Vísir - 28.09.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 28.09.1973, Blaðsíða 17
Visir. Föstudagur 28. september 1973 n □AG | D KVÖLD | í DAG Nýr þulur í morgunútvarpi: Kristín Ólafsdóttir tekur við af Jóni Múla — sem verður í staðinn eftir hódegið Það hefur liklega ekki farið fram hjá mörgum, að morgun- útvarpinu er nú að bætast nýr liðsauki af kvenkyninu, en það er Kristin óiafsdóttir sem er að taka við af okkar landsfræga Jóni Múla. Kristin verður önnur þulan sem nú starfar hjá út- varpinu, en fyrir er Ragnheiður Asta Pétursdóttir. Við áttum stutt spjall við Kristinu, og bað hún okkur endilega að kalla sig ekki þulu. „Mér finnst það ekki fallegt orð og vil heldur vera þulur. Annars er ég á móti þvi að karl- kenna öll störf af jafnréttis- ástæðum, eins og sumir hafa viljað gera”, sagði Kristin. „Ertu ekki taugaóstyrk að taka við af Jóni Múla?” „Jú, það hoppar enginn svo auðveldlega i sporin hans, svo vinsæll sem hann hefur verið, ekki sizt hjá kvenþjóðinni. Jón Múli er reyndar alls ekki að hætta, hann verður eftir hádegið i staðinn. Ég byrja fyrir alvöru næsta þriðjudag, en er af og til núna I morgunútvarpinu svona til æfinga”. „Og þú ert „i læri” hjá Jóni?” „Já, og það er alveg ágætt. Ég þarf að velja lögin, lesa fréttir, tilkynningar og fleira, og Jón býr mig undir þetta allt saman. Ég verð á vakt þrjá morgna frá 7 og framyfir hádegið en þess á milli þarf ég að undirbúa mig, velja lögin o.fl. Pétur Pétursson verður þulur á móti mér á morgnana, þ.e. þá morgna, sem ég er ekki”, sagði Kristin ennfremur. Þess má geta, að Kristin er enginn nýliði i útvarpinu. Auk þess að vera vel þekkt söngkona „Enginn hoppar auðveldlega I sporin hans Jóns Múla”, segir Kristin ólafsdóttir, sem hefur flutt sig frá ritvélinni að , hljóðnemanum. og fyrrv. stjórnandi barnatima sjónvarpsins, hefur hún unnið alllengi hjá útvarpinu og m.a. séð um þjóðlagaþátt. Þá er Kristin útskrifuð úr Leiklistar- skóla LR og hefur leikið i allmörgum leikritum, m.a. barnaleikritinu Loki þó hjá Leikfélaginu i fyrra. Og við get- um væntanlega heyrt i Kristinu i útvarpinu i fyrramálið. — ÞS. Sjónvarp kl. 21.25: Útför Svíakonungs — vœntanlega meðal efnis í þœttinum „að utan" í kvöld Þátturinn að utan f kvöld er I umsjá Jóns Hákonar Magnús- sonar, en ekki Sonju Diego, eins og stóð í upphaflegu dag- skránni. Við fengum þær upp- lýsingar, að meðal efnis I þættinum i kvöld væri fjallað um morð á námuverkamönnum I Suður-Afríku og einnig verður fjallað um hveitiskortinn i heiminum, en bæði þessi efni hafa verið mjög ofarlega á baugi að undanförnu. Þá hefur verið beðið eftir fyrstu filmum frá útför Gústafs Adolfs Svfa- konungs, og standa vonir til, að filma verði komin til landsins i dag og sýnd i þættinum í kvöld. Eins og kunnugt er, fór útför konungs fram þriðjudaginn 25. þ.m. og var forseti tslands dr. Kristján Eldjárn, viðstaddur út- förina. Þátturinn að utan hefst kl. 21.25 i kvöld, en þar á eftir, um kl. 22.00, verður fluttur bandariskur þáttur með popptónlist og ýmiss konar myndefni. —ÞS Vonir standa til að filma frá útför Sviakonungs verði komin til landsins f dag, en þessi fréttamynd er tekin við útförina. Þarna má sjá Noregskonung, Júliönu Hollandsdrottningu, Baudouin Belgíukonung, Kristján Eldjárn og Kaunda Zambiuforseta. í r Tl ** 17 :|e ŒJ Wffi * Spáin gildir fvrir laugardaginn 29. sept. spa M * h- * * «- * s- + «- * «■ X- «- 8- «- + «• + + + S- + «- + + «- + «- + «- + «- + «- + «- + «- + x!- + «- + + «- + «- + «- + «- + '4- + «- + S- + 4- + «- + «- + «- + «- +• «- + «- + «- + «- + «- + «- + «- J\. u A Iirútnríiiii, 21. marz—20. april. Það er eitthvað óljóst i sambandi við laugardaginn, þegar á lið- ur, og þvi vissast að fara varlega, jatnvel þótt það þurfi ekki að merkja neitt neikvætt. Nautið, 21. april—21. mai. Gættu að þvi að taka ekki neinar ákvarðanir i skyndi, sem varða dag- inn eða helgina, og þýðingarlitið mun reynast að vera með einhverjar áætlanir. Tvihurarnir, 22. mai—21. júni. Það litur út fyrir að þetta geti orðið ágætur dagur, en kvöldið verður bezt heima, og þarf þó ekki endilega að þýða, að það verði rólegt. Krabbinn,22. júni—23. júli. Ef þú átt i einhverj- um útistöðum, þar sem þú hyggur á sættir, fer vel á, að nú notir daginn að einhverju leyti i þeim tilgangi. Ljónið.24. júli—23. ágúst. Þú þarl't nauðsynlega að gera það upp við þig i dag, hvort ekki sé væn- legast, að þú bindir enda á stöðuga áreilni óvið- komandi aðila. Mryjan,24. ágúst—23. sept. Taktu þvi með ró, þó að ekki gangi allt samkvæmt áætlun i dag, þetta lagast allt, er á liður, og sennilegt, að kvöldið verði skemmtilegt. Vogin.24. sept —23. okt. Þáð er ekki óliklegt, að þú þurfir að taka á þolinmæðinni i sambandi við einhver fastmæli, sem ekki reynast eins áreið- anleg og þú bjóst við. Drekinn, 24. okt —22. nóv. Þetta virðist munu verða atburðarikur dagur, jainvel þótt það komi ekki fram við þig beinlinis. En það mun saml hala sin áhrif. Boginaðiirinn,23. nóv.—21. des. Sennilega gefst þér tækifæri til að bæta fyrir einhverja skyssu, sem þú hefur gert i athugunarleysi ekki alls lyrir löngu. Steingeitin, 22'. des.—20. jan. Þér mun að öllum likindum þykja biðin löng i sambandi við ein- hver lol'orð, en þau munu verða elnd eigi að siður, þótt seinna verði. Vatnsberinn,21. jan. — 19. febr. Þetta getur orðið þægilegasti dagur og þó talsvert sé um að vera annars staðar, kemur það ekki við þig nema að litlu leyti. Fiskarnir,20. febr.—20. marz. Þetta getur orðið sérkennilegur dagur, og þá helzt lyrir óvænta at- burði, að mörguleyti jákvæða, að minnsta kosli þegar frá liður. ÚTVARP • 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Slðdegissagan: „Hin gullna framtlð” eftir Þor- stein Stefánsson.Kristmann Guðmundsson les (10) 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- iist eftir Wilheim Steiihammar. Sænski út- varpskórinn syngur þrjú kórlög, Eric Ericson stj. Hilda Waldeland leikur „Siðsumarkvöld” , fimm pianólög. Arve Tellefsen fiðluleikari og Sænska út- varpshljómsveitin leika Tvær rómönsur, Stig Westerberg stj. Filharmóniusveitin i Stokkhólmi leikur tónlist við leikritið. „Chitra”. Herbert Blomstedt stj. 15.45 Lesin dagsrká næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphorniö. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Spurt og svarað. Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfóniskir tónieikar. a. Karnival i Paris op. 9 eftir Johan Svendsen. Fil- harmóniusveitin i ósló leikur, Oivin Fjeldstad stj b Sinfónia nr. 4 i e-moll op. 98 eftir Jóhannes Brahms. Filharmóniusveitin i Berlin leikur, Herbert von Karajan stj. — Guðmundur Gilsson kynnir. 21.00 Litiö við I Lóninu. Kristján Ingólfsson talar við Sighvat Daviðsson bónda á Brekku. 21.30 Útvarpssagan: „Fuiltrúinn, sem hvarf” eftir Hans Scherfig. Þýðandinn, Silja Aðal- steinsdóttir, les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. EyjapistiII. 22.35 Draumvisur. Sveinn Magnússon og Sveinn Arna- son sjá um þáttinn. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJQNVARP • 20.00 Fréttir. 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.30 Fóstbræður. Breskur sakamála- og gaman- myndaflokkur. Njósna- ieikur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 21.25 Að utan. Þáttur með er- lendum fréttamyndum. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.00 Músik og myndir. Bandariskur þáttur með popptónlist og ýmiss konar myndefni. 22.30 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.