tslandsför
slna. Úlfur mun vera af Islenzku
fólki kominn i ættir fram eins og
nafn hans gefur til kynna og is-
lenzkur listamaöur, Alfreö Flóki,
hefur teiknaö myndir I siöustu
bók hans. A laugardaginn fór Úlf-
ur hinum sterkustu lofsyrðum um
verk Flóka, sem hann taldi aö
tæplega heföu veriö metin aö
veröleikum enn sem komiö er.
Hann hefur einnig ort til Flóka
Du ábner dören
mod ulvemörket
og du ukendte
landskabers
grusomme
skönhed
Þessar tilfærðu ljóölinur lýsa
þvi sjálfsagt betur en löng útlist-
un hvaö það er sem laöar Ulf
Gudmundsen aö myndum Alfreös
Flóka. Og jafnframt eru þær til
marks um stilshátt skáldsins,
hina einföldu setningafræði hans
annars vegar, ef svo má segja,
hinsvegar dálæti hans á óraun-
verulegu, fjarstæðu myndmáli.
Úlfur mun sjálfur hafa lagt stund
á myndlist og leggur I ljóöum sin-
Þessi einföldu orð bera að mér
finnst meiri merkingu en
metnaöarmeiri súrealisk
SJÓNVARP: Hún virtist
við fyrstu sýn ekki mjög
safarik sjónvarpsdagskráin
fyrir síðustu viku — og þó,
nokkrir þættir hennar voru
fyllilega þess virði, að
maður staldraði ögn við
sjónvarpsskjáinn.
Fóstbræöurnir, Brett og Daniel,
eru undarlegir fuglar. Og þótt allt
þeirra athæfi, sem og þeir sjálfir,
sé meö miklum ólikindum, þá er
einhver andskotinn viö þá sem
fær mann stöku sinnum til aö
gleyma timanum.
„Þaö er nefnilega svoleiöis meö
mig,” sagöi vinur minn einn,
iönaöarmaöur, langþreyttur og
enn að drukkna i vinnu, „aö þegar
þessar útjöskuðu bióstjörnur birt-
ast á skjánum, þá renni ég eins og
i hugsunarleysi vökva i glas og
keppist viö þaö þáttinn út aö skála
viö strákana á skjánum. Og þaö
er oft sem þeir lyfta glasi” —
sennilega er mörgum svo fariö,
aö þeir láta gleymskumeöal á
borö viö Danna og Bretting renna
ljúflega niöur. Og er sennilega
brýn nauösyn á sliku efni.
Finns érda
smard?
Aö þeim fóstbræörum gengnum
megnaöi sjónvarpiö ekki aö
draga mig að sér fyrr en á mánu-
dag. Ég valdi aö sjálfsögöu leik-
ritið brezka, Pandóru. Af misgán-
ingi lenti ég aðeins of snemma viö
kassann, þannig aö ég lenti i þvi
aö horfa á undarlegan skrafþátt.
Hann fallaði um islenzka fata-
framleiöslu. Nú varö ég litlu
fróöari en áöur um þann iönaö,
enda ákaflega vond aöferö viö aö
kynna eina iöngrein aö láta vél-
menni svifa fyrir augu manns
annaö slagið og segja: Finns érda
smard?
Jú, satt aö segja „fanns mér
sumt smard”, en afhverju I
ósköpunum er ekki staðiö svolitiö
hressilegar aö svona verkefni:
Kynning á islenzkri fatafram-
leiöslu.
Þaö hlýtur aö vera hægt aö
ganga rösklegar til verks, án þess
aö skemma alveg skemmtigildi
þáttarins. Upplagt heföi veriö aö
slæma einni upptökuvél yfir snið-
borö og saumasali, sýna fólki þá
staöi, þar sem fötin þess eru búin
til, tala viö fólkiö, sem klæöin
framleiöir, saumamanneskjurn-
ar og hönnuðina. Þaö hlýtur að
vera frumskilyrði aö segja lika til
um hvað hlutirnir kosta, til hvaöa
landa þeir eru seldir, hvort iön-
greinin sé i sókn eöa á undan-
haldi. Hvaöa gagn og gaman er
aö þvi aö Iáta fólk (spyrjandinn i
þessum þætti og þátttakendurnir
sömuleiöis virtust hálffeimnir viö
aö oröa skoöanir sinar og álit)
dufla viö daufingjalega framsetn-
ingu, sjá karakterlausar turtil-
dúfur glingrast um gólfiö, og svo
stynur einhver: Ja mér finns
edda smard, en ’e kaubi bara útt-
lensd?
En Pandóra kom og megnaði aö
hreinsa daufingjaáhrifin burtu.
Englendingar standa framarlega
i leikritasmiö fyrir sjónvarp, og
leikritiö á mánudaginn var meö
þeim betri. Leikur bregzt aldrei
hjá erkifjendum okkar, og veröi
klippt á viðskiptatengsl við land-
helgisglæponana, þá veröur þaö
vara á borö viö leikritin þeirra,
sem mest eftirsjá veröur I.
Getnaðarvömin bezta
Og svo kom hápunktur vikunn-
ar: Umræöuþáttur um frjálsar
fóstureyöingar. Þetta var einkar
fróölegur þáttur, en aö einu leyti
vantaöi upp á aö hann væri
skipaður réttum aöilum. Mér
fannst leikurinn frekar ójafn, eöa
varla telst það réttlátt aö láta
þrjár fagrar og gáfaöar konur
sitja sameinaöar gegn tveimur
samúöarlausum körlum. Ég heföi
sett a.m.k. eina aldraöa valkyrju
i læknaliöiö, einhvern duglegan
húsmæðraskólakennara, svo hug-
mynd sé gefin.
Nú hef ég svo litið haft af lækn-
um að segja, einkum þó kven-
sjúkdómalæknum, aö mér brá
talsvert, þegar ég sá tvimenning-
ana og heyrði. Og vinkona min
(kona iönaöarmannsins sem dáir
Bretting og Danna) sagöi si sona
þegar þættinum lauk: „Þaö væri
athugandi fyrir sjónvarpiö aö fá
þessa Þóra tvo til aö koma seint á
hverju kvöldi og tala um læknis-
köllun sina, náttúran hripar niöur
af manni viö aö heyra i þeim og
sjá þrúgandi alvöruna i augum
þeirra.”
En þaö er vist aukaatriði. Al-
varlegast fannst mér aö heyra
enn einu sinni skina I þennan
óskaplega stórbokkaskap, sem
einkennir svo mjög læknastétt-
ina. „Þaö er ekki hægt aö neyöa
lækni til aö gera nema þaö sem
hann sjálfur vill.” „Fóstureyöing
er ekki læknisverk. Þaö er aö
eyða heilbrigöu lifi,” o.s.frv.
Hvaö er læknisstarfiö annaö en
þjónusta viö mannfélagiö, rétt
eins og flest annaö sem viö velj-
um okkur aö lifsstarfi? Hvaö er
þaö viö lækningaréttindin, sem
gefur um leiö þvilikt vald, aö
handhafi þess veröur þess um-
kominn að ráöa framtiö og örlög-
um ekki bara eins einstaklings,
heldur heils ættbálks?
Er yfirleitt nokkur þörf á þvi aö
tala viö lækna, þegar hnika á til
einum lagabókstaf til mannúöar-
auka?
Úr þvi þeir skipa sér i harö-
snúna sveit valdsmanna, þá held
ég rétt sé aö endurskoða afstöð-
una til þessarar hátekjustéttar.
En sleppum karlagreyjunum —
og enda óþarfi að reiöast þeim,
þær fóru meö frábæran sigur af
hólmi, Vilborg, Guörún og Hlédis
— og svoég haldi áfram aö vitna I
vini mina: „Þaö væri haldlítil
getnaðarvörn aö flagga þessu
kvenfólki á skjánum á hverju
kvöldi,” sagöi eiginmaöur
þeirrar, sem missti náttúruna viö
aö sjá læknana.
Skemmdarverk
fullorðinna
ÚTVARP: Nú var Páll Heiðar
með daufasta móti — varla aö
hann næði sér á flug, nema rétt á
meöan hann afgreiddi á sérlega
skemmtilegan hátt brennandi
hitamál: Kleifarvatnsnjósnirnar.
Gáfaöir heilar hafa I marga daga
hamazt viö aö finna lausn þessar-
ar dualarfullu njósnagátu. Hver á
drasliö? Rússar? Mogginn?
Félag islenzkra radióamatöra?
Veiöifélagið viö Kleifarvatn? Páll
Heiöar? Eykon? Þjóðviljinn?
Hver? Finnast ekki bráöum fleiri
svona græjur út um hvippinn og
hvappinn? Hvernig er þaö, er
löggan ekki starfi sinu vaxin? Er
ekki búiö aö gera út leitarflokka
eftir tækjum sem hugsanlega
leynast út um allt. Maður spyr
bara.
En þaö voru fleiri en Páll
Heiöar sem gátu ekki leyst hina
miklu gátu. A mánudaginn kom i
hljóövarpiö maöur, sem lika bar
fram brennandi spurningu:
HVAÐ ER TIL RAÐA VIÐ
SKEMMDARVERKUM UNG-
LINGA??!!
Orö i tima töluð. Og Sigmar
Hauksson fékk a.m.k. þrjá al-
vörumenn til aö ræöa viö sig sér-
staklega um þetta vandamál. Þvi
miöur sofnaði ég, áöur en þeir
leystu gátuna, og ég verð þvi aö
biða endurtekningar á þættinum,
svo ég geti lýst mig samþykkan.
Verst meö þessi skemmdar-
verk unglinganna, aö Hafliöi
garöyrkjustóri sagöi, rétt áöur en
ég missti meövitund, aö þaö væru
eiginlega engin skemmdarverk
framin i Reykjavik lengur —
„ekkert á viö þaö sem var fyrir
þrjátiu árum”, sagöi Hafliöi. Ætli
Sigmar hafi veriö þrjátiu árum á
eftir timanum?
En þá er aö herða upp hugann
og snúa sér aö næsta verkefni,
Sigmar: Skemmdarverk fullorö-
inna eru viöamikill málaflokkur.
Hvar væri nú bezt aö -byrja?
Kannski á uppeldismálunum? Ég
veit það ekki.
Saumakonur —
r i
óska aft ráfta saumakonu til púftasaums.
Bólstrunarverkstæfti okkar er á Artúns-
höffta. Uppl. i sima Ifií)75. Skeifan Kjör-
garfti.
Starfsfólk óskast
Launadeild fjármálaráðuneytisins óskar aö ráða starfs-
fólk, Verslunarskólapróf eða stúdentspróf æskilegt.
Verkefni eru: aöstoö viö launaútreikning, undirbúningur
fyrir skýrsluvélavinnu o.fl.
Laun skv. 15. launafiokki aö lokinni starfsþjálfun.
Umsóknir sendist launadeild fjármálaráöuneytisins fyrir
7. október n.k.
Fjármálaráftuneytift,
27. sept. 1973.