Vísir - 01.10.1973, Síða 8

Vísir - 01.10.1973, Síða 8
8 Vísi»\ Mánudagur 1. október 1973 Hin nýja HÚSEIGENDATRYGGING innifelur eftirfarandi tryggingar: • Vatnstjónstryggngu • Glertryggingu • Foktryggingu • Brottflutnings- og Húsaleigutryggingu • Innbrotstryggingu • Sótfallstryggingu • Ábyrgðartryggingu húseigenda 1 hinni nýju húseigendatryggingu eru sameinaðar I eina tryggingu fasteignatryggingar, sem hægt hefur verið að kaupa sérstaklega undanfarin ár. Með þessari sameiningu hefur tekist að lækka iðgjöld verulega. Ath. að 90% af iðgjaldi er frádráttarbært til skatts Brunabótafélag Islands Laugavegi 103 — Simi 26055 ^fréttirnlx vism 5í=ii86611 ,,Kkki grunaði mig, að ég ætti eftir að komast i „litteratiirinn”,” sagði (luðrún A. Simonar. „ANNARS HEF ÉG ÁHUGA Á AÐ SKRIFA KATTABÓK" segir Guðrún Á. Símonar. í haust er vœntanleg á markaðinn bók um hana sem heitir: „Eins og ég er klœdd" ,,Ég er nú orðin svo leið á þvi að tala um sjálfa mig, að mig langar inest tii þess að kasta upp. Ég er búin að tala um sjáifa mig siðan i marz,” sagði Guðrún A. Simonar, þegar við heimsóttum hana og röbbuðum litiliega við hana i gær i tilefni þess, að i október, liklega kem- ur út bók um Guðrúnu frá því að hún fæddist og fram á þennan dag. Bókin á að heita, Eins og ég er klædd. „Þeir vilja láta hana heita þetta, þvi að þeim finnst ég koma þannig fram, eins og ég er klædd. Þannig kem ég Gunnari M. Magnúss. fyrir sjónir.” Og það er einmitt Gunnar M. Magnúss., sem skráir bókina. Hann vill láta kalla sig skrá- setjara, þar sem bókin byggist upp á viðtölum við Guðrúnu, úrklippum og dagbókum hennar. „Ég hef alltaf skrifað dagbók. Ég skrifaði dagbók lengi fram eftir, og var afskaplega ná- kvæm t.d. á námsárunum min- um. Þá skrifaðiég allt sem ég eyddi, nema þá i strætisvagn- ana og lestirnar. Núna skrifa ég, ef það er eitthvað sérstakt sem ég þarf að gera.” „Það eru svona 4-5 ár siðan það var talað um þetta við mig fyrst, en ég hafði engan áhuga á þessu. Ég hló bara og mér fannst þetta fyndið. En svo var það, að ég hitti Gunnar M. Magnúss. niður i Otvarpi, og hann sagðist hafa mikinn áhuga á þvi að skrifa bók i sambandi við mig. Jú, jú, sagði ég. Ég er til i allt. Nú, við athuguðum málið. Við höfðum þrjá útgef- endur, en Geir Björnsson var svo ákveðinn að lokum. Nú, þannig fór svo þessi bók að skapast. Annars hef ég áhuga á að skrifa kattabók sjálf.” Bókin verður 170 blaðsiður og 81 mynd, en Guðrún tók það fram, að það yrðu aðeins tvær myndir af henni i bókinni. „Og forsiðan verður rauð, eldrauð en ég er samt ekki eldrauð hérna,” sagði Guðrún og benti á kollinn. Það er sagt frá ýmsu i bókinni, og Guðrún hefur frá ýmsu að segja og talar um það frjálslega og hispurslaust. „Og svo eru ýmsir samtalskaflar i bókinni, og þar segi ég frá ýms- um skoðunum minum, sem fólki hefur ekki likað.” — Það má alveg búast við þvi að þetta verði metsölubók? „Haldið þið það. Ja, það ætla ég að vona, þá fær ég meiri peninga,” sagði hún og hló. Það er þá ekki úr vegi að birta nokkrar setningar úr einum kafla bókarinnar: — „Ég var nú grönn þá, ekki nema 62 kiló. En mér fannst ég alltof brjóstastór. Þegar ég var i Eng- landi, gekk ég alltaf með skóla töskuna upp við brjóstin til þess að hylja þau.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.