Vísir - 01.10.1973, Blaðsíða 24

Vísir - 01.10.1973, Blaðsíða 24
visir Mánudagur 1. október 1973 Ófrómt par á ferli Kona nokkur heyrði umgang i ibúð sinni á sunnudaginn. Hún fór fram og rakst þar á hjú, sem hún átti ekki von á að sjá i ibúðinni. Hjúin gátu litla skýringu gefið á ferðum sinum, og vísaði konan þeim þvi út. Á eftir var hún svo- litið taugaóstyrk, svo hún ætlaði að kveikja sér i sigarettu. Þá komst hún að þvi, að kveikjar- ann vantaði. Hún gerði sér grein fyrir að þessi þokkahjú hefðu átt sök á hvarfi kveikjarans, svo hún fór út á eftir þeim. Hún náði þeim, og kraföist kveikjara sins aftur. Þau réttu henni kveikjar- ann umsvifalaust, og hún hélt til baka i ibúð sina. Þegar þangað kom aftur, upp- götvaði hún að það var sitthvað fleira sem vantaði. M.a. saknaði hún fata og peninga, sem voru til staöar fyrir heimsókn pars- ins. Konan tilkynnti þetta til lögreglunnar, sem handtók hið ófróma par. Aö sögn lögreglunnar eru skötuhjú þessi fræg að endem- um. Þau hafa stundað álika iðju og þessa að undanförnu. M.a. hefur konan þótzt vera aö leita aðkápu sinni á veitingastöðum. Þá segist hún hafa gleymt henni kvöldið áður, og vill fá að lita á úrvaliö til að finna ,,sina” kápu. Hún gerði þetta fyrir stuttu á einu veitingahúsanna, en dyra- vöröur þar kannaðist við hana, og kom i veg fyrir frekari að- gerðir. —ÓH Lunsfer óvœnt ó fund Heaths Josef Luns framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins gerði um helgina enn eina tilraun til að miðla málum i landhelgisdeil- unni. Hann fór óvænt til Bretlands og ræddi við Edward Heath for- sætisráðherra. Fréttastofur hafa það eftir „áreiðanlegum heiinildum”, aö „þorskastríöið” hafi verið eitt aðalmáliö, sem þeir ræddu. Auk þess snerust viðræöurnar um málefni Atlantshafsbandalags- ins. Fundur þeirra var haldinn á sveitarsetri Heaths og stóð í um tvær klukkustundir, eins og fyrir- frain haföi verið ákvcðið. Við- staddir á fundinum voru Sir Alec Dougias Ilome utanríkisráöherra Breta og Sir Edward Peck fasta- fulltrúi Bretlands hjá Atlants- hafsbandalaginu. —HH Bréf forsœtisráðherra: Ölafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, boðaði brezka sendi- herrann i Reykjavik á sinn fund kl. 16.00, föstudaginn 28. september, og fékk honum svarbréf sitt við bréfi Mr. Heath, forsætisráðherra Breta, varðandi fiskveiðideiluna, og bað hann að koma þvi áfram til forsætisráðherrans. Svarbréfið er svohljóðandi: „Ég get að öllu leyti tekið undir þær djúpu áhyggjur, sem þér berið i brjósti út af þvi, hvernig fiskveiðideilan milli landa okkar hefur þróazt, og á hvern hátt hún hlýtur að skaða þá vináttu, sem um langan ald- ur hefur rikt milli þjóðanna beggja. Einnig get ég fullvissað yður um, aö ég er mjög kviðinn vegna þeírrar hættu, sem mannslifum stafar af þvi ástandi, sem nú rikir á islenzku fiskimiðunum. t maimánuði siðast liðnum VAR Á FLAKKIMEÐ y ## jr sigraði i GREIÐUNA I TVO AR Elsa llaraldsdóttir með blóm og bikarinn. Viö hliö hennar stend ur Asgerður Bendikz, scm Elsa greiddi. „Þetta er látlaus og ein- fiild daggreiðsla”, útskýrði sigurvegarinn. Ljósm.: — Bj.Bj. Tjóði lítt að neita: Hái hœllinn kom upp um þjófinn Eldsnemma á sunnudagsmorg- uiiinii var tilkynnt um innbrot á Laugavegi 87. Þar hafði verið stoliö sjónvarpstæki og mynda- vélum. Lögreglan fór á stúfana, og fann tvo drengi stuttu sfðar með þýfið undir höndum. Þeir voru á gangi á Laugaveg- inum, þegar þeir fundust. Annar þeirra viðurkenndi strax að hafa átt þátt I innbrotinu. Hinn var aft- ur á móti ekki' á þvi að hafa átt þar nokkurn þátt að. Hann sagðist hafa hitt þennan kunningja sinn á Laugaveginum, með sjónvarps- tækið og myndavélarnar með sér. Hann hefði einungis verið að Það vill svo skemmtilega til, aö sigurvegarinn I hárgreiðslu- keppninni, sem fram fór á Loft- leiðum i gær, er einmitt önnur þeirra tveggja, sem fyrstar tóku þátt i hárgreiöslukeppni Norðurlanda fyrir íslands hönd. Sigurvegarinn, Elsa Haralds- dóttir, var þá nemi og hafnaöi i fjórða til fimmta sæti Norður- landakeppninnar. Sem tslands- meistari i ár kemur það í henn- ar hlut, að taka þátt i meistara- keppni Noröurlanda þetta árið. „Minu hárgreiðslunámi hér heima lauk 1968 og fór ég þá að vörmu spori á flakk,” sagði Elsa i viðtali við Visi. ,,A tveim árum kom ég viða við og þá m.a. i Þýzkalandi, Austurriki og Sviss. Tók ég þátt i fjölmörgum námskeiöum og keppnum i hár- greiðslu og snyrtinguoghafði af þvi mikið gagn.” Svo þegar Elsa kom heim með bikara sina og viður- kenningarskjöl árið 1972 opnaði hún sina eigin hár- greiöslustofu. Það er Salon VEH i Glæsibæ, en þar rekur Elsa raunar einnig tizkuverzlunina Tommy. A hárgreiðslustofunni starfa nú tveir meistarar, auk Elsu, og fjo’rir nemar. „Það eru ábyggilega allir sammála um það, að þessi hár- greiösiukeppni hafi lyft fagi okkar skör hærra, og full ástæða sé% til, að hún verði með sama sniði eftirleiðis,” sagði Elsa. Strax klukkan tiu i gær- morgun var fólk byrjað að tinast að, og eftirhádegi'jókst straumur verulega þangað til húsfyllir var orðinn. Keppninni lauk svo klukkan tiu i gær- kveldi, eftir hálfan sólarhring. Erfiði keppendanna, sem voru rúmlega 30 talsins, hafði samt staöið öllu lengur: flestir þátt- takenda hófu undirbúning og æfingar fyrir um tveim mánuö- um, eða strax og tilkynnt hafði verið um keppnina. -ÞJM. Ók 40 m fram með 10 metra hárri brún — fór síðan útaf án þess að velta Einn og yfirgefinn stóð hann fólksbillinn, sem lögreglan kom að fyrir utan veg um helgina. Hann stóð á réttum kili, en nokk- uð fyrir utan Suðurlandsveginn rétt hjó afleggjaranum upp f Al- mannadal. Þaö er skammt fyrir ofan Rauðavatn. Enginn maður var i bilnum, og enginn sjáanlegur. Þvi vildi lög- reglan komast að þvl, hvernig billinn heföi komizt út fyrir veg. Komst hún þá að hinu furðuleg- asta ökulagi. Aður en billinn fór út af, hafði hann ekið rúma 40 metra I vegar- kantinum, alveg eins tæpt og hægt var án þess að velta út af. A þessum stað er óvenju hár kant- ur, eða um 8-10 metra hár. Mesta mildi er, að billinn skyldi ekki velta út af kantinum. Svo virðist vera sem ökumað- urinn hafi ekið dágóöan spöl i kantinum, en siðan beygt út af. Billinn er frá einni af bílaleig- um bæjarins. — ÓH. J .......... hjálpa honum að bera tækin þeg- ar þeir voru handteknir. Lögreglan tók eftir þvi, að drengurinn var á háhæluðum skóm, og vantaði hælinn undir annan skóinn. Drengur útskýrði hælleysið á þann veg, að hann hefði gengið mikið, og hællinn sennilega dottið undan. Verðir laganna vildu ekki sætta sig fullkomlega viö þessa útskýr- ingu. Fóru þeir þvi aftur á innbrotsstað. Og viti menn. Þar var hællinn. Sögur fara ekki af hvernig pilt- ur útskýrði tilveru hælsins þarna. — ÓH. Hafnar tillðgum Heaths Bréf ólafs var fyrst birt um há- degiö í dag. Þessi stúlka I for- sætisráðuneytinu vélritaöi það og fjölritaði. Engar viðrœður — Stjórnmálasamband aftur ef flotinn fer burtu stóðu rikisstjórnir okkar i við- ræðum um bráðabirgða sam- komulag, „sem hefði gert okkur kleift að komast i gegnum næstu tvöárin, eða þar um bil, án þess að til frekari vandræða kæmi á miðunum, og án þess að hafa áhrif á réttarstööu hvors aðilans um.sig”, eins og segir i bréfi yöar. Hinn 19. mai voru brezka flotanum hins vegar gefin fyrir- mæli um að vernda brezka togara innan fiskveiðilögsögu Islands, og ég vil leggja áherzlu á að með þvi athæfi voru samningaviðræöur stöðvaðar af brezku rikisstjórninni. Eins og margoft hefur verið tekið fram, bæði af minni hálfu og rikis- stjórnarinnar, þá getum við ekki haldið áfram samningavið- ræðum fyrr en brezku herskipin og dráttarbátarnir hafa horfið út fyrir fiskveiðimörkin. Ekki er unnt að taka upp aftur samn- ingaviðræður með hervald yfir höfði sér. Slikt væri engin jafn- ræðisaðstaða. Oll islenzka þjóðin var harmi slegin, er vélstjóri á einu varð- skipa okkar lét lifið I siðast liðn- um mánuði, en atburður á miðunum var óbeint valdur að dauða hans. Eftir aö þessi at- burður átti sér staö var rikis- stjórn yðar tilkynnt, hinn 11. þ.m., að ef herskip þau og dráttarbátar, sem rikisstjórn yðar hefur sent á miðin, héldu áfram hinu hættulega atferli sinu innan fiskveiðimarka okk- ar, þá myndi islenzka rikis- stjórnin ekki sjá sér fært annað en að slita stjórnmálasamskipt- um milli Islands og Stóra Bret- lands. Þvi miöur hefur þetta hættulega atferli haldið áfram, eins og atburðir þeir, sem átt hafa sér stað á fiskimiðunum nú siðustu daga, bera vitni um. A fundi, sem haldinn var i gær, var þetta deilumál enn á ný tekið til umræðu og yfirvegunar af mér og meðráðherrum min- um, og skilaboð yðar voru tekin til vandlegrar athugunar. 1 stað þess að slita þegar i stað stjórn- málasamskiptum, var ákveðið að biða átekta til miðvikudags- ins 3. október n.k. Verði brezk herskip og dráttarbátar hins vegar ekki farin út fyrir 50 milna fiskveiðimörkin fyrir þann tima, þá sér islenzka rikis- stjórnin sig tilneydda til aö láta áðurnefnda ákvörðun sina frá 11. september koma til fram- kvæmda. Ég met tillögu yöar varðandi modus vivendi. I þessu sam- bandi verö ég hins vegar að benda á, aö ekki er annað mögu- legt en að islenzk lög gildi áfram á fiskimiöunum. Hvorki ég né neinn annar á Islandi gæti gefið yfirlýsingu, er gengi i gagn- stæða átt. Ég er yður sammála um mikilvægi þess aö rikisstjórnir okkar finni einhverja leið til þess að komast úr núverandi sjálfheldu, ekki sizt vegna þess hve mikil hætta er á þvi að al- varlegir atburðir gerist á miðunum. Ég skora þvi ein- dregið á rikisstjórn yöar að kalla herskip sin og dráttarbáta út fyrir fiskveiðisvæði okkar, og væri þar með endurskapað það ástand, sem rikti fyrir 19. mai s.l. Ef til slita stjórnmálasam- skipta kemur, þá mun rikis- stjórn min reiðubúin til þess að taka þau samskipti upp á nýjan leik jafnskjótt og herskipin og dráttarbátarnir hafa farið út fyrir fiskveiðimörkin. Þær að- gerðir kynnu einnig að skapa það ástand, og þaö andrúmsloft, að hægt væri að hefja á nýjan leik viðræður milli rikisstjórna okkar um fiskveiðideiluna. Ég fullvissa yður um það, að ég hef ávallt haft mikinn áhuga á að leysa fiskveiðideilu okkar með samkomulagi til bráða- birgða, er væri aðgengilegt fyrir báða aðila og þeim báðum til hagsbóta. Ólafur Jóhannesson” (sign) Reykjavik, 1. október 1973.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.