Vísir - 27.12.1973, Blaðsíða 7
Visir. Fimmtudagur 27. desember 1973.
7
HÁRGREIÐSLA í JÓLAHÓFI
EÐA UM ÁRAMÓTIN
■ IINIIM 1
= SÍOAIM I
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Það er ekki allt búið
þó að jólahátiðinni
sjálfri sé' nú lokið. Það
er svo margt sem til-
heyrir jólunum, svo sem
jólaboð, jólahóf og svo
er nú stór hátið fram-
undan, þar sem er gaml-
árskvöld og nýársdagur.
Þeirri hátið fylgja svo
vist ýmiss konar boð.
Sparifötin eru vist sjaldan
notuð önnur eins ósköp og þessa
daga, og þá þykir vist ekki haéfa
að hafa hárið allt i óreiðu. Við
birtum þess vegna nokkrar góðar
hugmyndir um hárgreiðslu i allt
tilstandið.
Þessar hárgreiðslur, flestar
þcirra að minnsta kosti, er nokk-
uð auðvelt að greiöa sjálfur, enda
er litið um túberingar og annað
slikt. Túbering sést ekki lengur,
og kannski sem betur fer, þvi hún
vill fara afar illa með hárið.
Litið er einnig um hárlakk og i
þessar hárgreiðslur er ekkert
hárlakk notað. Hárið á að vera
sem eðlilegast og liflegast i dag.
Hér þarf ekki einu sinni að setja
rúllur i hárið. Það er nóg að þvo
það bara, og það á að vera slétt.
Kn nokkuð sitt þarf það aö vera til
þess að vel fari. Ilárið er allt
burstað aftur i hnút, sem bundinn
er neðarlega I hnakkann.
Yfir hnútinn er siðan bundin
lietta úr silfurgarni. Ilettan eða
netið cr fest með hárnálum og
hárgreiðslan cr tilbúin.
Hér kemur svo
þægileg
greiðsla og
nokkuð vcnju-
leg. Stórar rúll-
ur eru notaöar,
og hárið er allt
látið rúllast inn
á við. Hér þarf
enga túbcringu
eða lakk.
D
SELDIST UPP
FYRIR JÓL
-Endurprentun verður
dreift ó blaðsölustaði
í dag og ó morgun
Áskriftar- og dreifingarsími: 52485
Hárinu er skipt
i miðju og það
er allt tekið
saman i hnakk-
anum og fest
með spennu.
Lausri fléttu er
siðan komið
fyrir aftan á
höfðinu eins og
myndin sýnir.
Fléttan er fyrst
fest aftan i
hnakkanum og
er siðan lögð
upp á við, þá
niður á og upp á
við aftur, þann-
ig að endarnir
mætast. Fléttan
á að hylja allt
hárið sem tekið
var saman.
1 þessa greiöslu þarf mjög litlar
rúllur, sem settar eru i allt
hárið. Hárið er siðan greitt slétt
aftur við eyrun og upp frá háls-
inum og spennt niður. Lokkarn-
ir eru siðan greiddir fram á við,
niður á ennið. Til þess að gera
lokkana óstýriláta, en það eiga
þeir að vera, eru þeir greiddir
með fingrunum niður á ennið.
Ágætt er að nota örlitið lakk i
þessa greiðslu, ef lokkarnir
haldast ekki vel i hárinu.
Slíka greiðslu sem þessa er ágætt að nota ef hárið er þunnt. Þaö
er allt tekið upp og bundið i Iftinn hnút. Stór og gróf lausflétta er
siðan notuð til þess að hylja hnútinn. Henni er vafið tvöfaldri yfir
hnútinn, og þessi er gerð skrautlegri með þvi að vefja silfurþræði
inn f hana og siðan er sett hárnet yfir.
Lausfléttan er fest meö hárnálum. Lokkinn við eyraö má gera
með þvi að setja mjög litla rúllu eða klipps í þunnan hárlokk.
Ekki sk'aðar ef hárið er það þykkt og sítt að fléttan getur veriö
raunveruleg.
Hér er hárinu skipt i miðju og
það er sett I tvo hnúta eða kringl
ur í hliöunum við eyrun. Hér er
nóg aö setja nokkrar stórar rúll-
ur i háriö. Hnútarnir eru sfðarr
skreyttir með einhverjum bönd-
um eöa slaufum.
®P|j