Vísir - 28.09.1973, Blaðsíða 6
6
Vísir. Föstudagur 28. september 1973
VÍSIR
Otgefandi:-Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Augjýsingastjóri: SkUli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Sföumiila 14. Simi 86611 (7(lihur)
Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr> 22.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Mest eða bezt?
Oft reynist mönnum erfitt að gera greinarmun
á þvi, sem mest er, og þvi, sem bezt er. Ofát er al-
gengur kvilli og ekki eingöngu i mataræði. Hér á
íslandi rata menn ekki alltaf á meðalhófið, svo
sem ýmis dæmi sýna.
Gott er að endurnýja fiskiskipaflotann smám
saman á löngu árabili og nota tækifærið til að afla
nýrrar skipagerðar, skuttogara. En það kann
ekki góðri lukku að stýra að kaupa á einu bretti
marga tugi skuttogara, sem alls ekki bera sig, og
leggja jafnframt tiltölulega nýlegum aflaskipum.
Eitt nýjasta æði fslendinga eru tizkuverzlanirn
ar, sem skjóta upp kollinum á öðru hverju götu-
horni. Þær fyrstu kunna að hafa gengið vel, en
hætt er við, að margar hinna nýju verzlana lúti i
lægra haldi i ofkeyrðri samkeppni. Við þekkjum
mörg dæmi um slikar öldur, sem hafa risið og
hnigið i ýmsum greinum verzlunar.
Einstaklingar reisa sér hurðarás um öxl i
byggingu ibúða, bilakaupum og ferðalögum til
útlanda. Allt stafar þetta súmpart af þvi, að
menn gera ekki greinarmun á þvi, sem mest er,
og þvi, sem bezt er. Þvi meira, þvi betra, hugsa
menn.
Að undanförnu hefur nokkuð verið varað við
óhóflegu offorsi i ferðamálunum. Bent hefur ver-
ið á, að viðleitnin við að fá sem flesta ferðamenn
hingað til lands geti haft slæmar afleiðingar frá
sjónarmiði náttúruverndar og einnig frá sjónar-
miði lifsgæða þjóðarinnar.
Bandariskt fyrirtæki hefur nú með aðstoð is-
lenzkra sérfræðinga tekið saman ferðamálaáætl-
un fyrir ísland á vegum þróunarsjóðs Sameinuðu
þjóðanna. Þessi áætlun er einkum athyglisverð
fyrir það, að hún tekur fullt tillit til þess sjónar-
miðs, að varlega skuli fara i sakirnar.
Markmið áætlunarinnar var ekki að finna leiðir
til sem mestrar f jölgunar erlendra ferðamanna á
íslandi. Markmiðið var að finna leiðir til hóflegr-
ar fjölgunar þeirra. Og áætlunin gerir ekki ráð
fyrir, að áherzla verði lögð á að auka ferða-
mannastrauminn á hávertiðinni, sumrinu. Hún
gerir hins vegar ráð fyrir lengingu ferðamanna-
timans yfir á vor og haust.
Áætlunin hafnar i bili draumsýnum um, að Is-
land geti i bráð orðið alþjóðlegt skiðaland. Hún
segir, að samkeppnin við hin grónu skiðalönd
muni reynast okkur of hörð. Hún varar lika við
þvi, að treyst sé um of á laxveiðar sem agn fyrir
ferðamenn. Hún telur meiri möguleika á aukinni
silungsveiði og sjóstangaveiði fyrir erlenda
ferðamenn, bæði vegna rýmri markaðar og
lengra veiðitimabils.
Ferðamálasérfræðingarnir, sem sömdu
áætlunina, telja möguleikana vera vænlegasta i
alþjóðlegum fundum og ráðstefnum, sem haldnar
yrðu utan aðalferðatimans. Vilja þeir fjölga ráð-
stefnugestum úr 2.700 árið 1972 1 10.000 árið 1980.
Þetta er án efa skynsamlegasta leiðin til að auka
tekjur af erlendum ferðamönnum.
Ferðamannastraumurinn hefur aukizt um
16-17% á ári siðasta áratuginn, 1961-1971. Áætlun-
in gerir ráð fyrir, að hæfileg aukning fram til 1980
verði nokkru minni, eða 12%, og enn minni ára-
tuginn þar á eftir, eða 8%. Þetta eru tiltölulega
hófsamlegar tölur, sem benda til þess, að höfund-
ar áætlunarinnar kunni að gera greinarmun á
þvi, sem mest er, og þvi, sem bezt er.
—JK
SAMANBURÐUR
Nokkru áöur en vinstri stjórn sett-
ist aö völdum á tslandi, tók vinstri-
maðurinn Salvador Allende við
völdum i Sile, ánamaðkslandinu i
Suður-Ameriku. Þetta á m.a. sinn
þátt I þvi, að viö höfum haft tals-
veröa tilhneigingu til aö bera sam-
an þessar tvær samhliða vinstri
stjórnir. Þó langt sé á milli land
anna, sitt á hvorum heimsenda, og
þjóðfélagsaðstæöur séu ólikar,
virtist okkur i byrjun svo margt líkt
með þessum tveimur vinstri
stjórnum, aö viö fórum nærri
ósjálfrátt aö draga samlikingar og
samanburöi þar á milli. Aö þessum
samanburði stuðlaði þaö lika, að
einn af forsprökkum kommúnista
hér, Ragnar Arnalds, fór i kostu-
lega boðsferð til Sile til að skoða
uppbyggingu hins nýja sósialiska
samfélags. Hann kom til baka og
Iýsti þvf með fögrum orðum, að þar
drypi smjör af hverju strái. En
ekki hefur allt verið eins og sýnd-
ist, eins og kom I ljós á dögunum,
þegar Salvador Allende batt enda á
lif sitt meö þvi aö skjóta úr kú-
banskri vélbyssu upp i munn sér.
Byrjunarferill vinstri stjórnanna
i Sile og á íslandi var i rauninni slá-
andi likur. Báðar stjórnirnar byrj-
uðu á þvi aö hækka laun I viðleitni
til aö bæta lifskjörin I löndunum. Á
báðum stöðunum virtist þetta i
^fyrstu leiöa til mikilla fjárhags-
öröugleika.
Menn muna það enn frá fyrstu
mánuðum vinstristjórnarinnar
hér, hvernig hún tæmdi á skömm-
um tima alla sjóði, varasjóði og
verðjöfnunarsjóði, og hvernig
vöruskipajöfnuður okkar varð
hættulega óhagstæður og gjald-
æyrisforöi okkar fór þverrandi, svo
Hvað þá um aðrar vörur, sem
ekki voru flokkaðar til sömu nauð-
synja? Hvað þá um bifreiðir og
varahluti til þeirra? Innflutningur
á slikum lúxus var stöðvaður til að
eyða ekki dýrmætum gjaldeyri. En
þau innflutningstakmörk urðu af-
drifarik, þvi að lifið i Sile er alveg
eins og hér á Islandi sérstaklega
mikið háð bifreiðasamgöngum. Af
þvi leiddi brátt algera niðurniðslu
vöru- og flutningabilaflota lands-
ins. Sami siður er i Sile eins og hér,
að flutningabilarnir eru i eign ein-
staklinga, bilstjóranna sjálfra. Nú
skullu þessir erfiðleikar og basl yf-
ir bilstjórana með mestum þunga,
að þurfa að standa i sífelldum
viðgerðum á hrörnandi og bilandi
bilakosti. Þeirfengu ekki einu sinni
innflutta hjólbarða, og geta menn
imyndað sér, hvilik liðan þaö er að
þurfa sifellt að lappa upp á biluð og
ónýt dekk.
Það voru fyrst og fremst þessir
slitandi erfiðleikar, sem ollu
óánægju vörubilstjóranna, er varð
svo afdrifarik. 1 þeirra hópi höfðu
áður verið margir einbeittir
stuðningsmenn Allendes, en
ástandið var orðið svo ömurlegt, að
engin pólitik skipti lengur máli.
Flutningakerfi landsins var
þegar tekið að hrynja saman, áður
en verkföllin hófust, en siðan sam-
einuðust allir vörubilstjórar i mik-
illi beiskju um verkfall sitt. Höfuð-
krafa þeirra var einfaldlega að
innflutningur yrði leyfður á bilum,
eða að minnsta kosti á varahlutum
og hjólbörðum.
Menn imynda sér nú kannski að
skorturinn hafi fyrst og fremst haf-
ið innreið sina i Sile eftir að vöru-
bílstjóraverkfallið hófst, en það er
orsökin hafi einfaldlega verið sú
ógæfa, að vinstri menn skyldu
komast til valda. Hér hafi enn einu
sinni sannazt, að sósialisminn hafi
mistekizt i verki.
Mér finnst þó, að við ættum að
fara varlega i að draga svo viðtæk-
ar kenningafræðilegar ályktanir af
þessu. Heldur ættum við að lita
raunsærra á málin.
Það hvernig einhverri rikisstjórn
tekst að leysa af hendi stjórnar-
störfin er ekki svo mikið komið
undir kenningum, heldur miklu
meira undir kringumstæðum og
hvernig hún snýst við aðstæöum
hverju sinni.
Við sjáum þetta einmitt i saman-
burðinum á vinstri stjórn Ólafs
Jóhannessonar og vinstri stjórn
Salvadors Allendes. Báðar þessar
stjórnir lögðu i upphafi i mikla
þjóðaráhættu með þvi að eyða og
sóa öllum sjóðum.
En sá var aðeins munurinn, að
þegar öllu hafði verið eytt hér á
landi, þá margfaldaðistaðeins gull-
og dollarastraumurinn til landsins
vegna hagstæðra aðstæðna. En i
Sile varð þurrð og vandræði. Ég sé
ekki að þessi misjafni árangur stafi
af neinum kenningarfræðilegum
mun milli þessara tveggja stjórna.
Svo mikil áhætta var tekin hér i
fyrstu, að vel má imynda sér, að
þróun og ástand hefði getað orðið
það sama hér og i Sile, ef ekki
hefði rætzt úr hinum ytri aðstæð-
um.
Munurinn var aðeins sá, að erfið-
leikaár biðu Silebúa, og þvi verður
dómur sögunnar harður yfir All-
ende að hafa verið búinn að eyða
öllum sjóðum og birgðum, þegar á
þeim þurfti að halda.
menn óttuöust aö allt væri aö kom-
ast I strand. Um tima voru menn
jafnvel farnir aö óttast
innflutningstakmarkanir og vöru-
iSkömmtun, og rikisstjórnin greip
þá i örvæntingu sinni til gengis-
lækkana.
En siöan greiddist svo ljómandi
vel úr þvi öllu hjá okkur, og vita
/ allir að það voru tveir þættir sem
valda þeim uppgripa- og gullaldar-
fiárum, sem nú eru hjá okkur. í
fyrsta lagi mikil loðnuveiði ár eftir
ár, og i öðru lagi geysimikil eftir-
spurn og verðhækkun sem orðið
hefur á öllum fiskafurðum hvar-
vetna á heimsmarkaðnum.
Þannig græddist fljótlega upp i
alla eyðsluna og miklu meira en
það, þvi að sifelld ofspenna, of
mikiö fjármagn, of mikil vinna og
'framkvæmdir eru nú að drepa fólk
með hálfgerðri ofvinnuþrælkun.
1 þessu efni varð þróunin þveröfug I
Sile. Þegar eyðslunni og veizlu-
glaumi vinstri manna var lokið,
voru sjóðirnir tæmdir, og þeir urðu
tómir áfram. Þar varð heldur verð-
lækkun á helztu útflutningsvörum
og ýmsar truflanir i framleiðslu og
útflutningi. Þar kom, að allir gjald-
eyrisvarasjóðir þurru og skortur-
inn hóf innreið sina.
Astandið i Sile undir vinstristjórn
Allendes varð I einu orði sagt
skelfilegt. Þar var orðinn skortur á
einföldustu lifsnauðsynjum, eins og
matvælum og fatnaði, skömmtun
var tekin upp á þeim eins og á
styrjaldartimum. En jafnvel
skömmtunarmiðar voru einskis-
virði, þvi að hillur verzlana
tæmdust. Ef einhver nauðsynja-
vara siðan barst, mynduðust lang-
ar biðraðir við búðir. Fólk mátti
leggja það á sig að standa margar
klukkustundir i biðröðum.
alger misskilningur. Skorturinn
með skömmtun og vöruvöntun á
öllum sviðum var þá búinn að vara
hátt á annað ár.
Auðvitað bitnar slik vöruvöntun
jafnan haröast á húsmæðrunum, og
þvi hafði eins konar húsmæðra-
félag Santiagó-borgar þegar staðið
fyrir margitrekuöum mótmælaaö-
gerðum. Þó húsmæðurnar séu
seinþreyttar til vandræða I
kaþólskum löndum, þá má skilja
vandræðin og æsinguna af þvi að
konurnar höfðu þúsundum saman
farið i mótmælagöngur og barið
tóma potta til að tákna, að ekkert
væri til að setja i pottana. Og var
furða þó ,þær væru óánægðar, þvi
eitthvað verða þær að gefa körlun-
um sinum og krógunum að borða.
En eftir að vörubilstjóraverk-
fallið hófst, versnaði ástandið aö
sjálfsögðu, þvi að eftir það var t.d.
ekki hægt að koma landbúnaðar-
vörum, sem ræktaðar voru innan-
lands, á markað. Kál og salat, sem
var að koma upp með vorinu, eyði-
lagðist úti á landsbyggðinni, meðan
hungrið svarf að I borgunum.
Kjarni málsins er sá, að það var
komin alger ringulreið I Sile eftir
þriggja ára valdatiö Allendes.
Astandið var svo ömurlegt sem
hægt var að hugsa sér, stjórnleysi,
vöruskortur, allsherjar stöðvun
atvinnulifs, efnahagsmál i strandi,
hörmung, vandræði, hungur og
upplausn hvert sem var litið.
Þegar svo er komiö, er allt betra
en þessi hryllingur, jafnvel harka-
leg valdataka fasista eða einræði
kommúnista. Það eina sem skiptir
máli, þegar svo er komið, er að
reyna með einhverjum hætti að
krafsa sig upp úr dýinu.
Og hverju á svo að kenna um, að
svo skyldi fara? Sumir segja, að
Okkar Islendinga biöu hins veg-
ar uppgangsár, og þvi verður
vinstri stjórnin ekki dæmd fyrir
það, þó hún gengi út á yztu nöf á
fyrsta ári sinu. Hún datt nefnilega
ekki niður af heljarbrúninni. Hitt
kann að verða miklu alvarlegra, að
meðan uppgangsárin hafa haldið
áfram hér og til dæmis fiskverð á
Bandarikjamarkaði tvöfaldazt og
slegið öll met, þá kunna það siðar
að þykja alvarleg mistök hjá henni
að nota ekki þessa uppgangstima
til að safna I sjóði eða grynnka
erlendar skuldir. Meðan fiskverð
erlendis er i toppi, erum við fremur
að auka á erlendar skuldir með
milljóna og milljarðalántökum.
Það verður að lita á slikt sem al-
geran hrunadans.
Gera má ýmsar annan saman-
burð á Sile og tslandi. Ég tel engan
vafa á þvi að Allende hafi fram-
kvæmt mikilvægar þjóðfélags-
breytingar, sem ekki verða skjót-
lega afmáðar. Hann stuðlaði
tvimælalaust að stórauknum jöfn-
uði og bætti stórlega lifskjör hinna
fátækari.
Undir vinstri stjórn hér á landi
hefur þessu þvi miðúr verið alveg
öfugt farið. Ég held að það liggi nú
alveg ljóst fyrir, að kjaramismun-
ur hefur stóraukizt unciir núverandi
vinstristjórn.
Kjör fátækra gamalmenna og
öryrkja og annarra litilmagna i
þjóðfélaginu hafa aldrei verið
lakari en nú, og er það sérstaklega
ömurlegt, þegar hugsað er út i allt
gullflóðið, sem dembist yfir landið.
Sama er að segja um kjör lág-
launafóiks, að þetta fólk er nú
vegna verðbólgunnar miklu verr
sett en áður en vinstristjórn kom til
valda. Launahækkanir, sem áttu