Vísir


Vísir - 24.11.1973, Qupperneq 4

Vísir - 24.11.1973, Qupperneq 4
•0*0*0 4 Vísir. Laugardagur 24. nóvember 1973. John llawkins hefur unnib 1K manna hljómsveit KIII ómetan- legt gagn. (I.jósm.: Bj. Bj.) morgun Akveöið hefur veriö aö endur- taka hljómleika 1K manna hljómsveitar KIH, meö þátttöku hljóm sveitarstjórans John llawkins og söngkonunnar Wilmu Heading. Má búast viö góöri aösókn aö hljómleikunum, þar sem slfkt frægöarorö fer af samvinnu þessara listamanna eftir hljómleikana í Austur- bæjarblói. Sjónvarpið mun aö likindum taka upp konsertinn, sem veröur I Háskólabfói á morgun, sunnudag, þvf ekki má þcssi tónlistarviöburöur fara framhjá hljómlistarunnendum úti á landi. John Hawkins hefur látiö svo um mælt, aö kynni hans af Kill-hljómsveitinni hafi verið einstaklega ánægjuleg. ,,t>etta er áhugasamir strákar, sem enn hafa ekki fengiö á sig yfirbragö atvinnuhljómsveitar. Pessir strákar spila ánægj- unnar vegna. Krammistaöa þeirra kemur mér satt aö segja á óvart,” segir Hawkins. Vert er aö hvetja alla áhuga- menn um framþróun tónlistar á þessu landi til aö láta þaö eftir sér aö fara á hljómleikana á morgun. Viö megum ekki fyrir nokkurn mun svæfa þessa hljómsveit okkar meö áhuga- leysi. -ÞJM. HREINT OG GOTT ,SOUND' Dave Mason: It’s Like You Never Left. Þaö hefur aldrei leikiö neinn vafi á þvl, aö Dave Mason er einn af beztu tónlistarmönnum poppsins. Hann sannaöi það á- þreifanlega, þegar hann var I Traffic og samdi fyrir þá hljóm- sveit m.a. lögin „Hole in My Shoe” og „Feelin’ Alright”. En eftir aö hann yfirgaf Traffic, hefur minna boriö á honum. Þó hann hafi sent frá sér ágætar plötur eftir þaö, hefur hann ein- hvern veginn aldrei öölazt viö- urkenningu meöal almennings enda hefur hann veriö allt of mikið i þvl aö endurútgefa sin gömlu og frægu lög. A þessari plötu hans er aöeins eitt lag, sem áöur hefur komiö út, er þaö lagiö „Head Keeper”, sem áöur kom út 4 samnefndri L.P. plötu, en vel er hægt að fyrirgefa honum þaö, bæði er lagið frábært og meöferö þess á þessari plötu mjög góö. En önn- ur lög plötunnar gefa þvi litiö og sum alls ekkert eftir. „It’s Like You Never Left” er góö plata og veröur hiklaust skipað i hæsta klassa popptón- listarinnar. Platan hefur aö geyma alveg sérstaklega hreint og gott „sound” og hinn frekar fábreytti en jafnframt frábæri hljóöfæraleikur kemst vel til skila, en sér til aöstoöar viö hljóöfæraleikinn og sönginn hef- ur Dave Mason Jim Keltner, Carl Raddle, Graham Nash o.fl. góöa menn. En þó er þaö Dave sjálfur, sem ber hita og þunga plötunnar. Eins og áöur sagöi eru lög hans öll frábær, svo og er söngur hans og gítarleikur upp á sitt bezta. Varla er möguleiki fyrir ööru en fólk veiti þessari plötu þá at- hygli, sem hún á skilið. Og sér- staklega verður hún kærkomin þeim, sem muna eftir Dave Ma- son upp á sitt bezta og mun þeim sennilega vera titill þessarar plötu ofarlega i huga er þeir hlusta á hana. Dave Mason er hér kominn meö plötu, sem veröur hiklaust skipaö i hæsta klassa popptónlistarinnar.... Ringó Starr ásamt stórvinum sinum tveim, Elton John og Marc Bolan (T. Rex) Myndin var tekin f kampavlnsveizlu aö afstaöinni frumsýningu kvikmyndarinnar BORN TO BOOGIE, en í þeirri kvik- mynd fer Ringó meö aöalhlutverkiö. Ringo Starr: Ringo Það vakti mikla at- hygli þegar Ringo safn- aði að sér miklu úr- valsliði og ákvað að gera plötu. Ekki varð það til að draga úr at- hyglinni þegar það kvisaðist út fyrir veggi stúdiósins, að það sem fram færi innan þeirra væri mjög athyglisvert og ætti örugglega eftir að koma á óvart. „Ringo” er góö plata, en samt ekki svo góö aö hægt sé aö nota háttstemmd lýsingarorð yfir þaö, sem fram fer á plötunni. Eins og viö var aö búast, er hljóöfæraleikur allur mjög góö- ur og einnig allt það, sem viö- kemur útsetningu og úrvinnslu laganna. Þó með þeirri undan- tekningu, aö notkun radda og blásturshljóöfæra finnst mér of- aukiö á nokkrum stööum. Lögin sjálf eru yfirleitt góö, en lika með undantekningu, er það lag- iö „Sunshine life for me” eftir George Harrison. En hann bætir þaö upp i lögunum „Photo- graph” og „You and Me”. Auk hans eiga þeir John'Lennon og Paul og Linda McCartney sitt ágætislagiö hvort á plötunni. Svo á Ringo auðvitaö sjálfuh lag og hlutdeild i nokkrum öðrum. Þaö, sem mest er einkennandi fyrir „Ringo”, er aö út i gegnum plötuna skina skemmtilegheit- in, þ.e.a.s., auöheyrt er, að þeir sem leggja honum liösinni sitt, hafa gert þaö meö mikilli ánægju og þó Ringo sé kannski ekki heimsins bezti söngvari, þá gerir hann vel, einnig sem trommuleikari. Það verða sem sagt lokaorö þessarar umsagnar, að þó Ringo og úrvalsliö hafi ekki gert neina yfirnáttúrlega hluti i stúdíóinu, þá tókst þeim að setja saman góöa, létta, en umfram allt skemmtilega plötu, sem ör- ugglega á eftir að stytta mörg- um stund og létta margra lund i skammdeginu. Lou Reed hefur sér til aöstoöar menn eins og Jack Bruce, Stevie Winwood, Ansley Dunbar og fleiri slika. unnar skilst hvaö ég á viö. Þar er manni gefin sú tilfinning, aö maður sé staddur i næturklúbbi i miöri Berlin. Mas og skvaldur, Happy Birthday to you, er sung- ið hástöfum, rólega rjátlað á pianó og siöan heyrum viö I brothættri rödd Lou Reed, syngja titillagið „Berlin”, mjög rólega. Platan i heild er lika öll frekar róleg og ef maður getur ekki haldiö athyglinni vakandi með þvi aö hlusta á þessa rólegu músik og pæla i hvað það sé eig- inlega, sem Lou Reed sé að gera og segja, er þeim sama senni- lega óhjákvæmilegt að læða frá sér einum eöa tveimur geispum. En ef maður er fær um að njóta þessarar rólegu og mjög vandvirknislegu tónlistar um leið og maður les textana, þá er þeim sama örugglega mikil hrifning i huga, eftir aö hafa hlustaö á það, sem Lou Reed er aö gera og segja. Þvi tónlistin er frábærlega vel framfærö, enda hefur Lou sér til aðstoðar menn eins og Jack Bruce, Stevie Win- wood, Ansley Dunbar og Blue Weaver o.fl., sem kannski ekki bera eins þekkt nöfn, en eru ekki siöur góöir. Og textarnir, þeir eru kapituli út af fyrir sig. Fjalla sumir um skuggahliðar lifsins, eiturlyf, vændiskonur, t.d. sagan af vændiskonunni I „The Kids”, sem börnin voru tekin af vegna ýmiss konar ó- sóma, „That miserabie rotten slut couldn’t turn anyone a- way”. Aðrir fjalla um annað efni t.d. konu hans, Caroline, en einn hinn bezti „The Bed” er um rúmið. Þar sem við fæðumst, elskumst og deyjum og segjum „Oh oh oh oh oh oh, what a feel- ing”. Réttara sagt, má maður ekki vera í stuði þegar maður hlustar á plötu Lou Reed Lou Reed: Berlin. Flestum mun finnast „Berlin” erfiö plata til aö byrja meö og mörgum skrýtin. Þaö er ein- faldlega vegna þess aö til þess aö njóta þess, sem Lou Reed er að gera á „Berlin”, þarf maður aö vera i mjög sérstöku stuði, réttara sagt, maöur má alls ekki vera i stuöi. Viö hlustun á fyrsta lag plöt-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.