Vísir - 27.12.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 27.12.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Fimmtudagur 27. desember 1!)7:í. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND j MO Má leita á þér? „Heyröu, þú færö ekki aö fara hér inn. Ekki nema aö ég leiti á þér fyrst, góöi”, gæti maöur freistazt til aö halda aö öryggisvörðurinn væri aö segja viö hanann viö innganginn i hús Sameinuöu þjóöanna i Genf. — Þar fóru fram fundirnir vegna friöarviöræöna Araba og Gyöinga. Bíllinn flaug yfir heila kirkju Þegar Luis Carrero Blanco, forsætisráöherra Spánar, var ráöinn af dögum, þeytti sprengjan, sem honum varö aö aldurtila, bilnum hans yfir kirkjuna, þar sem hann haföi vcrið viö messu. Efri myndin hér sýnir meö örvum, hvar bfllinn þeyttist yfir þakiö og kom niöur á verönd á bakhliö inni. Ilér viö hliöina er svo mynd, sem sýnir bflflakiö á veröndinni, þar sem þaö kom niöur. Veröndin er á annarri hæö, eöa sem þvi samsvarar. Frönsk lögregla fann Arabagreni Franska öryggislögregl- an, sem handtók þrettán félagar úr skæruliðasam- tökum Palestínuaraba núna rétt fyrir jólin, komst yfir skjöl, sem sýndu, að hópur þessi hafði í undir- búningi árás á ísraelskt sendiráð og einnig brott- nám sonar sendiherra. Þetta kom fram i fréttalestri iranska sjónvarpsins (sem er rik- isrekið), en fréttin hefur ekki ver- ið staðfest opinberlega ennþá. — En hitt er haft fyrir satt, að öryggislögreglan hafi brotizt inn i einbýlishús i villiers-Sur-Marne þann 20. desember og handtekið þar fjölda manns. Parisarblaðið Le Figaro skrif- aði i gær, að lögreglan hafi fundið 20 kg af sprengiefni, vopn og ann- an útbúnað i húsinu, og hafi átt að nota það allt til hryðjuverka. Þjóðfrelsishreyfing Palestinu- araba, sem hefur sendinefnd i Paris, neitaði i gærkvöldi, að hún væri á nokkurn hátt blönduð i málið. Talsmaður samtakanna sagði frönskum fréttamönnum, að það væri stefna samtakanna, að baráttu Palestinumanna yrði að heyja i hinum hernumda hluta Palestinu, en ekki erlendis. Tiu hinna handteknu eru Tyrk- ir, þar af tvær konur. Tveir eru Palestinuarabar og einn er frá Alsir. Fréttir i morgun hermdu, að meðal skjalanna sem fundust, hafi lögreglan fundið visbendingu um að skæruliðahópur þessi hafi ráðgert árás á annan flugvöll Rómaborgar, Ciampiso. Var itölskum yfirvöldum gert viðvart og hundruð lögreglumanna flykktust til flugvallarins á jóla- dag. Þar var allt öryggiseftirlit hert mjög, leitað gaumgæfilega á hverri manneskju og jafnvel i bil- um, sem nálguðust flugvöllinn, meðan lögreglumenn héldu vörð i flugstöðinni með byssur á lofti. Sléttueldar loguðu í viku í Argentínu Her, lögregla og slökkvi- lið fékk loks i gær ráðið niðurlögum mikilla elda, sem geisað höfðu í hérað- inu La Pampa í Argentínu. Þar höfðu fimm milljónir fermílna af beitilandi og kjarrskógi eyðilagzt í eldinum, áður en miklar rigningar komu til liðs við slökkviliðið og slökktu eldana að mestu í gær. Þó brenna ennþá tvær mjóar ca. 25 kilómetræ langar ræmur i vesturhluta La Pampa. Ein manneskja fórst i eldin- um og hundruð nautgripa og villtra dýra. En eldarnir hafa geisað i heila viku. f eldinum eyðilögðust einnig háspennulinur frá nýja Chocon- raforkuverkinu, sem sér fyrir raforkuþörf höfuðborgarinnar, Buenos Aires. Leiddi það til straumleysis i borginni og raf- magnsskömmtunar. Rakst það á kafbát? Olfufláki hefur lagzt á fjörur á Skáni, eftir að olfan fór að leka úr norska oliuskipinu Jawachta en það hafði áður annaðhvort rekizt á rif eða þá, eins og ýmsir halda kafbát. Eftir að stöðvaður var lekinn I Jawachta, héldu áfram að myndast oliuflekkir, og grunar menn, að það sé frá kafbátnum. — Mikið hefur drepizt af fugli f olfubrák- inni, en þarna á þessum sióðum er friðlýst land vegna sérstæðs dýrallf§. — Myndin hér er af Jawachta við akkeri á slysstaðnum. Rússar á flugi yfir hátíðarnar Sovézku geimfararnir tveir, sem voru i Sojusgeimfarinu uppi í geimnum um jólin sam- tímis Bandarikjamönnun- um þrem i Skylab, sneru aftur til jarðar í gær, á annan í jólum, eftir vel heppnaöa átta daga langa geimferö. TASS-fréttastofan skýröi frá þvi, að lending þeirra hefði gengið vel og aö öll mælitæki og annar útbúnaður Sojus 13. hafi virkað fullkomlega meðan á ferðinni stóð. Geimfarið lenti með aðstoð fall- hlifar um það bil 200 km suðvest- ur af bændum Karaganda i Sovét- rikjunum miðjum. en þar skammt frá er Baikonur. sem er miðstöð geimrannsókna i Sovét- rikjunum. Þaðan hafði Sojus 13. verið skotið á loft i siðustu viku. Geimferðasérfræðingar á Vesturlöndum höfðu leitt getum að þvi, að Sojus 13. ætti að tengjast öðru geimfari til undir- búnings þvi. að tengja skal saman Úti i geimnum sovézkt geimfar og bandariskt, á árinu 1975. En eftiröllum sólarmerkjum að dæma hafa geimfararnir, Pjotr Klimuk og Valentin Lebedev einungis átt aö rannsaka stjörnurnar og gera nokkrar visindalegar mælingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.