Vísir - 27.12.1973, Blaðsíða 1
VÍSIR
63. árg. — Fimmtudagur 27.desember 1973 — 297. tbl.
MAÐUR VARÐ
í SANDGERÐI
BAKSÍÐA
Bandaríska
landsliðið í
Reykjavík
í morgun
— sjá íþróttaopnuna
Njet, njet á
Keflavíkurvelli
- Bls. 2
Heyrnarskaðar:
Áramóta-
sprengingar
og hljóm-
sveitarhávaði
— bls. 3
•
Vasapela-
fylleríið
orðið
leiðigjarnt?
Hringur á
118 þús. í
jólapakkanum
— baksíða
Varð móður sinni að bana
— Útskrifaður geðsjúklingur lagði til konunnar og skar á háls
Sá vofeiflegi atburður
skeði i gærdag, að rúm-
lega fertugur maður réði
móður sinni bana á
heimili hennar. Fólk, sem
kom að, gerði lögreglunni
viðvart klukkan 15.12 og
fór hún þegar á vettvang.
begar komið var að
Rauðarárstig 40, en þar átti
konan heima, opnaði sonur
hennar ibúðina og skýrði frá
verknaði sinum og bað um að
hann væri fluttur á Klepps-
spitalann, en þar hefur hann
verið vistmaður meira og
minna siðustu árin.
Konan var látin þegar að var
komið og hafði verið stungin
tveim stungum i bakið og lika
skorið á háls hennar.
Sonur hennar hefur eins og
áður sagði verið langdvölum á
geðsjúkrahúsi. Hann er rúm-
lega fertugur að aldri. Var hann
rólegur i l'ramkomu, þegar lög-
reglan tók hann i sina vörzlu. Þó
var hann ekki hæfur til yfir-
heyrslu i gærkvöldi og ekki voru
hafnar yfirheyrslur i morgun.
Konan sem lézt hét ólafia
Jónsdóttir og hafði hún staríað á
llótel Borg um rúmlega þrjátiu
ár, siðari árin sem yfirþerna.
Hún var nýlega orðin 65 ára.
Ekki hafði oröið vart neinna
átaka i ibúð Ólafiu áður en þetta
varð.
Samkvæmt þvi, sem Visir
hefur fregnað, var það gegn
vilja sonar ólafiu að hann
dvaldist utan Kleppsspitala.
Einnig hafði móðir hans talið
rétt að hann dveldist þar, en
læknar munu hafa taliö
manninn hæfan til að ganga
lausan.
Að sögn Péturs Danielssonar
hótelstjóra var Ólafia heitin
mjög traust og góð manneskja
og framúrskarandi ábyggileg.
,,Ein af gamla skólanum, sem
hugsaði frábærlega vel um sitt
starf og sinar skyldur,” sagði
Pétur.
Guðmundur Arnar Sigurjóns-
son heitir maðurinn, sem
framdi verknaðinn. Hann er 41
árs að aldri.
-ÓG.
t þessu húsi átti hinn óhugnanlegi atburður sér stað i gærdag, þegar sonur lagöi til móður sinnar meö
hnifi. (Ljósm. Vfsis BG)
LÉZT EFTIR HÖFUÐHÖGG FRÁ
BRÓÐUR SÍNUM ' !«1 ™di
Maður á þritugsaldri lézt
snemma á aöfangadagsmorgun
af völdum höfuðhöggs og faUs i
götuna. Tildrög málsins voru
þau, að scx manncskjur, fimm
karlmenn og ein kona, voru að
skemmta sér og óku um borgina
i bifreið eins karlmannsins úr
hópnum. Fjögur þeirra voru a 11-
drukkin, en einn karlmannanna
litið eitt við skál og bifreiðar-
stjórinn — sá sem lézt — var
allsgáður.
Milli klukkan fimm og sex
um aðfangadagsmorguninn var
numið staðar i Breiðagerði.
Urðu farþegar þar eitthvað
saupsáttir og upphófust handa-
lögmál. Vildi bifreiðarstjórinn
stilla til friðar, en þá sló einn
farþeganna, bróðir hans, til
hans með þeim afleiðingum, að
hann skall með höfuðið i götuna
og stóð ekki upp aftur.
Töldu hinir farþegarnir, að
hann hefði aðeins rotazt óg
mundi fljótlega ranka við sér.
Var hann siðan settur inn i bif-
reiðina og aftur haldið af stað.
Var siðan ekið áfram um
borgina um nokkurn tima og
komst ungi maðurinn ekki til
meðvitundar. Um siðir var ekið
að húsi við Kleppsveginn, en þar
mun hafa verið ætlunin að láta
hann jafna sig. Þegar verið var
að bera manninn úr bifreiðinni
að húsinu, mun það hafa runnið
upp fyrir viðstöddum að ekki
mundi allt vera með felldu.
Vöktu þeir upp þarna i húsinu
og var lögreglan kölluð á vett-
vang. Var maðurinn látinn þeg-
ar hún kom að.
Bróðir hins látna, sem sló
hann þannig að hann féll i göt-
una, hefur verið úrskurðaður i
20daga gæzluvarðhald. Hann er
á þritugsaldri.
—ÓG
Á 2. hundrað veðurtepptir!
— flug hafði gengið vel þar til á aðfangadag, þá syrti í álinn.
A annaö hundraö manns, sem
ætiuðu út á land tii þess aö halda
jólin, hafa að öllum likindum átt
erfitt meö að komast, ef ætlunin
var að fijúga á aðfangadag. En
flug hafði gengið vel þar til þá.
Aö sögn Sveins Sæmundssonar,
blaðafulltrúa F1 ráðgerði Flug-
félagið 8 ferðir innanlands á að-
fangadag, en aðeins var hægt að
fljúga þrjár ferðir. Til dæmis
varð ein vél að snúa við yfir Vest-
mannaeyjum og halda til Reykja-
vikur aftur án þess að geta lent.
önnur ferð hafði þó verið farin
fyrr þann daginn.
Hægt var aö fljúga til Akureyr-
ar, tsafjarðar og svo eina ferð til
Vestmannaeyja, en 5 ferðum varð
að sleppa, þ.e. til Patreksfjarðar,
Sauðárkróks, Húsavikur, Akur-
eyrar og Egilsstaða.
Sveinn sagði, að vélarnar væru
ekki mjög þétt setnar á aðfanga-
dag, og liklega leggur fólk aðeins
fyrr i hann, ef það ætlar að halda
jólin annars staöar á landinu.
Afleitt veður var viðast hvar á
landinu þennan dag, og t.d. stóöu
bilar fastir við flugvöllinn. Ekk-
ert var hægt að fljúga i gærdag,
aðallega vegna veðurs og svo
flugbrautaskilyrða. í dag litur
heldur illa út með flug, þar sem
spá hljóðar ekki upp á það bezta.
Strax á annan i nýári kemur
mikill skriður á innanlandsflug,
en þá byrjar skólafólk aö tinast úr
friunum. Fyrsta vikan sú er mjög
annasöm.
—EA