Vísir - 17.12.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1973, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 17. desember 1973. 3 RÓFURNAR BÚNAR — og í janúar verða innlendar kartöflur gengnar til þurrðar „Veðráttan þannig að ís gceti lagzt að landinu" — Isbrúnin nœr miklu lengra út en á sama tíma í fyrra — Olíklegt að ekki kólni aftur, þó frost lœgi nú „Það eru horfur á meiri is nær landinu, enda er hann miklu meiri en hann hefur verið á undanförnum árum. Þó held ég, að litlar likur séu til þess, að ástandið veröi verulega alvar- legt, en veðráttan er þannig, að ísinn gæti komið nálægt landinu”. Þetta sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur, þegar við höfð- um samband við hann, en þessar upplýsingar eru byggðar á hafis- kortum, sem berast daglega frá Bretlandi og unnin eru eftir upplýsingum ameriskrar könnunarflugvélar, sem flýgur hér fyrir utan. „Þess má geta, að rannsókna- skipið Árni Friðriksson var i gær um 30 sjómilur noröur af Melrakkasléttu, og þar var sjó- hitinn 3,7 stig, og það er langt i að sjó leggi þar. En um 70 sjómilur norður af sléttunni var sjávarhiti 0,8 stig. Nær landi er hins vegar sæmilega milt, og sjórinn stendur þar vel fyrir”. Páll sagði, að ishrafl væri norður undan Melrakkasléttu, og um 30-40 sjómilur væru i fyrstu jakana noröur af Melrakkasléttu. Hann sagði einnig, að þó að drægi úr frosti núna, hefði hann ekki trú á þvi að ekki ætti eftir að kólna á ný. tsinn nær nú miklu lengra út en hann gerði á sama tima i fyrra. tsinn leggur rétt um Jan Mayen, og út af Isbrúninni myndast skagi, og isbrúnin á honum mun vera um 60 sjómilur norður af Melrakkasléttu. Þessi skagi, sem gengur til suðausturs og noröur af Melrakkasléttu, hlýtur að berast nær með norðanáttinni og nýr is myndast ennfremur. Og þó aö sæmilega heitt hafi verið i sjó, breytist það smátt og smátt. Þetta er þvi mikil breyting frá þvi, sem áður hefur verið. —EA Jólabögglarnir komast á sinn stað! Mcnn þurfa vart að óttast um það. að jólabögglarnir komist ekki á réttan stað, þrátt fyrir verkföll og þviumlikt. Kimm vélar frá Klugfélagi Islands eru I þvi að flytja „fragt” á milli staða, allar Kokkcr Kriendship véiarn-, ar og svo var gamli þristurinn tekinn i flulningana af og til, að sögn Sveins Sæmundssonar hlaðafuljtrúa. Þegar við höfðum samband við — 5 vélar r Fl í flutningum Bögglapóststofuna, var okkur tjáð, að allt væri i lagi með flutn- ingana, en það væri þá helzt veður, eins og t.d. um helgina, sem tefði. I gær var flogið með vörur, eftir þvi sem veður leyfði, en á Norður- og Austurlandi var að mestu ófært. El' ekki semst, ^erður tekið upp 19 farþega flug, þ.e flogið verður með 19 farþega i vél. —EA Litiö mun vera til i landinu af gulrófuin, að þvi er Visi var tjáð hjá Grænmetisverzlun land- húnaðarins. „Uppskeran virðist hafa verið minni en oft áður, sennilega af þvi, að menn hafa sett minna niöur en áður,” sagði Þorgiis Steindórsson, skrifstofustjóri hjá Grænmetisverziuninni, er Visir ræddi við hann i gærdag. „Kannski eiga einstaka menn eitthvað af rófum, sem þeir geta selt okkur — þeir biða bara með þá sölu þar til eftir áramótin.” Og brátt liður að þvi, að innlendar kartöflur fáist ekki heldur. „Ætli við eigum ekki kartöflur út janúar, kannski fram i febrúar.” — Voru islenzku kartöflurnar verri að gæðum i ár en oft áður? „Það held ég ekki. En þær fóru mikið i annan flokk, vegna þess hve smáar þær voru.” Til þess að bjarga við kartöflu- svangri þjóð, þá hefur sem oft áður verið leitaðá náðir Pólverja, en frá Póllandi mun Grænmetis- verzlunin fá fjögur til fimm hundruð tonn af Bintje-kartöfl- um. — Er ekki hættaá.að Pólverjar selji okkur úrgangskartöflur — eitthvað, sem þeir sjáltir vilja ekki? „Nei, tæplega. Við höfum oft áður fengið kartöflur hjá þeim, og þær hafa verið i fyrsta flokki og hafa likað vel.” Þorgils sagði, að þvi miður væri ekki hægt að kaupa til landsins útlendar rófur. „Útlendingar rækta ekki rófur eins og við gerum. Ekki til manneldis, heldur aðeins sem skepnufóður. Við gerðum einu sinni tilraun með að kaupa hingað norskar rófur sem við töldum likastar okkar rófum, en það gafst illa.” -GG. Rœkja við Grímsey Þeir eru farnir aö veiða rækju fyrir norðan. Sævaldur, fjörutiu tonna bátur frá Dalvik, kom til heimahafnar sinnar í fyrradag með um tvö tonn af rækju, sem fékkst nokkuð austur af Grimsey. Rækja veiðist yfirleitt ekki á þessum árstima og hefur ekki fengizt á þessum slóðum. Undanfarið mun Hafþór nokkuð hafa kannað rækjumið fyrir norðan, en litt orðið ágengt við að finna ný mið. Þvi kemur þessi afli Sævalds frá Dalvik nokkuð á óvart. Vont veður er nú á miðunum, og þvi erfitt að athafna sig, en Sævaldur mun hafa náð rækjunni, áður en veðrið skall á. Engin rækjuvinnsla er á Dalvik, og var afla Sævalds ekið til Akureyrar, þar sem unnt er að vinna hann. -GG. Tekið á móti jólatré! Þessum lágvaxna Reykvík- ing fannst sjálfsagt að vera viðstaddur afhendingu jóla- trésins frá Osló á Austurvelli i gær. Að visu þurfti hann nokkra aðstoð frá pabba sinum til að geta litið svolitið I kringum sig — þá ekki bara til aö sjá jólatréö með Ijósunum, heldur allt eins til aö sýna sig og sjá aðra. Af svipnum má ráða, að Reykvikingnum litla hafi bara litizt all sæmilega á mannskapinn, en þarna var mikili fjöldi samborgara hans samankominn þrátt fyrir nistingskuida. Og eftir að hafa tekið á móti jólatrénu fannst vini okkar rétt að lita á jólasveinana i Austurstræti. Trúlega hefur hann átt auðveldara með að skilja það, sem þar fór fram. Norskan er að likindum ekki ennþá auðskilin svona ungum Reykviking. —ÞJM/Ljósm: Bragi GJAFAVÖRUR Erum að taka upp smiðajárns kertastjaka Mjög falteg og vönduð vara 'k Einnig vorum við að fá mokkastell í mörgum munstrum 'k Kristalsvörurnar hafa ekki áður verið til i jafn miklu úrvali ic TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 sími 13111

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.