Vísir - 30.11.1973, Page 6
6
Vfsir. Föstudagur 30. nóvember 1973.
vism
Otgefandii-Reykjaprsnt hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
' Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 866li
Afgreibsla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611,
Ritstjórn: Sfftumúla 14. Slmi 86611 (7.Hhur)
Askriftargjald kr. 360 á mánubi innanlands
i lausasölu kr, 22.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
íslenzk hrollvekfa
(fyrir sterkar taugar)
Hvar sem menn telja sig i flokki, ættu þeir að
gefa sér tóm til að hugleiða hið einstæða ástand,
sem hefur skapazt i atvinnu- og efnahagsmálum.
Vitum við eiginlega, hvað við erum að gera?
Okkur ber að ihuga, hvort við ætlum vitandi
vits að bjóða heim þvi ástandi, sem oftast hefur
verið kennt við Suður-Amerikuriki. Lengi höfum
við verið i skóla verðbólgunnar. Með rétti getum
við sagt, að við þekkjum hana manna bezt, jafn-
vel að við kunnum stundum að spila á hana. Þeir,
sem telja sér hag að verðbólgunni, geta glaðzt i
hjarta og sagt, að ekki eigi þeir að gæta bræðra
sinna og aðeins vesalingar verði undir i verð-
bólgukapphlaupinu. Þetta sjónarmið er rangt, en
það á marga forvigismenn, sem hafa valdið þvi,
að svona er komið. En er það i rauninni ætlun
okkar að ganga enn lengra? Þykjumst við i
alvöru hafa tileinkað okkur slika kunnáttu i verð-
bólguspilinu, að við viljum leggja meira undir i
von um meiri gróða?
Auðvitað ekki, kunna menn að segja. Ekki mun
finnast stjórnmálamaður, sem mælir verðbólgu
bót, hvað þá óðaverðbólgu. En svo sem með sam-
stilltu átaki höfum við skapað þessa stöðu og sett
okkur i stellingar til að færa hana út.
Verðbólguhugsunarháttur er meira en talna-
reikningur. Verðbólgan sezt i sálir manna. Menn
verða að fara geyst, troðast fram til þess að
verða ekki troðnir undir. Þú verður að heimta
sem mest þú mátt af öðrum, þvi að þeir heimta
sem mest þeir mega af þér. Ef þú dregur úr ferð-
inni, ef þú dregur úr kröfugerð þinni, átt þú
nokkuð vist að verða troðinn undir.
Við höfum á þessu ári búið við talsvert meira
en 20 prósent verðbólgu. Sú metverðbólga hefur
leikið marga grátt. En þvi fer viðs fjarri, að mikil
von sé til úrbóta. Þvert á móti er nú að þvi komið,
að kjarasamningar eru runnir út, og svo grátt
leikna telja launþegar sig af verðbólgukapp-
hlaupinu, að þeir gera kröfur um meiri kaup-
hækkanir en nokkru sinni áður.
Hefðu kjarasamningar verið framlengdir
óbreyttir i eitt ár enn, gætum við samt, að
óbreyttri stjórnarstefnu búizt við, að verðbólgan
yrði sizt minni á næsta ári en hún hefur verið i
ár. Launþegar, sem fá kauphækkun 1. desember
næstkomandi, eingöngu vegna visitöluuppbóta,
fá rúm sjö prósent hækkun. Með þeirri hækkun er
aðeins verið að bæta upp verðhækkanir á þriggja
mánaða timabili. Visitölukrúfan eykur hraðann.
Þvi þyrfti engar grunnkaupshækkanir til þess, að
verðbólgan yrði yfir 20 prósent.
Menn geta þvi imyndað sér, hvernig ástandið
verður, þegar við bætast verulegar grunnkaups-
hækkanir. Launþegar benda á, að ekki er unnt að
búast við þvi, að þeir taki að sér hlutverk pislar-
votta og geri ekki kröfur um kauphækkanir. Eigi
að bæta úr skák, þarf heildaraðgerðir, sem rikis-
stjórn yrði að hafa forgöngu um.
Við minnumst aðvörunar Ólafs Björnssonar al-
þingismanns við „hrollvekju”. En menn gleymdu
inntaki þess orðs og stefndu beint i ófæruna.
— HH.
Flestir hinna 2000
sjúkrabílstjóra, sem að
ö 11 u jöfhu starfa í
Lundúnum, fóru í
eins sólarhrings verkfall
á þriðjudag til þess að
knýja á um hærri laun.
Það var þó með hálf-
mórauðri samvizku, eins
og kom fram hjá for-
vígismanni þeirra, sem
sagði: ,,Við sitjum og
vonum og biðjum til guðs
um, að það kosti engan
lífið".
Aðeins sex af 78
sjúkrabílastöðvum
Lundúna störfuðu
nokkurn veginn eðlilega á
þriðjudaginn, en þá
höfðu starfsmenn á
skrifstofunni setzt undir
stýrið og nokkrir hinna
elztu óku áfram og vildu
ekki taka þátt í verkfall-
inu ,,samvizku sinnar
vegna".
F’ramkvæmdastjórar 30
annarra stöðva stukku allir frá
skrifborðsvinnunni og undir
stýri vagnanna til þess að
sinna neyðarköllum, sem
berast að meðaltali 1.500 á degi
hverjum.
Len Clark hjá einni þeirri
stærstu sagði i spjalli við frétta-
mann Associated Press, að
trúlega yrði ekki sinnt neinu
þeirra 9.000 útkalla annarra,
þar sem ekki væri um bráð til-
vik að ræða. Hann reyndist
sannspár um það, enda var ekki
til taks nema helmingur sjúkra-
bilaflotans, sem er um 150 bif-
reiðir.
Það liggur við, að verkföll
hafi leyst knattspyrnuna af
hólmi sem þjóðariþrótt Breta,
og hvarflar ekki að neinum
manni að liggja nokkurri stétt
á hálsi fyrir að leggja niður
vinnu til stuðnings kjarakröfum
sinum. En þó munaði litlu.
Sjúkraliösmenn bera slasaðan af árekstursstað.
Jafnvel sjúkra-
bílstjórarnir
fóru í verkfall
þegar sjúkrabilstjórar boðuðu
sitt verkfall. Lundúnabúum
sýndist mörgum, sem stefnt
væri i voða fleiri mannslifum
með þessu tiltæki ökumann-
anna.
,,Við rétt höfum undan og þó
varla það”, sagði Len Clark um
miðmorgun i viðtali við frétta-
mann. ,,Þaðer um lif eða dauða
að tefla. Dag hvern deyr eitt-
hvað af fólki, og fleiri kunna að
deyja i dag vegna þessara tafa
en ella hefði orðið”.
Þessar hræðilegu vanga-
veltur sóttu að mörgum. Mundi
verkfallið kosta mannslif? —
Þannig hefur Regent Street i Lundúnum jafnan litiö út um jólin, eins og
efri myndin sýnir. En yfirvinnubann rafverkfræöinga leiöir til minna
ljósaskrauts, sömuleiöis orkuskorturinn. Neðri myndin sýnir Regent
Street að degi til. Þar er ekki strengt neitt Ijósaskraut milli húsanna
yfir götuna.
Einn verkstj. sjúkrabilstjóra,
Edward Cooke, var enn svart-
sýnni en Clark. Hann sagði:
,,Það er óhjákvæmilegt, að
þetta kosti mannslif”.
Bilstjórarnir, sem hafa um
5500 króna vikulaun, vilja 2400
króna hækkun, en það allmiklu
meiri hækkun en stjórnin gerði
ráð fyrir, þegar hún setti lögin
um frystingu launa.
Þetta sólarhringsverkfall á
þriðjudaginn var hið fyrsta af
keðju sólarhringsverkfalla, sem
sjúkrabilstjórar hafa boðað.
Nú eru liðnir tveir dagar siðan
verkfallið var, en þrátt fyrir
allar vangavelturnar um að ein-
hverjir borgarar kynnu að týna
lifinu fyrir þetta tiltæki öku-
þóranna, hafa ennþá ekki
komið fram neinar beinar
ásakanir um ákveðin dæmi
þess, að svo hafi orðið.
Þetta verkfall er aðeins ein
orustan i heildarstyrjöld, sem
verkalýðshreyfingin og laun-
þegasamtökin á Bretlands-
eyjum standa nú i gegn stjórn
Heaths og stefnu hennar i
launamálum. Fara þar fremst i
flokki, eins og við sögðum hér
frá i fyrri viku, kolanámumenn,
sem jafnan hafa verið öðrum
stéttum herskárri, siðan raf-
verkfræðingar, starfsmenn
járnbrauta, hafnarverkamenn
og fleiri. Allir krefjast þeir
meiri hækkunar iauna en 7%,
sem var það hámark, sem verð-
bólgulög Heaths leyfðu. Launa-
frystingin átti að vera eitt helzta
vopn hennar gegn verðbólgunni,
en það ætia þessar stéttir sér að
brjóta á bak aftur.
Þegar menn eru svo harðir af
sér, að þeir iáta ekki undan
siga, þótt lif slasaðra séu i húfi,
þá var naumast við þvi að
búast, að þeir létu vetrar-
kuldann stugga mikið við sér.
Með kólnandi veðurfari er
aukið álag á orkuverum i Eng-
landi, en þá tóku 18 þúsund raf-
verkfræðingar upp á þvi að
neita að sinna útköllum og yfir-
vinnubeiðnum. Þegar siðan
kreppti að vegna oliuskorts sem
afleiðingu af deilunni i Austur-
löndum nær, og kolafram-
leiðslan heima fyrir minnkaði
um 25%, var vart um annað að
ræða fyrirstjórnina en lýsa yfir
neyðarástandi i landinu. Það
gerði hún lika fyrir tveim
vikum. og rikir það enn.
Illlllllllll
M) MFM
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson