Vísir

Dato
  • forrige månednovember 1973næste måned
    mationtofr
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Vísir - 24.11.1973, Side 6

Vísir - 24.11.1973, Side 6
6 Vísir. Laugardagur 24. nóvember 1973. VÍSIR Otgefandi-.'Reykjaprttnt hf. Framkvsmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson y Auglýsingastjóri: Skóli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiósla: Hverfisgðtu 32. Simi 86611. Ritstjórn: Si&umúla 14. Simi 86611 (7,lfnur) Askriftargjald kr. 360 á mðnuói innanlands i lausasölu kr> 22:00 eintakib. Blaöaprent hf. Nú þarf að skera Erlendis eru útgjöld til landvarna yfirleitt einn stærsti þáttur rikisrekstrarins. Islendingar hafa hins vegar engin útgjöld af landvörnum. Samt er- um við i hópi þeirra þjóða, sem mest rikisútgjöld hafa i samanburði við þjóðarframleiðslu. Þessu var á annan veg háttað til skamms tima. Áratuginn, sem viðreisnarstjórnin var við völd, voru rikisútgjöldin yfirleitt um einn fimmti hluti þjóðarframleiðslunnar. Þessi 20% nægðu til þess að byggja ört upp margvislega opinbera þjónustu og kosta stórfelldar byggingar skóla, sjúkrahúsa og vega, svo að dæmi séu nefnd. Siðan vinstri stjórnin tók við, hefur sneið rikis- ins af kökunni vaxið með miklum hraða. Nú eru horfur á þvi, að á næsta ári komist sneið rikisins upp i 30% af allri kökunni. Þessi ofvöxtur rikis- báknsins er eitt alvarlegasta vandamál fs- lendinga um þessar mundir. Þeim mun stærri sneið, sem rikið tekur, þeim mun minni sneiðar verða afgangs harida heimilunum og atvinnuvegunum. Þessi þróun dregur úr getu þeirra, sem framleiðsluna stunda, til að efla þjóðarhag, — stækka kökuna, sem er til skiptanna. Þar á ofan notar rikisvaldið einmitt góðærið til að ganga berserksgang i útþenslu sinni, meðan fólk vantar til nauðsynlegustu framleiðslustarfa og umtalsverður hluti veiðiflotans liggur bundinn við bryggju út af mannaleysi. Þessi staðreynd er eitt helzta kynditæki verðbólgunnar, sem nú er örari en hún hefur verið i manna minnum. Rikið hefur enga ástæðu til að fara svona gassalega. Uppbygging opinberrar þjónustu gekk alveg nógu hratt á viðreisnartimanum, þótt þá væru 20% kökunnar látin nægja. Þess vegna ber ráðherrum og þingmönnum nú að stefna að þvi, að á næsta ári minnki sneið rikisins úr 27% i t.d. 25%, i stað þess að auka hana upp i 30%. Siðan þarf að halda áfram ár frá ári og láta ekki staðar numið, fyrr en sneið rikisins er aftur komin niður i 20%. Jafnframt þarf að snúa við annarri öfugþróun. Rikið hefur ekki eingöngu belgt sig út á kostnað heimilanna og atvinnuveganna, heldur einnig á kostnað sveitarfélaganna. Þessu má auðveldlega snúa við, ef vilji er nógur. Heilsugæzlu, skólamál og löggæzlu má að verulegu leyti flytja yfir á herðar sveitarfélaganna og samtaka þeirra, svo að nokkur mikilvæg dæmi séu nefnd. Með þessum hætti má halda áfram að skera niður sneið rikisbáknsins og koma henni niður i 15%. Það virðist ekki óeðlilegt, að hinir tveir geirar opinberrar þjónustu, annars vegar rikið og hins vegar sveitarfélögin, hafi hvor um sig um 15% kökunnar. Reynsla viðreisnaráranna sýnir, að þrátt fyrir slikan niðurskurð er unnt að byggja upp opinbera þjónustu nægilega ört. En þá verða ráðherrar og þingmenn lika að láta af gegndarlausum tillögum sinum um aukin útgjöld og snúa sér að þvi að skera miskunnar- laust niður þær tillögur, sem þegar eru komnar inn i fjárlagafrumvarp næsta árs. Einhverjir mundu sjálfsagt gagnrýna þá fyrir að vera á móti framkvæmd góðra málefna. En hinir mundu áreiðanlega vera miklu fleiri, sem skildu nauð- synina og virtu hreinlyndi niðurskurðarmanna. —JK Gleyma þeir fornum fjandskap og ganga saman til kosninga? Sósialdemókrata- flokkurinn er kannski sá flokkurinn, sem harðast verður úti vegna van- trausts danskra kjós- enda i garð gömlu flokk- anna i stjórnmálalifi Danmerkur. Anker Jörgensen, formaöur sósiaidemókrata, viðurkenndi sjálfur, aö flokkur hans og sósia- liski þjóðarflokkurinn mundu vart haída meirihluta eftir næstu kosningar. 1 þingkosningunum 1971 hafði þessi flokkur yfirgnæfandi stærstan hluta atkvæða, eða 37,3%. Þeim sess mun flokkurinn sjálfsagt halda áfram eftir kosn- ingarnar 4. desember næstkomandi, en at- kvæðatölurnar verða til- finnanlega lægri. Sið- asta skoðanakönnun i Danmörku, sem sagt var frá hér i blaðinu, sýnir, að um 22% fylgja st jórnarflokknum. Þetta er ekki litið fylgistap, sem þarna má horfa fram á, enda hefur Anker Jörgensen, forsætis- ráöherra og formaður sósiai- demókrata, viðurkennt, að flokk- urinn muni varla ná meirihluta i samvinnu við sósialiska þjóðar- flokkinn i þessum kosningum. — Þeirrar trúar hafa líka flestir verið um alla gömlu flokkana. Það er talið', að þeir muni allir tapa það miklu fylgi, að engir tveir nái nægilegum meirihluta til þess að mynda stjórn. í þessum kosningum, sem framundan eru, munu einir ellefu stjórnmálaflokkar bjóða fram, og siðasta skoðanakönnun bendir til þess, að átta þeirra muni fá at- kvæði. Þar sem atkvæðin munu tvistrast I svo margar áttir og fyrirsjáanlegt, að nýjustu flokkarnir munu hljóta töluvert fylgi, hefur ríkt nokkur örvænting meðal eldri stjórnmálaflokkanna (frá þvi fyrir strið), sem telja þá nýju ábyrgðarlausa i stefnumál- um sinum. Þvi kom það til tals á blaða- mannafundi nýlega, þar sem saman voru komnir formenn sósialdemókrata, radikala, vinstri flokksins og ihaldsflokks- ins, sem sé allra fjögurra gömlu flokkanna, að vel kæmi til greina, að þessir fjórir efndu til sam- starfs um myndun stjórnar eftir kosningarnar. Slikt eru nokkuð byltingar- kenndar hugmyndir, sem þykja með miklum ólikindum, eftir all- ar erjur þessara fjögurra i gegn- um árin. Að visu voru sósialdemó- kratar og radikalar i fjölda mörg ár saman i stjórn, en þegar sósia- liski þjóðarflokkurinn hlaut öllum að óvörum mikið fylgi, sleit Jens Otto Krag samstarfinu við radi- kala og batt trúss sósialdemó- krata við hina nýkomnu. Radikal- ar gengu i bandalag við stjórnar- andstæðingana, vinstri flokkinn og ihaldsflokkinn, og tókst þeim með þvi bralli að auka fylgi sitt um helming. Vinstri flokkurinn og Ihaldsflokkurinn hafa ekki átt sæti i stjórn i tugi ára og verið i andstöðu við hana til skiptis. Eftir að hafa átt i erjum svo lengi, þarf ekki litið til, svo að þessir andstæðingar sameinist. Það væri þá helzt, ef til kæmi ein- hver þriðji aðilinn, sem hinir sameinuðust móti. Að flokkur Mogens Glistrups, Framfara- flokkurinn, með skattaafnáms / M- sttörk t or Akattm. Avpt/tar Mogens Glistrup lögmaöur stofn- aöi Framfaraflokkinn, ,,nýja bólu, sem senn mun hjaöna,” spáöu leiötogar gömlu flokkanna. Flokkur hans hefur þó enn I dag 10% fýlgi, nær ári eftir stofnun. Erhard Jakobsen geröist liö- hlaupi og stofnaöi enn nýjan flokk, centrum-demókrata. Illlllllllll M) Umsjón: Guðmundur Pétursson stefnu sina, þyki nógu voðaleg- ur, til þess að hinir sliðri eitt andartak sverðin og snúist gegn honum, verður tæpast sagt. Leið- togar stjórnmálaflokkanna höfðu ekki mikinn beyg af honum i fyrra, þegar flokkurinn var stofnaður, og sýndu þó skoðana- kannanir, að Glistrup naut ótrú- legs fylgis meðal kjósenda. Siðan hefur það rénað allverulega, og þótt siðasta skoðanakönnun sýni, að 10% fylgja honum enn, virðist spá hinna gömlu, um, að Fram- faraflokkurinn sé einungis ný bóla, sem muni hjaðna aftur, ætla að rætast. Hinn nýstofnaði flokkur Erhard Jakobsens, Centrumdemókrata- flokkurinn, boðar i stefnu sinni engan veginn neinar þær róttæk- ar breytingar, sem megna að þjappa svörnum óvinum i eitt bandalag til varnar gegn honum. Jakobsen höfðar til hægri manna, sem óánægðir voru innan raða sósialdemókrata vegna vaxandi áhrifa framgangs vinstri mann- anna hinna yngri. Ofugt við Glistrup lögmann, sem er um- deildur mjög vegna stjórnmála- skoðana sinna, nýtur Jakobsen virðingar sem athafnasamur borgarstjóri eins úthverfa Kaup- mannahafnar. Þótt vinstri sinnaðri sósialdemókratar séu honum eðlilega sárir fyrir lið- hlaupið, sem leiddi til falls stjórn- arinnar, þá hafa hinir flokkarnir ekki þá óbeit á honum. Það sem hrundið hefur af stað umræðum um hugsanlegt sam- starf gömlu flokkanna fjögurrá, er sá stuggur, sem mönnum stendur af öllum flokkaglund- roðanum. Þeir óttast, að fylgið dreifist svo, að ógerlegt reynist að mynda starfhæfa meirihluta- stjórn, sem leitt geti svo til þess, að lýðræðinu verði stefnt i hættu. Eldri flokkarnir telja sig ábyrgðarmeiri en svo, að þeir megi sitja aðgerðarlausir og horfa upp á slfkt. Þá er betra að kyngja gömlum væringum og óvild og vinna saman. Nú er langt frá þvi, að allir beri slikan kviðboga fyrir lýðræðinu eða fyrir fylgi gömlu flokkanna fyrir þær sakir. T.d. er varafor- maður sósialdemókrata, Kjeld Olesen, fyrrverandi varnarmála- ráðherra, alls ekki sammála for- manni sinum, Jörgensen, um, að núverandi stjórnarflokkar, sósíaldemókratar og þjóðar- flokkurinn, nái vart meirihluta i þessum kosningum. Hann segir að sósialdemókratar muni samt fara fram á stuðning kjósenda við þá stefnu, sem þessir tveir ráku i stjórn. ,,Þegar fólk smátt og smátt kemur auga á, hvað liggur að baki þessum nýju flokkamyndun- um, centrumdemókrötum og Framfaraflokknum, þá mun það hugsa betur sitt ráð og ljá gamla flokknum atkvæði sitt,” sagði hann núna i vikunni.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 272. Tölublað (24.11.1973)
https://timarit.is/issue/238458

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

272. Tölublað (24.11.1973)

Handlinger: