Vísir - 22.12.1973, Blaðsíða 6
6
Visir. Laugardagur 22. desember 1973.
VÍSIR
tAgefandi:-Reykjapi:#nt hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Péttrrsson
Auglýsingastjóri: Skiili G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgdtu 32. Slmar 11660 86611
y Afgreiósla: Hverfisgötu 32. Simi 86611.
Ritstjórn: SIBumúla U Slmi 86611 (7.1fnur)
Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands
1 lausasölu kr. 22.00 eintakiö.
BUöaprent hf. ■
Andi jólanna
gleðilegra jóla
Viða um Vesturlönd verður jóladýrðin að þessu
sinni ekki eins mikil og venjulega. Vegna oliu-
skortsins eru ljósaskreytingar takmarkaðar og
húsahiti lækkaður. Samt ætti að vera óhætt að spá
þvi,að gleði jólahaldsins verði ekki minni en
venjulega hjá þeim þjóðum, sem búa við oliu-
skortinn. Ef til vill komast þær nú að raun um,
hve litils virði hinn ytri umbúnaður jólanna er, og
hve mjög hann hneigist til að skyggja á innra eðli
jólanna. Má þá segja, að oliuleysið sé ekki með
svo öllu illt, að ekki boði nokkuð gott.
Hér á íslandi er sums staðar skortur á raf-
magni þessa dagana. En þau óþægindi eru smá-
vægileg i samanburði við það, sem nágrannar
okkar á Vesturlöndum búa við. Að þessu leyti
eins og öðru höldum við okkar jól fjarri öllum
vandamálum heimsins. úti i heimi ganga geð-
sjúklingar lausir, kalla sig skæruliða og myrða
fólk i hrönnum. Enn er barizt i Indókina og friður
er ótryggur i Mið-Austurlöndum.
Þetta eru aðeins örfá af vandamálum liðandi
stundar. En mannkyn-
ið á einnig við önnur og
jafnvel stærri vanda-
mál að striða, vanda-
mál, sem legið hafa i
leynum, en eru að
koma fram i dagsljós-
ið. Mörg þeirra snerta
okkur jafnt og aðrar
þjóðir. Hótel Jörð er að
drabbast niður i meng-
un og rányrkju. Auð-
lindir eru að þorna og fiskistofnar að rýrna. Og
siðast en ekki sizt er fólksf jölgunin allt of mikil á
þessu litla hóteli.
Flest er þetta fjarri hugum íslendinga. Það er
stundum þægilegt að búa á hjara veraldar, þótt
menn kvarti stundum um, að landið sé næsta
óbyggilegt. í efnalegu tilliti erum við með lán-
samari þjóðum. Við vitum samt innra með okkur,
að auðurinn hefur ekki fært okkur neina gleði né
neinn frið umfram hina fátæku forfeður okkar i
landinu.
Dagurinn i dag er dæmigerður nútimadagur.
Þetta er mesti verzlunardagur ársins. Siðan taka
við miklar annir við annan jólaundirbúning og
þar á eftir jólin sjálf með jólamat og jólagjöfum.
Hin veraldlega dýrð jólanna er mikil, en um hina
andlegu dýrð er minna vitað. óhófleg svartsýni
er samt ekki við hæfi, þvi að jólahald hlýtur jafn-
an að endurspegla lifskjör og þjóðlifshraða hvers
tima.
Það verður ekki aðeins verzlunarfólkið, sem
gengur þreytt til hvilu i kvöld. Þetta eru dagar
streitu hjá miklum hluta þjóðarinnar. Að þessu
sinni hagar þó svo til, að fridagarnir eru óvenju
margir, bæði um jól og áramót. Menn ættu þvi að
geta hvilzt betur en venjulega og átt betri kost á
að öðlast frið og rósemi hugans á þessari höfuð-
hátið ársins.
í von um, að hinn rétti jólaandi megi sem viðast
rikja, óskar dagblaðið Visir lesendum sinum og
landsmönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLA
—JK
Myndin cr frá Kamtsjakaskaganum, þar sem viöa eru hverasvæöi
Hveraorka í þágu
mannsms
Nú þegar hvers konar orku-
skortur fer aö hrjá
mannknyniö, fer ekki hjá þvi,
aö augu manna beinist aö
þeim orkulindum, sem hingaö
til hafa legiö ónýttar, og hafa
engum manni veriö til gagns.
Viö íslcndingar eigum ógn-
mikiö af orku. sein kemur
okkur ennþá ekki aö neinu
gagni. <)g óneitanlea horfir
það svolitiö undarlega við aö
viö skulum flytja inn tugi eöa
hundruö tonna af oliu til húsa-
hitunar og aiinars, meöan
sjóöandi hveravatn gýs út i
loftiö engum til gagns, en
feröamönnum til ánægju.
í Sovétrikjunum finnast á
stöku stööum goshverir og nú
reyna þarlendir visindamenn
aö nýta þá sem orkugjafa.
Vladimir Kononov, jarðefna-
fræöingur liefur ritaö stutta
grein um hveraorku I Sovét-
rikjunum, og sendi APN,
sovézka fréttastofan, greinina
til VIsis:
Náttúruundur
Kamtsjatka.
Goshverir hafa . mikið
aðdráttarafl fyrir náttúru-
unnendur. Þegar á allt er litið er
ekki mikið um goshverasvæði i
heiminum. En eitt þeirra er
Hveradalur á Kamtsjatka-skaga i
Sovétrikjunum. Dalurinn er um-
kringdur virkum eldfjöllum á
allar hliðar. Leirhverir og gos-
hverir eru staðsettir i hliðum
þröngrar gjár i hrauninu. og er
gjáin nokkrir kilómetrar að
lengd. Stórir goshverir eru þarna
nltján talsins. Eftir dalbotninum
rennur áin Geysernája, sem er
straumhörð og myndar tilkomu-
mikla foss á leið sinni. Það er
margt að sjá i Hveradal.
Visindamenn hafa lengi velt
fyrir sér ástæðunum fyrir þvi, að
sumir hverjir fjóra en aðrir ekki.
A siðustu árum hafa veriögerðar
nýjar uppgötvanir i sambandi við
boranir á jarðhitasvæðum, sem
svipar til Hveradalsins. Þar
mynduðust eins konar
gervihverir, sem unnt var að
breyta i stöðugt gos með einföld-
um breytingum á opi bor-
holunnar. Þar var sannað, að
munurinn á laugum og hverum
er fyrst og fremst fólginn i mis-
munandi stærð á afrennsligöng-
um og mismunandi dýpt gufu-
myndunar.
Yfirhitað vatn og ákveöin
stærð opsins, sem það kemur út
um, er allt og sumt, sem til þarf
til þess aö þetta náttúruundur
myndist.
En notum við hveraorkuna i
þágu mannsins? Við getum gert
þaö, með þvi að breyta ferli gos-
hversins i stöðuga framleiðslu
gufublandaðs vatns. Þá er hægt
að nota jarðgufu i hverfla til
framleiðslu á ódýrustu raforku,
sem fáanleg er. Nú þegar er
starfrækt á Kamtsjatkaskaga
5000 kw. raforkuver sem byggist
á jarðhitaorku. Ráðgert er að
reisa slik raforkuver á öðrum
jarðhitasvæðum Sovétrikjanna.
Jarðhitinn er til margra hluta
nytsamlegur. A Kamtsjatka-
skaga eru t.d. starfrækt, auk raf-
orkuversins, nokkur heilsuhæli og
verið er að ljúka smiöi 60.000 fer-
metra gróðurhúss. Þá er einnig
verið að leggja hitaveitu i nálæga
bæi.
En hvað verður um Hvera-
dalinn? Enginn þörf er á að eyði-
leggja þetta fagra náttúruundur.
t Sovétrikjunum eru óendanlegar
birgöir af heitu neðanjarðar-
vatni. sem hægt er aö nota á hag-
immmii
Umsjón:
Gunnar
Gunnarsson
kvæman hátt. Goshverirnir verða
látniii friði, ferðamönnum til
yndisauka.
Borað i eldfjöll.
Fréttamaður Izvestia á
Kamtsjatka, A. Blékh, sagði frá
þvl fyrir skömmu i blaði sinu, aö
vísindamenn veltu nú fyrir sér,
hvernig nýta mætti sjálf eld-
fjöllin. Hér er ekki aðeins um að
ræða beina nýtin^u á orku jarð-
eldanna, heldur vilja þeirumleið
freista þess að ná valdi yfir eld-
fjöllunum.
Visindamenn gera ráð fyrir, að
hliðargöng liggi út frá aðalgöng-
um eldfjallanna. Ef takast mætti
að bora niður i þessi hliðargöng
væri ekki aðeins unnt að ná upp
heitri gufu, heldur yrðu bor-
holurnar að eins konar öryggis-
ventlum. sem hefðu áhrif á
þrýstinginn i aðalgöngunum og
kæmu þannig i veg fyrir eldgos
Ennsemkomið er hljómar þetta
eins og hvert annað ævintýri, en
varla mun liða á löngu, þar til
einhver af hinum djörfu áform-
um visindamannanna verða
komin til framkvæmda.