Vísir


Vísir - 24.11.1973, Qupperneq 8

Vísir - 24.11.1973, Qupperneq 8
8 Visir. Laugardagur 24. nóvember 1973. Pyrstur með fréttimar vtsm ®SKODA SÖLUSVNING cýVIenningannál Leikbrú&a eöa manneskja: Nóra dansar tarantejlu. I dag og á morgun sunnudag, KYNNUM VIÐ SKODA 1974 frá kl. 13-16 SHODÍI AUBBREKKU 44-6 SfUI 42600 KÖPAV06I boðun leiksins hefur hann einatt þótt með ýmsum annmörkum i hinni annars velvirku leiksmiö Brúöuheimilis. Þátturinn hefst með hinum ólikindalegu sinna- skiptum skálksins Krogstads, sem eins og hendi sé veifað verð- ur allra besti drengur þegar hann sér hilla undir æskuástina sina á ný — Baldvin Halldórsson leikur hann með furðu litlum tilþrifum i sýningu Þjóðleikhússins. Einmitt þetta atriði þeirra frú Linde: Þóru Friðriksdóttur varð meö hinum allra veikbyggðustu i leiknum, það var svo auöséð að leikararnir festu enga trú á það sem þau voru að segja. En þetta efnii sök, refsing, uppreist Krogstads, hin óbliða ævi frú Linde sem fórnaði sér fyrir fjöl- skyldu sina, má lika vera að sé það sem verst hefur staðist tim- ans tönn f Brúðuheimili. Vinkona Nóru, frú Linde, er raunar eitt hinna vanþakklátu Ibsens-hlutverka, sem koma fyrir I hverjum leik og jafnan er hætt viö að verði útundan skilningi, sjálfstæðri túlkun efnisins. Allt á litiö fannst mér samt Þóra Frið- riksdóttir gera þvi mjög svo gagnger skil eftir hætti sýningar- innar, látlaus og alveg raunsæis- leg kvenlýsing. Og meöal annarra orða: Þóra hún er leikkona sem enn biður eftir sinu stóra tækifæri á sviði Þjóðleikhússins. t ööru lagi kemur um það bil i miðjum þættinum fyrir hin átakanlega kveðjustund dr. Ranks, sem dregst nú heim til að deyja undirlagður af tæringu i mænunni, væntanlega af arfgeng- um kynsjúkdómi sem Ibsen voru svo hugleiknir. Eins og annað i þættinum veltur þessi stund mik- ils til á persónunni, sem áður hef- ur verið lögð fyrir i leiknum. Þessa dauðamerktu mannlýsingu leysti Rúrik Haraldsson mjög vel af hendi, kannski það verk sem eitt sér var best unnið i sýning- unni, gervi hans fágætlega gott. Eins og gerist i Ibsens-leikjum er mannlýsing dr. Ranks raunsæis- lega dregin að sjá en skammt i tákngildi undir hinu ytra svipmóti — af honum andar nöprum gusti dauða og tortimingar inn i hlýja og vistlega stofu Helmers og Nóru. Uppreisn gegn ranglæti Og siðast en ekki sist verða i þriðja þættinum hin miklu umskipti á Nóru þegar hið léttúð- uga fiðrildi, lævirkinn i búri Helmers, breytist i skjótri svipan I fullveðja manneskju, sjálfstæða konu. Það kemur á daginn að konan er maður svo sem frægt hefur orðið. Eins og áður var sagt fannst mér fyrst komast endanleg skipan, festa og alvöruþungi i leik Guðrúnar Asmundsdóttur i og með þessum umskiptum: það sýndi sig i þriöja þættinum að hugmyndaefni Brúðuheimilis er ljóslifandi og timabært enn i dag. Eins og einatt verður um kven- frelsismálin reynist það varöa meira efni, en „stöðu konunnar” i hjúskap og samfélaginu að öðru leyti, hugmyndirnar i Brúðu- heimili snúast ekki bara um kvenfrelsi heldur einnig sam- félagslegt réttlæti og jafnrétti þegnanna. Þegar Nóra gengur út er maður Menningar- málcru fastur þáttur íVÍSI Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Konan Þjóöleikhúsið: BRÚÐUHEIMILI Sjónleikur I þrem þáttum eftir Henrik Ibsen. islenskað hefur 1973 Sveinn Einarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Brlet Héðinsdóttir. Ekki verður það sagt að Guðrún Ásmunds- dóttir hafi auðséða köll- un til að leika Nóru. Annað mál er að Guðrún er leikkona i blóma sin- um um þessar mundir og maklegt að henni veitist slikt tækifæri sem i Brúðuheimili. Það kom lika i ljós áður en kvöld- ið var úti að það var ekki ófyrirsynju veitt. Það var sem sé ekki fyrr en i þriðja þætti aö leikkonan hafði náð fullu valdi á efninu, persón- unni sem hún var að skapa. Meira að segja má taka dýpra i árinni og segja sem svo að leikstjórinn virtist ekki heldur hafa umtals- verðan áhuga á viðfangsefni sinu fyrr en i þriðja þættinum sem lika bar af fyrri þáttunum tveim- ur, sýningu sem engan veginn var neitt slæm en virtist ansi hreint óráöin og laus i rásinni fram eftir öllu kvöldi. Timans tönn t þriðja þætti Brúöuheimilis er niðurkomið sprengiefni hug- myndanna i leiknum sem undir hefur tekið bæði i kvenírelsis- baráttu og skáldskap fram undir þennan dag. En svo afdrifamikill sem þessi þáttur er fyrir efni og k . . vSmurbrauðstofan \á BJORNINN Niálsgata 49 Sími ‘5105

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.