Vísir - 06.12.1973, Síða 6
6
Vlsir. Fimmtudagur 8. desember 1973.
vísrn
<7tgefandi:-Reykjapi;»nt hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
AfgreiBsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611,
Ritstjórn: SIBumóla 14. Slmi 86611 (T.lfnur)
Askriftargjald kr. 360 á mánuBi innanlands
t lausasölu kr> 22100 eintakiB.
BUBaprent hf.
Eðlilegt verð á landi
Verð á jörðum hefur löngum verið lágt hér á
landi. Það hefur ekki fylgt verðbólgunni eins og
verð annarra fasteigna. Bóndi, sem keypti jörð
fyrir 20 eða 40 árum, fær nú minna verðmæti fyrir
hana, þótt hann fái fleiri krónur en hann gaf fyrir
á sinum tima.
Þetta lága verð hefur vissulega auðveldað
bændaefnum jarðakaup. En það hefur um leið
rýrt eignir bænda, svo sem sárast kemur i ljós,
þegar þeir hyggjast bregða búskap fyrir aldurs
sakir eða af öðrum ástæðum. Að öllu samanlögðu
hlýtur það að vera hagur bænda, að jarðir þeirra
séu sem verðmætastar.
Nú eru töluverð umskipti að verða á þessu
sviði, einkum i nágrenni kauptúna og kaupstaða,
sem eru i örum vexti. Miklar umræður hafa orðið
um nýjustu dæmin á þessu sviði, og hafa sumir
hneykslazt ákaflega.
Er þó verðið á þvi landi hlægilega lágt i saman-
burði við verð á landi i þéttbýli, þvi að dæmi eru
um, að fermetrinn i einbýlishúsalóðum fari upp i
1000 krónur. Nokkrir tugir króna eru litilfjörlegir
i samanburði við það.
Auk þess má telja mjög vafasamt, að verð-
hækkunin, sem orðið hefur á landi i nágrenni
kauptúna og kaupstaða á t.d. tveimur áratugum,
hafi i fullu tré við verðbólguna á sama tima. Aðr-
ir fasteigendur, svo sem þeir, er eiga sinar eigin
ibúðir, hafa þó fengið bætta verðbólguna. Og það
er eðlilegt, að landverð hækki eins og aðrar fast-
eignir i samræmi við verðbólguna.
Menn sjá ofsjónum yfir þvi, er jarðir seljast á
milljónir og jafnvel tugmilljónir króna, það er að
segja á verði eins eða fárra einbýlishúsa. Þessi
andúð getur verið skiljanleg i þeim tilvikum, er
verðhækkunin er langt umfram verðbólgu, en
annars ekki.
Stungið hefur verið upp á fasteignasölu-
hagnaðarskatti að bandariskri fyrirmynd sem
lausn á þessu vandamáli. Slikur skattur yrði
ákaflega vandmeðfarinn hér á landi vegna verð-
bólgunnar. Hann gæti auðveldlega hindrað fjöl-
skyldur i að stækka við sig húsnæði með aukinni
fjölskyldustærð, svo að dæmi sé nefnt.
Ef slikum skatti væri komið upp hér, yrði hann
að taka fullt tillit til verðbólgunnar frá kaupdegi
fasteignar til söludags, þvi að á þvi bili fæst að-
eins imyndaður hagnaður. Og skatturinn ætti þá
að renna til sveitarfélagsins á þeim forsendum,
að það ætti hlutdeild i þeirri verðmætisaukningu
lands, sem útþensla sveitarfélagsins hefur skap-
að.
Hingað til hefur þetta ekki verið vandamál, þvi
að landverð hefur verið lágt. Nú er hins vegar ris-
inn töluverður æsingur út af fullkomlega lögleg-
um og eðlilegum sölum. Þessu hafa fylgt árásir á
landeigendur og lögfræðinga, sem hlut eiga að
sölunum, svo og forsvarsmenn sveitarfélaga,
sem hlut eiga að kaupunum.
Vonandi er þessi æsingur bóla, sem hjaðnar,
svo að hægt sé að ræða i skynsemi um, hvernig
beri að tryggja með lögum eðlilega meðferð þess-
ara mála i náinni framtið.
—JK
Það hefur stundum
verið sagt um
Chicagóbúa, svona yfir
höfuð talað, að þeir ekki
aðeins sætti sig við vissa
spillingu meðal embætt-
ismanna sinna, heldur
beinlinis ætlist til
hennar
Kosningaapparat
demókrataflokksins
kippti umbótasinnanum
Martin Kennelly,
borgarstjóra, út af lista
hjá sér fyrir
kosningarnar 11955 og
buðu heldur fram
Richard Daley. Þegar
talning um kosninga-
nóttina sýndi öruggan
sigur Daley, er sagt, að
bareigendur hafi stigið
dans í gleði sinni og
sungið: „Chicagó kærir
sig ekki um neinar um-
bætur.”
En nú kann sú stund að vera
runnin upp, að Chicagóbúar verði
að láta sér lynda hreinsanir og
umbætur allt frá Daley borgar-
stjóra niður til sendilsins hjá
borgarráði. Borgin nánast leikur
á reiðiskjálfi vegna einhverrar
útbreiddustu spillingar í lög-
regluliði, sem um getur i sögu
Bandarikjanna.
Alrikisyfirvöld hafa núna lengi
unnið að rannsóknum i þessu
hneykslismáli og hafa sextiu
Chicagó-lögreglumenn reynzt
vera bendlaðir við múluþægniog
fjárþvinganir.
t>egar hér er komið sögu,
hafa 40 þeirra verið dæmdir, en
átta sýknaðir. Og núna i siðustu
viku voru gefnar út stefnur i þrem
tilvikum vegna ruddaskapar
lögreglumanna. Einn lögreglu-
þjónn var kærður fyrir að hafa
barið vegfaranda, sem brotið
hafði umferðarreglur. Annar var
ákærður fyrir að hafa i ölæði
lamið með byssu sinni þrjá menn,
sem hann hafði grunaða um rán.
Sá þriðji er grunaður um að hafa
skotið og sært fyrrverandi
leigjanda sinn, sem hafði skilið
eftir rusl i ibúðinni, þegar hann
flutti.
Hneyksli þetta hefur blettað
orðstir mánna i æðstu embættum
innan lögreglunnar. Yfirlögreglu-
þjónninn, James Conlisk, var
neyddur til að hætta störfum i
októbermánuði siðast, og yfir-
maður einnar hverfisstöðvar-
innar var fundinn sekur um fjár-
þvingun og meinsæri.
Einn af saksóknurum rikisins,
repúblikaninn James R.
Thompson, sem að rannsókninni
vinnur, hefur gengið frammeð
oddi og egg i málinu. Skæðasta
vopn hans hefur verið loforð um
uppgjöf saka, ef menn vitnuðu
fyrir sækjandann. „Betra að
vera vottur núna heldur en
kannski sakborningur siðar,”
hefur hann lýst yfir. Með loforð
upp á vasann um að verða ekki
sóttir til saka hafa margir þeirra,
sem látið hafa þvinga út úr sér fé,
og reyndar sumir þeirra, sem
þvinguðu, borið vitni. Fyrstu
dómarnir féllu i fyrra. Sjö
lögreglumenn voru fundnir sekir
um að hafa hirt 50 til 100 dollara
mánaðarlega fyrir að „vernda”
dansstaði og vinbari við Rush-
stræti. „Ég hélt að þetta væri
viðtekinn viðskiptamáti i bæn-
um,” sagði einn öldurhúsa-eig-
andinn.
En það kom ekki i ljós fyrr en i
réttarhöldum i sumar, hversu
djúpt spillingin stóð, þegar sóttur
var til jjaka yfirvarðstjóri, sem
verið hafði yfirmaður umferðar-
lögreglunnar og alls unnið 21 ár i
lögregluliði borgarinnar. Heil röð
af vitnum bar um, hvernig
næturklúbbar höfðu verið
mjólkaðir allt frá þvi árið 1967.
Múturnar námu allt að 1000
dollurum á mánuði. Voru varð-
stjórinn og átján undirmenn hans
dæmdir fyrir fjárþvinganir.
1 fyrstu tóku Daley borgarstjóri
og Conlisk yfirlögregluþjónn upp
hanzkann fyrir liðið. „Enginn er
fullkominn,” sagði borgar-
stjórinn. En siðan bar svo við, að
Conlisk, sem sætti yfirheyrslu
Daley borgarstjóri (t.v.) og Rochford yfirlögregluþjónn eru áhyggju-
fullir vegna spillingar innarn lögreglunnar.
LÖGREGLA
CHICAGÓ
SJÁLF A
SAKABEKK
sem ætlunin er, að taki lögregl-
una upp til hópa rækiiega til
bæna. Félagið heldur þvi fram, að
það brjóti i bága við stjórnar-
skrána að vikja úr störfum lög-
reglumönnum.semneita að bera
vitni, „vegna þess að vitnisburð-
ur þeirra kunni að sakfella þá
sjálfa”! Og félagið berst með
oddi og egg gegn þvi, að lyga-
mæliprófanir verði gerðar á 75
yfirmönnum i liðinu. Segir
félagið, að lygamælar séu
óáreiðanlegir.
Margir lögreglumenn halda þvi
fram, að þessar ofsóknir séu af
pólitiskum toga spunnar. „bað er
strið milli Nixons og Daleys, og
þessum lögreglumönnum er
fórnað i eldinn fyrir þær sakir,”
segja þeir.
Thompson, saksóknari —
stjórnandi rannsóknarinnar —
álitur, að flestir lögreglu-
mannanna séu blindir á kjarna
málsins. „Þeir verða að gera sér
ljóst, að heiðarleiki verður að
ganga fyrir misskilda tryggð
þeirra hvers gagnvart öðrum,”
sagði hann. Hann heldur þvi
fram, að liðið verði aldrei
hreinsað af spillingunni, fyrr en
einhver atvinnulögreglumaður,
laus við öll pólitisk tengsli, fái
óskoruð völd sem lögreglustjóri.
stjóri.
Til þessa hefur Daley
borgarstjóri reitt sig á James
Rochford, sem tók við af Conlisk
yfirlögregluþjóni. Þeir áttu það
sameiginiegt báðir, að hafa unnið
sig upp i gegnum raðir
lögreglunnar. Nú er það almanna
álit, að repúblikanar muni bjóða
Thompson fram á móti Daley i
borgarstjórnakosningunum 1975,
Þykir liklegt, að hreinsanir innan
lögregluliðsins verði eitt af helztu
baráttumálunum.
Nú er það svo, að Daley hefur
fimm sinnum náð kjöri sem
borgarstjóri Chicago, og þeim
árangri hefði hann naumast náð,
efhann ekki vissi óskir kjósenda
sinna. Telji hann, að Chicago-
búar vilji umbætur, er ekkert lik-
legra en að hann veiti þeim þær.
(Þýtt úr Newsweek)
nefndar borgara, brast 1 grát
undir yfirheyrslunni. Eftir réttar-
höldin yfir varðstjóranum ákvað
Daley, að eitthvað yrði að hafast
að. 10. október kallaði hann öllum
á óvart blaðamenn til fundar og
tilkynnti þeim, að Conlisk hefði
sagt upp starfi. Hvort yfir-
lögregluþjónninn vissi um
„uppsögnina” sjálfur, þykir alls
óvist, þvi að hálfri annarri stundu
áður flutti hann ræðu i klúbbi
borgara og lýsti þar framtiðar-
áformum sinum varðandi lög-
regluna.
Það er ekki að undra, þótt
andinn sé óhress i lögregluliði
Chicagó. En lögreglan sýnist hafa
minni áhyggjur af spillingunni
innan íiðsins heldur en
rannsókninni á spillingunni.
Lögreglumannafélagið, sem er
herskátt stéttarfélag 8000 manna
úr 13.000 manna lögregluliði
borgarinnar, stendur i stima-
braki við ráð óbreyttra borgara.