Vísir - 22.12.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 22.12.1973, Blaðsíða 7
Yisir. Laugardagur >2. deseniber 1973. 7 cTVtenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Bráðum í bíó JÓNATAN LIYINOSTON MAYL'H. Saga eftir Itichard Bach i þvðingu lljartar Pálssonar. I.jósmyndir eftir Itussell Munson Örn og örlygur 1973. 93. bls. 1 þessari bók eru alveg ljómandi fallegar mynd- ir af máfum á flugi. Sjálf er bókin einkar vönduglega gerð, pappir prentun og bókband, prentuð og bundin i Finnlandi. Hún er að mér skilst gefin út i samlögum nokkurra norrænna forlaga i öll- um löndunum samtimis i haust — i framhaldi af ameriskum og alþjóð- legum frama bókarinn- ar. Svona bækur heita i rauninni prentgripir. Og þetta er ansi laglegur litill gripur. Þab er svo annað mál. að með- fram hinum fallegu myndum er lika sögð saga f bókinni. einhvers konar dulspekilegt ævintýri um fugla. ..Einkennilegt að allir fuglar skuli ekki fljúga eins.'' segir i Kristnihaldi undir Jökli. ,.Ég hef heyrt. að vængir á flugvólum lilíti allir sömu fornuilu þar sem fugl- ar hliti hver sinni formúlu. Það hefur óneitanlega þurft meir en litið imyndunarafl til að útbúa svo marga fugla sinn með hverri for- nuilu og ekki verið horft i til- kostnað. Ef til vill hefur samt aldrei fundist sá fugl. sem flvgur jafn laukrótt og flugvól. þó fljúga allir fuglar betur en flugvólár, ef þeir eru flevgir á annað borð." Eftir þessari kenningu er litið varið i flugvölar móts við fugla, flugvólin heldur svo klúr el'tiríik- ing lifandi l'iigls. t sögunni af Jónatan máli er á hinn bóginn fjallaðum fúglinn sem flugvöl. að fijúga betur og betur. æ hærra og hraðar. sil'ellt li.kar laukröttri flugvöl verður keppimark hans á leið til hins hæsla þroska. ..llrað- inn var afl. og hraðinn var gleð.i. og hraðinn var hrein fegurð." segir hör. En al'l. gleði, l'egurð nægir ekki Jónalan máli. 1 og með að hann fer að fljúga eins og þota færist hann lika á æðra þrep hins and- lega þroska, siðast orðinn bæði hljóðfrár og timafrár, eða hvað það nú heitir á réttu tæknimáli, og heldur en ekki andfrár, alveg andlegur fugl upplvstur gullnum bjarma sinnar eigin innri visku og þroska. Óbreyttir máfar á ströndinni taka nú heldur fálega i fyrstu þessunt látum i Jónatan, skilja ekki frekar en vonlegt er af hverju hann endilega vill verða að flugvöl. Þeir fljúga til þess að fá sör að eta. og þykir það heldur lttilmótlegur háttur hör i sögunni. enda gera þeir brátt Jónatan út- lægan úr sinum hóp. Það er gamla sagan. afrek verða ekki unnin nein undir normaltaxta. Það er hið frjálsa framtak ein- staklingsins sem gildir: Jónatan hefur það af að l'ljúga betur en allir aðrir og verður þess vegna bestur af öllum. Við svo búið snýr hann aftur til að kenna öðrum máfum og koma þeim á hina sömu þroskabraut. Þannig söð er þessi saga einhvers konar lof- gerðaröður keppni og tækni - nenta i þetta sinn felst ávöxtur hennar ekki i jarðneskri full- nægju heldur himneskri. Þessi spekimál stinga töluvert i stúl' við hinar fallegu myndir, aðalefni bókarinnar, alveg jarðneskar. Þessi bók er að einu leyti dálitið lik Love Story um árið. eins og lnin afrakstur tæknivæddrar bókagerðar og auglýsinga, eins konar raketta. sem þeytist á lol't á alþjóðlegum metsölu-himni. Bráðum kemur hún á t)iö. En hór er sem sö um að ræða fallegri grip en ástarsöguna, sem ekkert var nema tötraskapur yst sem innst. t>ýðing lljartar Pálssonar á sögunni sýnist mór, að só skap- lega af hendi leyst en ekki held- ur meir. Vandi hefur það verið að þýða flugtæknimál sögunnar, sem er með mjög svo islensku- legu orðl'æri að sjá. Ekkert gerir til I þessari sögu, þött það só leik- miinnum enn sem komið er óskiljanlegt. Ilinn og Ilinir Eldri, sem sifellt er verið að lala um i sögunni er á hinn bóginn klaufa- lcg þýðing á The Elder/Elders. t>etta er á islensku ..öldungur” i hinni hátiðlegri merkingu þess orðs, sbr samsetningar eins og „safnaðaröldungur”, „öldunga- ráð” og þvilikl. Og ósköp verður orðið máfur leiðigjarnt eins og það er stafselt hór I bókinni — með v og oftlcga stóru M : Mávur. Ilóðan I frá ætla óg að gefa frat i róttritunarreglur og skrifa orðið meðgamla laginu; máfur. Er það ekki fallegra? Bergþóra Gísladóttir skrifar um barnabœkur: I MYND OG TONUM PÉTL'K ()(í C'LFL'KINN Myndir: Krans llaacken Þýð.: Alda /Kgis. L'tg.: Bókaútgáfan SAÍJA. í eftirmála bókar- innar segir: ,,Rit- höfundar semja sögur með orðum, teiknarar með linum og litum. Tónskáld semja sögur með tónum. Tónskáldið Sergei Prokofiev bjó til barnasögu i tónum. Sag- an heitir Pétur og úlf- urinn. Þessi bók segir þá sögu i orðum og myndum.” Við l'yrstu sýn gæti maður haldið.að þelta væri ósköp venju- leg barnabók. Hún er smekkleg að allri ytri gerð og í sterklegu bandi. Þetta erævintýri um litinn dreng, og það sem hann sá og reyndi, þegar hann opnaði hliðið og gekk út á stóra græna engið, — saga sögð á látlausan hátt. Letur er stórt og læsilegt, lika fyrir lítil börn. Myndirnur eru Ijómandi fallegar, eiginlega listaverk hver fyrir sig. Þær draga Iram ýmis atvik ævintýrisins og hjálpa til við sköpun andrúmslofts, sem umlykur verkið. En þetta er engin venjuleg barnabók. Eiginlega er hún kynning á miklu stærra verki Pótri og úllinum hinu alþekkta tónverki Prokolievs, sem hann samdi sórslaklega l'yrir börn. Enda segir i eltirmála bökar- innar: „Nú þegar þið halið lesið siiguna um Pótur og úll'inn og sóð myndirnár i bókinni, væri gaman að hlustu á tónverkið sjálft. „Það er greinilegt að útgelendur hala meðvitað markmið með bókinni og er það vel. Þess má geta, að hljómplatan hefur verið gefin út hórlendis og er sögumaður Ilelga Valtýsdóttir. Ævintýri Prokofievs um Pótur og úlfinn er meistaraverk. Ég þekki ekkert barn, sem ekki nýtur þess ef það fær tækifæri til að hlusta á það. Það er i senn marg- slungið og einfalt og segir bráð- skemmtilega sögu. Jaínframt þvl, að það er stgild tónlist, er það lónlistarkennsta, hver persóna er táknuð með ákveðnu hljóðfæri. Hver persóna á einnig sitt sór- staka stef í tónverkinu, þannig að barnið veit alltaf frá hverjum er verið að segja hverju sinni. Aftast i umræddri bók eru nólur að þessum stefjum (fyrir þá, sem það geta lesið,) öllum nema stefi veiðimannanna. Texti þessarar bókar er ekki texti Prokofievs, a.m.k. ekki óbreyttur, og er hvergi getið um höfund hans. Ekki er heldur getið höfundar eftirmálans, svo maður veit ekki, hvort þetta er upp- haflegur eftirmáli höfundar, eða hvort hór er um að ræða eftir- mála islenzku útgáíunnar. En það er ekkert sjaldgæft um barnabækur, að þar vanti upp- lýsingar, sem þættu sjálfsagðar á bókum fyrir fulloröna. Þetta er eiguleg bók. Og verði hún til þess, að fleiri börn kynnist þessu ágæta tónverki, er hún tvö- faldur fengur. Leikur að lœra? LEIKL'K AÐ LÆKA, bóka- flokkur. Ilvað telur umferðina? I 2 3 Litalúðurinn IIIjómsveitin fljúgandi llöf.: L'lf Löfgren C'tg. Iðunn, 1973 Þetta er bókaflokkur, sem er ætlað það hlut- verk að fræða börn, eins og segir á bókarkápu: ,,Það er leikur einn að læra nauðsynlegustu staðreyndir um um- hverfið og lifið i kring- um okkur með hjálp bókarflokksins LEIKUR AÐ LÆRA,sem er ætlað- ur ungum börnum til fróðleiks og skemmt- unar heima, i leikskól- um og dagheimilum og i yngstu bekkjum barna- skólanna.” f»etta eru myndabækur i'litum og er hvergi til sparað, varðandi útlit. Bækurnar eru fallegar og sterklegar. Þær virðast vera til þess gerðar að þola allt það hnjask, sem gjarnan fylgir litlum höndum. Þýðingar eru góðar, nema stirö á bókinni 1, 2 3, sem Andrés Kristjánsson þýðir á bundið mál. Ekki veit ég af hverju þessi stirö- leiki stafar, eða hvort hans gætti i frumtextanum, en mér fannst erfitt aö lesa bókina. Aðrar bækur I ffokkunum þýddi Anna Valdi- marsdóttir. Letur er ljómandi og við hæfi barna. Ekki veit ég, hvort þessar bækur hafa eitthvert gildi fyrir utan það að vera fræðandi. Þær geta sjálfsagt orðið gagnlegar börnum, sem ekki fá þennan fróðleik i daglegu lifi sinu — en það munu flest börn, sem betur fer fá. Ulf Löfgren er Svii, þekktur og virtur barnabókahöfundur i sfnu heimalandi og viðar, og ætti það ð vera viss trygging fyrir vöru- æðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.